Morgunblaðið - 31.05.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 31.05.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmynd/Friðþjófur Helgason ÞAÐ er óhætt að segja að kuldalegt sé um að litast á golfvellinum á Húsavík og ekki útlit fyrir að þar verði farin hola í höggi alveg á næstunni. Allt stendur þetta þó til bóta því spáð er hlýindum og allt að 15 stiga hita í bænum næstu dagana og því útlit fyrir undanhald kuldabola og snjósins. Kuldaboli á undanhaldi á Húsavík HUNDRAÐ ár eru frá því að fyrsta Símaskráin var gefin út á Íslandi en í tilefni af því hefur Já gefið út sér- staka útgáfu af skránni, þar sem innifalin er Talsímaskrá frá árinu 1906. Símaskráin var kynnt við há- tíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gærdag en þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem fyrirtækið Já gefur Símaskrána út. Símaskráin 2006 er í öllum aðal- atriðum eins og hún hefur verið und- anfarin ár og er skipt upp eftir landshlutum. Þar er að finna Gular síður, póstnúmeraskrá, kort og leið- beiningar um almannavarnir svo eitthvað sé nefnt. Símaskráin er prentuð í 230 þúsund eintökum og fóru um sex hundruð tonn af pappír í prentun hennar. Bríet í númeri 111 Í viðhafnarútgáfu Símaskrárinnar er að finna fyrstu Símaskrá Íslands, svokallaða Talsímaskrá. Hún kom út 1. júní 1906 og var alls 16 blaðsíður, til samanburðar er Símaskráin 2006 nærri fimmtán hundruð síður. Í Tal- símaskránni er m.a. að finna ná- kvæmar leiðbeiningar um notkun „talfæranna“. Þar stendur m.a.: „Menn skulu símtala í skýrum róm, en ekki hærra en þeim er lagið. Er hæfilegt, að talopið sé 2–3 þumlunga frá munni talanda, en hlustaropinu skal halda fast að eyranu.“ Meðal þekktra nafna í fyrstu Símaskránni eru Bríet Bjarnhéð- insdóttir sem var með símarnúmerið 111 og Magnús Stephensen, fyrrver- andi landshöfðingi, sem var á sínum tíma í síma 151. Þar er einnig að finna Thorvaldsenfélagið, basar, sem er eitt af fáum fyrirtækjum sem skráð voru í fyrstu Talsímaskránni og er enn að finna í Símaskránni 2006 – með sama heimilisfang. Í tilefni afmælisins hefur Já ákveðið að halda veglega upp á tíma- mótin og hefst fjörið með afmæl- ishátíð á milli þrjú og sex í Kringl- unni á morgun. Einnig verður notendum Símaskrárinnar gefinn kostur á að hringja inn á útvarps- stöðina Bylgjuna í hverri viku, í tíu vikur, og svara spurningu upp úr skránni. Eru veglegir vinningar í boði og má þar nefna borgarferðir, golfsett, fartölvu og plasmasjónvarp. Símaskrána má nálgast í versl- unum Og Vodafone og Símans, auk þess sem henni verður dreift á bens- ínstöðvum um land allt til 30. júní nk. Hátíðarútgáfan kostar fimm hundruð krónur en hin hefðbundna verður afhent án endurgjalds. Hundrað ára útgáfu Símaskrár- innar verður fagnað sumarlangt Morgunblaðið/RAX Kristín Eva Ólafsdóttir tekur við verðlaunum frá Sigríði Oddsdóttur, fram- kvæmdastjóra Já, og Guðrúnu Guðmundsdóttur, ritstjóra Símaskrárinnar. Símaskráin fyrir árið 2006 kom út í gær en með útgáfunni er hundrað ára afmæli skrárinnar fagnað. Andri Karl skoðaði nýju símaskrána. andri@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson, þingmaður, segir hafa komið fram í svari Jaap de Hoop Scheff- er, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalags- ins (NATO) á vorþingi þingmannasambands bandalagsins í París í gær, að NATO myndi bregðast við með viðeigandi hætti ef samn- ingaviðræður Íslendinga og Bandaríkjanna um varnarmál leiddu ekki til viðunandi nið- urstöðu. Rætt var um varnarmál Íslands á þinginu og segir Össur þau hafa verið tekin upp sem sérstakan dagskrárlið þar. Össur spurði de Hoop Scheffer, hvort NATO myndi taka að sér málamiðlum, ef ekki næðist viðunandi niðurstaða í viðræðum Bandaríkjamanna og Íslendinga, og aðstoða við að leysa málið. „Þá vísaði ég til þess að tvíhliða samingurinn er ekki bara einkamál okkar og Bandaríkjanna, heldur segir beinlín- is að hann sé gerður fyrir hönd NATO og hann er gerður að tilstuðlan þeirra,“ segir Össur. Voru allir á bandi Íslendinga „Þeir sem tóku þátt í þessari umræðu, sem voru nokkrar þjóðir, voru allir á bandi Íslend- inga og töluðu með okkur. Ef ekki kæmi nið- urstaða úr þessum viðræðum við Bandaríkja- menn þá yrði NATO með einhverjum hætti að koma inn í það mál,“ segir Össur. Hann segir aðdraganda umræðunnar um Ísland á vorþinginu þann að hann hafi tekið varnarmál Íslands til umræðu á fundi í stjórnarnefnd þingmannasambandsins, sem haldinn var í Póllandi fyrr í vor og óskað