Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 16
Daglegtlíf
maí
„HEILBRIGÐISSTEFNA, sem
hvetur til hollra lífshátta óháð lík-
amsþyngd, hefur ekki í för með
sér þær neikvæðu afleiðingar, sem
fylgt geta áherslu á þyngdartap.
Sá boðskapur að fita sé slæm er
röklega til þess fallinn að ýta und-
ir óánægju með líkamsvöxt, af-
brigðilegar matarvenjur og for-
dóma. Rannsóknir, sem sýna
árangursleysi og skaðsemi megr-
unar vekja enn frekari efasemdir
um réttmæti þess að halda tryggð
við ríkjandi stefnu. Lýðheilsu-
stefna, sem markast af heilbrigði
óháð holdafari sneiðir hjá þessum
vanda og skapar kærkomið mót-
vægi við þá þráhyggju, sem ríkir
um megrun og grannan vöxt á
Vesturlöndum. Hún beinir sjónum
að því sem raunverulega skiptir
máli: heilsu, velferð og vellíðan.“
Þetta kom m.a. fram í máli Sig-
rúnar Daníelsdóttur, sálfræðings,
á Megrunarlausa daginn, sem var
í fyrsta skipti haldinn hér á landi
nýlega, en á sér fimmtán ára sögu
erlendis. Erindi Sigrúnar bar yf-
irskriftina „Hundrað ára stríðið
við aukakílóin“, en markmiðið með
deginum er að berjast gegn megr-
unarmenningunni og efla líkams-
virðingu.
Milljarðar í megrunariðnaðinn
Fjallað var m.a. um tengsl
megrunar og átraskana og Guðrún
Beta Mánadóttir, forstöðukona
staðalímyndahóps Femínistafélags
Íslands, beindi spjótum sínum að
þeim áhrifum, sem megrunaráróð-
urinn hefði á konur og kvenfrelsi.
„Útlitsiðnaðurinn veltir millj-
örðum á milljarða ofan og beinist
nær eingöngu að konum. Okkur er
innprentað frá blautu barnsbeini
að verið sé að hjálpa okkur og
leiðbeina til að geta lifað af í full-
komnum líkama. Við þurfum að
átta okkur á því að það er ekki
verið að gera okkur greiða. Það er
verið að nota okkur. Það er verið
að brjóta sjálfstraust okkar niður
til þess að hægt sé að græða á
okkur peninga. Í gegnum söguna
hafa alltaf verið til reglur um útlit
kvenna, en líði konu á einhvern
hátt illa með líkama sinn, þarf hún
auðvitað fyrst og síðast að finna
það út með sjálfri sér hvort app-
elsínuhúð eða aukakíló á lærum sé
sá hryllingur, sem útlitsiðnaðurinn
vill meina.“
Sigrún minnti á að lífsstíls-
breytingar þjóðarinnar á síðari ár-
um hafi verið heillavænlegar þó
nú sé hamrað á því að þjóðin sé að
drepa sig á óheilbrigðum lífs-
háttum. Staðreyndin er að þrátt
fyrir aukna þyngd hefur tíðni
hjarta- og æðasjúkdóma farið
hríðlækkandi og lífslíkur Íslend-
inga aukist ár frá ári. „Tíðni
kransæðastíflu hefur lækkað um
meira en 50% á síðustu tveimur
áratugum. Dauðsföllum af völdum
kransæðasjúkdóma hefur sömu-
leiðis fækkað og hafa ekki verið
færri síðan um miðja síðustu öld.
