Morgunblaðið - 31.05.2006, Page 37
50 ÁRA afmæli. Sólmundur Sig-urðsson, stórbóndi í Borgar-
gerði í Ölfusi, verður 50 ára 2. júní nk.
Hann býður vinum og ættingjum að
gleðjast með sér á dúndrandi sveita-
hátíð í Ingólfshvoli í Ölfusi á afmælis-
daginn frá kl. 19.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 37
DAGBÓK
Alþjóðlegur dagur án tóbaks er í dag 31.maí. Af því tilefni munu Samtök hjúkr-unarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbakivera með reykleysisráðgjöf fyrir al-
menning í Smáralind og Kringlunni milli kl. 15 og
17 í dag.
„Við hvetjum alla þá sem vilja hætta að reykja að
líta við hjá okkur og fá upplýsingar um hvernig
best er að hætta að reykja,“ segir Halla Grét-
arsdóttir, formaður samtakanna.
Halla mælir með að þeir sem hyggist segja skilið
við reykingar leiti sér aðstoðar, enda sýni rann-
sóknir að þeir ná frekar árangri sem leita leiðsagn-
ar en þeir sem hætta að reykja upp á eigin spýtur.
„Meirihluti reykingamanna vill hætta að reykja, og
tvöfaldast líkurnar á árangri hjá þeim reyk-
ingamönnum sem leita eftir aðstoð og ráðgjöf,“
segir Halla.
„Hverjum og einum er veitt sú aðstoð sem best
hentar hans aðstæðum. Skilur á milli að fólk er
komið misnálægt því að hætta að reykja: sumir að-
eins að velta því fyrir sér á meðan aðrir eru harð-
ákveðnir að binda sem fyrst enda á ósiðinn.“
Í dag verður einnig hægt að hringja í Reyksím-
ann svokallaða, og verða fagmenn við símann frá kl.
10 til 22. „Þetta er símaþjónusta fyrir fólk sem vill
hætta að reykja og starfa þar hjúkrunarfræðingar
með sérþekkingu í tóbaksmeðferð. Svarað er í síma
800 6030 en einnig er hægt að fá upplýsingar á
heimasíðunni www.8006030.is.“
Dagur án tóbaks er haldinn ár hvert til að minna
á skaðsemi tóbaksnotkunar og hvetja þá sem nota
tóbak til að nýta daginn til að hætta. Ákveður Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin þema dagsins ár hvert og
var þannig dagurinn í fyrra sérstaklega helgaður
því að efla heilbrigðisstarfsmenn sem fást við reyk-
leysismeðferðir. Í ár er þema dagsins sá ávinningur
sem fæst af því að hætta að neyta tóbaks:
„Fyrir utan þann mikla heilsufarslega ávinning
sem hlýst af því að kveðja tóbakið vegur einnig
mjög þungt sá fjárhagslegi ávinningur sem fylgir.
Það kostar Íslending 208 þúsund krónur á ári að
reykja einn pakka af sígarettum á dag,“ segir
Halla. „Einnig er svo komið að töluverð fyrirhöfn
fylgir því nú orðið að vera ánetjaður reykingum.
Reykingar eru víða bannaðar og reynist mörgum
mikið frelsi að losna við það amstur sem fylgir
reykingum.“
Reykingar hafa dregist saman jafnt og þétt á Ís-
landi á síðastliðnum árum. Nefnir Halla sem dæmi
að dregið hefur úr reykingum meðal nemenda í 10.
bekk um 43% frá árinu 1995. „Fjöldi Íslendinga
hefur hætt að reykja, enda ekkert leyndarmál að
það að hætta að reykja er það besta sem hægt er að
gera til að bæta heilsu og lífslíkur.“
Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn
tóbaki voru stofnuð 7. febrúar 2000. Í félaginu eru
um 60 meðlimir og hafa samtökin það að markmiði
að efla forvarnir gegn tóbaksnotkun og aðstoða fólk
að hætta að nota tóbak.