eftir því að þau yrðu rædd á vorþinginu. Þrír ís- lenskir þingmenn eiga sæti í nefndinni, þeir Einar Oddur Kristjánsson, Magnús Stefáns- son og Össur Skarphéðinsson, sem er for- maður Íslandsdeildar sambandsins. Össur segir að í framhaldi fundarins í Póllandi í vor hafi íslensku nefndarmennirnir skrifað bréf til allra þinganna og útskýrt málstað Íslands og sagt að málið yrði tekið upp á vorþinginu, sem hafi orðið raunin. Í einu af svarbréfunum sem íslensku nefndinni bárust hafi Lettar orðað þá hug- mynd að NATO tæki að sér eftirlit og varnir í lofthelgi ríkja sem ekki hefðu her eða nægi- legan búnað til að sjá um það sjálf. „Þetta eru Eystrasaltslöndin þrjú og Slóvenía. Þar að auki er Lúxemborg ekki með neinar loft- varnir en hefur sérstakan samning við Belga, og svo Ísland,“ segir Össur. Hann segir að landhelgi Letta sé varin með þessum hætti núna en þeir vilji að þetta fyrirkomulag verði að reglu og verði eitt af því sem NATO eigi að sjá um. Össur spurði de Hoop Scheffer í gær einn- ig út í þessa hugmynd Letta, en segir að hann hafi ekki viljað tjá sig um hana. NATO bregðist við í varnarmálum ODDVITAR Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson, standa nú í viðræð- um um hvernig stjórn Reykjavíkur- borgar verður háttað á næstunni. Enn hefur ekki verið gefið upp hverjir munu stjórna einstökum málaflokkum. „Það hefur gengið ágætlega, við höfum talað saman í dag og ætlum að hittast á morgun,“ sagði Vilhjálmur í gær og bætti við að ekki væru sér- stakir örðugleikar fyrir hendi. „En þetta er svolítið púsluspil þegar margir koma að. Aðalatriðið er að það veljist hæft og gott fólk í forystu. Og við erum með fullt af því.“ „Bara viðskiptafyrirtæki“ Spurður um einstök nöfn sem hafa verið nefnd í tengslum við einstaka málaflokka, sagðist Vilhjálmur engu geta svarað. Þegar Orkuveituna bar á góma sagði hann ekki ákveðið hverjir settust þar. Sagðist hann að minnsta kosti ekki ætla að taka þar sæti sjálfur, hefði aldrei sóst eftir því sérstak- lega, og að hann furðaði sig á því að meiri spenna væri um stjórn Orkuveitunnar en hver færi með velferðarmálin, málefni aldraðra og fjölskyldumálin. „Það er eins og þetta sé nafli al- heimsins. Orkuveitan er bara við- skiptafyrirtæki þar sem menn fara yfir stóra samninga út af virkjunum og fleiru.“ Að lokum sagðist Vil- hjálmur aðeins hugsa um eitt: „Það er að fara að gera eitthvað af viti!“ Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins, staðfesti að viðræður gangi ágætlega. Sjálfstæð- is- og framsóknarfólk hafi tímann fyrir sér fram í aðra viku júní þegar nýi meirihlutinn hefur störf. Halda áfram viðræðum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ALÞJÓÐASAMBAND Rauða krossins hefur sent út neyð- arbeiðni vegna jarðskjálftanna á eyjunni Jövu í Indónesíu á laugardag, þar sem óskað er eftir tíu milljónum Banda- ríkjadala eða 725 milljónum króna. Eru þeir ætlaðir til að- stoðar við um 200.000 manns á næstu 8 mánuðum á svæðinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur ekki sent fólk á svæðin og ekki fengið beiðni um slíkt, að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, sviðs- stjóra útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands. „En við munum fylgjast með og meta hvort þörf sé á frekari að- stoð.“ Hún segir mikið af hjálp- arstarfsmönnum á svæðinu, fólk, vistir og búnaður hafi verið á nálægum svæðum, einkum vegna hugsanlegs eld- goss í fjallinu Merapi á eyj- unni og flóðbylgjunnar um jól- in 2004. „Sjúkratjöld og annar búnaður hefur fengist frá flóð- bylgjusvæðunum í Aceh-hér- aði og viðbúnaðarstig var hátt við Merapi vegna hugsanlegs eldgoss, og hefur verið hægt að nýta mannafla þaðan.“ Hægt er að styðja neyðar- beiðni Alþjóða Rauða krossins með því að hringja í söfnunar- síma Rauða krossins á Íslandi, 907-2020. RKÍ með hjálpar- söfnun Neyðarbeiðni vegna skjálftanna á Jövu „ÉG LEITAÐI í gamla tímann í öll- um tilfellum, vildi skoða gamla ís- lenska útskurði og mynstur og út- færa á nútímalegri hátt,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir, nemi í Listaháskólanum, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um gerð myndverks á forsíðu Síma- skrárinnar. Alls bárust 83 tillögur frá 32 nemendum en fór svo að til- lögur Kristínar Evu höfnuðu í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Þar að auki var enn ein tillaga hennar val- in til kynningar á símaskránni. Leitaði aftur í gamla tímann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.