Morgunblaðið - 22.05.2006, Page 44
44 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
THE DA VINCI CODE kl. 5 - 7 og 10 B.I. 14 ÁRA
MI:3 kl. 5 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA
SHAGGY DOG kl. 6 - 8 og 10
SCARY MOVIE 4 kl. 6 B.I. 10 ÁRA
V FOR VENDETTA kl. 10:20 B.I. 16 ÁRA
LE COUPERET (ÖXIN) kl. 8 ALLIANCE FRANCAISE B.I. 16 ÁRA
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
MI : 3 kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára
SHAGGY DOG kl. 8
SCARY MOVIE 4 kl. 10 B.i. 10 ára
DA VINCI CODE kl. 7 - 10 B.i. 14 ára
MI : 3 kl. 10 B.i. 14 ára
SHAGGY DOG kl. 8
FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS
eeee
VJV, Topp5.is
eee
JÞP blaðið
S.U.S. XFM
LEITIÐ SANNLEIKANS
Byggð á
vinsælustu
skáldsögu
veraldar
eeee
VJV, Topp5.is
VERÐUR HANN HUND-
HEPPINN EÐA HVAÐ!
eee
H.J. mbl
AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA
MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA.
STJÖRNURNAR sem prýða kvikmyndahátíðina í Cannes og áhangendur
þeirra hafa mátt þola strekkingsvind um helgina en þeim fyrrnefndu hefur
þó tekist að halda hárgreiðslum og glæsilegum síðkjólunum á sínum stað á
rauða dreglinum.
Beyoncé Knowles og Jamie Foxx voru meðal þeirra sem skelltu sér á dreg-
ilinn á leið í partí sem haldið var til kynningar á nýrri mynd þeirra, Dream-
girls. Sýnd voru brot úr myndinni en meðal annarra partígesta voru grín-
arinn Chris Tucker og American Idol-stjarnan Jennifer Hudson, auk
íslensku „strákanna“ Auðuns Blöndal og Huga Halldórssonar. Fyrir utan
stóð mikill fjöldi vongóðra aðdáenda sem voru tilbúnir til að kaupa boðsmiða í
partíið fyrir allt að 50 þúsund krónur.
The Rock á næsta bar og Troma-hópurinn samur við sig
Það er reyndar algengt að sjá fólk ganga um götur og gefa sig á tal við þá
sem gætu mögulega reddað þeim miða í eitthvert af þeim fjölda partía sem
hér eru haldin hvert kvöld. Best þykir ef möguleiki er á að hitta Hollywood-
stjörnurnar. Leikarinn Dwayne Johnson, sem kallar sig The Rock, sat þó í
mestu makindum á næsta bar. Hann leikur aðalhlutverkið í mynd Richard
Kelly, Southland Tales, sem tilnefnd er til Gullpálmans.
Enn eitt árið vekur Troma-hópurinn athygli vegfarenda á götum Cannes.
Meðlimir hópsins valsa um með skrípalátum, dónaskap og í sérkennilegum
búningum. Hópurinn er á vegum óháða kvikmyndagerðarmannsins Lloyd
Kaufman og kvikmyndavers hans, Troma, og hefur uppi áróður gegn því sem
kalla má Hollywood-kvikmyndir.
Eftirsótt
stjörnupartí
Eftir Soffíu Haraldsdóttur í Cannes
Troma-hópurinn valsar um götur Cannes með skrípalátum og dónaskap og
vilja liðsmenn hópsins með því mótmæla kvikmyndamaskínu Hollywood.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Jamie Foxx leikur á móti Beyonce í Dreamgirls og fékk líka sinn skerf af athyglinni í glamúrborginni Cannes.
Afgirt og umkringd aðdáendum: Beyonce Knowles var heldur betur í essinu sínu þar sem hún baðaði sig í sviðs-
ljósinu á göngu eftir rauða dreglinum, á leið til gleðskapar í tilefni af kvikmyndinni Dreamgirls.