Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 12
12 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
www.bluelagoon.is
Það eru tuttugu mínútur í úr-slitaleik Þjóðverja og Arg-entínumanna og í bænumNegril á Jamaíku er raf-magnslaust. Einn veitinga-
staður í bænum er þó sagður vera
með eigin rafstöð og þangað er förinni
heitið til að horfa á leikinn. Staðurinn
er fullur og flestir eru frá staðnum
eða Suður-Ameríku. Þjóðverjar eiga
fáa stuðningsmenn þarna inni. Þegar
Þjóðverjar fá dæmt víti fussa við-
staddir. Enn einu sinni er verið að
hygla Evrópu á kostnað Rómönsku
Ameríku, segja þeir. Þetta er ekkert
annað en samsæri.
Knattspyrna vekur heitar tilfinn-
ingar og umgjörðin um hana er mikil.
Leikvangarnir eru iðulega mestu
mannvirki stórborga og hefur þeim
veri líkt við dómkirkjur samtímans.
Knattspyrna er afl sameiningar, en
líka sundrungar. „Tími til að afla
vina“ er eitt af kjörorðum heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu,
sem hefst í Þýskalandi á föstudag.
Keppnin stendur í mánuð og þar
munu lið frá öllum heimshornum etja
kappi í baráttunni um eftirsóttasta
titilinn í íþróttum. Þar eigast við álfur,
en oft er hitnar mest í kolunum þegar
grannþjóðir mætast. Árið 1969 varð
landsleikur milli El Salvador og
Honduras meira að segja kveikjan að
sex daga stríði, þótt undirliggjandi
ástæður væru aðrar.
Áhyggjur af bullunum
Knattspyrna er vinsælasta íþrótt
heims og þegar hún er vel leikin er
auðvelt að hrífast með. Góður árang-
ur í heimsmeistarakeppni getur lyft
þjóðarsál og sigur getur haft áhrif á
þjóðarframleiðslu í landi sigurvegar-
anna. En knattspyrnan á líka sínar
skuggahliðar. Henni fylgja knatt-
spyrnubullur og þeim er ekki efst í
huga að afla vina. Þeim fylgir ofbeldi,
sem Þjóðverjar vilja síst sjá.
Léleg öryggisgæsla á Ólympíuleik-
unum í München árið 1972, þegar
hryðjuverkamenn tóku ólympíulið
Ísraels í gíslingu og 11 létu lífið, er
mótshöldurum ofarlega í huga, en
sennilega hafa þeir þó meiri áhyggjur
af bullunum en hryðjuverkamönnum.
Keppninni er ætlað að efla ímynd
Þýskalands og Þjóðverjar eru við öllu
búnir. Þeir vilja ekki skjóta hinum
venjulega fótboltaáhugamanni skelk í
bringu, en bullurnar eiga ekki að
komast upp með neitt múður. 64 leikir
munu fara fram á HM. Fyrir skömmu
kom fram að þýsk yfirvöld líta svo á
að sérstök ástæða sé til að hafa
áhyggjur af 21 leik í keppninni.
Það á til dæmis við um leik Eng-
lands og Paragvæ 10. júní. Enskar
bullur fóru hamförum á HM í Frakk-
landi fyrir átta árum. Gerist það aftur
núna?
„Það verða 20 þúsund enskir
áhugamenn með miða og 10 þúsund
án miða,“ sagði Rolf Tophoven, þýsk-
ur öryggissérfræðingur, í samtali við
The New York Times fyrir skömmu.
„Hvað á að gera við þessa áhuga-
menn? Lenda þeir í átökum við lög-
reglu?“
Í blaðinu segir frá því að Þjóðverjar
hyggist taka upp eftirlit á landamær-
um Þýskalands til vesturs og suðurs,
sem venjulega séu opin, til að leita að
vandræðagemlingum. Bresk stjórn-
völd hafa tekið vegabréfin af 3.500
þekktum bullum. Þau hyggjast senda
40 lögregluþjóna til að koma auga á
menn, sem gætu valdið vandræðum.
Að auki verða sendir fjórir saksókn-
arar, sem hafa umboð til að taka á
breskum bullum á meðan þær eru
enn í Þýskalandi.
En það eru líka áhyggjur vegna
pólskra knattspyrnufanta. Ekki er
langt síðan þýskar og pólskar bullur
mæltu sér mót á skóglendi í grennd
við Berlín til þess að slást. Pólverjar
og Þjóðverjar hafa í sameiningu æft
aðgerðir gegn knattspyrnuofbeldi.
Þjóðverjar og Pólverjar leika í Dort-
mund 14. júní.
Á meðal fantanna
Ofbeldið er ein af skuggahliðum
knattspyrnunnar og hefur fylgt henni
lengi. Hörðustu bullurnar fylgja fé-
lagsliðunum. Sennilega hefur mest
verið fjallað um ofbeldið, sem fylgir
enskri knattspyrnu, en það er að
finna um alla Evrópu, Suður-Amer-
íku og víðar. Bullunum fylgja kyn-
þáttafordómar og gyðingahatur. Í
framferði þeirra birtist þjóðremba í
sinni verstu mynd.
Bandaríski blaðamaðurinn Bill Bu-
ford, sem um tíma var ritstjóri á hinu
virta tímariti Granta, fór í undirheima
knattspyrnubullanna á Englandi og
skrifaði bókina „Á meðal fantanna“
(Among the Thugs) um reynslu sína
af þessum ógnvekjandi heimi. Í bók-
inni lýsir hann refskák lögreglunnar
og fantanna. Lögreglan reynir að
stöðva ofbeldismennina, en þeir
reyna að komast fram hjá henni til að
geta ráðist á andstæðinginn. Buford
rekur hvernig bullurnar leggja undir
sig heilu borgirnar með ógnvekjandi
framferði sínu. Honum stendur ógn af
þessari veröld, en hún dregur hann
einnig til sín og lýsingar hans á því
hvernig hann nánast ánetjast því að
vera hluti af múgnum, sem fer um
með ofbeldi og líkamsmeiðingum, eru
hrollvekjandi.
Buford segir frá því þegar hann fer
með stuðningsmönnum Manchester
United á leik gegn Juventus í Tórínó.
Í kringum leikinn fór allt úr böndun-
um, en þó ekki eins og næst þegar
Juventus lék gegn ensku liði. Það var
ári síðar, 1985, í úrslitum Evrópu-
keppni meistaraliða í knattspyrnu
gegn Liverpool á Heysel-leikvangin-
um í Brüssel. Juventus sigraði með
einu marki gegn engu. Áður en leik-
urinn hófst létu 36 manns lífið á vell-
inum og 600 slösuðust. Það er furða
að leikurinn skyldi fara fram.
Þaulskipulagt ofbeldi
Öryggisgæsla er nú orðin svo ræki-
leg í kringum knattspyrnuleiki að fátt
Afl sundrungar
og sameiningar
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er að hefjast í Þýskalandi. Þar er lögð áhersla á
einingu og vináttu, en þýsk yfirvöld eru búin undir það versta. Karl Blöndal skoðaði
skuggahliðar knattspyrnunnar og skyggndist inn í heim knattspyrnubullunnar.
Lögregla stendur vörð fyrir utan
leikvang liðsins Legia í Varsjá.
Ofbeldi hefur færst í aukana í
kringum pólska knattspyrnu og
hafa þýskir löggæslumenn
áhyggjur af því að brotist geti út
átök og óeirðir þegar landslið
Póllands og Þýskalands mætast
í Dortmund 14. júní.