Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
LANDIÐ
Borgarfjörður | IsNord-tónlistarhátíðin sem haldin er
í Borgarfirði um hvítasunnuhelgina tekur mið af
þeirri söguvakningu sem nú virðist vera í héraðinu.
Áhersla er lögð á tónlist sem tengist fornri tíð, vík-
ingum og sérstaklega Egilssögu. Tónleikar verða í
Reykholtskirkju á föstudagskvöld og í Borgarnes-
kirkju á mánudag og á laugardaginn verða óhefð-
bundnir tónleikar og kveðnar rímur í Surtshelli í
Hallmundarhrauni.
IsNord-tónlistarhátíðin er nú haldin í annað sinn.
Jónína Erna Arnardóttir, upphafsmaður hátíðarinnar
og listrænn stjórnandi, segir að tilvalið hafi verið að
láta sig berast með bylgjunni sem nú væri með opnun
landnáms- og Egilssýninga í Borgarnesi og sýningu á
einleiknum Mr. Skallagrímsson þar. Ákveðið hafi ver-
ið að leita uppi verk sem samin eru við texta Egils-
sögu og ljóð sem þar eru lögð í munn Egils Skalla-
grímssonar. Hún segir að furðu margt hafi fundist.
Jónína getur þess að margt liggi eftir Jón Leifs. En
svo hafi fundist verk sem enska tónskáldið Gavin
Bryars hafi samið við Höfuðlausn Egils Skallagríms-
sonar.
Sungið á sögustöðum
Verkið verður flutt á tónleikum í Reykholtskirkju á
föstudagskvöldið. Flytjendur eru Kammerkór Vest-
urlands, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og Davíð
Ólafsson bassasöngvari sem tekur að sér hlutverk
sögupersónunnar, Egils Skallagrímssonar. Þórunn
Ósk Marinósdóttir leikur á víólu. Þá verða flutt kór-
verk eftir íslensku tónskáldin Jón Ásgeirsson, Jón
Leifs og Jón Nordal.
Rímur verða kveðnar í Stefánshelli í Hallmund-
arhrauni á laugardag klukkan 15 og leikið á langspil
og fiðlu. Diddi fiðla, Bára Grímsdóttir og Steindór
Andersen koma fram.
Síðustu tónleikarnir verða haldnir í Borgarnes-
kirkju mánudaginn 5. maí, kl. 16 og verða þeir með
nokkru öðru sniði. Yfirskriftin er Íslenskt í öndvegi
en gæti allt eins verið Jónarnir fjórir því auk verka
eftir Jón Ásgeirsson, Jón Leifs og Jón Nordal er á
efnisskránni verk eftir nafna þeirra Þórarinsson.
Verkin flytja Gunnar Guðbjörnsson tenór, Eygló
Dóra Davíðsdóttir fiðluleikari og Jónína Erna Arn-
ardóttir píanóleikari.
Kynna norræna tónlist
Tónlistarhátíðin IsNord var fyrst haldin í fyrra.
„Þegar ég var við nám í Noregi fannst mér athygl-
isvert hvað Norðmenn eru meðvitaðir um tónlistar-
hefð sína og þekkja mörg verk eftir tónskáld sín.
Þetta er ekki eins algengt hér,“ segir Jónína Erna
þegar hún er spurð um tildrög þess að efnt var til
þessarar tónlistarhátíðar. Hugmyndin er að leika
verk sem ekki eru almennt þekkt, í bland við þekktar
perlur, og einnig að kynnta norræn tónskáld. Dag-
skráin á síðasta ári var norræn en núna er Egill í að-
alhlutverki.
Jónína segir að hátíðin hafi gengið ágætlega í
fyrra. Hún segist auðvitað verða að prófa sig áfram
og læra af reynslunni. Hún gefur sér fimm ár til að
láta á það reyna hvort þetta geti ekki orðið árleg tón-
listarhátíð. „Ekki vantar efnið, ég er þegar komin
með hugmyndir fyrir næstu og þarnæstu hátíð,“ segir
Jónína Erna Arnardóttir listrænn stjórnandi IsNord.
IsNord-tónlistarhátíðin haldin í annað sinn í Borgarfirði
Egilssaga sögð í tónum
Skipulagning Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari er
listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar IsNord.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Vesturland | Ferðaþjónustuaðil-
ar á Vesturlandi, sem starfa
saman undir heitinu All Senses-
Awoken – Upplifðu allt á Vest-
urlandi, standa fyrir ýmsum
uppákomum um hvítasunnuhelg-
ina og kynna starfsemi sína í
leiðinni. Þar getur öll fjölskyldan
fundið eitthvað við sitt hæfi og
mörg tilboð bjóðast í veitingum
og afþreyingu.
Það má nefna gönguferðir að
nóttu og degi, hvalaskoðun og
siglingar, tónleika, sögustundir,
myndlistarsýningar, ratleiki,
sveitafitness o.fl. Víða á ferða-
þjónustustöðum á Vesturlandi er
að finna veggspjöld með nánari
útlistun á dagskránni og sömu-
leiðis á heimasíðum fyrirtækj-
anna 15 og á west.is.
Uppákomur á Vesturlandi
og kynning á ferðaþjónustu
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Fullbúið 200 fm sérbýli á tveimur hæðum
með innbyggðum 25 fm bílskúr. Glæsileg-
ar vandaðar innréttingar, tæki og gólfefni.
