Morgunblaðið - 31.05.2006, Page 45

Morgunblaðið - 31.05.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 45 Viðerum flutt – en bara stutt Við opnum2. júní ALÞJÓÐLEG tónlistarhátíð verður haldin í fyrsta skipti á Akureyri nú um hvítasunnuhelgina. Ákveðið hefur verið að blúsinn verði þema þessarar fyrstu hátíðar og því verða þrennir blústónleikar í hæsta gæðaflokki haldnir. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða föstudaginn 2. júní á Hótel KEA þar sem annars vegar kemur fram Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og hins vegar Park Projekt, sem er samvinnuverkefni Kristjáns Edelstein, gítarleikara og upptökustjóra, og Pálma Gunn- arssonar. Laugardagskvöldið 3. júní verða tónleikar blússveitarinnar Lamont Cranston Blues Band frá Minnea- polis í Bandaríkjunum í Ketilhúsinu en sveitin er ein af þeim fremstu á þessu sviði í heiminum í dag. Þriðju og síðustu tónleikarnir verða svo á veitingastaðnum Rocco á Akureyri að kvöldi hvítasunnu- dags og þar verður sannkölluð blús- veisla með öllu tilheyrandi. Fram koma Lamont Cranston Blues Band, Blúskompaní Magnúsar Ei- ríkssonar og Blúsmenn Andreu. Tónlist | Alþjóðleg tónlistarhátíð á Akureyri um helgina Blúsað fyrir norðan Forsala miða er á www.midi.is. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Andrea Gylfa syngur á Rocco með blúsmönnum sínum fjórum. Lamont Cranston Blues Band frá Minneappolis í Bandaríkjunum kemur fram í Ketilhúsinu. Hótelerfinginn, leikkonan – ognú söngkonan – Paris Hilton sagði í viðtali við Hong Kong- tímaritið Prestige að nýja platan hennar sem er væntanleg síðar á þessu ári, yrði blanda af poppi, hip- hoppi og reggíi og að hún mundi meðal annars gera að sínu Rod Stewart-lagið „Da Ya Think I’m Sexy“. Hilton sagði ennfremur við tíma- ritið að hún hefði samið texta við sjö laganna: „Ég hef alltaf vitað að ég er með góða rödd og ég hef allt- af vitað það innst inni að mig lang- aði til að syngja en ég hef hingað til verið of feimin til að viðurkenna það. Ég held að það erfiðasta sem hægt sé að gera sé að syngja fyrir framan annað fólk. Þegar ég loks ákvað að sleppa fram af mér beisl- inu og syngja fyrir framan aðra, uppgötvaði ég hversu góð ég væri og að þetta væri það sem mig lang- aði til að gera.“ Í tímaritinu kemur fram að fyrsta smáskífan „Stars Are Blind“ komi út á vegum Warner Bros. og plötu- fyrirtækis Hiltons, Heiress Re- cords. Eins og áður sagði er von á plötunni síðar á þessu ári. Fólk folk@mbl.is Reuters SAMBÍÓ KRINGLUNNI a a FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS THE POSEIDON ADVENTURE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.I. 14.ára. THE POSEIDON ADVENTURE VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 X MEN 3 kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 12.ára. AMERICAN DREAMZ kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 SHAGGY DOG kl. 3:40 - 5:50 MI : 3 kl. 3:40 - 6 - 8 - 10:30 B.I. 14 SCARY MOVIE 4 kl. 8:15 - 10:10 B.I. 10 SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.I. 14 ára MI : 3 kl. 8 - 10:30 B.I. 14 ára AMERICAN DREAMZ kl. 8 - 10:10 SHAGGY DOG kl. 6 SCARY MOVIE 4 kl. 6 B.I. 10 ára DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI BÍÓDIGITAL SAMBÍÓ ÁLFABAKKA ÆNA DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.