Morgunblaðið - 31.05.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.05.2006, Qupperneq 6
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is MIKIÐ af mófugli virðist hafa drepist í kuldunum sem verið hafa á Norðurlandi undanfarna daga og má sjá hópa dauðra fugla í húsagörðum og við vegi á sum- um svæðum á Norður- og Norð- austurlandi. Æðarbændur á Norðurlandi og sums staðar á Vestfjörðum virðast hafa orðið fyrir tjóni vegna hretsins en æð- arvarp á Vesturlandi hefur slopp- ið betur. Varpið á sumum stöðum er ónýtt og ljóst er að fjárhags- legt tjón sumra bænda gæti orðið talsvert. Treysta þeir helst á að einhver hluti fuglsins hafi átt eftir að verpa áður en hretið kom. Enn var mikill snjór í gær við bæinn Björg í Þingeyjarsýslu, þar sem Hlöðver Hlöðversson er æðarbóndi. „Þetta er afar slæmt, hér fór allt í kaf og er enn mikill snjór og allur dúnn sem kominn var í hreiðrin er ónýtur. Maður vonar helst að fuglinn hafi ekki allur verið búinn að verpa, hann hefur verið að verpa á mjög löngum tíma undanfarin ár,“ segir Hlöðver. Hann segir að þarna sé líklega um talsvert fjárhagslegt tjón að ræða. Hins vegar sé erfitt að meta það strax. Leiðinlegast sé þó að horfa upp á fuglinn verða svo illa úti. Hann sé á kafi í snjónum og vargurinn á vappi í kring. „Einna ömurlegast er að sjá bara rétt í höfuðið á kollunum og síðan svartbakinn og mávinn í kring drepa kollurnar eða bíða eftir að þær drepist svo þeir komist í eggin.“ Kuldinn virðist ekki hafa haft mikil áhrif á æðarvarp á Vesturlandi enda var þar mun minni snjór en fyrir norð- an, að sögn Ásgeirs Gunnars Jónssonar, formanns Fé- lags æðarbænda við Breiðafjörð. Hjá Jónasi Helgasyni bónda í Æðey á Ísafirði fór hretið hins vegar illa með varpið þótt erfitt sé að segja strax til um hversu mikið fjárhagslega tjónið verður. „Maður nær ein- hverjum dún í þeim hreiðrum sem hafa verið yfirgefin en þetta verð- ur aldrei í sama mæli og á sumri þegar allt er eðlilegt,“ segir Jónas. Á fullt skrið við makaleit og annað varp Lóa, þröstur, spói og þúfutitt- lingur eru á meðal þeirra mófugla sem hafa farið verst út úr kuld- anum, að sögn Ólafs Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Hretið var hart og hafði mikil áhrif í Öxarfirði, Tjörnesi, Keldu- hverfi og Suður-Þingeyjarsýslu, en strax norður á Melrakkasléttu og á Héraði hefur verið mun minni snjór og fuglinn virðist hafa sloppið betur. „Maður hefur séð mikið af dauðum fugli við vegi, þeir sóttu mikið í vegkanta sem voru auðir og hafa mikið verið keyrðir niður eða drepist úr kulda og hungri. Í lok hrets- ins sá maður spóa í litlum hópum sem voru orðnir heldur þreklitlir,“ sagði Ólafur sem í gær var á staddur á Hér- aði. Hann segir að þeir fuglar sem yfirgáfu hreiðrin og lifðu af muni verpa aftur, þar sem snjóa hafi leyst séu þeir komir á fullt skrið við annað varp. „Um leið og þiðn- aði fór allt í gang aftur, þeir byrja að syngja sem þýðir að þeir eru í makaleit og að helga sér land.“ Fjörutíu dauðir fuglar í húsagarði Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, sem býr á bænum Víkingavatni, taldi fjörutíu dauða fugla í garðinum hjá sér, aðallega lóu, þúfutittling, spóa og skógarþröst. „Þeir eru að koma í ljós undan snjónum, þeir hafa skriðið í skjól undir hitt og þetta og síðan soltið og króknað úr kulda.