Morgunblaðið - 31.05.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.05.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 27 UMRÆÐAN Frestur til að afhenda ofangreinda seðla til innlausnar er fram að 1. júní 2007. Allir bankar og sparisjóðir eru skyldugir að taka við seðlunum til þess tíma og láta í staðinn peninga, sem ekki á að innkalla. Seðlarnir, sem innkalla á, eru lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna til loka innköllunarfrestsins. Seðlabanki Íslands mun þó innleysa ofangreinda seðla í ekki skemmri tíma en 12 mánuði þar á eftir. Efni er varðar innköllunina má finna á vef Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is). Reykjavík, 31. maí 2006 SEÐALBANKI ÍSLANDS Auglýsing um innköllun þriggja seðlastærða Samkvæmt reglugerð nr. 1125 frá 25. nóvember 2005, sem sett er með heimild í lögum um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968, hefur forsætisráðherra, að tillögu Seðlabanka Íslands, ákveðið innköllun neðangreindra þriggja seðlastærða. Þessir seðlar voru fyrst útgefnir árið 1981. Nýtt upphaf – nýævintýri Við opnum2. júní Í ALLRI umfjöllun um hug- myndina um flutning húsanna úr Árbæjarsafni út í Viðey virðist gleymast að húsin á safninu eru safngripir alveg á sama hátt og handritin á Árnastofnun, Valþjófs- staðarhurðin og hökull Jóns Ara- sonar á Þjóðminja- safninu og þau ber að meðhöndla sem slíka. Húsin eru hluti af safnkosti Minjasafns Reykjavíkur og hafa verið flutt á safnið til að tryggja að við eig- um til eintök af flest- um þeim húsagerðum sem reistar hafa verið í Reykjavík á síðustu tveimur öldum. Á safnsvæðinu má finna dæmi um torfbæ (Ár- bærinn), torfkirkju, stokkhús (Þingholts- stræti 9), hús byggt í bindingi (Smiðshús), steinbæ (Nýlenda og Hábær), bárujárnshús með brotnu þaki (Mið- hús) og fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið í Reykja- vík með svölum (Lækjargata 4), svo eitthvað sé nefnt. Síð- an eru í safninu hús, sem eiga sér svo merka sögu, að þeim var ekki fargað þegar þau urðu fyrir skipu- laginu heldur komið fyrir á safninu. Anna Th. Rögnvaldsdóttir kvik- myndagerðarmaður skrifar um húsasafnið í grein 22. maí sl. Þar þykir mér gæta mikils misskilnings, því hún heldur greinilega að Árbæj- arsafn sé byggt upp sem leikmynd og það meira að segja léleg leik- mynd. Henni finnst skipulagið galli á safninu og að það sé ekki byggða- mynd heldur safn stakstæðra húsa. Safnið sé ónothæft sem leikmynd við kvikmyndatöku og nær væri að „frysta“ einhvern ákveðinn tíma í Íslandssögunni með þorpi og „réttu“ umhverfi. Þarna kemur vel í ljós vanþekkingin á því hvað Ár- bæjarsafn er, hvert hlutverk þess er og hvernig það er til komið. Hlutverk safna er skv. siðareglum Alþjóðaráðs safna (ICOM) að safna upplýsingum um manninn og um- hverfi hans, skrá þær, forverja, varðveita, rannsaka og miðla. Þess- ar skyldur safna eru reyndar bundnar í íslensk lög (safnalög nr. 106/2001). Mér er það til efs að upphafsmenn Árbæjarsafns hafi talið sig vera að útbúa trúverðuga leikmynd fyrir kvikmyndir um 19. öldina eða að þeir hafi talið sér skylt að gera það. Þeir voru að safna frumheimildum um ákveðna þætti í sögu Reykjavíkur. Safnhúsin hafa verið flutt í safnið á löngum tíma og eru varðveitt hvert og eitt vegna síns byggingar- og menning- arsögulega gildis en ekki sem hluti af þorpsmynd. Þau