Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 6. JÚNÍ
Grunnnám við matvæla- og næringarfræðiskor er þriggja ára háskólanám sem lýkur með B.S. gráðu og
löggiltu starfsheiti matvælafræðings. Til að öðlast starfsréttindi sem næringarfræðingur þarf viðkomandi
að ljúka rannsóknatengdu framhaldsnámi í næringarfræði, til meistara- (M.S.) eða doktorsgráðu. Boðið er
upp á tveggja ára rannsóknatengt meistaranám í matvælavinnslu, matvælaverkfræði, matvælaefnafræði
og matvælalíftækni, auk næringarfræðinnar. Doktorsnám í sömu greinum stendur einnig til boða. Algengt
er að hluti meistara- og doktorsnámsins fari fram við erlendan háskóla.
Tækifæri í rannsóknum á sviði matvæla- og næringarfræði hérlendis eru gríðarlega mikil, bæði vegna þess
að Ísland er matvælaframleiðsluland og vegna alþjóðavæðingarinnar sem ekki síst snertir matvælaiðnað
og -löggjöf. Áhugi almennings eða neytandans á góðri næringu er einnig alþjóðlegur og kallar á matvæla-
og næringarfræðinga til margra starfa. Fiskiðnaður og annar matvælaiðnaður mun á næstu árum byggja
afkomu sína á rannsóknum og þróun til að auka verðmæti afurða sinna. Í rannsóknum á sviði
næringarfræði er sérstaða Íslands hvað varðar næringargildi ákveðinna fæðutegunda og fæðuvenjur mjög
áhugavert rannsóknarefni sem er enn sem komið er vannýtt auðlind.
Upplýsingar veitir
Ingibjörg Gunnarsdóttir
í síma 543 8416 eða 843 8410
http://www.raunvisindi.hi.is/page/matvskor
TÆKIFÆRI
Raunvísindadeild
Nám við matvæla- og næringarfræðiskor
Fjölbreytt nám sem býður upp á mikla möguleika
Á NEÐSTU hæðinni í Safni getur
að líta svolítið sérkennilegt mynd-
listarverk eftir Karin Sander. Sal-
urinn er tómur að öðru leyti en því
að neðarlega á veggjum má lesa fjöl-
mörg nöfn erlendra sem innlendra
samtímalistamanna. Við hvert nafn
er númer og gestur safnsins fær í
hendur tölvustýrðan spilara og
heyrnartæki þar sem hann getur
valið eitthvert þessara númera og
hlustað á framlag frá viðkomandi
listamanni. Framlögin eru mismun-
andi eftir listamönnum, sumir tala
um verkin sín, aðrir bjóða upp á um-
hverfishljóð, ljóð, hljóðgjörninga eða
tónlistartengdar upptökur. Ekki
hafði undirrituð þolinmæði til að
hlusta á allar upptökurnar í einni
heimsókn en þær sem hlustað var á
voru misáhugaverðar eins og geng-
ur. Tvær upptökur náðu að negla
niður athyglina og skerpa skilning-
arvitin á sérstakan hátt og gefa
myndrænu ímyndunarafli undir
vænginn; John Bock með and-
styggilega og áhrifaríka hljóð-
upptöku úr boxhringnum og Mona
Hatoum með einkennilegum söng
innan um borgarhljóð. Um leið og
verkið grefur undan hugmyndinni
um hinn einstaka listamann og legg-
ur áherslu á hið sameiginlega og
samvinnu, þá eru það nöfn myndlist-
armannanna sem hafa fengið hinn
sjónræna sess á veggjum safnsins
þar sem listaverkin hafa samkvæmt
hefð verið í aðalhlutverki. Að lista-
menn sýni eða kynni aðra listamenn
virðist vera að færast í vöxt og hug-
myndafræðin að baki getur verið
mismunandi þótt að hugmyndin um
að draga fram afmarkaða en sameig-
inlega sjálfsmynd virðist augljósust.
