Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 14
14 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Miles Davis syngur úr stórum há-talara á gólfi vinnustofu mál-arans við Laugaveg. Aragrúilistaverka hallar sér upp aðveggjum. Inn af vinnustofunni
eru vistarverurnar hólfaðar af, – rekkja, mynd-
ir og geisladiskar. Sigurður Örlygsson afsakar
að allt sé á rúi og stúi, hann hafi verið að hætta
með kærustunni og sé fluttur á vinnustofuna til
bráðabirgða. Svo sækir hann öl handa sér og
blaðamanni.
– Ég spila Miles mikið, segir hann.
Á litlu borði lagasafn Miles Davis, teiknibóla,
blýantur, gíróseðill og flísalagt skákborð.
– Hér byrja gestir alltaf með hvítt!
Sigurður setur upp ljósgræn gleraugu, sem
stinga óneitanlega í stúf við svört fötin. Og
skákin hefst. Eftir nokkrar sviptingar fellur
blaðamaður á tíma í endatafli.
– Þú verður að gera eitthvað eða falla, segir
Sigurður djarflega.
Á veggnum dansar Örlygur Sigurðsson rit-
höfundur og listmálari, faðir Sigurðar, á stóru
olíumálverki, og ekki sést í neðri part verksins.
– Þetta er mynd af pabba gamla. Ég málaði
oft fjölskylduna, leit á það sem þerapíu. Það
uppgjör stóð lengur en ég ætlaði, hátt í tíu ár.
Nú segist Sigurður vera að hverfa aftur að
því sem hann fékkst við fyrir rúmum áratug,
verkum sem eru abstrakt og fígúratív.
– Ég verð sextugur eftir nokkra mánuði og
held tvær sýningar. Á annarri verða tvær serí-
ur af vatnslitamyndum, sem ég leit alltaf meira
á sem föndurliti en alvöru, – hafði skömm á
þeim. En þetta létta form hentaði vel efniviðn-
um. Hvor sería er sextíu myndir og mynda þær
tvö verk, þótt hver mynd sé sjálfstæð. Sýningin
verður í galleríi Ófeigs á Skólavörðustíg. Svo
rifjaði eigandi Næsta bars upp fyrir mér um
daginn að ég hefði lofað að sýna hjá honum. Þar
verða þyngri myndir af sama meiði.
Sigurður fæddist í „dýragarðinum“ í Laug-
ardal árið 1946, sonur Örlygs og Unnar Eiríks-
dóttur, sem rak Storkinn, fyrstu barnafata-
verslun á Íslandi, en Unnur verður 86 á árinu.
– Hvernig var að alast upp í Laugardalnum?
– Ég var mikill einfari, gekk í Laugarnes-
skólann eins til tveggja kílómetra leið, allt í
myrkri og trúði á drauga og tröll. Ég varð
kannski svolítið einrænn á því, segir hann og
hlær. En ég lék mér alltaf einn sem barn. Og
finnst erfitt að fást við myndlist vegna þess að
maður er alltaf einn. Ef engin er kærastan eða
eiginkonan, þá sefur maður einn, borðar einn
og vinnur einn. Þess vegna skiptir músíkin mig
miklu máli. Jú, það eina sem mér finnst ágætt
að gera einn er að fara á klósettið. Þetta er
ástæðan fyrir því að margir gefast upp, – þessi
hræðilega langa einvera. En ég hef haldið út í
35 ár, fyrsta sýningin 11. september 1971 og
haldið var veglega upp á það 30 árum síðar!
Sigurður útskrifaðist úr Myndlistar- og
handíðaskólanum árið 1971, opnaði fyrstu sýn-
inguna og hélt utan til Kaupmannahafnar.
– Ég seldi eina mynd Listasafni Íslands og
það dugði fyrir flugmiðanum út. Þar sótti ég
tíma hjá einum af mínum uppáhalds málurum,
Richard Mortensen, og makalaust að fá tæki-
færi til að kynnast honum. Ég hafði dáð þennan
geómatríska abstraktmálara í mörg ár.
– Hvernig var dvölin í Kaupmannahöfn?
– Ljúfa lífið! Ég málaði mikið, stundaði skól-
ann grimmt og bjó hjá Tryggva Ólafssyni list-
málara, en þá var hann með hálfgert gistiheim-
ili heima hjá sér. Menn gengu inn og út, komu
færandi hendi með brennivín keypt í flugvél-
unum, drukku, fengu mat og gistu á gólfinu.
– Hvenær ákvaðstu að helga þig listinni?
– Ég ætlaði aldrei að gera það. Ég drakk í
mig listaverkabækur, sem mikið var af heima,
en ég skammaðist mín fyrir karlinn og var ekki
hrifinn af verkum hans, þó að ég sé hreykinn af
þeim í dag. Ég ætlaði að verða arkítekt, en sog-
aðist einhvern veginn inn í þetta. Maður ræður
sér ekki alveg sjálfur.
– Sérðu eftir því?
