Morgunblaðið - 29.05.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 27
MINNINGAR
Laugardaginn 20. maí erum við
stödd í Gilstreymi. Gleðin var mikil,
sauðburður hafinn og beðið var eftir
vinum. Þá kemur símtal frá syni
okkar, Ómari, og segir hann okkur
þau sorglegu tíðindi að yngri sonur
þeirra hjóna, Jón Valur, sé látinn.
Ekki óraði okkur fyrir því að
föstudaginn 19. maí værum við að
sjá þitt geislandi bros í hinsta sinn,
elsku drengurinn okkar. Hugurinn
leitaði fljótt aftur í tímann og minn-
umst við sérstaklega jólaboðanna
þegar þú komst svo fínn í svörtu
buxunum og rauðu fallegu peysunni.
Alltaf þegar þú, elsku vinur, komst
til okkar á Esjubrautina lýstir þú
upp húsið með þínu bjarta brosi og
ljósa hári. Og hvað okkur þótti
skondið að sjá þegar þú lítill dreng-
ur reiddist, krosslagðir hendur á
brjósti, en sagðir ekki neitt.
Ekki er spurt um stund né stað
þegar sorgin ber að dyrum og
hversu vanmáttug við erum á svona
stundum, elsku drengurinn okkar.
En áfram þú lifir í hjörtum okkar
um ókomna tíð.
Við biðjum Drottin að vaka yfir
sálu þinni, elsku vinur.
Elsku Ómar, Jórunn, Siggi og
Sigga. Hugur okkar og bænir eru
hjá ykkur og biðjum við Drottin að
vaka yfir ykkur og gefa ykkur
styrk.
Þeir segja þig látna, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og í gleði þú senda munt ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðm. Ingi Guðm.)
Kveðja.
Amma og afi, Höfðabraut 5,
Akranesi.
Elsku drengurinn hennar ömmu
sinnar, aldrei hefði mig grunað er
við hittumst síðast að það yrði í
hinsta sinn, að þú yrðir horfinn degi
síðar.
Ég mun ávallt minnast gleði-
stunda sem við áttum saman, þægi
litli glókollurinn hennar ömmu sinn-
ar. Ég fékk að fylgjast með hve dug-
legur og vandvirkur þú varst í námi
og starfi og einstaklega handlaginn.
Ég veit í hjarta mínu að nú ert þú
kominn á góðan stað þar sem þér
líður vel.
Ég sendi þér bænina sem við fór-
um svo oft með saman:
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir þinni.
(Sig. Jónsson.)
Guð og gæfan fylgi þér og blessi,
elsku vinurinn.
Ástarkveðjur til foreldra þinna,
bróður og mágkonu.
Amma Jenny Lind.
Laugardagskvöldið 20. maí sat ég
heima og var að prjóna. Þá hringir
síminn og nafn Ómars birtist á
skjánum. Áður en ég svaraði flaug í
gegnum huga minn að eitthvað væri
að. Þá tek ég upp símann og svara
og segir hann mér að Jón Valur
JÓN VALUR
ÓMARSSON
✝ Jón Valur Óm-arsson fæddist á
Akranesi 9. apríl
1987. Hann lést á
Akranesi 20. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Jór-
unn Friðriksdóttir
og Ómar Sigurðs-
son. Bróðir Jóns
Vals er Sigurður
Ari. Unnusta hans
er Sigríður H. Sig-
urðardóttir.
Útför Jóns Vals
verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
elsku frændi sé látinn.
Nú sit ég hér hjá
mömmu og langar að
koma smákveðju til
þín. Margt fer í gegn-
um hugann og minnist
ég þess þegar þú lítill
drengur komst með
foreldrum þínum á
Esjubrautina. Þú
grést mikið því fæt-
urnir þínir voru mikið
að angra þig. Margar
aðrar minningar leita
á hugann og flestar
koma þær upp á Esju-
brautinni því þar var aðalmiðstöðin.
Miklir vinir og félagar vorið þið öll
æskuárin, þú og Benni, og ég er
þakklát fyrir allar þær stundir sem
þið áttuð saman.