Þrjú naumhyggjuleg papp-
írsmyndverk í ramma eftir Karinu
er að finna á annarri hæð gegnt
staðbundnu verki hennar sem til-
heyrir safneigninni. Þetta stað-
bundna verk þar sem Karin Sander
hefur pússað upp ferhyrndan flöt á
máluðum hvítum veggnum svo yf-
irborðið verður spegilgljáandi er eitt
af aðalsmerkjum listakonunnar sem
finna má í fleiri sýningarsölum er-
lendis. Þessi hugmynd, að pússa flöt
á vegg með þessum glansandi ár-
angri, kallast á við hugmyndina um
þrif, hreinleika minimalismans sem
minnir á ofhreingerningu. Hugmynd
samfélagsins í dag um hreinleika lík-
amans snýst einnig um að þvo af sér
meira en óhreinindin því við þurfum
að ná af okkur dauðum húðfrumum
og pússa þannig upp húðina. Þetta
verk kallast skemmtilega á við nokk-
ur „málverk“ Sander sem bera titla
sem vísa í patínu. Þarna er listhlut-
urinn hefðbundinn að því leyti að
hann samanstendur af grunnuðum
striga á ramma. Viðkomandi verk
hafa öll með einhverjum hætti smit-
ast af óhreinindum í umhverfinu, t.d.
með því að vera póstsend óvarin á
milli landa eða með því að vera notuð
til að fægja gluggarúðu. Verkið sem
hefur dregið í sig óhreinindin af
gluggarúðunni er andstæða pússaða
háglansflatarins á veggnum sem á
þá líklega meira sameiginlegt með
glugganum sem við vitum ekki hvar
er og er líklega ekki listaverk. (Einu
sinni var talið að málverkið væri eins
og gluggi). Það má ímynda sér að
verkin séu einhvers konar umhverf-
isþveglar sem draga í sig óhreinindi
í ferlinu og upphefjist þannig sem
einskonar samfélagsþjónar. Eða það
sem líklegra er (vegna titlanna) að
óhreinindin fái í sjálfu sér sama list-
ræna vægi sem yfirborðsefni og
spanskgræna hefur undir ákveðnum
kringumstæðum á bronshlutum. Sú
hugmynd að láta óvenjuleg utan-
aðkomandi ferli hverskonar taka
þátt í gerð málverka er þaulreynd og
í sjálfu sér ekkert sérlega spennandi
lengur (hvorki ferlið né útkoman.)
Hér er það þó samræðan við and-
stæðuna sem ljær verkinu aukið
vægi og nær að virkja áhugaverðar
pælingar um hvernig mismunandi
aðferðafræði getur raunverulega
speglað mismunandi hugmynda-
fræði um tilurð listar og hvaða til-
gangi hún þjónar.
Hreint og klárt
Morgunblaðið/Ásdís
„Þetta staðbundna verk þar sem Sander hefur pússað upp ferhyrndan flöt
á máluðum hvítum veggnum svo yfirborðið verður spegilgljáandi er eitt af
aðalsmerkjum listakonunnar sem finna má í fleiri sýningarsölum erlendis.“
MYNDLIST
Listahátíð í Reykjavík
SAFN
Sýningin stendur til 2. júlí
Opið miðvikudaga til sunnudaga
kl. 14–18
Karin Sander
Þóra Þórisdóttir
Í minningarriti Björns Magn-ússonar Ólsen um RasmusKristian Rask sem gefið var
út í Reykjavík 1888 er birt brot úr
bréfi sem Rask skrifaði Bjarna
Thorsteinssyni vini sínum 30.
ágúst og 2. september 1813. Þar
fjallar Rask um stöðu íslenskunnar
gagnvart dönsku og segir meðal
annars:
„Annars þjer einlæglega að
segja held jeg, að íslenskan bráð-
um muni útaf deyja; reikna jeg, að
varla muni nokkur skilja hana í
Reykjavík að 100 árum liðnum, en
varla nokkur í landinu að öðrum
200 árum þar upp frá, ef allt fer
eins og hingað til og ekki verða
rammar skorður við reistar; jafn-
vel hjá beztu mönnum er ann-
aðhvort orð á dönsku; hjá almúg-
anum mun hún haldast við
lengst.“
Allt fór það þó á annan veg,
meðal annars fyrir tilstilli manna
eins og Rask - íslenskan lifir góðu
lífi þó hún hafi vissulega gengið í
gegnum talsverðar breytingar á
þeim tæpu 200 árum sem liðin eru
frá því Rask skrifaði bréfið.
Því er þetta rifjað upp hér aðég var á ferð í Barcelona fyr-
ir skemmstu og hitti þá að máli
katalónska rithöfundinn Albert
Sánchez Piñol sem skrifaði bókin
mögnuðu La pell freda, sem gefin
var út á ensku undir nafninu Cold
Skin. Piñol er katalóni, talar helst
katalónsku og skrifar á kata-
lónsku þó það sé honum átak, því
hann er alinn upp á spænsku ef
svo má segja, öll hans skólaganga
fór fram á spænsku þó að kata-
lónska hafi verið móðurmálið.
Þannig segist hann þurfa að
leggja nokkuð á sig til að skrifa á
katalónsku, því orðaforði hans í
spænsku sé meiri en á katalónsku.
