Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 1

Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 1
F A B R I K A N M Æ TUM ALLAR! Allar upplýsingar á www.sjova.is Kvennahlaupið um land allt 10. júní Leyndin yfir Lordi Finnar vildu forsetatilskipun um að Lordi léki ekki í Evróvisjón | 28 Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Feðgin saman á 400 kílóa Kawasaki  Lúsífer í kvikmyndahúsunum 6.6. ’06  Elskulegt fólk í hvítum sloppum Atvinna | Margvísleg atvinna í boði í öllum landshlutum 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 STOFNAÐ 1913 151. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Bagdad. AFP. | Rannsókn Bandaríkja- hers hefur leitt í ljós að bandarískir hermenn hafi ekki gerst brotlegir við starfsreglur þegar á annan tug Íraka féll í áhlaupi á hús í bænum Ishaqi í mars sl. Hermennirnir höfðu áður verið sakaðir um að hafa myrt fólkið með köldu blóði, nú þegar Bandaríkjaher verst ásök- unum vegna rannsóknar á dauða 24 Íraka í bænum Haditha í nóv- ember. „Vegna ásakana um að allt að 13 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í loftárás í nágrenni Ishaqi, suður af Samarra, 15. mars, var þegar í stað hafist handa við að rannsaka atvikið,“ sagði William Caldwell, hershöfðingi og talsmaður hers bandamanna í Írak. „Ásakanir um að hermennirnir hafi tekið af lífi fjölskyldu sem bjó í þessu húsi og síðan reynt að fela at- vikið með loftárás eru hreinn upp- spuni,“ sagði Caldwell í gær. Upphaflega sögðu fulltrúar Bandaríkjahers að fjórir hefðu fall- ið í áhlaupinu í Ishaqi, sem hafði það markmið að handsama meintan liðsmann al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna. Sú tala var hins vegar endurskoðuð í kjölfar þess að breska ríkisútvarpið, BBC, sýndi í fyrradag myndband sem talið var styðja þá frásögn írösku lögregl- unnar að herinn hefði skotið 11 manns til bana. Myndbandið barst BBC frá hópi súnníta sem er and- vígur veru hers bandamanna í Írak. Segja ásakanir „uppspuna“ ÍSLENDINGAR hafa ástæðu til að óttast áhrif af hlýnun jarðar á Golfstrauminn, segir Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, í viðtali við Tímarit Morgun- blaðsins. Í kvikmynd Gore, An Inconvenient Truth, fjallar hann um hættuna af loftslags- breytingum og lýsir hættunni á rofi haf- strauma vegna bráðn- unar jökla, sér í lagi á Grænlandi. „Slíkt mundi hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland,“ seg- ir hann í viðtalinu. Al Gore gagnrýnir harðlega stefnu Bandaríkjanna í umhverf- ismálum í viðtalinu. „Hörmulegar afleiðingar fyrir Ísland“ Al Gore „Og mennirnir verða viðmótsþýðir,/ því veröldin hitnar og loftin blána./ Óvinir bera byrðar hvers annars/ og bankarnir keppast um það að lána,“ orti Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson um vorkomuna. Í dag er varla fréttnæmt ef bankar vilja lána. En hvað sem svo verald- legum hlutum líður má ekki gleyma að njóta augnabliksins eins og Krist- ín, sem blés sápukúlur yfir vegfarendur í sólinni. Morgunblaðið/Golli Veröldin hitnar og loftin blána HAFRANNSÓKNASTOFNUN leggur til að dregið verði úr heildar- afla í þorski um 11 þúsund tonn milli ára og dregið úr heildarafla ýsu um 10 þúsund tonn. Þetta kemur til vegna ástands stofnanna en í skýrslu stofnunarinnar segir að meðalþyngd þorsksins sé nú nálægt sögulegu lágmarki og að meðal- þyngd ýsu sé mun minni en gert var ráð fyrir. Hér er um tillögur að ræða en það er sjávarútvegsráðuneytið sem tekur endanlega ákvörðun um ilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna þorskstofnsins. Ástand hans sé enn áhyggjuefni og til að veiði- heimildir geti aukist verði uppbygg- ing að hefjast. „Það þarf að grípa til aðgerða ef menn vilja auka líkurnar á að ná meiri afla en verið hefur und- anfarið,“ segir Jóhann. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að heildaráhrif þessara tillagna séu tekjumissir upp á um 2–3 milljarða á föstu verðlagi. Hann segist hafa vonast til þess að breytingarnar yrðu minni en vitað hafi verið að afl- inn myndi minnka. heildarafla. Lagt er til að aflamark í þorski verði 187 þúsund tonn, sam- anborið við 198 þúsund tonn í fyrra og að 95 þúsund tonn af ýsu verði veidd miðað við 105 þúsund tonn í fyrra. Í flestum tegundum er lagt til að veiði verði sú sama og í fyrra en þó leggur stofnunin til að aflamark í síld verði 130 þúsund tonn í ár miðað við 110 þúsund tonn í fyrra. Samkvæmt tillögu Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins verður engin veiði í úthafskarfa á fiskveiðiárinu en aflamark í ufsa er óbreytt. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir mik-               !  "  !  " ! #    $ %& '() ' ) * +', ' ''    -  .&-               !"  Hafró leggur til minni veiðar á þorski og ýsu Tekjumissir upp á 2–3 milljarða Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Teheran. AFP, AP. | Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, tilkynnti í gær að stjórnin í Teheran myndi íhuga tillögur stórveldanna í deilunni um kjarnorkuáætl- un landsins, sem lagðar voru fram á fundi fulltrúa fimm fastaríkja öryggisráðs SÞ auk Þýskalands á fimmtudag. „Við teljum að ef vilji er fyrir hendi sé möguleiki á lausn á þeirri stöðu sem stór- veldin hafa komið sér í,“ sagði Mottaki í gær. Mottaki lagði þó áherslu á að Íranar myndu ekki hætta að auðga úran, en sagði jafnframt að Íranar „þyrftu að íhuga til- lögurnar“ áður en þeir brygðust við þeim. Vísaði Mottaki þar með til þess að stór- veldin réttu fram sáttahönd gegn því að Íranar létu af kjarnorkuáætlun sinni, en eigi ellegar refsiaðgerðir yfir höfði sér. Þá ræddi Mahmoud Ahmadinejad, for- seti Írans, við Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, í síma í gær og ítrekaði vilja Írana til viðræðna. Að sögn Mottakis mun Javier Solana, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, mæta til við- ræðna við yfirvöld í Teheran. „Solana mun koma til Teheran á næstu tveimur dögum til að leggja fram nýju tillögurnar,“ sagði Mottaki í gær. Íranar íhuga tillögurnar Solana fer til Teheran ♦♦♦  Það þarf | 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.