Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 18

Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 18
18 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ J ulie Bindel fer ekki í grafgötur með álit sitt á klámiðnaðinum. Hún hefur mikla þekkingu á kynbundnu ofbeldi sem hún segir með annars birtast í vændi, nekt- ardansstöðum, klámi, heimilisofbeldi og nauðgunum. Hún er sjálfstætt starf- andi blaðamaður og fræðikona og hefur einnig verið virk í ýmsum grasrót- arhreyfingum. Hún er ráðgjafi um vændismál fyrir Poppy-samtökin í London sem veita stuðn- ing og skjól fyrir konur sem seldar hafa verið mansali í klámiðnaðinum. Julie hélt fyrirlest- urinn „Tengslin afhjúpuð: Eyðum aðgreiningu á milli kláms, mansals og klámiðnaðar“ hér- lendis á dögunum á vegum Kristínarsjóðs Stígamóta, en sjóðurinn var stofnaður í minn- ingu Stígamótakonu sem var fórnarlamb vænd- is. Ísland áfangastaður vændissala Það er staðreynd sem flestum er kunn að í heiminum í dag eru hundruð þúsunda kvenna og barna flutt landa á milli til að hægt sé að selja þau. Kaupendurnir eru nánast eingöngu karlar sem vilja svala kynferðislegum fýsnum sínum. Til Vestur-Evrópu einnar er áætlað að árlega séu fluttar um hálf milljón kvenna. Á þessari staðreynd hefur Julie mál sitt og bendir á að flestir séu sammála um að þetta sé vandamál. „Öll lönd eiga hlut að máli, ýmist sem upprunaland fórnarlambanna, áfangastaður þeirra eða millilending. Við vitum að Ísland er áningarstöð og áfangastaður fyrir mansal en við hjá Poppy-verkefninu höfum einnig hjálpað í það minnsta einni íslenskri konu sem seld var mansali til Bretlands. Allir eru sammála um að eitthvað þurfi að gera. Ríkisstjórnir vilja taka á vandanum, fundir eru haldnir og alþjóðasamn- ingar samþykktir en samt vex vandamálið sí- fellt. Ég tel að vandamálið sé að við sjáum ekki, eða viljum ekki sjá, heildarmyndina.“ Klámiðnaðurinn forsenda mansals Julie tengir mansal við klámiðnaðinn í heild sinni. Hún segir þá ólíku þætti sem tilheyra klámiðnaðinum; vændi, súlustaði, fylgdarþjón- ustur, erótískt nudd, barnaklám, klámblöð og -myndbönd, í raun ekki svo ólíka. Julie færir rök að því að þessir þættir stuðli að og séu í raun forsenda þess að mansal þrífst í heiminum og fari sífellt vaxandi. „Við viljum ekki vita af tengslum mansals við löglega starfsemi á borð við næturklúbba og klámblöð. Staðreyndin er sú að ef við hefðum ekki löglegan klámiðnað í formi súlustaða og annarrar klámvæðingar myndi mansal vera dæmt til að mistakast og umfang þess myndi snarminnka. Við höldum að þessi hlið klámiðn- aðarins sé meinlaus og við höfum leyft henni að blómstra að miklu leyti án eftirlits. Við getum ekki sagst vilja súlustaði og einkadansara en ekki vændishús og kynlífsþræla. Þetta er allt sami hluturinn. Klámmyndir er leyfðar en ekki mansal og misnotkun en í rauninni eru klám- myndirnar ekkert annað en skrásetning á mis- notkuninni. Það er ómögulegt að greina á milli. Meirihluti landa heims sér í gegnum fingur sér og lætur starfsemina óáreitta sem aftur leið- ir til þess að konur og börn eru seld til þátttöku í klámmyndum, sem nektardansarar og vænd- iskonur.