Við borðum meira af ávöxtum og
grænmeti en áður. Við drekkum
meira vatn, hreyfum okkur meira,
reykjum minna og borðum fitu-
minna fæði en áður.“
90% árangursleysi af megrun
Að sögn Sigrúnar felst mikil
missögn í að draumurinn um
grannan vöxt sé handan hornsins
ef við bara leggjum okkur nógu
mikið fram. Ef mögulegt væri að
grennast varanlega, myndum við
eflaust þekkja fleiri, sem hefði
tekist það. Viðurkenndar tölur yfir
árangur megrunar sýna 90% ár-
angursleysi þrátt fyrir að sífellt
séu að koma fram á sjónarsviðið
„nýir“ megrunarkúrar í mismun-
andi pakkningum. „Ljóst er að
megrunarhringekjan hefur ekki
gert okkur grennri, en mjög lík-
lega gert okkur feitari. Hún hefur
ekki skilað okkur betri heilsu eða
vellíðan, en alið af sér fjöldamörg
tilfelli þunglyndis, slæmrar lík-
amsmyndar og átraskana. Hún
hefur eyðilagt æsku hundraða ís-
lenskra ungmenna og stuðlað að
félagslegu óréttlæti, fordómum og
mannfyrirlitningu. Fitufordómar
eru útbreiddir á Íslandi og það er
smánarblettur á samfélagi, sem
hreykir sér af fordómaleysi.“
Vísindastarfið í kreppu
Fræðimenn, sem hafa áhyggjur
af hugsanlegum aukaverkunum
offitustríðsins, knýja á um straum-
hvörf í rannsóknum, forvörnum og
meðferð offitu. Þeir telja að vís-
indastarf á þessu sviði sé í kreppu
þar sem það byggist alfarið á
þeirri forsendu að þyngdartap sé
mögulegt, æskilegt og nauðsynlegt
til að bæta heilsu. Þeir hafa kallað
eftir nýju viðmiði með áherslu á
reglulega hreyfingu, heilbrigðar
matarvenjur, bætta sjálfs- og lík-
amsmynd og alhliða heilsueflingu,
en án áherslu á líkamsþyngd.
Þetta sjónarmið felur í sér bylt-
ingarkennda viðhorfsbreytingu
gagnvart heilbrigði þar sem
hvorki er gert ráð fyrir því að
grannur líkami sé forsenda góðrar
heilsu né að þyngdartap skuli vera
markmið heilsueflingar, að sögn
Sigrúnar.
„Ýmislegt bendir til að slík heil-
brigðisstefna yrði heillavænlegri
en sú, sem nú er við lýði. Í fyrsta
lagi er enginn undanskilinn nauð-
syn þess að lifa heilbrigðu lífi þeg-
ar áhersla er lögð á heilsu en ekki
holdafar. Í öðru lagi er líklegra að
fólk geri varanlegar breytingar á
lífi sínu þegar ekki er lengur
ástæða til að gefast upp þótt vigt-
in sýni ekki lægri tölu. Áhersla á
þyngdartap er í raun andstæð
markmiðinu um varanlegar lífs-
stílsbreytingar því fæstum tekst
að grennast til frambúðar.“
HEILSA | Hinn vestræni heimur hefur í hundrað
ár háð hatramma baráttu gegn fitu
Morgunblaðið/Ómar
Sigrún Daníelsdóttir og Guðrún Beta Mánadóttir.
Reuters
Í gegnum söguna hafa allt-
af verið til reglur um útlit
kvenna, en líði konu á ein-
hvern hátt illa með líkama
sinn, þarf hún auðvitað
fyrst og síðast að finna
það út með sjálfri sér
hvort appelsínuhúð eða
aukakíló á lærum sé sá
hryllingur, sem útlitsiðn-
aðurinn vill meina.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Grannur líkami
er ekki forsenda
góðrar heilsu
VIÐKVÆMAR taugar í
heilastofni eru taldar eiga
þátt í sjúkdómnum mígreni
sem nokkuð margir þjást af.
Í Göteborgs-Posten er greint
frá rannsókn sem gerð var
við Sahlgrenska sjúkrahúsið
í Gautaborg og bendir til
þessa. Margt er enn óljóst
varðandi mígreni og þau
verkjaköst sem mígrenisjúk-
lingar fá að meðaltali 1,3
sinnum í mánuði, en talið er
að mígreni sé arfgengur
sjúkdómur. Rannsóknin
bendir til þess að mígreni-
sjúklingar hafi næmari
taugar í heilastofninum og
séu því viðkvæmari fyrir
sársauka. Venjulegur æða-
sláttur í höfðinu verði þann-
ig að sársauka hjá þeim.
Ekki hefur fundist lækn-
ing við mígreni en margir
geta linað þjáningarnar og
jafnvel losnað við einkenni
með þeim lyfjum sem nú eru
til.
HEILSA
Mígreni-
sjúklingar
með næmari
taugar í
heilastofni