Nú kveð ég þig, elsku frændi, og
bið algóðan Guð að vernda þig og
vaka yfir þér.
Elsku Ómar, Jórunn, Siggi og
Sigga. Drottinn styrki ykkur og
varðveiti í þessari miklu sorg.
Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi,
því táradöggvar falla stundum skjótt
og vinir berast burt á tímans straumi
og blómin fölna á einni hélu nótt.
Því er oss best að forðast raup og reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinakoss;
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
að setjast allir þar og gleðja oss.
(Jónas Hallgr.)
Kveðja.
Elínborg frænka, Selfossi.
Elsku Jón Valur frændi okkar. Að
kvöldi laugardagsins 20. maí, voru
okkur bornar þær hræðilegu sorg-
arfréttir að elskulegur frændi okk-
ar, Jón Valur Ómarsson, hefði yf-
irgefið þennan heim.
Eftir stöndum við frændsystkini
þín og veltum fyrir okkur gangi lífs-
ins. Við erum óskaplega þakklát fyr-
ir allar þær stundir sem við áttum
saman með þér, þá sérstaklega þær
á Esjubrautinni.
Það er óhætt að segja að þú hafir
verið mesti engillinn af okkur öllum
krökkunum, þó auðvitað hafir þú
brallað margt, litli glókollur. En
ekki fór mikið fyrir þér, þú varst
hlédrægur en afskaplega skemmti-
legur, en oft stóðstu hjá og horfðir á
okkur hin gera eitthvert prakkara-
strikið.
Við vorum eins og bræður, þú og
ég (Benni), og gerðum margt
skemmtilegt saman, fórum í fótbolta
í garðinum heima hjá ömmu og afa
og þá léku Edda og Anna sér líka
mikið við okkur, við vorum oft fjög-
ur saman. Ekki megum við heldur
gleyma öllum ferðalögunum með afa
og ömmu og sundferðunum, hjóla-
túrunum og ferðunum út á vídeó-
leigu ásamt því að oft gistum við hjá
hvor öðrum. Þessar stundir eru mér
ógleymanlegar og minnist ég þín
með söknuði í hjarta. Takk, elsku
frændi, fyrir allar þessar stundir.
Það var líka gaman hjá okkur
(Sigrún) þegar þú varst fimm ára og
ég níu ára, manstu. Ég var að passa
þig heima hjá þér á Grenigrund og
lágum við oft saman í vatnsrúminu
sem mamma þín og pabbi áttu og
lásum saman bækur, fórum út að
leika og í gamla pottinn sem var í
garðinum ykkar og er ég þakklát
fyrir þær stundir með þér frændi.
Fljótlega kom fram færni þín á
tölvur og varstu snillingur á þær og
lékst þér klukkutímunum saman í
tölvuleikjum.
Endalaust gætum við frænd-
systkinin talið upp góðar minningar
um þig og erum við búin að vera að
rifja upp minningar um þig og skoða
myndir, okkur finnst hræðilegt
hversu lítið samband við höfum haft
undanfarin ár við þig, kæri vinur,
hittumst reyndar í veislum en þar
með er það talið. Þú áttir auðvitað
þinn vinahóp eins og við hin, en
þetta fráfall þitt hefur dregið okkur
hin frændsystkinin sem eftir
stöndum nær hvert öðru og ætlum
við að vera duglegri að styrkja
böndin okkar á milli.
Elsku Ómar, Jórunn, Siggi Ari og
Sigga, megi guð gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum og liggja okk-
ar bænir hjá ykkur.
Elsku frændi, við verðum að trúa
því að þar sem þú ert nú niðurkom-
inn líði þér vel og megir þú hvíla í
friði, kæri vinur.
Þín frændsystkini,
Guðmundur, Gunnar,
Nanna, Sigrún, Edda,
Benjamín og Anna.