eru hluti af byggðasafni Reykjavíkur á sama hátt og gufuvaltarinn Bríet, Gull- borinn og eimreiðin Pioneer. Starfsfólk safnsins reynir að glæða safnið lífi út frá forsendum húsanna og staðsetningu þeirra með fjöl- breyttum sýningum, trönum, hjalli, dýrahaldi, sláttudögum, forn- bíladögum og öðrum uppákomum, sem tengjast þeirri sögu sem verið er að segja í safninu. Aðsókn að Ár- bæjarsafni er að öllu jöfnu mjög góð, svo almenningur virðist ekki setja það fyrir sig að ekki sé þarna um „ekta“ þorp að ræða. Upplifunin er til staðar. Höfundar tillögunnar um flutning húsanna út í Viðey segjast vera að gera þetta m.a. til að efla safnið og aðsókn að því. Gestir safnsins á undaförnum árum hafa verið kring- um 40 þúsund á ári, sem verður að teljast frábær árangur á íslenskan mælikvarða og ekki á nokkurn hátt hægt að nota það sem rök fyrir flutningi sem sé nauðsynlegur til að efla safnið. Við skulum því ekki velkjast í vafa um tilgang tillög- unnar eða láta okkur detta það í hug eitt augnablik að Minjavernd hf. og Þróunarfélagið Þyrping séu að hugsa um hag Árbæjarsafns með tillögum sínum. Minjavernd hf. er byggingafélag í eigu ríkis og Reykjavík- urborgar, sem sérhæfir sig í endurgerð gam- alla húsa og að byggja hús í gömlum stíl og er að leita sér að verk- efnum til að vinna að á næstu árum. Þyrping er byggingarfyrirtæki í eigu m.a. Baugs Group, sem er að falast eftir lóðum til að græða á og ágirnist því land Ár- bæjarsafns. Með tillög- unni eru þessi fyr- irtæki því fyrst og fremst að hugsa um eigin hag. Nefnd sú sem borg- arstjóri setti á lagg- irnar til að skoða tillög- urnar er skipuð yfirmönnum hinna ýmsu sviða hjá borg- inni. Þar sitja meðal annarra Helga Jóns- dóttir borgarritari og Salvör Jóns- dóttir, yfirmaður skipulags- og byggingasviðs. Helga er stjórn- armaður í Minjavernd hf. og Salvör varamaður. Þeim ber væntanlega sem stjórnarmönnum að hugsa um hagsmuni fyrirtækisins í hvívetna og eru því að mínu mati vanhæfar til að fjalla af óhlutdrægni um til- lögu, sem Minjavernd á svo mikið undir að nái fram að ganga. Ég sakna safnamanna í þessari umræðu og faglegrar umfjöllunar þeirra um hugmyndina. Starfsmenn Árbæjarsafns halda uppi vörnum fyrir safnið en borgaminjavörður þegir þunnu hljóði. Starfandi borg- arminjavörður er forstöðumaður Árbæjarsafns og ætti í raun að ganga fram fyrir skjöldu og verja hagsmuni safnsins á opinberum vettvangi í stað mín, sem gegndi því embætti fyrir 15–20 árum. Borgarminjavörður á reyndar að vinna með starfshópi borgarstjóra og er vonandi að hann beiti sér gegn þessum hugmyndum á þeim vettvangi, þó helst líti út fyrir að hann sé í gíslingu borgaryfirvalda. Að lokum. Það er undarleg árátta að þurfa endilega að flytja Árbæj- arsafn eitthvert annað. Ef það er ekki Viðey þá er það Hljóm- skálagarðurinn. Hafa menn ekki hugmyndaflug til að glæða staði lífi án þess að þurfa endilega að eyði- leggja eina af grænu perlum borg- arinnar? Af safngripum, leikmynd og vanhæfi Ragnheiður Helga Þórarins- dóttir fjallar um Árbæjarsafn Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir ’Hafa mennekki hugmynda- flug til að glæða staði lífi án þess að þurfa endilega að eyðileggja eina af grænu perlum borg- arinnar?‘ Höfundur er fyrrverandi borgar- minjavörður og forstöðumaður Árbæjarsafns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.