Morgunblaðið - 29.05.2006, Page 39

Morgunblaðið - 29.05.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 39 DAGBÓK reiðleiðum yfir á gamlan línuveg sem er vart annað en troðningar. Lá beinast við að ríða línuveginn niður undir Suðurlandsveginn og þaðan sem leið liggur í gegnum Rauðhól- ana. Bréfritari var rétt kominn inn á línuveginn með þrjá til reiðar um há- degisbilið er söng og hvein að baki hans. Var þar á ofsaferð rauð Sub- arubifreið. Greinilegt var að öku- maðurinn hugði ekki draga úr ferð- inni. Áttaði bréfritari sig þá allt í einu á því að hann væri kominn inn á sérleið í ralli og átti tólf fótum fjör að launa að komast út fyrir veg áður en bifreiðin skylli á klárunum, var að vonum brugðið sem að líkum lætur. Hvergi voru sjáanleg nein merki þess að hluti heiðarinnar hefði verið tekinn undir rall. Enginn var á staðnum sem gætti þess að óviðkom- andi umferð kæmist ekki inn á veg- inn og að lokum er vítavert af öku- manni að hægja ekki á ferðinni eða stöðva bifreið sína alveg og fara fram á að sérleiðin yrði ekin aftur eftir að tryggt hafði verið að hún væri auð og hindrunarlaus. Rall verður ekki haldið við framan- greindar aðstæður án þess að bjóða hættunni heim. Kristjón Kolbeins. Með þrjá til reiðar á sérleið í ralli LAUGARDAGURINN hinn 6. maí rann upp bjartur og fagur. Sjálfsagt besti dagur ársins víða um land. Slíkir dagar er tilvaldir til útivistar fyrir menn og skepnur. Hestamenn nota þá gjarnan tækifærið til að leggja á og viðra hross sín, koma þeim í góða þjálfun fyrir hugs- anlegar langferðir fram undan. Við feðgarnir vorum snemma á ferðinni og nutum þess að hafa Hólmsheiðina að mestu leyti útaf fyrir okkur ef undan eru skildir pilt- ar tveir á skellinöðrum sem virtu ekki þau merki er banna akstur vélknúinna ökutækja á reiðleiðum. Þeir vissu greinilega upp á sig skömmina þegar leiðir okkar lágu saman, allt að því stöðvuðu vélfáka sína. Væntanlega verið kunnugt um af reynslu sinni að umferð hrossa og vélhjóla fer ekki saman á þröngum stígum. Töldum við okkur nú vera lausa við umferð ökutækja á reiðvegum Hólmsheiðarinnar eða þeim slóðum sem er nær eingöngu notaðir af þeim sem ferðast á eigin fótum, annarra eða án utanaðkomandi vélarorku. Leiðin til baka lá eftir merktum Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX 1. d4 d5 2. c4 c6 3. e3 Bf5 4. cxd5 cxd5 5. Db3 Dc7 6. Rc3 e6 7. e4 Bxe4 8. Bf4 Db6 9. Rb5 Ra6 10. f3 Bg6 11. Hc1 Bb4+ 12. Kf2 Hd8 13. Bc7 Rxc7 14. Dxb4 Ra6 15. Rc7+ Rxc7 16. Dxb6 axb6 17. Hxc7 Hb8 18. Bb5+ Kf8 19. Re2 Re7 20. Hhc1 f6 21. Rf4 Kf7 Staðan kom upp á sterku al- þjóðlegu unglingamóti sem lauk fyrir skömmu í Kirishi í Rússlandi. Al- þjóðlegi meistarinn Ivan Popov (2.482) frá Rússlandi hafði hvítt gegn löndu sinni Elenu Tairovu (2.342). 