Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 15

Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 15 ERLENT Dili. AFP, AP. | Xanana Gusmao, for- seti Austur-Tímor, tók sér neyðar- vald í gær og er því einráður yfir mál- efnum hersins og lögreglunnar. Skömmu áður en þessi ákvörðun var tekin var tilkynnt um að ráðherrar innanríkis- og varnarmála hefðu ver- ið reknir á neyðarfundi forsetans með stjórninni, þar sem rætt var um leiðir til að koma á friði í landinu. Að sögn Gusmao var ákvörðunin um að taka sér neyðarvald tekin í „náinni samvinnu“ við Mari Alkatiri forsætisráðherra til að „koma í veg fyrir frekara ofbeldi og mannfall“. Segir Gusmao að neyðarlögin muni gilda í 30 daga og að hægt sé að fram- lengja þau ef nauðsyn krefji. Mikil togstreita hefur verið í stjórn landsins að undanförnu og um helgina sakaði Alkatiri forsetann um að hyggjast notfæra sér ástandið til að koma sér frá völdum. Í stuttu máli má rekja ásakanir Alkatiri á hendur Gusmao til þess að sá fyrrnefndi vék um 600 af 1.500 hermönnum landsins úr starfi fyrir skömmu. Uppsögnin er umdeild og hafa andstæðingar Alk- atiri harðlega gagnrýnt stjórnina og krafist afsagnar hans. Hermönnunum sem var sagt upp komu úr vesturhluta landsins en þeir höfðu farið í verkfall til að mótmæla því að hermenn úr austurhlutanum nytu forgangs og ýmiss konar fríð- inda umfram aðra. Öðru máli gegnir um lögregluna, þar sem flestir koma frá vesturhluta Austur-Tímor. Þessi klofningur hefur átt stóran þátt í óeirðunum og vonast Gusmao að lögin muni koma á stöðugleika. Á sama tíma er Alkatiri kennt um ófarir landsins eftir að það varð sjálfstætt árið 2002 og skýrir það að hluta gagn- rýnina á hendur honum. Stálu mikilvægum gögnum Óeirðaseggir hafa á síðustu dögum farið rænandi og ruplandi um höfuð- borgina Dili og lagt eld að íbúðar- og verslunarhúsnæði borgarinnar. Þá telur lögreglan að brotist hafi verið inn á skrifstofu helsta saksókn- ara landsins einhvern tímann á síð- ustu þremur dögum og þaðan stolið um 150 tölvum. Innihéldu þær ýmis mikilvæg gögn sem gegna lykilhlut- verki í kærum vegna ofbeldisaðgerða í Austur-Tímor þegar að landið braust undan Indónesum 1999. Forseti Austur-Tímor tekur sér neyðarvald Reuters Íbúar Dili reyndu í gær að slökkva elda eftir íkveikju óeirðaseggja. Jerúsalem. AFP. | Ísraelsk stjórn- völd hafa fordæmt það sem þau telja „viðurstyggilega“ samþykkt helsta bandalags breskra há- skólakennara frá því í fyrradag um að sniðganga ísraelska há- skóla og starfsmenn þeirra nema þeir mótmæli opinberlega stefnu ísraelskra stjórnvalda á herteknu svæðunun í Palestínu. Yuli Tamir, menntamálaráð- herra Ísraels, tjáði sig um ákvörð- un starfsmannafélagsins breska, NATFHE, í gær og sagði hana að- eins myndu hafa þau áhrif að draga úr sjálfstæði háskólafólks. „Ákvörðunin að sniðganga æðri menntastofnanir er sorgleg og viðurstyggileg,“ sagði Tamir. Bresk stjórnvöld gagnrýndu einnig ákvörðun NATFHE í gær og sögðu hana mistök. „Við telj- um að slík bönn gangi gegn mark- miðum sínum og séu skref aftur á bak,“ sagði David Triesman, að- stoðarutanríkisráðherra, í yfirlýs- ingu. „Það er hægt að ná mun meiri árangri með umræðum og samstarfi háskólafólks,“ sagði Triesman. Segja bann „viðurstyggilegt“ Moskva. AP. | Saksóknarar í Moskvu hófu í gær rannsókn á hnífstunguárás sem átti sér stað á neðanjarðarlest- arstöð í einu úthverfa höfuðborgar- innar síðasta fimmtudag, þegar arm- enskur unglingur var stunginn til bana af þremur rússneskum jafnöldr- um sínum. Árásin á unglinginn, sem var 19 ára gamall og hét Artúr Sardarían, kom í kjölfarið á röð árása í Moskvu og víðs- vegar um Rússland að undanförnu sem talið er að megi rekja til kyn- þáttahyggju. Þannig sagði lögmaðurinn Símon Tsaturían í samtali við Ekho Moskvy- útvarpsstöðina, að vitni hefðu sagt að unglingarnir þrír sem urðu Sardarían að bana hefðu hrópað „Rússlandi allt“ og „lengi lifi Rússland“ á morðstaðn- um. Árásum á útlendinga og fátæka hörundsdökka innflytjendur frá Kák- asus-svæðinu og Mið-Asíu hefur fjölgað, en talið er að ástæðuna megi jafnan rekja til kynþáttahyggju. Til marks um þessa þróun er að að- eins tæpur mánuður er liðinn síðan krúnurakaður ódæðismaður stakk armenskan námsmann til bana á neð- anjarðarlestarstöð í Moskvu, en slíkir staðir þykja afar hættulegir nú. Segja ástandið „stjórnlaust“ Í upphafi mánaðarins sendu mann- réttindasamtökin Amnesty Inter- national frá sér skýrslu þar sem sagði að morð á fólki af öðrum kynþætti en hvítum væru svo tíð í Rússlandi að ástandið væri „stjórnlaust“. Alls töldu skýrsluhöfundar að 31 morð og 382 líkamsárásir á árinu 2005 mætti rekja til kynþáttahaturs. Voru rússnesk stjórnvöld sökuð um að horfa framhjá vandanum og sögð sýna „lífshættulegt umburðar- lyndi“ gagnvart kynþáttafordómum og útlendingahatri. Rannsaka morð á ungum Armena

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.