Fjögur góð svefnherbergi, tvennar svalir,
60 fm sólpallur. Húsið stendur neðan götu
í enda á einstökum útsýnisstað. Sjón er
sögu ríkari.
BERGÞÓRUGATA - MIÐBÆR
Smekkleg 51,1 fm, 3ja herbergja íbúð í
kjallara. Nýtt fallegt baðherbergi, eldhús
með hvítri innréttingu. Endurnýjaðar dren-
og skolplagnir.
STRAUMSALIR - KÓPAVOGI
Ný, fullbúin 150 fm endaíbúð á efstu hæð
í sex íbúða fjölbýlishúsi. Þrjú stór svefn-
herbergi, vandað eldhús og stór stofa.
Suðvestursvalir og mikið útsýni yfir borg-
ina og víðar. Stutt í verslun, skóla, sund-
laug o.fl.
DALHÚS - GRAFARVOGI
Vandað 192 fm raðhús á 2 hæðum með
innb. 26 fm bílskúr. 2 svalir, mikið útsýni,
hellulagt bílaplan og afgirt verönd í suð-
vestri. 4-5 svefnherb. Gott hús í rólegu
barnvænu hverfi. Stutt í barna- og leik-
skóla, verslun, félags- og íþróttaaðstöðu.
TUNGUSEL - BREIÐHOLTI
Góð, vel skipulögð 3ja herb., mikið endur-
bætt 90 fm íbúð á 3. hæð. Suðursvalir og
mikið útsýni yfir borgina og víðar. Laus við
kaupsamning.
ÞORLÁKSGEISLI 1-3 OG 5-7
Vandaðar 3ja og 4ra herb. íbúðir frá 101
fm - 140 fm í 4ra hæða fjölbýlishúsum
með lyftu. Íbúðunum fylgir stæði í bílskýli.
Íbúðirnar afh. fullbúnar, innr. með eik og
flísum á þvottahúsi og baðherbergi en
annars án gólfefna. Íbúðir í húsi 1-3 til afh.
strax og hús 5-7 afh. í sept 2006. Teikningalíkan á www.heimili.is
PERLUKÓR
Vel hannaðar 3ja herbergja íbúðir á jarð-
hæð í litlu fjölbýlishúsi á góðum útsýnis-
stað í Kórahverfi í Kópavogi. Íbúðirnar eru
vel skipulagðar og innréttaðar með vönd-
uðum innréttingum frá Innex. Flestum
íbúðunum fylgir stæði í bílageymslu. Til af-
hendingar í ágúst 2006. Teiknilíkan á www.heimili.is Fullinnréttuð sýn-
ingaríbúð til sýnis í samráði við sölumenn.
HLÍÐARVEGUR - KÓPAVOGI
Nánari upplýsingar og myndir um hverja eign má finna á
www.heimili.is og á skrifstofu í síma 5306500.
NÝR göngustígur, meðfram
Hafnarfjarðarvegi sem
tengir saman sveitarfélögin
Garðabæ og Kópavog, var
formlega tekinn í notkun sl.
föstudag. Gunnar Ein-
arsson, bæjarstjóri í Garða-
bæ og Ómar Stefánsson,
bæjarfulltrúi í Kópavogi,
klipptu á borða á nýrri
göngubrú yfir Kópavogs-
lækinn, sem er hluti af stígn-
um og opnuðu þannig stíg-
inn formlega fyrir gangandi
og hjólandi umferð.
Við opnunina lýstu bæjar-
stjórar Garðabæjar og
Kópavogs því hversu mikil
samgöngubót stígurinn er
fyrir íbúa sveitarfélaganna
tveggja og annarra íbúa á
höfuðborgarsvæðinu. Gunn-
ar Einarsson lagði til að sá
hluti stígsins sem er í landi
Garðabæjar yrði nefndur
Laufeyjarstígur, eftir Lauf-
eyju Jóhannsdóttur, for-
manni skipulagsnefndar,
sem ásamt öðrum bæjar-
fulltrúum hefði lagt þunga
áherslu á að stígurinn yrði
að veruleika.
Nýr göngustígur
milli Kópavogs
og Garðabæjar
Morgunblaðið/RAX
Bæjarstjórnarfulltrúar Garðabæjar og Kópavogs mætast á miðri leið á brú milli bæjanna.
NEMENDUR í Fossvogsskóla
verða með tónleika undir stjórn
Guðmundar Norðdahl í Bústaða-
kirkju fimmtudaginn 1. júní kl.
17.30. Þessir tónleikar verða loka-
tónleikar 7 ára nemenda sem lært
hafa á blokkflautu hjá Guðmundi í
vetur. Einnig munu nokkrir núver-
andi og fyrrverandi nemendur
skólans koma fram.
Kórstjóri er Helga Baldurs-
dóttir, tónmenntakennari í Foss-
vogsskóla. Undirleikarar eru
Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Tómas
I. Eggertsson og Guðmundur
Norðdahl.
Miðaverð er kr. 1.000 á fjöl-
skyldu. Öllum ágóða af tónleik-
unum verður varið til kaupa á
flygli fyrir Fossvogsskóla.
Fjáröflunar-
tónleikar í
Bústaðakirkju