22. Hxe7+! og svartur gafst upp þar eð hann verður mát taki hann hrókinn, t.d. 22. … Kxe7 23. Hc7+ Kd6 24. Hd7# sem og eftir 23. … Kf8 24. Rxe6+ Kg8 25. Hxg7#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Sagnir norðurs er gerræðislegar, en hann á sér málsbætur - er utan hættu gegn á hættu og þykist vita að fjögur hjörtu vinnist í AV. Alla vega fór suður ekkert á taugum þegar blindur kom upp og gerði sér jafnvel vonir um að sleppa 2-3 niður. Vestur tók fyrst ÁK í hjarta, en skipti svo yfir í tígultíu. Sagnhafi drap heima og spilaði spaða á kónginn. Sem er skilj- anleg byrjun, því hann er í góðum mál- um ef ásinn er réttur og spaðinn 3-2. Við sem sjáum allar hendur vitum að legan er ekki góð, en sagnhafi fékk ann- að á tilfinninguna þegar spaðakóng- urinn átti slaginn! Austur hafði sem sagt fundið þá eitruðu vörn að DÚKKA með ÁDGx. Tilgangurinn var auðvitað sá að ginna suður til að halda áfram með trompið og missa þar með allt vald á spilinu. Og það gerðist: sagnhafi þóttist viss um að vest- ur ætti ásinn og spilaði aftur spaða. En þá tók austur við stjórninni, aftrompaði sagnhafa og vörnin tók tíu slagi - þrjá á tromp, fimm á hjarta og tvo á lauf. Sjö niður og 1700 í AV og norður varð að játa að fórnin stæðist ekki. En Magnús gat ekki orða bundist og skrifaði „flott vörn“ í spjallreitinn. Og það eru engar ýkjur. Flott vörn. Norður ♠K1083 ♥64 S/AV ♦G862 ♣G93 Vestur Austur ♠9 ♠ÁDG2 ♥ÁKG83 ♥D1075 ♦109 ♦75 ♣ÁD862 ♣1054 Suður ♠7654 ♥92 ♦ÁKD43 ♣K7 Magnús Eiður Magnússon kveikti á tölvunni og sló inn Bridgebase.com. „Ég nennti ekki að spila, en fór inn á borð sem var í gangi og kíkti á nokkrar gjaf- ir.“ Og þá sá Magnús þetta: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull 1 hjarta Dobl * 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar !? Dobl Allir pass BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér kiljuút- gáfu af Munkurinn sem seldi sportbíl- inn sinn sem kom fyrst út 2004 og er nú uppseld í bandi. Julian Mantle er áhrifamikill lög- fræðingur sem lifir óreglusömu og stressuðu lífi. Líferni hans leiðir til þess að hann fær hjarta- áfall sem dregur hann næstum því til dauða. Þessi atburð- ur neyðir hann til að horfast í augu við til- veru sína og vekur hjá honum áleitnar spurningar um andleg málefni. Til að leita svara við mikilvægustu spurningum lífs síns leggur Julian upp í mikla og óvenjulega ævintýraför. Innan um munka í afskekktu þorpi í Himalajafjöllum lærir hann áhrifaríkar aðferðir til að leysa hugarorku sína úr læðingi, leggja rækt við sál og líkama og fylla líf sitt tilgangi og öðlast um leið lífsgleði og hugarró. Þegar hann snýr aftur til Vest- urlanda nokkrum árum síðar hefur hann breyst svo mikið að fyrrverandi samstarfsmaður hans og vinur þekkir hann ekki. Julian tekur til við að fræða vin sinn um það hvers hann hafi orðið vísari á ferð sinni um fram- andi lönd. Í þessari andríku og skemmtilegu sögu renna viska austurs og vesturs saman á frumlegan og líflegan hátt. Farið er ofan í kjölinn á því sem helst angrar Vesturlandabúa og nákvæmar leiðbeiningar gefnar um hvernig hægt er að láta sér líða betur og öðlast kjark, jafnvægi og hamingju. Höfundurinn Robin S. Sharma er afar vinsæll sjónvarpsmaður og fyr- irlesari víða um heim. Hann er þekkt- ur fyrir áhrifamikla og innblásna fyr- irlestra sem halda áheyrendum hugföngnum. Robin Sharma hefur skrifað sex alþjóðlegar metsölu- bækur. Nýjar bækur „HEY hvers vegna gerirðu ekki bók sem heitir Fermið okkur og gefur hana út fyrir fermingartímabilið?