Morgunblaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DREGUR ÚR HIV-SMITI
Svo virðist sem nýjum tilfellum af
HIV-smiti sé hætt að fjölga milli ára.
Kemur það fram í nýrri skýrslu
UNAIDS, þeirrar stofnunar Sam-
einuðu þjóðanna sem berst gegn al-
næmi. Talið er að nú séu um 38,6
milljónir manna smitaðar af alnæm-
isveirunni og 2,8 millj. létust af
hennar völdum á síðasta ári.
Fimm lentu í snjóflóði
Fimm fjallgöngumenn lentu í
snjóflóði í gær á Hvannadalshnúk og
slösuðust þrír þeirra þegar flóðið
hreif þá um 300 metra leið niður
hlíðina. Einn rifbeinsbrotnaði, annar
ökklabrotnaði og sá þriðji tognaði á
ökkla. Ekki var um lífshættulega
áverka að ræða.
Ólöglegur samningur
Evrópudómstóllinn, æðsti dóm-
stóll Evrópusambandsins, hefur úr-
skurðað að samningur sambandsins
og Bandaríkjanna um miðlun upp-
lýsinga um flugfarþega sé ólöglegur.
Ekki séu nægar tryggingar fyrir því
að persónuvernd evrópskra farþega
sé tryggð í Bandaríkjunum.
Eve Online í Kína
Unnið er að því nú að setja ís-
lenska fjölnotendatölvuleikinn Eve
Online á markað í Kína. Hefur leik-
urinn allur verið þýddur á kín-
versku. Þá er hugsanlegt er að Eve
Online verði notaður til kennslu í
kínverskum skólum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 26/28
Fréttaskýring 8 Bréf 28
Viðskipti 16 Minningar 30/33
Erlent 13/15 Myndasögur 36
Minn staður 16 Víkverji 36
Akureyri 20 Dagbók 36/39
Höfuðborgin 18 Staður og stund 38
Landið 18 Leikhús 40
Suðurnes 19 Bíó 42/45
Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 46
Menning 22 Veður 47
Forystugrein 24 Staksteinar 47
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
blaðið Átökin um auðlindina.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
DÓMARI við Héraðsdóm Reykja-
víkur hefur úrskurðað að dómkvadd-
ir sérfræðingar skuli meta hvort haf-
ið sé yfir vafa að tölvupóstar sem
lagðir hafa verið fram sem sönnun-
argögn í Baugsmálinu séu ófalsaðir,
að beiðni verjenda sakborninga.
Í úrskurði dómsins frá því í gær
segir m.a. að þó að annað mat hafi
verið unnið fyrir settan ríkissak-
sóknara á þessum gögnum hafi fals-
leysi gagnanna ekki verið kannað.
Féllst dómari þannig á rök verjenda
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Krist-
ínar Jóhannesdóttur og Tryggva
Jónssonar, en hafnaði málflutningi
setts ríkissaksóknara í málinu, sem
taldi rétt að fjallað yrði um fals eða
falsleysi fyrir dómi en ekki í sér-
stakri matsgerð.
Málið varðar sönnunargögn í upp-
haflegu máli, þar sem sakborningar
voru sýknaðir í héraðsdómi og sækj-
andi áfrýjaði til Hæstaréttar, en
einnig það mál sem tilkomið er vegna
endurákæru, segir Gestur Jónsson,
verjandi Jóns Ásgeirs.
Settur ríkissaksóknari hefur nú
þrjá daga til að kæra úrskurðinn til
Hæstaréttar. Geri hann það ekki
verður málið tekið fyrir á ný í hér-
aðsdómi og kvaddir til matsmenn.
Sönnunargildi tölvupósta
Kristín Edwald, verjandi Kristín-
ar Jóhannesdóttur, segir mikilvægt
að þetta mat fari fram því það hafi
ekki áður reynt á sönnunargildi
tölvupósta fyrir dómi með þessum
hætti. Málið sé svo sérhæft að ekki
dugi til almenn þekking dómara og
lagaþekking heldur þurfi sérfræði-
álit til viðbótar.
„Falsleysi gagna eins og þessara
er klárlega mjög sérfræðilegs eðlis,
það er enginn venjulegur lögfræð-
ingur sem getur verið dómbær á það
hvenær rafræn samskipti eru hafin
yfir allan vafa og hvenær er hægt að
leggja þau til grundvallar. Það er
mjög tæknilegs eðlis,“ segir Gestur.
Hann segir að matið geti tekið ein-
hverja mánuði, en það þurfi þó ekki
að tefja dómsmálið. Sá hluti þess
sem áfrýjað hafi verið til Hæstarétt-
ar verði í fyrsta lagi á dagskrá í októ-
ber.
Falsleysi tölvupósta í
Baugsmálinu kannað
ÞESSIR hressu krakkar létu sér fátt um finnast þó það
væri kalt úti og rok og busluðu í sjónum uppi á Langa-
sandi á Akranesi í gær. Þetta var skólaferðalag hjá 7.
bekk í Selásskóla í Reykjavík.