“ Mófugl drapst og tjón varð hjá æðarbændum Fann fjörutíu dauðar lóur, þresti og spóa í garðinum Ljósmynd/Friðþjófur Helgason 6 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝ HNATTREISA-A Skógarhlíð 18, sími 595 1000, fax 595 1001 - www.heimsferdir.is Söluumboð: Létt - ódýr hágæðaferð Fáðu áætlun Ferðaklúbbur Ingólfs HEIMSKRINGLA Upplýsingar og pantanir í síma 89 33 400 fax 581 4610 SÍÐUSTU TILBOÐSSÆTIN Símapantanir: 89 33 400 - 595 1000 Toppferð ársins - 1.-22. okt. Hálft verð SJÁLFSTÆÐISMENN og framboðslisti Frjáls- lyndra og óháðra hafa náð samkomulagi um meiri- hlutasamstarf framboðanna tveggja á Akranesi næstu fjögur árin. Gísli S. Einarsson, varaþingmað- ur Samfylkingarinnar, verður bæjarstjóri. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Frjálslyndi flokkurinn tekur þátt í meirihlutasamstarfi um opinbera stjórn, hvort sem er á landsvísu eða í sveitarstjórn. Á blaðamannafundi, sem haldinn var við Akranes- vita í gær, kom meðal annars fram að Karen Jóns- dóttir, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, verður formaður bæjarráðs og Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður forseti bæjarstjórnar og tekur einnig sæti í bæjarráði. Helstu málefni sem framundan eru, segja þau Karen og Gunnar að séu til dæmis að „Taka til í bænum“ og eiga þá við um- hverfismál og hreinsun. Fyrirhugaður flutningur bókasafns verði þá stöðvaður og tvær götur verði malbikaðar Þá verði ráðist í málefni aldraðra í bæn- um auk þess sem á stefnuskránni verði frítt í strætó fyrir aldraða og börn svo eitthvað sé nefnt. Athygli vekur að Gunnar Sigurðsson lýsir því yfir í Morgunblaðinu á mánudag að Gísli S. Einarsson verði ekki bæjarstjóri, því hefði aðeins verið lofað ef Sjálfstæðisflokkurinn næði hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Á fundinum í gær kom hins vegar fram að Frjálslynd hefðu samþykkt að Gísli yrði bæjar- stjóri. „Við verslum í heimabyggð, veljum heima- mann,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, um það mál en hann skipaði annað sæti á lista Frjálslyndra. Í kosningabaráttunni skrifaði hann harðorða grein á heimasíðu Frjálslyndra, www.heimaskagi.is, þar sem hann gagnrýndi val Sjálfstæðisflokks á Gísla sem bæjarstjóraefni og sagði sjálfsmynd sjálfstæðismanna á Akranesi veika. Aðspurður sagðist Magnús Þór ekki líta á það sem hlutverk Frjálslyndra að hressa upp á sjálfsmynd sjálfstæðismanna. „Mestu máli skiptir að málefnalega náum við vel saman,“ sögðu fulltrúar nýja meirihlutans. Á fund- inum upplýsti Gunnar að hann hefði fyrst haft sam- band við Vinstri græna vegna útkomu þeirra í kosn- ingunum en svo hefði náðst samkomulag við Frjálslynda. Morgunblaðið/Eyþór Frá blaðamannafundi við Akranesvita í gær. F.v. Magnús Þór Hafsteinsson, Gunnar Sigurðsson, Kar- en Jónsdóttir, Gísli S. Einarsson og Eydís Aðalbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista. Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra á Skaganum Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is KAREN Jónsdóttir er fyrsti maður Frjáls- lyndra og óháðra sem fer með meirihlutavald en Frjálslyndir hafa eins og kunnugt er verið í minnihluta á Alþingi og ekki átt mann í meiri- hluta í sveitarstjórn áður. Karen hefur þó ekki lengi verið í pólitík, eins og hún upplýsir í spjalli við Morgunblaðið, heldur kemur til liðs við stjórnmálin úr atvinnulífinu. Karen er vörustjórnunarfræðingur að mennt, sem í dag heitir að vera viðskiptafræð- ingur með vörustjórnun sem sérhæfingu. Hún er fædd og uppalin á Skaganum en hefur þess utan búið í níu ár á Sauðárkróki. Hún hefur starfað hjá Viðskiptaþjónustu Akraness frá því í byrjun maí og þar á undan hjá Klafa ehf. sem er í eigu Ís- lenska járnblendisins á Grundartanga og Norðuráls. Aðspurð um hvers vegna hún ákvað að hella sér út í stjórnmál segir hún að sér hafi til dæmis blöskrað mál- efni aldraðra á Akranesi auk umhverfis- og skipulagsmála og viljað gera eitthvað í því. Fyrsti maður Frjálslyndra í meirihluta Karen Jónsdóttir Skoðar eignarhald í Straumi og TM VIÐAR Már Matthíasson, formaður yfirtökunefndar, sagði að nefndin muni afla sér frekari upplýsingar um þær miklu breytingar sem urðu ný- lega á eignarhaldi Tryggingamið- stöðvarinnar og Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka. Nefndin mun ræða þessar eignatilfærslur á næsta fundi, sem haldinn verður á föstudag. Í viðskiptunum var keypti eignar- haldsfélagið Blátjörn ehf. þriðjungs- hlut eignarhaldsfélagsins Sundar í TM. Blátjörn er í 49% eigu Sunds, fé- lögin Novator og Hansa, sem bæði eru í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, eiga 24,5% hlut hvort og eignarhalds- félagið Hersir á 2%. Þá keypti eign- arhaldsfélagið Ópera, sem einnig er í eigu Björgólfsfeðga, 15,5% hlut í eignarhaldsfélaginu Gretti, en Grettir er stærsti hluthafinn í Straumi, með nærri 17% hlut. Loks bætti Samson eignarhaldsfélag við hlut sinn í Landsbankanum, sem er nú 41,5%. „Þegar um er að ræða jafnmiklar breytingar á eignarhaldi að stórum hlutum í skráðum fyrirtækjum, eins og í þessu tilviki, er það venja nefnd- arinnar að fjalla nánar um þær. Þetta þýðir þó ekki að þessi breyting sé á einhvern hátt frábrugðin þannig að rannsaka þurfi hana sérstaklega, heldur er um venjubundna skoðun að ræða,“ sagði Viðar Már. Í gær leiðrétti Kauphöll Íslands til- kynningu frá síðastliðnum föstudegi um sölu Sundar á þriðjungshlut sín- um í TM til Blátjarnar ehf. Fólst leið- réttingin í því að bætt var við athuga- semd í tilkynningunni, að samningar um kaupin séu gerðir „með tilteknum fyrirvörum sem aðilar munu vinna saman að við að fá uppfyllt, m.a. um samþykki fjármálaeftirlitsins.“ J-listinn er kominn í lykilstöðu á Dalvík SLITNAÐ hefur upp úr meirihluta- viðræðum Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs á Dalvík. „Þar með erum við, sem erum lang- stærst, komin í þá stöðu sem við bjuggumst við að verða í strax eftir kosningar,“ segir Svanfríður Jónas- dóttir, oddviti J-lista óháðra. Segir Svanfríður að enn liggi ekk- ert fyrir um formlegar viðræður, en játar því að það geti haft áhrif að Vinstri grænir hófu strax á kosn- inganótt viðræður við hinn gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. „Þessi tilraun til myndunar meirihluta strax eftir kosningar, án okkar, hefur auðvitað áhrif á hvernig við hugsum í dag.“ Áður hafði Svanfríður óskað eftir viðræðum við VG og taldi skilaboð kjósenda um nýjan meirihluta skýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.