“ Julie bendir á að súlustaðir og vændishús séu forsenda þess að mansal geti þrifist í landinu. „Þú flytur ekki inn erlenda konu og lætur hana vinna á götunni hér á Íslandi. Klámiðnaðurinn, t.a.m. súlustaðir og vændishús, þarf að hafa komið sér vel fyrir í landinu til að vera tilbúinn til að taka á móti erlendum konum sem hingað eru fluttar. Karlmenn sem hafa atvinnu af því að selja konur þurfa einnig að vera til staðar í landinu því hver á annars að taka á móti þeim og stjórna þeim? Án klámneyslu, án súlustaða og vændishúsa er ekki hægt að flytja inn illa staddar erlendar konur. Það sem þó er mik- ilvægast er að í landinu þurfa að vera karlmenn sem eru tilbúnir til að kaupa sér konur. Menn- ingin þarf að samþykkja að kaup á konum séu eðlileg.“ Julie ræðir um afleiðingar þess að berjast gegn barnaklámi og nauðungarvændi en láta vændi fullorðinna óáreitt. „Við einblínum á þá karlmenn sem misnota börn í klámi eða á annan hátt sem auðvitað er þarft. Vandinn er þó sá að við gleymum börn- unum þegar þau verða fullorðin. Okkur finnst hræðilegt að hugsa til þess að börn stundi vændi og séu seld á milli landa en um leið og stúlkan verður 18 ára segjum við þetta vera hennar val. Þá lokast dyrnar og við viljum ekki hjálpa. Við teljum okkur trú um að hún hafi það gott og finnist „kynlífið“ örugglega gott.“ Hún segir að lagt hafi verið mikil áhersla á verstu dæmi mansals sem við þekkjum en aðrar birtingarmyndir þess látnar óáreittar. „Við sjáum fyrir okkur konur sem dregnar eru úr þorpunum í Austur-Evrópu og læstar inni á vændishúsum í vestrænum ríkjum og strengj- um þess heit að hjálpa þeim. Innfæddar konur sem hafa verið fórnarlömb vændissala frá unga aldri eru aftur á móti skildar eftir hjálparlausar. Við þurfum að opna augu okkur fyrir þessum konum, sem í öllum löndum eru fleiri en þær er- lendu. Tvítuga íslenska konan sem alin var upp í fátækt og óreglu og seldi sig fyrst 14 ára fyrir dópi fær enga aðstoð af því að hún er íslensk og hefur náð 18 ára aldri.“ Julie segir birtingarmyndir mansals vera margar og oft leynist eymd og neyð undir sléttu yfirborði löglegrar starfsemi. „Við þurfum einn- ig að huga að erlendum konum sem vissu að ein- hverju leyti að þær væru að fara að vinna í klámiðnaðinum en óraði ekki fyrir því hversu ógeðfellt líf þeirra yrði. Þær komu sjálfviljugar með aðstoð milligöngumanna. Þær eru ekki læstar inni og þær fá einhverja peninga fyrir vinnu sína en þær eru samt fórnarlömb. Þær vita ekki hvert þær geta farið til að leita sér hjálpar. Það þarf ekki að læsa þær inni því þær eiga ekki undankomu auðið. Þær eru vega- lausar, peningalausar, tala ekki málið í landinu og of bugaðar af skömm til að hringja í fjöl- skyldu sína. Milligöngumenn þeirra sjá um samskipti við lögregluna og þær eru of hræddar til að leita réttar síns. Þær vinna á nektardans- stöðum þar sem kúnnarnir gera ráð fyrir því að þær séu til sölu.“ Julie segir fullvíst að konur í þessari stöðu finnist á Íslandi, eina spurningin sé hversu margar þær eru. Vændi er aldrei öruggt Julie leggur ríka áherslu á óhugnanlegar af- leiðingar þess að láta klámiðnaðinn óáreittan. „Ef ekkert eftirlit er haft með klámiðnaðinum munum við ekki ná til kvenna sem þurfa hjálp okkar né heldur koma höndum yfir glæpamenn- ina sem selja þær. Þeir starfa óáreittir bæði í Bretlandi og hér á Íslandi. Þeir geta verið mjög hættulegir glæpamenn sem oft selja einnig vopn og eiturlyf.