Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lloret de Mar
í maí og júní
frá kr. 49.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða einstakt
tilboð á einn vinsælasta
áfangastað Costa Brava
strandarinnar við
Barcelona, Lloret de Mar.
Gott hótel með góðri
aðstöðu, fallegum garði,
sundlaug og
veitingastöðum. Örstutt í
golf og á ströndina. Öll
herbergi með baði,
sjónvarpi og síma.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
5 nætur - allt innifalið
Verð kr.49.990
allt innifalið
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting
í tvíbýli með allt innifalið á Hotel Sunrise
í 5 nætur. 25. maí, 8. júní og 15. júní.
Akureyri | Hóla bítur hörkubál, kvað Jónas Hallgrímsson um kalt vor sem
hann upplifði um sína daga. Hefði kuldakastið, sem nú geisar á Norður-
landi, getað orðið honum að yrkisefni væri hann á lífi en snjór og kuldi
ráða ríkjum á norðan- og austanverðu landinu, þótt þrjár vikur séu liðnar
af sumri. Á Akureyri er allt á kafi í snjó og var Öxnadalsheiði lokuð í fyrri-
nótt vegna ófærðar. Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna tals-
verðrar úrkomu á norðaustanverðu landinu í dag, mánudag. Sunnanlands
er hins vegar spáð björtu en fremur köldu veðri.
Næstu daga er spáð áframhaldandi norðanátt, hvassviðri með talsverðri
úrkomu norðaustan til í dag og á morgun, þriðjudag, en síðan öllu hægari
og mun draga úr mesta kuldanum þegar frá líður.
Kuldi og snjór ráða
ríkjum á Akureyri
„ÉG HEF alltaf verið bráðónýtur í
þessu,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson,
fyrrverandi alþingismaður og ráð-
herra, þegar hann er spurður um
hvernig best sé að standa í kosninga-
baráttu. Vilhjálmur er í 18. sæti á
framboðslista Framsóknarflokksins í
sveitarfélagi Mjóafjarðar, Fjarða-
byggðar, Fáskrúðsfjarðar og Stöðv-
arfjarðar.
Vilhjálmur er orðinn 92 ára gamall
og er elstur frambjóðenda í komandi
kosningum. Hann segist ekki hafa sóst
sérstaklega eftir því að taka sæti á list-
anum og hafi raunar lent þarna fyrir
misskilning. „Það voru einhver mistök
á milli manna, sá sem átti að annast
skilaboð á milli manna hann stóð sig
ekki í stykkinu, enda margir að vinna í
sínum hvorum firðinum.“
Sat í 44 ár í hreppsnefnd
Þetta er ekki í fyrsta í skiptið sem
Vilhjálmur blandar sér í sveitastjórn-
armálin en hann tók þátt í listakosn-
ingum í Mjóafirði á sínum yngri árum
þegar ungu mennirnir í firðinum buðu
sig fram gegn þeim eldri. Vilhjálmur
bauð sig fyrst fram árið 1946 og var þá
í hreppsnefnd fjarðarins og hélt því
sæti í 44 ár. Hann bætti því við að hann
hefði um tíma haldið meti yfir þá sem
setið hafa lengst í sveitarstjórn, en það
var nýlega bætt um 4 ár til viðbótar.
Um muninn á kosningabaráttunni
nú og hér á árum áður sagði Vil-
hjálmur lítið hafa breyst í grundvall-
aratriðum: „Það er munur á tækni og
slíku. Þegar ég fór á fullt í landsmála-
pólitíkina árið 1949 þá var þetta óskap-
lega mikið öðruvísi með samgöngur og
allt það. Þá var farið með allskonar
mögulegum samgöngutækjum. Það
var lítið farið ríðandi, það var farið sjó-
leiðina á allskonar tækjum,“ en að öðru
leyti sagði Vilhjálmur að lítið hefði
breyst.
Aðspurður um baráttuna í Fjarða-
byggð sagði Vilhjálmur að hún væri
ekki hörð, flokkarnir tveir sem nú
mynduðu meirihluta væru líklegir til
að halda honum.
