Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TALA látinna eftir jarðskjálftann á Jövu, stærstu eyju Indónesíu, um síðustu helgi hækkar stöðugt og er nú talið að a.m.k. 6.234 hafi farist og 46.000 slasast í hamförunum. Hjálp- arsamtök segja þörfina á aðstoð gríðarlega og í gær tilkynntu Sam- einuðu þjóðirnar að þær væru í kapphlaupi við tímann við að útvega fórnarlömbunum mat og húsaskjól. Jarðskjálftinn, sem reið yfir Jövu á laugardag, var 6,2 a Richter- kvarðanum. Yfir 139.000 heimili lögðust í rúst og eru tugir þúsunda manna á vergangi af völdum skjálft- ans. Ásta Hrund Guðmundsdóttir og Sara Kristín Finnbogadóttir eru skiptinemar í Indónesíu. Ásta er í Yogyakarta og Sara í Semerang, en borgirnar eru báðar nærri upp- tökum skjálftans. Aðspurð um aðkomuna að ham- farasvæðinu sagði Ásta að henni hefði brugðið mjög þegar hún kom þangað fyrst. „Tveimur dögum fyrir skjálftann var ég í skoðunarferð á Bantul-svæðinu nærri Yogyakarta skammt frá hamfarasvæðinu og brá því rosalega þegar ég sá eyðilegg- inguna,“ sagði Ásta í samtali við Morgunblaðið í gær. „Fólk lá sof- andi í tjöldum eða einfaldlega á göt- unni.“ Hún segir að ástandið sé betra núna. „Á föstudag voru margir í tjöld- um og búnir að fá mat og lyf og flestir þeirra sem eru mikið veikir eru búnir að fá pláss á sjúkra- húsum. Það er mjög mikil samhjálp á meðal landsmanna og allir sem geta hafa lagt sitt af mörkum til að aðstoða.“ Heyrðu skothvelli Aðspurð um öryggi á skjálfta- svæðinu sagði Ásta að þjófar hefðu notfært sér neyðina og brotist inn á heimili og í tómar verslanir. „Við Sara gistum eina nótt í tjaldi í þorpi í Yogyakarta,“ sagði Ásta. „Við heyrðum þá skothvelli en lögreglan var þá að skjóta þjófa í fæturna í áhlaupi á glæpagengi. Við sjálfar vorum hins vegar öruggar.“ Spurð um ástandið í gær sagði Sara Kristín að hún væri „hissa hvað fólkið væri samt bjartsýnt og yndislegt“. „Þegar við Ásta vorum á skjálftasvæðinu fyrir helgi var bók- staflega allt í rúst,“ sagði Sara. „Það stóð ekki steinn yfir steini.“ Sara segir að hún og Ásta hafi tekið þátt í hjálparstarfinu. „Ég fór fyrst með rúmlega 20 krökkum á opnum vörubíl með kassa af drykkjarvatni, núðlum og ungbarnamjólk til að dreifa á svæð- inu,“ sagði Sara. „Ásta kom seinna um kvöldið en morguninn eftir út- deildum við lyfjum og mjólk til barnanna og fórum í leiki með þeim. Sum barnanna voru illa farin and- lega enda enn í áfalli eftir að hafa misst húsin sín og fjölskyldu- meðlimi.“ „Það stóð ekki steinn yfir steini“ Íslenskir skiptinemar segja aðkomuna að skjálftasvæðinu á Jövu hræðilega Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ljósmynd/Sara Kristín FinnbogadóttirMargir eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar á Jövu um síðustu helgi. ÞESSIR gljásvörtu hrafnsungar bíða eftir æti frá foreldrum sínum. Hrafninn er með fyrstu varpfugl- um vorsins. Þeir gera sér stór og vönduð hreiður eða laupa, eins og hrafnshreiður eru nefnd, úr kvistum og fóðra með ull og sinu. Myndin var tekin í Fljótshlíðinni á dögunum. Beðið eftir bitanum HRÓBJARTUR Jónatansson, lög- maður Jónínu Benediktsdóttur, seg- ir óskiljanlegt að beiðnin í máli henn- ar gegn 365 prentmiðlum og ritstjóra Fréttablaðsins hafi verið talin of víðtæk og óákveðin og hyggst vísa máli hennar til Mann- réttindadómstóls Evrópu. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að krafa Jónínu um að lagt yrði lögbann við birtingu efnis úr persónulegum gögnum hennar í Fréttablaðinu hafi verið of víðtæk og óákveðin til að sýslumaður hefði mátt taka hana til greina. Hæstirétt- ur hafnaði af þeim sökum, líkt og héraðsdómur, staðfestingu lögbanns þess sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á birtingu efnisins 30. septem- ber síðasta árs. Hróbjartur segir almennt tíðkast að hafa kröfugerð í lögbannsbeiðn- um svo rúma að hún nái yfir allt sem lögbann geti hugsanlega tekið til og óskiljanlegt sé að beiðnin hafi verið talin of víðtæk og óákveðin því tölvu- pósta, sem Jónína sendi og var við- takandi að, hafi sérstaklega verið getið í henni. Það gefi ástæðu til að ætla að krafa um staðfestingu lög- banns hefði ekki verið tekin til greina jafnvel þótt hún hefði ein- vörðungu lotið að tölvupóstunum. Hróbjartur bendir á að ekki hafi ver- ið gerðar athugasemdir af hálfu stefndu við kröfugerðina og „dóm- urinn gangi langt til að þurfa ekki að taka lögbannskröfuna til greina“ því frá upphafi hafi legið ljóst fyrir um hvaða gögn var að ræða. Hróbjartur segir að enn sé ótíma- bært að tjá sig um hugsanlega nið- urstöðu hjá mannréttindadómstóln- um, enda sé óvíst hvort dómstóllinn taki málið yfirhöfuð til meðferðar. Hvorki 365 prentmiðlar né ritstjóri Fréttablaðsins yrðu aðilar að því máli heldur íslenska ríkið og myndi þá reyna á hvort íslensk löggjöf hafi í þessu tilfelli veitt friðhelgi einkalífs Jónínu vernd sem samræmist kröf- um þeim sem 8. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu gerir. Að því gefnu að dómstóllinn tæki málið til með- ferðar og kæmist að þeirri niður- stöðu að friðhelgi einkalífs Jónínu hafi ekki verið veitt nægileg vernd hefði það engin áhrif á gildi lög- bannsins þar sem fullnaðardómur ís- lenskra dómstóla liggur fyrir, hins vegar myndi hún væntanlega eign- ast bótakröfu á hendur íslenska rík- inu. Mál Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prent- miðlum sent Mannréttindadómstóli Evrópu Segir óskiljanlegt að beiðnin hafi verið talin of víðtæk Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson johaj@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann á sextugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að láta ryðja tæplega fjögurra km reiðveg í Gufudal ofan Hvera- gerðis án þess að hafa tilskilin leyfi frá yfirvöldum, en vegurinn olli um- talsverðum náttúruspjöllum. Brot mannsins var einnig talið varða við náttúruverndarlög þar sem framkvæmdirnar ollu sjón- mengun, jarðvegsrofi og jarðvegs- bili, sem opnar gróðurþekjuna og hleypir að auknu vatnsrofi. Segir í dómnum að dómarar hafi farið á vettvang og kynnt sér aðstæður. Ljóst sé að veruleg náttúruspjöll hafi verið unnin á svæðinu og það beri þess enn merki, tæpum tveimur árum eftir verknaðinn. Ýtustjórinn sem ruddi veginn var sýknaður. Dómari taldi ekki sannað að hann hefði vitað annað en vinnu- veitandinn hefði öll tilskilin leyfi. Héraðsdómarinn Hjörtur O. Að- alsteinsson kvað upp dóminn. Ólaf- ur Helgi Kjartansson sýslumaður flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Steingrímur Þormóðsson hrl. varði ýtustjórann. Dæmdur fyrir að ryðja veg án leyfis TÍÐARFAR í nýliðnum maí var óvenju kaflaskipt, samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofunni, og voru fyrstu tíu dagarnir með allra hlýjasta móti en vikan í kringum 20. maí var hins vegar meðal þeirra köldustu á þessum tíma árs. Hiti komst víða yfir 20 stig í hlýinda- kaflanum og hæstur varð hitinn 22,8 stig á sjálfvirku stöðinni á Hjarðarlandi í Biskupstungum. Lægst fór hitinn hins vegar niður í 11 stiga frost á Brúarjökli. Meðalhiti í Reykjavík var 6,4 stig sem er í meðallagi, á Akureyri var meðalhitinn 4,5 stig sem er einu stigi undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Sólskinsstundir í Reykja- vík mældust 272 og voru 80 stund- um yfir meðallagi. Sólskinsstundir í apríl og maí mældust samtals 492 og hafa aðeins einu sinni orðið fleiri, eða 509, vorið 1924. Óvenju kaflaskipt veður í maí „VEÐRIÐ hefur verið alveg æð- islega gott og eiginlega bara póst- kortaveður,“ segir Jón Eggert Guðmundsson göngugarpur, sem gengur nú strandhringinn í kring- um landið. Þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærdag var hann stadd- ur í Skagafirði þar sem hann tók sér daginn í hvíld og reyndi að byggja upp orkuforðann. „Ég reyni að fara í heita pott- inn og borða prótínríkt fæði, fisk og kjöt, til að byggja upp orku,“ segir Jón Egg- ert sem er rétt rúmlega hálfnaður með gönguna en hann ætlar að ljúka henni í Reykjavík á Menning- arnótt, 19. ágúst. Hann kláraði Lágheiði á föstudag og á eftir um 1.580 kílómetra, en býst við að enda daginn í dag um tíu kíló- metra frá Hofsósi. Jón Eggert lenti í nokkrum hremmingum í kuldakastinu sem gekk yfir Norðurland síðari hlut- ann í maí og raskaðist þá áætlun hans aðeins. Honum hefur hins vegar tekist að komast á áætlun á nýjaleik. „Áætlunin stenst alveg en ég tók nokkra 30 kílómetra daga til að leiðrétta og það gekk bara mjög vel,“ segir Jón Eggert sem annars gengur 25 kílómetra á dag. Hægt er að fylgjast með fram- vindu göngu Jóns Eggerts frá degi til dags á vefsíðu göngunnar, http://strandvegaganga.blog.is/. Rétt rúmlega hálfnaður með gönguna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.