“ Aðspurð segist Julie ekki gefa mikið fyrir þau rök að vændi muni alltaf vera fylgifiskur mann- legs samfélags og því sé eins gott að lögleiða það til að gera umhverfið öruggara. „Það er ekki hægt að gera vændi öruggt. Það er og verður alltaf mjög skaðvænlegt fyrir andlega og líkamlega heilsu þess sem selur sig. Auk þess ætti að vera hægt að útrýma vændi rétt eins og fátækt. Vissulega hefur fátækt alltaf verið til en samt heyrum við ekki ríkisstjórnir segja að ekk- ert sé hægt að gera til að útrýma henni. Ég hafna því líka algerlega að kaup á vændi sé ein- hverskonar útrás sem kemur í veg fyrir að karl- menn nauðgi eða misnoti aðrar konur. Þvert á móti eykur það hættuna á slíku með því að búa til menningu þar sem litið er niður á konur og þær meðhöndlaðar sem söluvara.“ Áhrifamáttur lagasetninga En hver er lausnin? Julie bendir á Svíþjóð. Svíþjóð er eina landið sem hefur gert kaup á vændi ólögleg og á sama tíma lagt mikið uppúr hjálp við þær konur sem hafa leiðst út í vændi. „Nú eru liðin nokkur ár frá setningu laganna í Svíþjóð og almenn ánægja ríkir með þá laga- setningu. Árlega er fjölmörgum konum í Sví- þjóð, innlendum og erlendum, hjálpað við að koma undir sig fótunum fjarri grimmum veru- leika klámiðnaðarins. 80% almennings eru einn- ig sátt við lögin og ungir karlmenn vita að það er ekki viðunandi hegðun að kaupa sér vænd- iskonu.“ Holland er dæmi um hið andstæða, þar hefur vændi verið löglegt og vændiskonum gert að ganga í stéttarfélag. Klámiðnaðurinn er þar meðhöndlaður sem hver annar iðnaður. „Afleið- ingar þessarar lagasetningar eru ógnvænlegar. Í Hollandi hefur mansal aukist gífurlega sem og vændi innlendra kvenna. Einungis örlítið brot af vændiskonum hafa tilskilin leyfi. Barnavændi þrífst einnig undir yfirskini löglegrar starfsemi. Þar er meirihluti almennings á því að það sé eins og hver önnur kvöldskemmtun að kaupa sér konu. Konum er smyglað í miklum mæli inn til landsins og ef lögreglan reynir að hafa uppi á þeim veifa dólgarnir þeim pappírum sem til þarf. Þeir tala tungumálið, þeir eru með samn- inga í rassvasanum og tangarhald á konunum og þeir vita hvað á að segja við lögregluna. Á löglegum vændishúsum starfa því ólöglegar konur í kynlífsþrælkun.“ Sjá ekki muninn á að kaupa sér hamborgara eða konu Julie segir samfélög heims þurfa að við- urkenna að vændi sé ofbeldi. Það sé forsenda lagasetningar á borð við þá sænsku og til þess fallið að koma böndum á kynlífsiðnaðinn og mansal. „Karlmaður sem kaupir konu skaðar hana varanlega, hvort sem það var ætlun hans eða ekki, og konan er fórnarlamb. Það hefur margsinnis verið sýnt framá að afleiðingar vændis fyrir konuna eru þær sömu og ef henni hefur verið nauðgað eða hún misnotuð á annan hátt. Til eru vændiskonur sem segja að þeim líki vel við starf sitt og vilji ekki láta bjarga sér. En þær eru líka til, eiginkonurnar sem segjast elska eiginmenn sína þó þeir hafi nauðgað þeim og barið þær um hverja helgi í 10 ár. Sú var tíð- in að við gengum burt og óskuðum hjónunum góðrar nætur í slíkum tilfellum en nú vitum við betur. Við vitum að konan þarf hjálp þó að hún segi annað. Reynslan hefur sýnt okkur að hún er fórnarlamb og þolandi og að slík viðbrögð eru eðlileg. Við þurfum að sjá vændi í sama ljósi. Kaup á vændi eiga að vera ólögleg rétt eins og hver annar verknaður sem skaðar aðra mann- eskju andlega og líkamlega. Samhliða því að viðurkenna að um ofbeldisverk sé að ræða og taka á vændi sem slíku þarf að útvega þjálfun fyrir alla sem vinna að því að koma höndum yfir glæpamenn sem starfa í klámiðnaðinum og hjálpa þolendum.