Heilsa | Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki veita ráðgjöf til reykleysis
Í dag er dagur án tóbaks
Halla Grétarsdóttir
fæddist á Akranesi
1971. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Flens-
borgarskóla 1991 og
lauk námi frá hjúkr-
unarfræðideild HÍ 1995.
Halla var hjúkrunar-
fræðingur á Borgar-
spítalanum 1995–1999.
Þá starfaði hún á
Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði 1999–2004 en síðan þá sem
fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.
Halla hefur setið í stjórn Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga frá 2003 og er varamaður
í Tóbaksvarnarráði Lýðheilsustöðvar.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
80 ÁRA afmæli. Í dag, 31. maí,verður Viggó Brynjólfsson,
jarðýtustjóri á Skagaströnd, 80 ára.
Vegna vinnu við virkjun Kárahnjúka
mun hann þó ekki halda upp á afmælið
fyrr en sunnudaginn 11. júní nk. Þá
mun hann taka á móti þeim sem vilja
samgleðjast honum á þessum tímamót-
um í félagsheimilinu Fellsborg á
Skagaströnd frá kl. 16.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Næturgalar og Evróvisjón
SYLVÍA Nótt er vel leikin persóna.
Hún getur kallað á sjálfsskoðun.
Hvers vegna elska ég eða hata Sylvíu
Nótt og kannski eitthvað þar á milli?
Hvers vegna líkar okkur vel við sum-
ar persónurnar á leiksviðinu en aðrar
ekki? En átti þessi vel leikna persóna
erindi í hina árlegu söngvakeppni
Evróvisjón, sem margir Íslendingar
elska en sumir menningarvitarnir líta
hornauga? Mér finnst Evróvisjón-
söngvakeppnin oft ágætis skemmtun
og hún hefur enn ekki verið orðuð við
mansal.
En forkeppni fyrir þátttakendur
hérna heima þetta árið minnti um
margt á ævintýrið Næturgalann eftir
H.C. Andersen. Kínakeisari átti í ríki
sínu frábæran söngfugl, næturgala,
sem hann lét dvelja hjá sér í höllinni
og syngja fyrir sig. Japanskeisari
frétti af fuglinum og sendi Kínakeis-
ara að gjöf eftirlíkingu hans, upp-
dreginn gervifugl, gulli og gim-
steinum settan. Á meðan sendiboðinn
og hirðin voru að dást að fuglinum og
sannfæra keisarann um ágæti hans
og kenna honum á gripinn, hvarf hinn
grái, lifandi fugl út í víðáttuna.
Íslendingar sendu sinn gullfugl til
Aþenu, en engar leiðbeiningar eða
heimspekilegur fyrirlestur fylgdi
með. En Grikkir og fleiri kunnu ekki
að meta þennan ósvífna, bölvandi
gullfugl, vildu heldur hafa gráa næt-
urgala. Og Íslendingar fundu óðara
sökudólga, Austur-Evrópubúa og
fleira slæmt, sem kemur alltaf í veg
fyrir að þeir komist áfram, en töluðu
minna um að þeir hefðu kannski ekki
haft vit á að velja sér næturgala.
En eins og Sylvía orðar það sjálf í
viðtali, þá „er það í höndum Guðs“
hvað verður, og þar með að botna
þetta ævintýri. Og þar sem hún er
gullfugl, gæddur sál, þagnar hann
varla eins og sá sem H.C. Andersen
skapaði.
Sennilega munu þeir halda áfram
að syngja sá gyllti og hinn grái og
leita þá uppi sem þarfnast söngs
þeirra.
Þuríður
Guðmundsdóttir.
Óþrif
MIG langar að taka undir með því
fólki sem var að kvarta yfir sóða-
skapnum í þessari borg. Maður sér
hundaskít hér og þar og talandi um
drasl þá vekur það furðu hversu mik-
ið drasl er á göngustígum borg-
arinnar. Þvílíkur sóðaskapur.