Á síðasta ári fór 7. bekkur einnig í skólaferð upp á
Akranes og þá skelltu krakkarnir sér líka niður að sjó,
en þá var reyndar sól og blíða. Nemendur í þessum
bekk gátu náttúrlega ekki verið eftirbátur þeirra og
gerðu slíkt hið sama. Aldan lék á krakkana því að sumir
þeirra urðu hundblautir af gönguferðinni á Langasandi.
Það dró þó alls ekki úr kátínu þeirra því að þeir sneru til
baka brosandi út að eyrum.
Skólastarfi í grunnskólum landsins er almennt að
ljúka þessa dagana. Að loknum prófum fara sumir í
skólaferðalag ásamt kennurum sínum. Mjög víða verða
skólaslit nk. föstudag.
Fengu bað á Langasandi
Morgunblaðið/Eyþór
FERÐAFÉLAG Íslands stendur
fyrir árlegri hvítasunnuferð félags-
ins á Hvannadalshnúk um næstu
helgi. Fararstjóri í ferðinni segir að
fylgst verði vel með snjóflóðahættu,
en hann reiknar með að ferðin verði
farin þrátt fyrir snjóflóð sem féll á
fimm göngumenn í gær.
Reiknað er með að yfir 100 manns
taki þátt í ferðinni um helgina, segir
Haraldur Örn Ólafsson fararstjóri.
„Við höfum fylgst vel með og erum
að meta stöðuna, en í þessum töluðu
orðum hefur engu verið breytt
ennþá. Það er mikilvægt að menn
átti sig á því að það er engin snjó-
flóðahætta á Sandfellsleiðinni, sem
við ætlum að fara, það er bara á
hnúknum sjálfum. Við ætlum að
skoða þessi mál fram á laugardag og
svo aftur þegar að hnúknum er kom-
ið.“
Hvannadalshnúkur er vinsæll
áfangastaður fjallgöngumanna og
segir Haraldur að reikna megi með
að vel á annað hundrað manns gangi
á fjallið um hvítasunnuhelgina, alger
sprenging hafi orðið undanfarið í
fjölda göngumanna.
Haraldur segir að sér finnist þessi
aukna ásókn ekki vera að fara úr
böndunum. „Mér finnst aðalatriðið
vera að menn fari ekki að vanmeta
hnúkinn, en er ekki þar með að segja
að það hafi verið gert [í gær]. Menn
þurfa að gera sér grein fyrir því að
þetta er mikil fjallganga og mikil-
vægt að hafa öll öryggisatriði í lagi.
Mér finnst hið besta mál að sem
flestir fari á fjöll, en það er kannski
ekki alltaf best að byrja á toppnum,
það er mjög gott að vinna sig upp í
þetta hægt og rólega, fara á smærri
fjöll fyrst,“ segir Haraldur.
Fylgjast vel með
snjóflóðahættu
Besta mál að sem flestir gangi á fjöll
ANNAR mann-
anna sem létust í
brunanum um
borð í Akureyr-
inni ES-110 á
laugardag hét
Birgir Bertelsen.
Hann var til
heimilis í
Skessugili 9 á
Akureyri og var
ókvæntur og
barnlaus. Að svo stöddu er ekki
unnt að greina frá nafni hins
mannsins sem fórst.
Mennirnir fórust þegar eldur
varð laus í vistarverum skipverja
á laugardag, en eldurinn kviknaði
út frá ljósabekk sem var í frí-
stundarými skipsins.
Lést í bruna um
borð í Akureyr-
inni á laugardag
Birgir
Bertelsen
ÍSLENSKA liðið í opnum flokki
tapaði, 1,5:2,5, fyrir sveit Bangla-
desh í 9. umferð ólympíuskákmóts-
ins, sem fram fór í gær. Jóhann
Hjartarson vann sína skák og Helgi
Ólafsson gerði jafntefli. Hannes
Hlífar Stefánsson tapaði sinni skák
og það gerði Stefán Kristjánsson
einnig. Íslenska liðið hefur 19,5
vinninga. Íslenska kvennaliðið
keppti einnig gegn Bangladesh og
gerði jafntefli, 1,5:1,5. Öllum skák-
um liðsins lauk með jafntefli.
Kvennaliðið hefur alls hlotið 13
vinninga.
Íslenska karlaliðið í opnum flokki
mætir sveit Kasakstan í 10. umferð
mótsins á morgun. Þá mun íslenska
kvennaliðið etja kappi við b-sveit
Ítala.
Íslenska karlaliðið
tapaði á ÓL í skák
SAMKVÆMT upplýsingum frá yf-
irkjörstjórn Árborgar strikuðu 340
kjósendur Sjálfstæðisflokksins yfir
nafn Eyþórs Arnalds, efsta manns á
lista flokksins, á kjörseðlinum.
Þetta eru um 20% kjósenda flokks-
ins. Til þess að yfirstrikanir hafi
einhver áhrif verða 51% kjósenda
að strika yfir frambjóðanda þannig
að hann færist til á listanum. Flokk-
urinn fékk 1.689 atkvæði í kosning-
unum í Árborg. Eyþór sagði sjálfur
fyrir kosningarnar að hann vildi
frekar að kjósendur strikuðu yfir
nafn hans á kjörseðlinum en að þeir
hættu við að kjósa flokkinn.
Um 20% strikuðu
yfir nafn Eyþórs