“ Julie segir slík lög einnig hafa gífurlegt for- varnargildi. „Eitt sinn þótti eðlilegt að beita lík- amlegum refsingum í skólum en seinna var það bannað. Í dag er nánast aldrei kært á grundvelli þessara laga því það er orðin almennt við- urkennt í samfélaginu að líkamlegar refsingar eru ekki barninu til góða. Við höfum frætt al- menning um það samhliða að setja á það lög og því hafa viðmið okkar og gildi nú breyst. Það sama sjáum við gerast í Svíþjóð varðandi vændi. Í Hollandi er þessu þveröfugt farið, börnum finnst í lagi að systur þeirra séu seldar og sjá ekki muninn á því að kaupa sér hamborgara og konu. Það er ekkert grátt svæði í klámiðnaðinum. Við annaðhvort samþykkjum hann með öllu sínu ofbeldi, misrétti, niðurlægingu og mansali á konum og börnum eða útrýmum honum með lagasetningu, fræðslu og hjálp fyrir fórn- arlömbin.“ Vændi er ofbeldi Klámiðnaðurinn og kynbundið of- beldi er blettur á samvisku mann- kyns. Julie Bindel hefur rannsakað hvort tveggja og greindi frá rann- sóknum sínum hér á landi í liðinni viku. Auður Magndís Leiknisdóttir hlýddi á fyrirlesturinn og ræddi við fræðikonuna um „ógeðfelldustu peningavél heims“, klámiðnaðinn. Morgunblaðið/Eggert Julie Bindel: „Það hefur margsinnis verið sýnt framá að afleiðingar vændis fyrir konuna eru þær sömu og ef henni hefur verið nauðgað eða hún misnotuð á annan hátt.“ Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. Julie Bindel: „Karlmaður sem kaupir konu skaðar hana varanlega, hvort sem það var ætlun hans eða ekki, og konan er fórnarlamb.“ 19 konur leituðu hjálpar hjá Stígamótum árið 2005 vegna vændis. Flestar voru íslenskar og allar áttu það sameiginlegt að hafa verið mis- notaðar áður þær leiddust út í vændi. Á Íslandi fyrirfinnast vændissalar sem starfa í tengslum við nektardansstaði og sér- fræðingar telja engan vafa leika á um að skipulagt vændi sé stundað á nektardansstöð- um á Íslandi. Það eru einkum erlendar konur sem búa við erfiðar aðstæður í heimalandi sínu og hafa bágan bakgrunn sem ráðast til starfa á nektardansstaði landsins. Barnavændi fyrirfinnst á Íslandi. Einstaklingar í vændi þjást mjög oft af kvíða, þunglyndi og sjálfsmorðshugsunum. Vændishús eru starfrækt á Íslandi. Hérlendis er mörg dæmi um ungmenni í eiturlyfjaneyslu sem selja kynmök til betur stæðra eldri einstaklinga í skiptum fyrir pen- inga, vímuefni, mat eða húsaskjól. Á Íslandi finnast eiturlyfjasalar sem einnig selja konur sem þeir „ná í“ á meðferðarheim- ilum. Staðan á Íslandi TENGLAR .......................................................... Vefsíður: www.stigamot.is www.poppyproject.org www.catwinternational.org (Coalition Against Trafficing in Women) Skýrslu um félagslegt umhverfi vændis á Ís- landi má finna á vefsíðu Dómsmálaráðuneyt- isins: http://www.domsmalaraduneyti.is/media/ Skyrslur/Vandi_a_islandi.pdf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.