Það var okkur mikið reiðarslag
þegar sú frétt barst okkur að jafn-
aldri okkar og árgangsfélagi Jón
Valur hefði látist. Við bjuggumst
ekki við því að við myndum missa
jafnaldra okkar og félaga svona
snemma, og hvað þá að sá félagi
yrði Jón. Okkur langar því að nota
tækifærið til að kveðja þennan ljúfa
og góða dreng.
Síðan fréttin barst okkur til eyrna
hafa margar hugsanir sótt að, við
minnumst allra þeirra stunda er við
áttum með honum, og það er með
sárum söknuði að við kveðjum, enda
óendanlega sorglegt að þurfa að
kveðja jafn yndislegan og vel skap-
aðan dreng svona fljótt.
Þótt það hafi aldrei farið mikið
fyrir Jóni fann maður alltaf fyrir
nærveru hans, hann var svo skap-
andi og fyndinn og var alltaf tilbú-
inn að standa með vinum sínum í
öllu og gaf ótrúlega mikið af sér.
Hann kom manni sífellt á óvart með
uppátækjum sínum og maður gat
verið viss um að þar sem Jón Valur
fór, þar ríkti gleði og hlátur, því að
við höfum sjaldan kynnst mann-
eskju sem lætur líðan fólksins í
kringum sig skipta sig jafn miklu
máli, hann var alltaf tilbúinn að gera
hvað sem þyrfti til að láta manni líða
vel.
Jón Valur var kannski dulur, en
það duldist samt engum að þar fór
strákur sem átti framtíðina fyrir
sér, hann var með eindæmum vel
gefinn og þurfti aldrei að leggja
neitt á sig til að læra, hann var
mikill tölvukall og ef einhvern
vantaði aðstoð, þá var Jón alltaf
tilbúinn að hjálpa. Og það lýsir hon-
um kannski best, því að hann var
með eindæmum hjálpsamur og góð-
ur, og var alltaf tilbúinn að leggja
mikið á sig fyrir samferðamenn
sína.
Við erum öll sammála um það að
við eigum engar slæmar minningar
um Jón, þær vekja allar ljúfsárar
tilfinningar og hlátur, og við munum
aldrei gleyma þér, Jón, hvorki húm-
ornum né góðseminni, þú skilur eft-
ir þig skarð sem enginn á eftir að
geta fyllt.
Það er svo erfitt að kveðja þig, en
við erum svo þakklát fyrir að hafa
kynnst þér og fengið þennan tíma
með þér, þótt hann hafi verið stutt-
ur. Þú varst yndislegur, og þannig
munum við alltaf minnast þín.
Við viljum votta foreldrum, fjöl-
skyldu og vinum innilegustu samúð
okkar.
Árgangur 1987
í Brekkubæjarskóla.
Á köldum en fallegum vordegi
barst mér fregnin um andlát Jóns
Vals Ómarssonar. Mér kólnaði í
fyrstu en ég hef síðan yljað mér við
góðar minningar um góðan dreng
og nemanda.
Jón Valur var í fyrsta og raunar
eina umsjónarárgangi mínum í
Grundaskóla. Einstakur og hlýr var
hann alla tíð. Það fór ekki mikið fyr-
ir honum, hann hafði ekki mjög hátt
en hann er í alla staði minnisstæður
fyrir prúðmennsku og góða nær-
veru.
Ég kenndi árgangnum hans Jóns
Vals í þrjú ár en fylgdist með þeim
alla grunnskólagönguna eins og oft
gerist með kennara. Einnig hef ég
fylgst með framgöngu þeirra í fram-
haldsskóla. Síðast hitti ég Jón Val
einmitt með móður sinni í prófatörn
framhaldsskólans fyrir skömmu og
hann sagði mér frá því sem hann
var að gera og hvernig honum
gengi.
Ég hef oft sagt að það séu forrétt-
indi að vera kennari. Það eru nefni-
lega forréttindi að umgangast og
kynnast börnum og unglingum, for-
eldrum þeirra og aðstandendum og
um leið ótrúlega gefandi.
