Morgunblaðið - 31.05.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.05.2006, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jórunn Jóns-dóttir fæddist í Bygggarði á Sel- tjarnarnesi 2. mars 1920. Hún lést í Víði- nesi 12. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Jónsdóttir, f. 2. ágúst 1886, d. 2. október 1961, og Jón Frímann Friðriks- son, f. 6. desember 1873, d. 7. desember 1930. Þau bjuggu á Þrastargötu 9 á Grímsstaðaholti. Hálfsystkini Jór- unnar sammæðra voru: Ingvar Magnússon, f. 1. desember 1905, látinn, Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 20. apríl 1911, látin, Guðmundur Sigurðsson, f. 27. febrúar 1912, látinn og Kristinn Sigurðsson, f. 27. febrúar 1912, látinn. Alsystkini hennar voru: Friðrik Jónsson, f. 21. okt. 1918, látinn, Jórunn var næst í röðinni, Gunnar Jónsson, f. 6. júlí 1921, látinn, Sigurlaug Jóns- dóttir, f. 22. febrúar 1924, ein eft- irlifandi og Ingibjörg Jóna Jóns- dóttir, f. 5. desember 1927, látin. Jórunn kvæntist ekkjumanni með fjögur börn, Ásbirni Ó. Jóns- syni, málarameistara, 29. janúar 1943, f. 20. júlí 1901, d. 23. apríl 1967. Dóttir þeirra er Helga Jóna, f. 26. júlí 1943. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru: 1) Þórbergur Egilsson, f. 29. mars 1963, kvæntur Guð- björgu Halldórsdótt- ur, þau eiga þrjú börn. 2) Jórunn Anna Egilsdóttir, f. 10. febrúar 1965, bú- sett í Osló, var gift Robert Rydland, þau skildu og eiga þau tvö börn. 3) Gunn- laugur Egilsson, f. 19. maí 1971. Helga giftist 8. nóvember 1975 Grétari Leví Jóns- syni, f. 1. júlí 1936. Börn þeirra eru Ragnheiður Jóna, f. 31. janúar 1975 og Ásbjörn Leví, f. 9. mars 1976. Stjúpbörn Jórunnar eru: Alma, f. 10. mars 1926, Bragi, f. 2. maí 1929, Þorbjörg, f. 25. maí 1932, d. 15. janúar 2002, og Gyða, f. 8. des- ember 1935. Jórunn fór ung að vinna fyrir sér við ýmis störf. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi 1941– 1942. Hún var lengi matráðskona á Gamla-Garði, mötuneyti Háskól- ans og mötuneyti véladeildar Sam- bandsins. Hún starfaði með Kven- félagi Hringsins í mörg ár. Útför Jórunnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku amma. Ég man hve mikið mér þótti gaman að koma til þín þegar ég var barn. Það var svo gott að leggjast í rúm þitt og sofna og dreyma fallega drauma. Að spila á píanóið hans afa og þú hafðir svo gaman af að hlusta á mig flytja lög sem voru aðeins tilfinningar lítils drengs. Þú varst alltaf svo góð við mig þó ég hafi oftast verið heldur eigin- gjarn og frekur. En ég minnist þín með þakklæti, eftirsjá og sorg sem dvelur í hjarta mínu. Með þinni ást sem þú gafst mér mun ég halda áfram að brjótast út úr skelinni og verða betri maður í þinni minningu. Ég mun sakna þín. Þinn Ásbjörn Leví Grétarsson. Föðursystir mín, Lóa frænka, var að mörgu leyti einstök manneskja. Hún var alin upp í allsleysi og basli, þurfti ung að flytja að heiman og vinna fyrir sér, en hélt alla tíð órofa tengslum við flest sín skyldmenni. Móðir hennar, Helga þvottakona á Grímsstaðaholtinu, varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast fjögur börn í lausaleik, eins og þá var sagt, áður en hún hóf sambúð með Jóni Friðriks- syni föður Lóu, en með honum átti hún fimm börn, áður en hann féll skyndilega frá fyrir aldur fram. Þrjú elstu börnin þurfti Helga ættmóðir okkar að láta frá sér í Borgarfirði fyr- ir fátæktar sakir og umkomuleysis, en ræktarsemi Lóu við þau var ekki síðri en við alsystkini hennar þrátt fyrir aldursmun og fjarlægð. Lóa var sérstakur persónuleiki, fluggreind og glettin, vinamörg og vel liðin víðast hvar. Þótti gaman að fá sér ögn í staupinu á góðri stund og var þá allra manna skemmtilegust, haf- sjór af fróðleik og kvæðum og kunni urmul af óprenthæfum lausavísum, sem flestir höfðu gaman af að heyra. Hún lét sér mjög annt um frænd- systkini sín öll, fylgdist náið með gengi þeirra í lífinu, og ég hygg að hún hafi munað nöfn og afmælisdaga allra afkomenda Helgu á Holtinu, jafnvel í fimmta lið. Geri aðrir betur. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum, öðru nær. Hún var mann- þekkjari og til var fólk sem hún var ómyrk í máli um, en yfirleitt var hún vinaföst og trygg, og greiðvikni henn- ar og gjafmildi var við brugðið. Hún hringdi til mín nokkrum dögum fyrir andlát sitt, sagði að sér liði vel í Víði- nesi, þar færi vel um hana og allir væru sér góðir. Atvikin haga því svo, að við hjónin verðum á fjarlægum slóðum á útfar- ardegi hennar. Ég vil því með þessum orðum þakka Lóu frænku fyrir 70 ára samfylgd sem aldrei bar skugga á, þakka henni einstaka umhyggjusemi fyrir mér og minni fjölskyldu alla tíð. Friður sé með henni. Guðmundur B. Guðmundsson. Látin er Lóa frænka mín, föður- systir mín. Eftirminnileg öllum sem kynntust henni. Skemmtileg kona og mikill persónuleiki. Á Grímsstaðaholtinu var heimili ömmu minnar og nöfnu. Þar sem göt- ur eru nefndar eftir fögrum fuglum, lóum, fálkum og þröstum. Systkinin áttu heima með móður sinni á Þrast- argötu 9. Ég heyrði í uppvexti mínum margar smellnar sögur af systkinun- um sem öll voru mjög samrýnd. Reglulega fór ég með pabba til Lóu frænku á Hringbrautina og til Laugu frænku á Neshagann. Einnig heim- sóttum við Gunnar og Immu. Þetta eru dýrmætar minningar núna þegar maður lítur til baka. Heiðríkja og glaðlyndi fylgdu þessum heimsókn- um. Ekkert vol né væl. Faðir minn dó rúmlega fimmtugur en gott samband var hjá systrum pabba við Elínu móður mína eftir bróðurmissinn. Ræktuðu þær vin- skapinn vel og gerðu sér glaðan dag m.a. í reglubundnum laxaveislum. Helga Jóna Ásbjarnardóttir var einkabarn Lóu, aðalsögupersónan í Sálminum um blómið. Lóa var sérlega ættfróð. Hún spurði mig gjarnan um nöfn bekkj- arsystkina minna þegar ég var nem- andi í Menntaskólanum í Reykjavík. Undantekningarlítið kunni hún skil á uppruna þeirra og forfeðrum. Rifjuð- um við upp gamla atburði tengdum öfum og ömmum samferðafólks míns úr skólanum. Þetta varð svo lýsandi hjá henni að oft var eins og ég væri stödd í gamalli lyfjabúð eða á rík- manns heimilum í Reykjavík þar sem þéranir tíðkuðust og vinnukonur unnu við þrif og þvotta. Lóa þekkti alla Reykjavík. Var sjálf alin upp í fátækt og kynntist þeirri hlið af eigin reynslu en vann oft fyrir efnað fólk fyrri part ævi sinnar. Hún var sérlega fljót að kynnast fólki. Mér fannst Lóa þekkja alla, unga og aldna, ríka og fátæka, þekkta og óþekkta einstaklinga. Lóa var Reykjavík, þekkti allt og alla. Lóa fylgdist vel með mér þó að ég flyttist ung vestur á Ísafjörð. Fyrsta pottinn, fallegan borðdúk og ýmislegt fleira lagði Lóa til búsins hjá okkur Smára fyrstu árin okkar. Síðan flutt- um við út til Osló en þegar við komum aftur þá hittum við Lóu á nýjan leik. Tókum hana með okkur í bíltúra út úr borginni og alltaf gat hún reitt af sér skondnar sögur af atburðum sem áttu að hafa gerst hér og þar á áfangastöð- unum. Lóa var kjarkmikil kona fór oft til útlanda að hitta ættingja og vini sína. Ungt fólk laðaðist að henni. Hún vann um tíma í mötuneyti í Gamla Garði. Þar kynntist hún mörgum stúdentum sem héldu tryggð við hana löngu eftir að námi þeirra lauk. Lóa kom mér alltaf á óvart. Fyrir tæpum tveimur árum greindist ég með mein í höfði og lagðist inn á sjúkrahús í uppskurð. Tveimur dög- um seinna er Lóa komin með fagran rósavönd til mín þó að hún sjálf væri bundin hjólastól og farin af heilsu. Þarna varð fagnaðarfundur þó stutt- ur væri því báðir aðilar voru veikir. En mér er þetta mjög dýrmæt reynsla að hafa fengið að upplifa þessa vinsemd sem frænka mín sýndi mér. Nú þegar landsmenn fagna komu farfuglanna og ekki síst lóunnar kveð- ur Lóa frænka mín þennan heim. Fer heim í þá veröld sem bíður okkar allra, veröld full af ljósi og sumaryl. Engin vorhret þar bara gróska og gleði. Ég vil þakka Lóu frænku fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu Jórunnar Jónsdóttur. Helga Friðriksdóttir. Í fásinni sveitarinnar nær lokum síðari heimsstyrjaldar voru gestir fá- gætur fögnuður. Fyrir mig, sem þá var enn á barnsaldri, var það mikið tilhlökkunarefni á löngum vetri og köldu vori að móðursystkini mín úr Reykjavík kæmu í heimsókn. Hún Helga amma mín