Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmynda-stjörnurnar
Angelina Jolie og
Brad Pitt leituðu
til hebresku og
frönsku þegar þau
völdu nýfæddri
dóttur sinni nafnið
Shiloh Nouvel, en
Shiloh er hebr-
eska og þýðir „hin friðsama“ og
Nouvel er franska og þýðir „nýtt“. Þá
er orðið Shiloh notað yfir „Messías“ á
hebresku. Móðir Jolie er hinsvegar
frönsk og er talið að hún hafi valið
seinna nafnið henni til heiðurs.
Ekki er talið að namibíski ætt-
arhöfðinginn Samuel Nuuyoma hafi
átt þátt í að velja nöfnin, eins og talað
var um í fjölmiðlum að hann myndi
gera. Fyrir eiga leikararnir tvö ætt-
leidd börn; Maddox, sem er fjögurra
ára og Zahara, sem er 16 mánaða.
Fólk folk@mbl.is
Breskir útvarpshlutstendur eruorðnir leiðir á James Blunt. Út-
varpsstöðin Essex FM, sem sendir
út í S-Englandi,
hefur tilkynnt, að
tvö lög eftir tón-
listarmanninn
verði hér eftir
bönnuð á stöð-
inni. Þetta eru
hin vinsælu lög
„You’re Beauti-
ful“ og „Goodbye
My Lover“. Chris Cotton, stjórnandi
stöðvarinnar, tekur fram að að-
standendur hennar hafi ekkert á
móti söngvaranum en hlustendur
hafi einfaldlega fengið nóg.
Mikill þrýstingur er á útvarps-
stöðvar frá plötuiðnaðinum um að
leika vinsæl lög, sem þýðir að sama
tónlistin er oft endurtekin í sífellu
svo mörgum finnst nóg um. Cotton
segir að stöðin sé einfaldlega að
bregðast við ábendingum frá hlust-
endum og hvetur aðrar stöðvar til að
fylgja fordæminu.
Fullyrt er í sænskum fjölmiðlumað sænska verslunarkeðjan
Hennes &Mauritz eigi í viðræðum við
poppdrottninguna Madonnu um að
hún sýni fatnað fyrirtækisins. H&M
vildi ekki staðfesta þessar fréttir.
Blaðið Expressen segir að við-
ræður standi yfir við Madonnu um
þetta verkefni. „Hún er stórstjarna
og tískufyrirmynd – og umdeild. Nú
gæti Madonna orðið næsta fyrirsæta
H&M,“ sagði blaðið.
Áður hefur fyrirtækið m.a. fengið
fyrirsæturnar Naomi Campbell,
Cindy Crawford og Önnu Nicole
Smith til að sýna föt. Á síðasta ári
rifti H&M samningi við fyrirsætuna
Kate Moss eftir að ásakanir komu
fram um að hún hefði notað kókaín.
EIN þeirra erlendu sveita sem
munu troða upp á sumarhátíðinni
Reykjavík Trópík er systkinabandið
ESG frá Suður-Bronx. Hljómsveitin
var stofnuð árið 1978 og er eitt besta
dæmi tónlistarsögunnar um naíviska
(næfa, „barnslega“) aðkomu að list-
inni. Sveitin samanstóð upprunalega
af fjórum systrum sem byrjuðu að
spila saman tónlist eftir að móðir
þeirra keypti handa þeim hljóðfæri.
Það gerði hún til að forða þeim frá
vandræðum, enda ekkert grín að
alast upp í suðurhluta Bronx á þess-
um tíma (og er það ennþá). ESG átti
eftir að hita upp fyrir P.I.L. og A
Certain Ratio, var slengt í hóp með
áhrifamestu síðpönksveitum New
York borgar og þykir í dag hafa haft
áhrif á tónlistarform eins og hipp
hopp og hústónlist. Þessu umtali og
þessum yfirlýsingum komu ESG á,
einfaldlega með því að fylgja eigin
tilfinningu og sannfæringu. Syst-
urnar lærðu á hljóðfærin án þess að
vita neitt um tónlistarlega tísku-
strauma stórborgarinnar og útkom-
an er berstrípuð og takföst tónlist,
borin uppi af bassa og trommum og
stöku söngröddum. Víst er að grúv-
bundin tónlist sveitarinnar á eftir að
smellpassa í sumarstuð Trópíkhátíð-
arinnar.
Brjálað
„Halló!,“ svarar Renee Scroggins
glaðværri röddu . Þessi systir sér
um gítarleik og söng og gegnir auk
þess hlutverki talsmanns sveit-
arinnar. Hún er stödd í bækistöðv-
um ESG í Bronx er blaðamaður
hringir. Það er nokkuð þykkur götu-
hreimur í skrækróma röddinni.
Scroggins reynist auk þess einkar
kurteis og stælalaus viðmælandi, er
þægilega blátt áfram líkt og tónlistin
sem hún býr til.
„Það var einhver frá hátíðinni sem
hafði samband við Soul Jazz Re-
cords, útgáfufyrirtækið okkar,“ seg-
ir hún þegar hún er spurð út í ástæð-
ur heimsóknarinnar. „Soul Jazz
hafði svo samband við okkur og við
slógum til, enda erum við á leiðinni
til Evrópu að spila hvort eð er (hlær
stelpulega).“ Tónleikarnir á Íslandi
verða þeir síðustu í stuttu ferðalagi
sveitarinnar um Evrópu sem farið er
til að kynna spánnýja plötu, Keep on
Moving, sem út kemur í júlí. Ný
smáskífa, „Insane“, kom út í gær.
ESG mun svo heimsækja Japan og
Bretland síðar á árinu. Renee upp-
lýsir blaðmann um að ESG hafi aldr-
ei lagt niður störf opinberlega þó að
langt hafi liðið á milli útgáfna.
„Okkur finnst mjög gaman að
spila á tónleikum og búa til okkar
tónlist – og erum loksins búin með
nýja plötu sem við erum mjög
ánægðar með. Síðasta plata kom út
fyrir ca þremur árum [Step Off,
október 2002].“ Yngri hlustendur
fréttu fyrst af ESG í gegnum safn-
plötuna A South Bronx Story, sem
út kom árið 2000. Sú plata endurnýj-
aði áhuga fólks á sveitinni, og rætt
var um að einföld tónlistin hefði ver-
ið langt á undan sinni samtíð, og
elektróklass-stefnan t.a.m. tók ESG
opnum örmum. Þessi hamagangur
allur varð til að blása systrunum
kraft í brjóst, og varð Step Off til
vegna þessa en auk þess hefur ESG
verið dugleg við spilamennsku und-
anfarin ár. Sveitinni hefur þá bæst
liðsauki, en ekki þurfti að sækja
hann langt. „Já,“ segir Renee og
hlær. „Dætur mínar tvær eru nú
með okkur, þær Nicole og Christelle
og spila þær á bassa og gítar. Þetta
er fjölskylduiðnaður (hlær inni-
lega).“ Renee segir marga kosti
fylgja blóðböndunum þó að auðvitað
kastist í kekki við og við.
Áhrif mömmu
„Megnið af tímanum er þetta af-
skaplega skemmtilegt og ég nýt
þess að vinna með fjölskyldu minni á
þennan hátt. Stundum getur þetta
þó tekið á taugarnar, en það gerist
ekki oft.“
Eins og áður segir spratt ESG
upp úr ákveðinni forvarnarstarf-
semi, sem móðir þeirra setti í gang.
„Já, hún var ekki hrifin af því að
við værum að hangsa úti á götu,
komandi okkur í vandræði.“ segir
Renee. „Þannig að hún keypti handa
okkur hljóðfæri. Við höfðum séð fólk
spila á hljóðfæri í sjónvarpinu og
hugsuðum því með okkur að við gæt-
um það þá líka. En í hönd fór mikil
vinna (hlær).“ Renee segir ástandið
enn ansi slæmt í Suður-Bronx, efna-
hagurinn sé bágur og það sé ekki
auðvelt að skapa sér álitlega framtíð
þar.
Síðpönkarar síns tíma og allra
handa grúskarar og pælarar hafa
lengi vel ekki getað á heilum sér tek-
ið vegna ESG og hinna gríðarlegu
áhrifa sem sveitin hafði og átti eftir
að hafa. ESG stóðu hins vegar langt
utan við þetta. Vissu ekkert hvað
þær voru að gera, þannig séð.
„Okkar hljómur var bara okkar
hljómur. Við vissum ekkert hvað síð-
pönk var og höfðum aldrei heyrt
minnst á þessar hljómsveitir. Við
vorum bara heima hjá okkur, að
vinna í okkar tónlist. Okkar goð var
James Brown, ef eitthvað var. Pabbi
spilaði líka mikið af djassplötum.“
Tony Wilson, hinn sjarmerandi og á
stundum snarvitlausi forstöðumaður
Factory Records í Bretlandi, bauð
ESG plötusamning og Renee segir
að þær systur hafi verið í skýjunum
yfir því.
„Hann sagði: „Hvernig líst ykkur
á að gefa út plötu?“ Við sögðumst
þvílíkt vera til í það. Þetta var á mið-
vikudegi og á laugardegi vorum við
komnar í hljóðver. Við unnum með
Martin Hannett [upptökustjórnanda
Joy Division m.a.] og allir voru að
tala um hvað hann væri mikill brjál-
æðingur. Ég vissi ekkert hvaða mað-
ur það var. Hann var mjög svalur og
reyndist hinn mesti herramaður.“
ESG var ein af þeim sveitum sem
lentu illilega í lagaflækjum vegna
ólöglegrar notkunar á hljóðbútum.
Sírenuvælið í upphafi lagsins
„UFO“, sem finna má á fyrstu út-
gáfu sveitarinnar, var t.d. notað í
mýmörgum rapplögum og sveitin
fékk sjaldnast greitt fyrir það. „Við
stöndum enn í því stappi,“ segir
Renee. „Þetta er mjög óþægilegt.
Mér er sama þó að fólk noti tónlist-
ina mína en ef það er fá greitt fyrir
notkunina þá vil ég fá greitt líka. Ég
þarf að eiga fyrir salti í grautinn eins
og aðrir. Þetta er stuldur á eigum og
ekkert annað.“ Tónlist ESG hefur
lítið breyst í áranna rás, Renee segir
textana helst vera öðruvísi enda sé
hún nú búin að upplifa ýmislegt sem
ekki var til staðar er ævintýrið hófst.
Tónlist | ESG spilar á hátíðinni Reykjavík Trópík sem fram fer 2.–4. júní
ESG var stofnuð í Bronx af systrum sem fóru í tónlist að áeggjan móður þeirra sem vildi forða þeim frá vandræðum.
Bláeygð
snilld
Miða á Reykjavík Trópík má nálg-
ast í Skífunni, BT Akureyri, BT Sel-
fossi og á www.midi.is Allar nánari
upplýsingar er að finna á
www.reykjaviktropik.com
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
X-MEN 3 kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára
The DaVinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
X-Men 3 kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.i. 14 ára
Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8 og 11
Cry Wolf kl. 10 B.i. 16 ára
Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6 og 8
Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.50
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 4
LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ?
www.xy.is
200 kr afsláttur
fyrir XY félaga
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
eee
S.V. MBL.
eee
VJV - TOPP5.is
LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI.
NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS
eee
V.J.V.Topp5.is
eee
D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM
eee
S.V. MBL.