Ég átti því láni að fagna að eiga
mjög góð samskipti við Jón Val og
foreldra hans. Þau og fjölskyldan öll
eiga nú um sárt að binda. Ég kann
engin orð sem geta sefað sorg
þeirra eða söknuð. Ég votta þeim
öllum og vinum Jóns Vals innilega
samúð mína. Minning hans mun lifa
með öllum sem þekktu hann.
Hrönn Ríkharðsdóttir.
Það er með sárum söknuði og
sorg að ég rita þessi orð, orð til að
kveðja yndislegan dreng, sem hafði
gefið mér svo mikið.
Síðan mér var sagt að þú hefðir
farið frá okkur, Jón, hef ég hugsað
um lítið annað en þig. Ótal minn-
ingar um þær stundir sem við áttum
hafa komið upp í huga mér og þær
hafa veitt mér huggun í þessari sorg
sem hvílir yfir öllu og öllum síðan þú
féllst frá.
Ég átti bágt með að trúa því að þú
værir farinn þegar mér var sagt
það, ég vonaði af öllu hjarta að þeg-
ar nýr dagur rynni myndi ég vakna
og sjá að þetta hefði allt verið vond-
ur draumur, þú værir enn til staðar
með brosið þitt og hláturinn sem
einkenndi þig. Svo reyndist ekki
vera, og þegar ég áttaði mig á því
var eins og ský drægi fyrir sólu. Ég
trúi því varla enn að þú sért farinn.
Þú varst svo yndislegur og hjálp-
samur, þú reyndir alltaf að gera það
sem í þínu valdi stóð til að hjálpa og
það gastu líka oftast. Ég veit að ég á
bara góðar minningar um þig. Þú
gast alltaf komið mér til að hlæja,
jafnvel þegar mér leið sem verst. Þá
gast þú sagt réttu hlutina á réttum
tíma og látið mér líða betur. Þú
varst mesti húmoristi sem ég hef
kynnst, með sérstakan og auð-
kenndan húmor sem fáir skildu. Þú
sagðir stundum svo mikla vitleysu
að ég vissi ekki hvað ég átti að
halda, en þegar ég náði því lá við að
ég grenjaði af hlátri.
Þú gerðir aldrei neitt á minn hlut,
og það er sama hversu mikið ég
hugsa, þá finn ekki neitt sem þú hef-
ur gert eða sagt til að særa neinn.
Þú gerðir líf mitt svo miklu
skemmtilegra að ég á eftir að vera
þér að eilífu þakklát fyrir að sýna
mér kómísku hliðarnar á hlutunum
og fyrir allan þann hlátur sem þú
gafst mér.
Það var orðið langt síðan ég hafði
talað við þig, alltof langt. Ég hafði
misst sambandið við þig og mér
þykir það svo óendanlega sárt núna,
því að ég fékk ekki tækifæri til að
kveðja þig. Ég vildi óska að ég gæti
snúið aftur í tímann og tekið frum-
kvæðið að því að byrja að tala við
þig aftur eins og við gerðum í gamla
daga, en ég get það ekki, og það
þykir mér afar leitt.
Jón, þú trúir því aldrei hversu
marga þú snertir á þinni stuttu ævi,
þú trúir því ekki hversu margir
syrgja þig, en hjörtun sem þú snert-
ir án þess að vita af því lifa nú í
þeirri von að þú hvílir í friði, og mitt
hjarta er eitt af þeim.
Ég er óendanlega þakklát fyrir að
hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi
að kynnast þér, og fá að sjá smá inn
í það dýpi sem hugur þinn var. Því
að þú varst svo margslunginn og
skemmtilegur, og hlutirnir sem þú
pældir í létu mig sjá út fyrir kass-
ann. Ég á þér svo margt að þakka,
Jón, og ég vil gera það hér.
Takk fyrir að hafa haft tíma fyrir
mig þegar ég þurfti á þér að halda,
takk fyrir að vera ein af skemmti-
legustu manneskjum sem ég hef
kynnst, takk fyrir að hafa verið þú
sjálfur í gegnum þykkt og þunnt.
Takk Jón, fyrir að hafa verið til.