“ spurði vinur Hugleiks Dagssonar í strætó fyrir nokkrum mánuðum. Hugleikur sló til og bókin er komin út, teiknimyndasaga um piltinn Pétur sem er á fermingaraldri en hjá hon- um vakna ýmsar spurningar og efa- semdir. Til hvers að fermast? Hver er munurinn á kristilegri og borg- aralegri fermingu? Hvað býr að baki þessu öllu? Sagan hefst og henni lýk- ur með martröð Péturs þar sem hann er allsber í híandi stelpnahóp og poppaðri útgáfu af falli engilsins Lúsífers, uppreisnargjarns unglings sem rís gegn valdi föður síns. Sögu- þráðurinn er brokkgengur og fer út um víðan völl undir lokin en unglinga- legur húmorinn heldur sögunni uppi enda hæfir hann efninu vel. Teikningar Hugleiks eru svart- hvítar og afar einfaldar. Persónurnar eru litlir svipbrigðalausir strikakallar en höfundi tekst að ljá hverjum þeirra sinn karakter með skemmti- legum stellingum, hugsunum og til- svörum. Bakgrunnur myndanna er líka einfaldur, bókahilla eða eitt tré í mesta lagi. Rammarnir eru flestir í sömu stærð, fjórir á síðu, og ekki mik- il hreyfing á milli þeirra. Þótt tilsvör séu stutt og myndirnar dregnar fáum dráttum skapast skemmtileg frásögn þar sem ádeilan fer ekki milli mála. Guð og djöfullinn togast á um sálir unglinganna sem vita ekki sitt rjúk- andi ráð. Djöfsi segir: „Fermingin er dulbúinn sálarsölusamningur og frá- bær leið til að eignast vini.“ Svör prestsins og fulltrúa borgaralegrar fermingar eru innantóm, afinn segir að lífið sé eins og sturlað maraþon og fermingin sé startbyssan svo það er sama hvert Pétur leitar til að spyrjast fyrir um tilgang og gildi ferming- arinnar, hann er engu nær. Ferming- arbörn sem lesa þessa bók munu ekki finna svörin, heldur spurningarnar sem vakna þegar staðið er frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort staðfesta eigi skírnarheitið og gera Jesú Krist að leiðtoga í lífinu. Með bókinni fylgir geisladiskur með hljómsveitinni Benna Hemm Hemm og þar er að finna lag sem heitir Ég kyssi þig á augun. Lagið er rapp og retró í bland, í tveimur mis- munandi útsetningum. Mælt er með því á bókarkápu að hlusta á hann meðan lesið er en það bætir engu við bókina nema ljúfum tónum. Formál- ann skrifar Friðrik Sólnes að vanda: „Það er ekki mitt að meta þroska barna þegar þeim er valinn dagur til að taka í sáttahönd Jesú. Fyrir mitt leiti [svo] var þroski minn á þeim degi jafn alger og gjöfin sem ég þáði, í hvassviðri við fótskör hinnar raun- verulegu æsku minnar, árið 1993 …“ Umbrot og hönnun bókarinnar eru til fyrirmyndar, er hún hin eigulegasta og alveg tilvalin fermingargjöf. Bæk- ur Hugleiks eru bæði myndlist og skáldskapur og oft segja myndir hans meira en mörg orð. Það má velta fyrir sér hvort tilgangur höfundar sé að stinga á kýlum samfélagsins og hvort það tekst eða hreinlega að skemmta sér og okkur – lesningin er ánægjuleg hvort heldur sem er. „Dulbúinn sálar- sölusamningur“ BÆKUR Myndasögur Eftir Hugleik Dagsson. Ekkert blaðsíðu- tal. JPV-útgáfa 2006. Fermið okkur Steinunn Inga Óttarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.