á Þrastagötu 9 á Grímsstaðaholtinu átti níu börn, elst- ur var Ingvar Magnússon, þá Ingi- björg Sigurðardóttir, móðir mín og tvíburarnir Guðmundur og Kristinn Sigurðssynir. Með eiginmanni sínum, Jóni Frímann Friðrikssyni, eignaðist hún svo fimm börn, Friðrik, Jórunni, Gunnar, Sigurlaugu og Ingibjörgu Jónu. Mann sinn missti svo Helga ár- ið 1930, þá var elsta barn þeirra, Frið- rik, tólf ára og yngsta barnið, Ingi- björg Jóna, þriggja ára. Amma mín baslaði svo með hópinn sinn í gegnum kreppuárin af einstæðum dugnaði. Þau komust öll til manns. Hún heyrð- ist aldrei barma sér eða mæla æðru- orð, gerði grín að erfiðleikum og hló við hverri raun. Og þann góða eig- inleika gaf hún börnum sínum í arf. Þetta var líflegur hópur, hávær, glað- ur og hafði skoðanirnar aldeilis á hreinu, hvort sem þær voru heiðbláar eða blóðrauðar. Ein þessara fjörmiklu móðursystk- ina minna, Jórunn, f. 2. mars 1920, skal nú kvödd í dag. Hún lést 12. maí, áttatíu og sjö ára. Ef ég ætti að lýsa þessari frænku minni í einni lítilli setningu þá mundi ég segja „það sóp- aði að henni“. Hún var ávallt kölluð Lóa, þótt hún héti ekki svo, og hún fyllti húsið með glöðum hlátri, með sögum af fólki fyrir sunnan og norðan og austan og vestan, það var eins og hún þekkti allt landið. Hún kunni ógrynni af söngvum við öll tækifæri, revíusöngva, ástarsöngva, níðvísur, dægurlagasöngva, baráttusöngva og sálma. Það var ekki amalegt að eiga slíka frænku og fá hana í heimsókn. Ég veit að það verða margir til að minnast hennar hér og því vil ég eft- irláta öðrum að rekja æviferil hennar nema í örfáum dráttum. Hún gekk á kvennaskólann á Blönduósi 1941–42 og fór svo að vinna fyrir sér sunn- anlands og norðan eftir því sem vind- urinn blés, hún giftist ekkjumanni með fjögur börn, Ásbirni Jónssyni málarameistara, og saman eignuðust þau eina dóttur, Helgu Jónu. Þau bjuggu allan sinn búskap á Hring- braut 45 í Reykjavík. Á hæðinni fyrir ofan þau bjó Margrét systir Ásbjörns og eiginmaður hennar, Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Það nágrenni leiddi af sér eina af perlunum í ís- lenskum bókmenntum, Sálminn um blómið, þar sem þær mæðgur, Helga Jóna og Jórunn, ganga undir nöfnun- um lilla Hegga og Sjókamamma. Frændrækni og örlæti voru ríkir þættir í fari Lóu frænku. Ótaldar eru þær veislur sem hún hélt fyrir frænd- fólk sitt, hún tók reyndar að sér um árabil að sjá um veisluhöld fyrir fólk, JÓRUNN JÓNSDÓTTIR Útför TRYGGVA JÓNSSONAR, Einbúa, Bárðardal, fer fram frá Þorgeirskirkju að Ljósavatni föstudaginn 2. júní kl. 14.00. Kristín Jónsdóttir, systkini hins látna og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar og vinur, RODOLPHE GIESS, Hátröð 4, Kópavogi, lést í Frakklandi laugardaginn 13. maí sl. Útför hans hefur þegar farið fram frá Église de Puyricard í S-Frakklandi. Minningarathöfn verður haldin í Kópavogskirkju miðvikudaginn 31. maí kl. 17.00. Emilía Ásta Giess, Alexander Giess, Sigrún Guðmundsdóttir, Hrefna Clausen. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞORVARÐARSON skipstjóri, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 29. maí. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. júní kl. 13.00. Helga Jónsdóttir, Aðalbjörg S. Gunnarsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Finnbogi Sigurðsson, Ágústa Gunnarsdóttir, Þorvarður Gunnarsson, Þórlaug Ragnarsdóttir, Jón Gunnarsson, Sigríður G. Sverrisdóttir, Helga Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FREDDY LAUSTSEN, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 28. maí. Útför auglýst síðar. Sveinbjörg Laustsen, Guðjón Guðmundsson, Fanný Laustsen, Þórhallur Stefánsson, Matthildur Laustsen, Ólafur Ólafsson, Þórir Laustsen, Helgi Laustsen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir, frændi og barna- barn, BIRGIR BERTELSEN, lést af slysförum 27. þessa mánaðar. Útförin auglýst síðar. Lilja Hannesdóttir, Andrés Bertelsen, Andrés Bertelsen, Ariel Bertelsen, Sigrún Karlsdóttir, Ármann Ásmundsson, Magnús Jónsson, Jóhannes Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.