Ég vil senda foreldrum, fjöl-
skyldu og vinum Jóns mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi guð
vera með ykkur í gegnum þessa erf-
iðu tíma.
Ásdís Sigtryggsdóttir.
Kæri Jón Valur. Það er sorglegt
hvernig þetta fór. Við vildum að við
hefðum getað hjálpað þér betur en
raun bar vitni.
Við vonum að þú vitir það að við
söknum þín. Við vildum öll að þetta
hefði aldrei gerst. Þó að samband
okkar hafi ekki verið mikið viljum
við samt að þú vitir að af okkar vin-
um ertu einn af þeim kærustu! Von-
andi líður þér betur þar sem þú ert
núna en þér leið í lifanda lífi.
Við vitum þó tvennt fyrir víst. Við
munum hittast aftur, og ef þú vilt
vera hjá okkur er það alveg velkom-
ið. Hitt er það að þú og minning þín
mun lifa í brjóstum okkar alla ævi.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur, heyrði ég eitt sinn sagt.
Nú veit ég að það er eigi rétt. Ég
tel mig hafa vitað hvað ég átti og
vildi að ég hefði aldrei misst það.
Við munum sakna þín alla okkar
ævi, okkar kæri vinur.
Hvíldu í friði.
Jóhann Þorsteinsson og
Kristján Sigurðarson.
Elsku Jón Valur, hjartans þakkir
fyrir samverustundirnar sem við
áttum saman. Guð varðveiti þig.
Á hvítum vængjum
kom vorið inn um gluggann
rétti þér hönd
og hvíslaði:
Komdu með mér
í ferð um ódáinslendur
þar sem gullnar rósir vaxa
í hverju spori
svo hverfum við saman í sólarlagið.
(Þórdís Guðjónsdóttir.)
Elsku Ómar, Jórunn, Siggi Ari og
Sigga. Guð veri með ykkur og styrki
í þessari miklu sorg.
Þórir, Barbara,
Óli Þór og Steinþóra,
Heiðar og fjölskylda.
Dauðinn bankar á dyr, óvænt,
farðu burt, farðu burt, bökkum,
bökkum aftur í tímann. Reynum að
breyta, reynum að hjálpa. En of
seint föttum við, hugarangist
sveinsins. Sorg, eymd, ótti, samt
reynt að hugga. Strokur, faðmlag,
byrja að reyna, reyna að græða hið
blæðandi sár, vitandi að það tekst
aldrei, aldrei að fullu.
Myrkur helltist yfir okkur við þau
hörmulegu tíðindi að þú værir horf-
inn yfir móðuna miklu. Aðeins 19
ára gamall og því alltof ungur til að
leggja í slíka langferð. Fyrir hug-
skotum vorum birtist þú með þína
björtu og ljósu ásýnd og glettnislegt
brosið. „Hann Jón Valur er eins og
Jesús“ varð yngstu dóttur okkar,
Yrsu Þöll, að orði í fermingu systur
sinnar, Öldu Bjarkar, nú í aprílbyrj-
un. Ástæðan var sítt ljóst hárið,
skeggið og skínandi útgeislunin.
Alls ekki slæm samlíking hjá
barninu en líklega hefur útlitinu að
hluta til ráðið áhugi þinn á víkingum
til forna, siðum þeirra og sögu. En
börnin eru oft næmari en við sem
eldri erum og því ekki ólíklegt að
eitthvað hafi blasað við henni sem
auga okkar ekki nam.
Það er sárt að geta ekki lengur
átt spjall við þig, kæri vinur, og
sorgin í hjörtum okkar er meiri en
nokkur orð fá lýst. Við óskum þér
farsællar ferðar að ljósinu eina og
megi Guð vera þér náðugur. Elsku
drengurinn! Far þú í friði og megi
englar alheimsins vaka yfir þér um
alla eilífð.
Elsku Ómar, Jórunn, Siggi Ari og
Sigga; Vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Megi Guð vaka yfir ykkur og
styrkja í ykkar miklu sorg.
Kveðja,
Hugrún og Eyjólfur.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning