Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 33
MINNINGAR
FEBK Gjábakka
Formlegri vetrarspilamennsku lauk sl. föstudag en þá
var spilað á fimm borðum. Feðgarnir Ólafur Lárusson og
Lárus Hermannsson unnu N/S-riðilinn með skorina 144
en fast á hæla þeirra komu Rafn Kristjánsson og Oliver
Kristófersson með 143.
Guðjón Kristjánsson og Magnús Oddsson unnu A/V-
riðilinn með skorina 157 og eins og í hinum riðlinum var
mjótt á munum en Júlíus Guðmundsson og Óskar Karls-
son fengu skorina 155.
Sumarspilamennska hefst föstudaginn 2. júní. Spilað
er í Gjábakka og hefst spilamennskan kl. 13,15. Umsjón-
armaður er Ólafur Lárusson.
Frá eldri borgurum í Hafnarfirði
Föstudaginn 26. maí var spilað á 9 borðum.
Meðalskor var 216. Úrslit í N/S
Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinss. 250
Sveinn Jensson – Jóna Kristinsd. 240
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 231
A/V
Þorvarður S. Guðm. – Jón Sævaldsson 254
Sverrir Gunnarss.– Oddur Halldórsson 254
Björn Björnsson – Sigríður Gunnarsd. 241
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
✝ Haraldur ElíasWaage fæddist
í Reykjavík, 7.
ágúst 1953. Hann
lést 22. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Arn-
björg Jónsdóttir, f.
á Eskifirði 19.8.
1923 en ólst upp á
Seyðisfirði og
Markús Waage, f. á
Tjaldanesi í Auð-
kúluhreppi í Arn-
arfirði 5.6. 1921, d.
14.7. 1995. Systur
Haraldar eru a) Guðbjörg Hall-
fríður, f. 23.3. 1945, b) Ágústa,
f. 2.1. 1947, maki Ingólfur
Tryggvason, sonur hennar
Markús, f. 4.4.
1965, d. 23.4. 1976,
c) Guðný, f. 12.9.
1960, börn hennar
Arnbjörg Kristín,
f. 16.1. 1992 og
Markús Helgi, f.
30.6. 1995.
Haraldur út-
skrifaðist frá Vél-
skóla Íslands árið
1982, vann mestan
hluta starfsævi
sinnar við vélsmíð-
ar en síðustu árin
sem vélgæslumað-
ur hjá Actavis.
Útför Haraldar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Hann Haraldur er dáinn. Það er
komið að kveðjustund, sem okkur
óraði ekki fyrir að væri í vændum.
Það er fátt um orð á stundum sem
þessum. Hann bróðir okkar var oft-
ast sjálfum sér nógur, hann gat
virkað fálátur, en var bæði kátur og
ræðinn í góðra vina hópi. Hjartahlýr
og tryggur þeim sem honum þótti
vænt um, og naut þess að spjalla um
heimspeki, trúmál og bókmenntir.
Einnig hafði hann gaman af tré-
skurði.
Haraldur elskaði Vestfirði, þaðan
sem hann átti ættir að rekja. Bæði
var að mamma og pabbi bjuggu á
Ísafirði í nokkur ár á unglingsárum
hans og að fyrstu tólf sumur ævinn-
ar dvaldi hann á Hrafnseyri við Arn-
arfjörð hjá Jöggu frænku og
Garðari frænda. Þaðan átti hann
sínar bestu minningar. Okkur finnst
gott að minnast þess að fyrir tveim-
ur árum, þegar mamma varð átt-
ræð, þá dvöldum við systkinin ásamt
henni í viku við Úlfljótsvatn. Sú vika
færði okkur óm af ljúfum æsku-
stundum. Við eigum eftir að sakna
Haraldar bróður okkar sárt, hann
skilur eftir sig tómarúm í lífi okkar.
Adda Stína og Markús Helgi missa
kæran frænda.
Halla, Ágústa og Guðný.
Allar minningar okkar systkin-
anna um Harald frænda eru bjartar
og góðar.
Það var alltaf ánægjulegt að
rabba við hann um bækur og fólk,
hugmyndir og hversdagsannir en
skemmtilegast af öllu var að leggj-
ast í minningar, gamansögur og æv-
intýri. Haraldi var lagið að sýna lif-
andi áhuga á því sem um var rætt
hverju sinni og hann var einstaklega
viðræðugóður á sinn notalega hátt.
Jafnframt var hann flinkur sögu-
maður, enda kímnigáfan með ágæt-
um og af nógu að taka. Leiðinleg
umræðuefni komust aldrei á dag-
skrá, enda skorti Harald greinilega
áhuga á því sem ljótt er og lítils
vert. Hann hafði listrænt auga og
haga hönd og dálæti hans á fallegum
hlutum birtist vel í þeim gjöfum sem
hann færði ættingjum sínum og bjó
um af augljósri smekkvísi.
Haraldi var það mjög fjarri að
trana sér fram og láta fyrir sér fara.
Víst er að við erum mörg sem minn-
umst hans með mikilli hlýju og vild-
um svo gjarnan að samverustund-
irnar hefðu getað orðið fleiri. Hans
er sárt saknað. Elsku Öddu, Höllu,
Gústu og Guðnýju vottum við inni-
lega samúð. Góðan og kæran frænda
kveðjum við með þökk fyrir sam-
fylgdina og ósk um Guðs blessun
okkur öllum til handa.
Heiðrún, Gunnhildur,
Bryndís og Ásgeir.
HARALDUR ELÍAS
WAAGE
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
JÓHANN EGGERT JÓHANNSSON
vélstjóri og pípulagningameistari,
Lerkihlíð 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
2. júní kl. 13.00.
Unnur Guðmundsdóttir,
Guðjón Jóhannsson, Auður Inga Ingvarsdóttir,
Margrét Jóhannsdóttir, Jón Þór Sigurðsson,
Ægir Jóhannsson, Gróa Másdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Valdimar Jóhannsson, Jóhanna Þ. Aðalsteinsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir
og afi,
MAGNÚS S. JÓSEFSSON
bóndi,
Fremri Hrafnabjörgum,
Dalasýslu,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðviku-
daginn 24. maí, verður borinn til grafar frá Snóks-
dalskirkju laugardaginn 3. júní kl. 11.00 árdegis.
Ólafía Hjartardóttir,
Hinrik Hinriksson, Ólafía Bjargmundsdóttir,
Ólafía Magnea Hinriksdóttir,
Halldóra Guðrún Hinriksdóttir, Páll L. Sigurðsson,
Bjargey Una Hinriksdóttir, Róbert Jensson,
Hinrik Ingi Hinriksson.
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÞORGERÐAR GUNNARSDÓTTUR
fyrrv. bankastarfsmanns,
Hörðalandi 10,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 24. maí fer fram frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 2. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á líknarstofnanir.
Hrefna Þórarinsdóttir, Gústaf Gústafsson,
Þorsteinn Friðriksson, Svanhildur Skúladóttir,
Ingibjörg Friðriksdóttir,
Friðrik Friðriksson, Nanna Leifsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför
SIGRÚNAR I. SIGURÞÓRSDÓTTUR
frá Eiðum.
Ingibjörg Þórarinsdóttir, Guðmundur S. Jóhannsson,
Þórarinn Þórarinsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Stefán Þórarinsson, Helga Jóna Þorkelsdóttir,
Sigurður Þórarinsson, Margrét Jónsdóttir,
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, Hans U. Vollertsen,
Hjörleifur Þórarinsson, Bergþóra Baldursdóttir,
Halldór Þórarinsson, Sigríður Wöhler,
Ingibjörg Einarsdóttir, Jóhann Grétar Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir öllum þeim er auðsýndu okkur
samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginkonu
minnar,
MARGRÉTAR VALLÝJAR JÓHANNSDÓTTUR,
Bragagötu 36,
Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Magnússon.