Vilhjálmur sagðist að öðru leyti hafa
tekið lítinn þátt í baráttunni, hann
hefði komið á opnun kosninga-
miðstöðvar flokksins og látið taka
myndir af sér en væri að öðru leyti kol-
ómögulegur í kosningaáróðri „Ég hef
alltaf verið bráðónýtur í þessu, nema
hvað að ég hef verið nógu frakkur við
að sýna mig og fara í eldhúsið og
spjalla við fólk. Já, þeir voru miklu
snjallari í þessu þing- og flokksbræður
mínir í þá daga.“
Vilhjálmur sagði stöðu Framsókn-
arflokksins ekki vera álitlega. „Fram-
sóknarmenn hafa nú huggað sig við að
fá meira í kosningum en í könnunum
yfirleitt. En þetta er ekki álitlegt en
það er nú heldur ekkert nýtt að séu
stórar sveiflur í þessu öllu saman. Þeir
mega ekki kippa sér upp við það.“
Hann er bjartsýnn á gengi flokksins í
Fjarðabyggð.
Vilhjálmur Hjálmarsson er enn á framboðslista 92 ára gamall
„Ég hef alltaf verið
bráðónýtur í þessu“
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vilhjálmur ásamt Halldóri Ásgríms-
syni forsætisráðherra við opnun Fá-
skrúðsfjarðarganga á síðasta ári.
Neskaupstaður | „Hvað er
ég að gera hér?“ gæti
hann hafa verið að hugsa
nátthegrinn þar sem
hann sat hnípinn á steini í
kuldanum og snjókom-
unni við smábátahöfnina í
Neskaupstað, en þar hef-
ur hann haldið sig und-
anfarna daga. Aðal-
heimkynni nátthegrans
eru á mun hlýrri slóðum,
eða í sunnanverðri Evr-
ópu og í kringum Mið-
jarðarhafið, þó eitthvað
smávegis hafi hann num-
ið land norðar í Evrópu.
Nátthegrinn er sjaldséð-
ur flækingur hérlendis.Morgunblaðið/Ágúst
Ekki á
réttum
stað
„OG svo mætti fara að
hlýna. Maður á ekki að
vera með húfu á þessum
árstíma,“ sagði Kristján
Sigurðsson meðan hann
dittaði að Vininum EA,
ásamt félaga sínum
Benedikt Hallgrímssyni
í nístingskaldri norð-
angolu í smábátahöfn-
inni á Akureyri. „Við er-
um bara að leika
okkur,“ sagði Benedikt
og brosti góðlátlega og
sneri sér aftur að vél-
inni. Myndina tók Gyrð-
ir Örn Egilsson, nem-
andi í 10. bekk
Valsárskóla á Sval-
barðseyri. Hann var í
starfskynningu hjá
Morgunblaðinu á Ak-
ureyri í liðinni viku. Morgunblaðið/Gyrðir Örn Egilsson
„Og svo
mætti
fara að
hlýna“
Aðaldalur | „Það er ákaflega kalt og
hvasst og allir með fé á húsi. Í fyrra
var veðrið miklu skárra þrátt fyrir
kalt vor, en þá var þurrt,“ segir Gísli
Kristjánsson bóndi á Lækjarhvammi
í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Víðast í
sveitinni hafa bændur þurft að hýsa
allt sitt fé, nýbornar ær og lömb. Er
því þröngt í krónum en þó skárra að
búa við það heldur en setja féð út í
kuldann og hvassviðrið.
„Það er voðalega mikið orðið tví- og
þrílembt hjá mönnum og því víða
mjög þröngt þótt aðstaðan sé mjög
góð. En það dettur engum í hug að
setja féð út enda kuldaspá fram í
næstu viku og hvasst úti. Féð er allt
rúið á vorin og því ullarlítið og þolir
ekki eins vel veðrið. Ef það væri kyrrt
og gott veður væri ekkert mál að lofa
fénu að vera úti þótt það væri snjór,
því lömbin þola kuldann dálítið vel.
Það er bara hvassviðrið sem hamlar
því.“
Sauðburður er langt kominn á
mörgum bæjum í Aðaldal en það er
hins vegar veðráttan sem er óhag-
stæð bændum. Hjá Gísla í Lækj-
arhvammi er allt borið og er mikið
um að vera í húsunum. Þar er hver
einasta kind mislit og ekki eitt einasta
lamb hvítt. Þar ber mest á svartbíl-
dóttu, svartflekkóttu og svartkrún-
óttu.
Engum dettur í
hug að setja féð út
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Gísli Kristjánsson og Helga Jónsdóttir ásamt barnabörnunum Einari Sigur-
björnssyni og Gísla Þór Jónssyni sem gaman þykir að hjálpa afa og ömmu.