Álíka sagði mér katalónska
skáldið Carles Duarte i Montserr-
at sem kom hingað til lands fyrir
tveimur árum. Hann byrjaði þann-
ig að yrkja á spænsku, fannst
hann ekki kunna katalónsku nógu
vel enda var bannað að kenna
hana þegar hann var að alast upp
að fyrirmælum Francos. Kata-
lónska var þó móðurmál hans og
eftir að hann hafði ort á spænsku
í nokkur ár sagði hann að sér
hefði orðið ljóst að hann yrði að
yrkja á móðurmálinu til að vera
heiðarlegur gagnvart sjálfum sér.
Fyrir nokkrum árum lét JordiPujol, þáverandi forseti Kata-
lóníu (og einn af helstu spámönn-
um katalónskrar þjóðernishyggju),
þau orð falla að katalónskan væri
í álíka stöðu og íslenskan hafi ver-
ið fimmtíu árum fyrr, þjóðtunga
sem átt hafi í vök að verjast vegna
áhrifa frá tungu stórþjóðar - ósk
hans væri að katalónum tækist að
fóta sig eins vel í að varðveita sína
þjóðtungu og Íslendingum.
Í gegnum árin hefur katalónsku
vaxið mjög fiskur um hrygg og
mér finnst ég til að mynda sjá
mikinn mun í Barcelona frá því ég
kom þar fyrst fyrir tæpum tveim-
ur áratugum. Katalónskan verður
æ sýnilegri og maður heyrir hana
talaða mun víðar. Ekki þarf síðan
að fara langt frá Barcleona að
spænskan lætur undan síga og í
mörgum bæjum austan við borg-
ina er hending ef maður sér skilti
á spænsku og því færri sem austar
dregur.
Um sjö milljónir manna talakatalónsku að einhverju
marki og þá talið með það sem
sumir vilja telja sérmál en aðrir
sjá bara mállýskumun (Val-
ensíumenn vilja þannig tala um
valensíönsku en ekki katalónsku -
aðrir heyra eiginlega ekki mun).
Það er því markaður fyrir kata-
lónskar bókmenntir, ólíkt meiri
markaður en fyrir íslenskar, en
eins og íslenskir rithöfundar hafa
reyndar margir fengið að finna
fyrir þá verður bókaútgáfa sífellt
alþjóðlegri og þó ekki sé hægt að
lifa af að selja 3.000 eintök á ári á
Íslandi geta menn kannski haft
það þokkalegt með því að selja
30.000 eintök af enskri útgáfu út
um allan heim.
Það er því ekki endilega fjöldi
lesenda sem ræður því hvort kata-
lónskir rithöfundar skrifi á
spænsku eða katalónsku (kast-
ilíönsku eða katalónsku segja
katalónarnir, skilja á milli þjóðar
og tungumáls) heldur frekar upp-
eldi þeirra og eftirhreytur af
menningarlegri kúgun fyrri tíma.
Það kostar katalónskan rithöfund
á miðjum aldri mikið átak að
skrifa á katalónsku því gera má
ráð fyrir því að menntunarferill
hans hafi allur verið á spænsku.
Átakið verður þó minna með tím-
anum, eftir því sem nýjar kyn-
slóðir rithöfunda slást í hópinn.
Hvað verður svo um þá katalónska
höfunda sem skrifa á spænsku
vissi Piñol ekki. Fannst þó for-
vitnilegt að heyra það að Íslend-
ingar hafa átt tvo mikla rithöf-
unda í sögu sinni. Annar er
flestum gleymdur - hinn skrifaði á
íslensku.
Katalónsku-
spursmálið
’Hvað verður svo um þákatalónska höfunda sem
skrifa á spænsku vissi
Piñol ekki. Fannst þó for-
vitnilegt að heyra það að
Íslendingar hafa átt tvo
mikla rithöfunda í sögu
sinni. Annar er flestum
gleymdur – hinn skrifaði
á íslensku.‘
arnim.blog.is
AF LISTUM
Árni Matthíasson
Carles Duarte i
Montserrat
Albert Sánchez
Piñol
FÉLAG íslenskra háskóla-
kvenna heldur vorfund sinn í
kvöld, miðvikudag 31. maí, kl .
19.30 í Þingholti á Hótel Holti.
Ljósmynd af Lífshlaupi Jó-
hannesar Kjarvals hefur verið
komið fyrir á Hótel Holti og
mun Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur halda erindi um
verkið. Kjarvalskur kvöldverð-
ur. Allir velkomnir.
Þátttaka tilkynnist í síma
899-3746.
Vorfundur félags
háskólakvenna