– Nei, ég held nú ekki, svarar hann og hlær.
Margir listamenn voru tíðir gestir á heimilinu,
eins og Sigurður Sigurðsson frá Sauðárkróki,
Steinn Steinarr og Tómas Guðmundsson.
– Gáfu þeir gaum litlum strák?
– Þeir voru huggulegir við mig. Pabbi brugg-
aði og þegar tappinn var tekinn úr varð ægileg
bjórsprengja. Fúsi spilaði Fluguna á píanóið og
allir grétu af hrifningu; það var eins og Bítl-
arnir hefðu komið í heimsókn tíu árum seinna.
– Og bóhemískt líf?
– Mjög, en líka einkennilegt, hálfpartinn í
sveit, bændur í kring með rollur og búskap.
– Er allt lagt undir í listamannslífinu?
– Heldur betur! Ég gerði mér enga grein fyr-
ir erfiðinu. Fólk hefur þá ímynd af listamönnum
að þeir séu skapandi, haldi sýningar og verði
frægir. En hitt gleymist, – peningavandræði og
efasemdir um sjálfan sig.
– Hvað er þá aðdráttaraflið?
– Ég veit það ekki. Auðvitað heillar að búa til
og vera sjálfs síns herra. Og víst er gaman þeg-
ar vel gengur, en erfiðleikatímabil ganga nærri
manni. Á fyrstu sýningunni fyrir 30 árum var
ég með hraun í maganum af kvíða. Ég hélt að
það ætti aðeins við í upphafi, en það fylgir
manni alla tíð og breytist ekkert. Leikarar fá
sviðsskrekk þótt þeir leiki þúsund sinnum sama
hlutverkið. Þannig er þetta hjá flestum.
– Þessi lífsháski er kannski nauðsynlegur?
– Kannski sambland af sjálfsöryggi og efa-
semdum um sjálfan sig. Maður má ekki vera
titrandi strá í vindi. En um leið og maður er viss
um að vera meistari, þá hverfur eitthvað.
– Hvernig er venjulegur vinnudagur?
– Ohhh, segir Sigurður, hlær og ruggar sér í
stólnum. Stundum mála ég eða stússast í mynd-
list sjö eða átta klukkutíma á dag. Svo getur allt
gerst. Ég hef lifað rosalegu bóhemlífi und-
anfarið. Ég skildi fyrir fjórum árum og bjó á
Indlandi í hálft ár. Það var gaman … eða öllu
heldur forvitnilegt. Sá heimur er svo gamall
tæknilega séð. Bara að ganga úti á götu er upp-
lifun, allt fólkið og litadýrðin.
– Þú varst giftur í tuttugu ár, börnin urðu sex
og þegar peningavandræði bætast við jöfnuna
hlýtur útkoman að vera mikið hark?
– Hræðilegt hark. Við misstum húsið og allt.
Það fór á uppboð. Þetta var skelfilegt!
– Er listamaður dæmdur til einveru?
– Ég held það sé þannig í langflestum til-
fellum. Margir listamenn enda sérvitringar,
verða skrýtnir, en kannski leyfist okkur meira
en öðrum.
Skyndilega stendur Sigurður upp og rótar til
myndum, allt fer á flug, skúlptúr af höfði Ör-
lygs í vatni, og hann sjálfur logandi á striga.
Þannig teygja verk Sigurðar sig oft út fyrir
rammann. Ef til vill áhrifaríkasta mynd Sig-
urðar – ókláruð!
– Ég klára hana aldrei. Þetta er ein stærsta
mynd sem ég hef gert. Ætli sjö átta mánaða
vinna hafi ekki farið í hana. Ég er að horfa á
sjálfan mig sem fullorðinn maður, reitt barn
fyrir framan æskuheimili mitt.
Við tilflutninginn kemur í ljós neðri partur
málverksins þar sem Örlygur dansar.
– Þarna er fjölskyldan á gamla Morrisnum,
sem pabbi átti, og þrúgandi stemmning í bíln-
um út af einu framhjáhaldinu. Ofan á bílnum er
nakin stúlka – líka hún! „Ain’t she sweet when
she’s walking down the street,“ var viðkvæði
föður míns. Jesús minn, farðu varlega í þetta!
– Kallinn sem dansar, að segja má utan við
allt, ber það með sér að vera skemmtilegur,
þannig að tilfinningarnar eru blendnar?
– Okkar samband var ansi stormasamt, væg-
ast sagt, segir Sigurður og hlær. Það var eng-
inn meðalvegur, annað hvort föðmuðumst við
eða rifumst og töluðum ekki saman í lengri
tíma. En við sættumst alltaf og ég sakna hans
óskaplega mikið. Ætli pabbar séu ekki bara erf-
iðar skepnur? Hann vildi stjórna öllu sem ég
gerði; ég átti eiginlega að lúta honum. En ég
var uppreisnargjarn. Nei, ég horfi bara á kost-
ina hans núna. Hann var skemmtilegur og lífs-
kúnstner.
Sigurður verður stoltur á svip, hallar sér
fram í stólnum og spyr:
– Manstu eftir því þegar hann labbaði Lauga-
veginn og kjaftaði við alla háum rómi. Mér er
minnisstætt að fyrir tuttugu árum var ung dótt-
ir mín með í för þegar við rákumst á Stefán frá
Möðrudal, pabbi með þennan strigabassa og
Stefán með sína geldingslegu rödd. Dóttir mín
reif sig lausa og faldi sig bak við pylsuvagn, –
beið þess að ósköpunum færi að slota!
Sigurður hugsar sig um.
– En nú er komið nóg af þessari naflaskoðun í
verkum mínum. Nú set ég punktinn.
– Hefur hún gefið þér mikið?
– Já, heldur betur. En svo langar mann líka
til að koma þessu frá sér. Þetta er svona … já,
ég þori varla að segja það … eins og að vera
uppi í rúmi með góðri konu og fá aldrei fullnæg-
ingu, segir hann hikandi og skellihlær.
– Það er mikið af bóhemum í fjölskyldunni, á
það við um krakkana þína líka?
– Já, mér sýnist það. Dóttir mín er að útskrif-
ast úr Listaháskólanum og átján ára sonur
minn bassaleikari. Annars veit maður aldrei, –
þetta getur orðið háborgaralegt. Margir hipp-
arnir hafa endað í …
– … jakkafötum með slaufu?
– Heldur betur.
Svo raðar hann upp og taflið hefst á ný.
Þessi hræðilega einvera
Morgunblaðið/Golli
SIGURÐUR ÖRLYGSSON LISTMÁLARI
„Fúsi spilaði Fluguna á píanóið og allir grétu af hrifningu.“
VIÐMANNINNMÆLT
Pétur Blöndal ræðir við
Sigurð Örlygsson
pebl@mbl.is
’ Því miður sjáum við mörg dæmi þessað fasteignakaupendur og aðrir sem fara
í greiðslumat gleyma að taka með í reikn-
inginn raunverulegan framfærslukostnað
fjölskyldunnar og óvænt útgjöld.‘Ásta S. Helgadóttir , forstöðumaður Ráðgjafarstofu
um fjármál heimilanna.
’ Þegar menn hafa unnið við eitthvaðlengi, verða þeir þá ekki alltaf íhalds-
samir? Að minnsta kosti í augum þeirra
yngri!‘Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri hefur starfað hjá
Vegagerðinni frá upphafi 7. áratugarins.
’ Hvorugt foreldranna á að hafa einka-rétt á börnunum en hins vegar hafa börn-
in rétt til að umgangast þá báða.‘Danski fjölskylduráðherrann Lars Barfoed er hlynnt-
ur tillögu um sameiginlegt forræði foreldra yfir börn-
um eftir skilnað.
’ Við erum sammála um það sem þarf aðgera og við ætlum að vera dugleg, við
ætlum að framkvæma og auka lífsgæðin í
borginni á næstu árum.‘Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson , borgarstjóri í Reykja-
vík, eftir að samkomulag náðist milli D- og B-lista um
meirihlutasamstarf í borginni.
’ Ég held að þetta sé einn sá verstimeirihluti sem hefði verið hægt að
mynda í þessari borg.‘Svandís Svavarsdóttir , oddviti Vinstri grænna í
borginni, er ekki jafnánægð og Vilhjálmur.
’ Kínversku embættismennirnirvirðast hafa komið auga á þessa
möguleika og vilja [...] kanna hvort hægt
sé að nota leikinn til að styðja við
kennslu í markaðs- og hagfræði til dæm-
is.‘Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP sem gefur út
tölvuleikinn Eve Online. Leikurinn, sem nú fer á
Kínamarkað, er af sumum talinn sanna ákveðnar
kenningar í hagfræðinni.
’ Þið eruð svo vitlausir að það er bara djók.‘Ólafur Jóhannesson , þjálfari FH, við íþróttafrétta-
mann Sýnar að loknum leik gegn Fylki.
’ Það vakti alltaf fyrir mér að semja nú-tímatónlist sem hljómar ekki eins og nú-
tímatónlist.‘Atli Heimir Sveinsson tónskáld um verk sitt, Sinfóníu
nr. 2.
’ Rekstur ritstjórnarinnar hefur gengið mjög vel og verið í hagnaði, en
mér er kennt um það, og fæ að fjúka
fyrir það, að auglýsingasalan gengur ekki
nógu vel, sem ég hef bara ekkert með að
gera.‘Elínu Albertsdóttur , ritstjóra Vikunnar, var sagt upp
störfum á miðvikudag.
’ Ég er orðinn 37 ára gamall svo ég erfarinn að kunna að meta það að teljast
enn í hópi hinna ungu.‘Agnar Helgason hlaut hvatningarverðlaun Vísinda-
og tækniráðs 2006, en þeim er ætlað að hvetja unga
vísindamenn til dáða.
Ummæli vikunnar