Ólafur Jónas Sigurðsson.
Um endursýningar á Stöð 2
ÉG var í Bandaríkjunum í vetur og
var vön góðu sjónvarpi þar. Þegar ég
kom heim fékk ég mér áskrift að Stöð
2. Er alveg gáttuð á öllum þessum
endursýningum á Stöð 2, þetta er
hundleiðinlegt. Alltaf verið að sýna
þætti um Strákana - og Stelpurnar.
Ég bíð spennt eftir föstu framhalds-
þáttunum - en þá er bara verið að
sýna gamla þætti. Finnst ekki hægt
að bjóða manni upp á svona.
Ellilífeyrisþegi.
Leki-göngustafir týndust
TVEIR gylltir Leki-göngustafir með
korkhandföngum týndust á bílastæði
við rætur Esju laugardaginn 27. maí
sl. Skilvís finnandi hafi samband í
síma 565 2178 eða 898 1278. Fund-
arlaun.
Morgunblaðið/Eggert
EINS og fram hefur komið hlaut
Þjóðminjasafn Íslands á dögunum
viðurkenningu fyrir framúrskarandi
árangur. Með þessu er Þjóðminja-
safninu skipað í flokk glæsilegustu
safna og telst nú meðal þeirra bestu
í Evrópu. Á því sést kannski best
hve gríðarleg breyting hefur orðið á
safninu frá því sem var fyrir endur-
opnun þess 2004. Nú gefst tækifæri
til að líta inn í Þjóðmenningarhúsinu
þar sem stendur yfir sýningin: Þjóð-
minjasafnið – svona var það. Á þeirri
sýningu má sjá hvernig umhorfs var
í Þjóðminjasafninu fyrir breyting-
arnar miklu. Gestum gefst óvenju-
legt tækifæri til að bera hið nýja
saman við hið gamla en það eru þó
að verða síðustu forvöð. Þann 6. júní
nk. verður sýningin í Þjóðmenning-
arhúsinu tekin niður.
Sú viðurkenning sem Þjóðminja-
safnið hlaut er ekki aðeins viður-
kenning á sjálfri grunnsýningunni
heldur einnig á öllum öðrum þáttum
í starfsemi þess. Auk grunnsýning-
arinnar er boðið upp á fjölbreyti-
legar sérsýningar, jafnt á hinu forna
sem hinu nútímalega. Alls konar
skemmtilegir viðburðir eru á dag-
skrá og leiðsagnir eru í boði.
Nýja og
gamla
Þjóðminja-
safnið
JPV ÚTGÁFA hefur
sent frá sér nýja bók
eftir Pál Kristin Páls-
son sem ber heitið
Það sem þú vilt.
Bókin hefur að
geyma sex smásögur.
Þær eru í senn fjöl-
breyttar og samstæðar hvað varðar
stíl og efni, en í þeim öllum er spurt
áleitinna spurninga um bröltið á okkur
mannfólkinu – og eins og vera ber er
lesandanum látið eftir að svara fyrir
sig: „Leikur Halldór Skiljan hjóna-
bandsráðgjafi tveimur skjöldum?
Sjáum við lengra en nef okkar nær? Er
lífið það sem við viljum að það sé?“
Nýjar bækur
Saab
3.150.000 kr.
Klassi, öryggi, stíll!
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
17
4
7
Saab 9-3 Sport Combi Linear, 2.0 lítra, 150 hestafla.
Klassík á viðráðanlegu verði*
Það er klassi yfir Saab 9-3 Sport Combi bílunum, enda á Saab sér
áratugalanga sögu sem einn stílhreinasti og öruggasti bíll sem völ er á.
Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung í klassíska Saab stílnum þar sem
öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél og
ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum.
*Og verðið er algert einsdæmi fyrir lúxusbíl í þessum gæðaflokki!