Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 28

Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 28
28 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Klukkan eitt á sunnudags-morgni ætlar fagnaðar-látunum aldrei að linna.Hljómsveitinni Lordihefur tekist það sem margir töldu ómögulegt: Að tryggja Finnum sigur í Evróvisjón. Finnar eru þekktir fyrir einkar slæmt gengi þau 45 ár sem þeir hafa tekið þátt og jafnan rekið lestina. Í þetta skipti var Evrópa þó tilbúin fyrir Finna – fyrir rokkarana og skrímslin í Lordi – og veitti þeim ekki einungis fyrsta sætið heldur einnig flest stig frá upp- hafi keppninnar, nærri 300 talsins. Þegar Lordi ber sigur úr býtum hef ég einungis verið 15 klukku- stundir í Finnlandi. Orðaforði minn takmarkast við „Lordi“ og „kiitos“ sem þýðir takk. Lordi er ekki einu sinni finnska þannig að kunnáttan er jafnvel enn minni en ég vil telja mér trú um. Lordi er í raun og veru enska orðið lord (drottinn) sem bókstafn- um „i“ hefur verið bætt aftan við til að gera orðið „meira finnskt“. Þrátt fyrir þetta skil ég á mánudeginum forsíður þriggja dagblaða. Undir flennistórum myndum af Lordi er fyrirsögnin: Takk Lordi! Næstu daga halda myndbirting- arnar áfram. Myndir af Lordi prýða forsíður dagblaða og tímarita og Ís- lendingur sem aldrei hefur unnið Evróvisjón getur rétt ímyndað sér hversu glaður hann sjálfur væri. Hann virðir fyrir sér Lordi um víðan völl og kinkar skilningsríkur kolli. Gaman að þessu. Þegar vikan líður og myndirnar eru enn á forsíðunum fer skilnings- ríki Íslendingurinn þó að klóra sér í kollinum. Eru menn að tapa sér yfir sigrinum? Ljósmyndirnar eiga sér þó eðlilega skýringu. Ljótasti sigurvegari allra tíma Lordi hefur alla tíð neitað að koma fram án búninga. Skrímslabúning- arnir eru svo samofnir ímynd hljóm- sveitarinnar að hljómsveitin er aldr- ei ljósmynduð án gervis og fer aldrei í viðtöl nema í fullum skrúða, jafnvel þótt engin myndavél sé á staðnum. Nafn söngvarans hefur verið vitað um nokkurt skeið en andlit hefur ekki verið tengt nafni og leynd hefur ríkt yfir því hverjir aðrir eru í hljóm- sveitinni. Ósk Lordi hefur verið ein- dregin – að rétt andlit hljómsveit- arinnar yrðu ekki dregin fram í sviðsljósið. Sú ósk rættist ekki. Tveimur dögum eftir sigurinn í Grikklandi birti þýska götublaðið Bild-Zeitung ljósmynd af söngvar- anum í Lordi – án gervis. Við ljós- myndina stóð að hann væri Evró- visjónskrímslið og að um gjörvallt Þýskaland væri rætt um „ljótasta sigurvegara allra tíma“. Sama dag og myndbirtingin átti sér stað birti Daily Mail í Bretlandi ljósmynd sem talin var vera gömul mynd af hljóm- sveitinni. Síðar kom raunar í ljós að sú mynd var ekki af Lordi heldur af finnsku sveitinni Children of Bodom. Í Hufvudstadsbladet var í framhald- inu haft eftir Lordi að grímurnar væru einn af hornsteinum ímyndar Lordi. 230.000 undirskriftir á netinu Finnska pressan fylgdi öðrum miðlum að málum. 24. maí, tveimur dögum á eftir Bild-Zeitung í Þýska- landi, setti slúðurblaðið 7 Päivää, einnig nefnt Seiska, ljósmynd af and- liti söngvarans á forsíðu blaðsins. Finnar hneyksluðust. Viðbrögðin voru mikil og hörð. Hafði Lordi ekki lagt fram sérstaka bón til fjölmiðla eftir sigurinn í Aþenu um að eyði- leggja ekki dulúðina í kringum hljómsveitina? Á netinu hófst undirskriftasöfnun þar sem fólk var hvatt til skrá sig og sniðganga blaðið. