Morgunblaðið - 31.05.2006, Page 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
endurskoðun
reikningsskil
skattar / ráðgjöf
www.ey.is
EVRÓPUDÓMSTÓLLINN hefur úrskurðað að
samningur ESB og Bandaríkjanna um miðlun
upplýsinga um flugfarþega sé ólöglegur. Ekki séu
nægar tryggingar fyrir því að persónuvernd evr-
ópskra farþega sé tryggð í Bandaríkjunum. Dóm-
stóllinn gaf stjórnvöldum í ESB-ríkjum og Banda-
ríkjunum frest til 30. september til að gera nýjan
samning en heimilt er að veita Bandaríkjunum
umræddar upplýsingar þangað til.
Upplýsingar um farþega á leið frá Íslandi til
Bandaríkjanna eru sendar héðan með rafrænum
hætti. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Ice-
landair, sagði að þótt Íslendingar hefðu ekki verið
beinir aðilar að samningi 34 evrópskra flugfélaga
um afhendingu upplýsinga til bandarískra yfir-
valda, hefði Icelandair engu að síður þurft að skila
upplýsingum um sína farþega.
„Þetta er fremur einfalt mál, frá okkar bæj-
ardyrum séð,“ sagði Guðjón. „Við fljúgum til
Bandaríkjanna og bandarísk stjórnvöld gera kröf-
ur um hvernig staðið skuli að því flugi og við verð-
um við þeim. Annars værum við ekki að fljúga
þangað.“
Krafa sem kemur frá Bandaríkjunum
Guðjón sagði að sendar væru upplýsingar úr
bókunarkerfum flugfélaganna og upplýsingar úr
vegabréfi farþegans. Í stórum dráttum hefðu
Bandaríkjamenn aðgang að þeim upplýsingum
sem farþegar gæfu við kaup á farseðli, það er
nafni, og t.d. tölvupóstfangi og greiðslukortanúm-
eri hafi ferðin verið greidd á þann hátt. Við inn-
ritun væru auk þess lesnar og sendar upplýsingar
úr vegabréfi um heimilisfang og fleira. Guðjón
sagði það ekki nýtt að Bandaríkjamenn óskuðu
upplýsinga um flugfarþega og minnti á upplýs-
ingar sem farþegar hefðu þurft að gefa og gefi við
landamæraeftirlit þar vestra.
Persónuvernd sendi Flugleiðum bréf 24. maí
2004 þar sem óskað var upplýsinga um hvernig
orðið yrði við kröfum bandarískra stjórnvalda um
upplýsingar um flugfarþega og áhafnir flugvéla.
Samkvæmt frétt á heimasíðu Persónuverndar var
þar m.a. farið fram á upplýsingar sem talist geta
viðkvæmar eins og hvort farþegi hafi pantað mat
að múslíma- eða gyðingasið eða hafi fötlun sem
geri það að verkum að hann þurfi sérstaka aðstoð í
flugi. Bandaríkjastjórn segir samninginn nauð-
synlegan vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum
og hefur hótað flugfélögum sektum og refsiað-
gerðum fari þau ekki að honum.
Samningur um miðlun farþegaupplýsinga ólöglegur að mati Evrópudómstólsins
Senda póstföng og korta-
númer til Bandaríkjanna
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HARÐAR umræður urðu á Alþingi
þegar þingmenn hófu þingstörf að
nýju eftir þinghlé. Þingmenn
stjórnarandstöðunnar sökuðu
stjórnarliða um hrossakaup í sam-
bandi við frumvörp um RÚV og Ný-
sköpunarmiðstöð. Þessi hrossakaup
hefðu teygt sig inn í meirihluta-
viðræður í borgarstjórn. Þessu vís-
uðu stjórnarliðar á bug. Stjórnar-
andstæðingar gagnrýndu einnig
skipulag þingstarfa. Kolbrún Hall-
dórsdóttir, þingmaður VG, sagði að
stjórnarandstaða fengi ekkert að
vita og lauk ræðu sinni með því að
segja: „Við vitum ekkert!“ Myndin
sýnir viðbrögð þingheims við þess-
um orðum þingmannsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Hrossahlátur í þingumræðum
AÐEINS einn aðili hefur verið í
símaskránni alla tíð frá því hún
kom fyrst út fyrir 100 árum en það
er Thorvaldsenfélagið. Er félagið
enn með sama heimilisfang. Á
morgun eru hundrað ár liðin frá því
að fyrsta íslenska símaskráin kom
út, en bar hún þá nafnið tal-
símaskrá. Af því tilefni hefur verið
gefin út sérstök afmælisútgáfa af
símaskránni 2006, þar sem fyrsta
útgáfan er innifalin.
Gamla talsímaskráin var sextán
síður og hefur m.a. að geyma leið-
beiningar um notkun „talfæranna“,
auk þess sem símanúmer þjóð-
þekktra einstaklinga koma þar fyr-
ir. Hannes Hafstein ráðherra var
t.a.m. með símanúmerið 5, Bríet
Bjarnhéðinsdóttir kvenfrelsiskona
var með númerið 111 og Hall-
grímur Sveinsson biskup var í núm-
eri 19. | 4
Thorvaldsen-
félagið í síma-
skránni í 100 ár
KONUKOT, athvarf heimilislausra
kvenna, verður lokað yfir daginn frá
og með morgundeginum, 1. júní.
Ellý Þorsteinsdóttir hjá Velferð-
arsviði Reykjavíkurborgar sagði að
það að hafa opið yfir daginn hefði
verið til-
raunaverkefni
og ekki staðið
til að það stæði
lengur en til 1.
júní. Nú sé
unnið að því að
taka saman öll gögn um reynsluna
af dagopnunartíma og eftir að þau
liggi fyrir verði tekin ákvörðun um
framhaldið. Ástæðu þess að ekki
hafi fyrr verið ráðist í skýrslugerð á
tilraunatímanum segir hún þá að
hann hafi verið svo stuttur að betra
hafi þótt að byrja seinna til að geta
metið stöðuna.
Frá 22. desember sl. hefur Vel-
ferðarsvið borið ábyrgð á rekstri
dagskýlis fyrir heimilislausar konur
frá kl. 10.00–19.00 en Rauði kross-
inn rekið næturathvarfið. Ellý bend-
ir á að eftir sem áður hafi konurnar
aðgang að Gistiskýlinu og Kaffistofu
Samhjálpar. Hjá starfsmanni Konu-
kots fengust þær upplýsingar að
Konukot yrði opnað annaðhvort kl.
19 eða 21 á kvöldin.
Konukot lokað
yfir daginn
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN og
Framsóknarflokkurinn í Árborg
hófu í gærkvöldi formlegar við-
ræður um myndun nýs bæjarstjórn-
armeirihluta. Þórunn Jóna Hauks-
dóttir, sem leiðir viðræðurnar fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins, staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. Hún sagði ekki hægt að
veita frekari upplýsingar um við-
ræðurnar að svo stöddu, en flokk-
arnir tveir hafa ákveðið að funda
að nýju í kvöld.
Í gærdag fóru fram óformlegar
viðræður milli sjálfstæðismanna og
Samfylkingarinnar í Árborg, en
upp úr þeim slitnaði.
D- og B-listi í við-
ræðum í Árborg
UNNIÐ er að því að setja íslenska
fjölnotendatölvuleikinn Eve Online á
markað í Kína og hefur leikurinn all-
ur verið þýddur á kínversku í því
skyni. Þá er hugsanlegt er að Eve
Online verði notaður til kennslu í kín-
verskum skólum, að sögn Hilmars V.
Péturssonar, forstjóra fyrirtækisins
CCP sem gefur út leikinn.
„Undanfarið höfum við verið að
undirbúa útgáfu leiksins í Kína og
hluti af þeim undirbúningi felst í að
kynna verkefnið fyrir fjölda opin-
berra aðila og fá tilskilin leyfi og vott-
orð. Ein slík stofnun sendi erindi til
menntamálaráðuneytis landsins með
þeim skilaboðum að vel mætti nýta
leikinn í skólum.“
Segir Hilmar Eve Online snúast að
um samskipti og samvinnu milli
fólks, stjórnun fyrirtækja, skipulagn-
ingu á framleiðslulínum, samn-
ingagerð og fleira sem hafi samnefn-
ara í raunveruleikanum.
„Fræðimenn á Vesturlöndum hafa
rannsakað heim Eve Online og þá
einkum hagkerfi leiksins, sem sumir
vilja meina að sanni ákveðnar kenn-
ingar í hagfræðinni. Kínversku emb-
ættismennirnir virðast hafa komið
auga á þessa möguleika og vilja, eins
og áður segir, kanna hvort hægt sé
að nota leikinn til að styðja við
kennslu í markaðs- og hagfræði til
dæmis.“
Leikendur um 80.000 talsins
Nú standa yfir lokuð notendapróf,
svokölluð beta-próf, á kínversku út-
gáfunni, en kínverski leikurinn verð-
ur hýstur í Kína og segir Hilmar
þetta verða í fyrsta og líklega síðasta
skipti, sem settur verði á stofn nýr
vefþjónn fyrir leikinn. Eve Online
hefur státað af því að leikmenn eru
allir hluti af sama heimi, meðan aðrir
svipaðir leikir eru leiknir á fjölda vef-
þjóna sem hver um sig hýsir sína sér-
stöku útgáfu af leiknum.
„Fjarlægð Kína frá vefþjónum
okkar í London, auk annarra tækni-
legra ástæða, gerir það að verkum að
nauðsynlegt reynist að leysa málið
svona. Þá er útlit fyrir að fjöldi kín-
verskra notenda verði mjög mikill og
gæti það valdið vandræðum á enska
vefþjóninum ef meirihluti leikenda
talar annað tungumál en ensku.“
Í lokaða beta-prófinu taka nú um
80.000 kínverskir leikendur þátt og
er búist við að allt að 800.000 leik-
endur taki þátt í opna beta-prófinu
þegar það hefst. Til samanburðar má
nefna að í dag leika um 120.000
manns Eve Online víða um heim.
Eve Online á Kínamarkað
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
Morgunblaðið/Júlíus
Eve Online er orðinn vinsælasti vef-
ur á Íslandi, næst á undan mbl.is.
SJÁLFSTÆÐISMENN og óháðir
og Framsóknarflokkurinn náðu í
gær samkomulagi um myndun nýs
meirihluta í sveitarstjórn samein-
aðs sveitarfélags Húsavíkur, Keldu-
neshrepps, Raufarhafnarhrepps og
Öxafjarðarhrepps. Nýlega fór fram
skoðanakönnun um nýtt nafn á
sveitarfélagið og völdu flestir nafn-
ið Norðurþing, en ákvörðun um
nafnið verður tekin í júní.
Að sögn Jóns Helga Björnssonar,
oddvita sjálfstæðismanna, snýst
samkomulag flokkanna einkum um
þrjú mál. „Við ætlum að ná jafn-
vægi í rekstri sveitarfélagsins og
vinna að sameiningu þessara fjög-
urra sveitarfélaga,“ segir Jón
Helgi. Þá verði áhersla lögð á að
vinna að uppbyggingu atvinnulífs-
ins með því að hagnýta orku í gegn-
um stóriðju.
Jón Helgi segir að leitað verði að
sveitarstjóra út fyrir raðir bæj-
arfulltrúa.
Nýr meirihluti
á Húsavík
FLUGVÉL frá Swiss Air-flugfélag-
inu lenti á öðrum hreyfli á Keflavík-
urflugvelli á tíunda tímanum í gær-
kvöldi. Vélin missti afl á öðrum
hreyflinum á leið sinni frá Zürich til
New Ark í Bandaríkjunum og var
beint til Keflavíkurflugvallar. Að
sögn Hjördísar Guðmundsdóttur,
upplýsingafulltrúa Flugmála-
stjórnar, var viðbúnaðaráætlun sett
í gang á flugvellinum. Ekki var um
nauðlendingu að ræða heldur ein-
ungis það sem kallað er örygg-
islending. Ekki er talið að hætta
hafi verið á ferð. Hjördís sagði að
61 manns hefði verið um borð í vél-
inni, þar af hafi 6 verið í áhöfn.
Lenti á öðrum
hreyfli í Keflavík