Hún er mætt í rauð-
um vindfötum í rign-
ingu við Digraneskirkju. Það er
fimmtudagur. Hún er þétt, sterkleg,
sterk. Hún er eins og valkyrja, ein-
hvern veginn þannig að manni finnst
eins og ekkert haggi henni. Að ekk-
ert geti lagt hana.
Glaðleg. Brosmild. Við vissum
ekki þá um stormana sem hún hafði
staðið af sér. Hún var þarna mætt í
fyrsta sinn í gönguhóp Krafts; í
stormfötum.
Hún var greinilega ekki komin til
að væla.
Við vældum hins vegar yfir rign-
ingunni og rokinu og ákváðum að
ekkert yrði af göngutúr í þetta sinn
heldur yrði kaffispjallið því lengra.
Og settumst niður á kaffihúsið í
Hamraborginni. Jóhanna var ein af
hópnum. Eins og gömul vinkona;
enda var hópurinn þannig. Orð sögð í
trúnaði, fullu trausti, einlægni og
hreinskilni. Heilu lífin, lífshlaupin,
ævivegir, fjallgöngur, sambönd, ást-
ir, sorgir og örlög voru lögð á kaffi-
borðið.
Jóhanna lék á als oddi. Tjáði okk-
ur drauma og dró upp úr okkur eigin
draumfarir sem hún túlkaði. Hló,
JÓHANNA HELGA
HAFSTEINSDÓTTIR
✝ Jóhanna HelgaHafsteinsdóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 21. nóvember
1976. Hún lést af
völdum krabba-
meins á heimili sínu,
Birkihlíð 42 í
Reykjavík, hinn 1.
maí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Dómkirkj-
unni 8. maí.
gantaðist, hafði ekkert
að fela. Sagði okkur
líka sögur af stormum
lífs síns.
Nú geisaði stormur-
inn; krabbamein inni í
líkama hennar og ógn-
aði ytra lífinu líka hjá
allri fjölskyldunni.
Við fögnuðum henni
og hún okkur. Samt
hefðum við viljað hafa
það þannig að hún
hefði ekki verið þarna
í þessum hópi og í raun
engin okkar. En fyrst
svo var komið þá glöddumst við allar
af nærveru hver annarrar. Krabba-
meinið leiddi okkur saman. Verkefni
sem engin okkar bað um að fá. Verk-
efni sem hefur verið eins og þjálf-
unarbúðir fyrir þol og æðruleysi,
verkefni sem hefur knúð okkur til að
sjá og skilja hversu mikil áhrif við
getum haft með því að reyna að velja
mildi og gleði þennan eina dag í einu
sem við fáum að lifa.
Brosið hennar Jóhönnu lifir með
okkur. Við munum ófeimnar nefna
nafnið hennar þegar við hittumst og
hlæja hátt í hennar anda og glaðar
og þakklátar erum við yfir því að
hafa fengið að kynnast henni. Högg-
ið er stórt að missa en gjöfin yfir því
að kynnast er einnig stór. Að þykja
vænt um, að tengjast, að elska felur
ávallt í sér áhættuna á að missa.
Þannig er það. En áhættan er ávallt
þess virði.
Ég trúi því að gnægtaborðið bíði
Jóhönnu, veislan stóra þar sem allir
eru samankomnir, sem hún talaði
um í síðustu kaffihúsaferðinni okkar
saman á Kaffi Nauthól. Daginn áður
hafði hún fengið dóminn stóra, dóm-
inn um að sjúkdómurinn væri ekki
eins viðráðanlegur og björtustu von-
ir stóðu til.
Þá var grátið og líka brosað í
gegnum tárin, litið yfir farinn veg og
praktísku mál framtíðarinnar urðu
fyrirferðarmikil. Gústi var þegar far-
inn að læra að flétta og hnýta teygj-
ur í stelpuhár.
Við vottum fjölskyldu Jóhönnu,
aðstandendum og vinum dýpstu
samúð okkar.
Minning okkar um hana er minn-
ing um góða nærveru, styrk, gleði og
hlátur.
Fyrir hönd gönguhóps Krafts.
Anna Ingólfsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein.
Minningargreinar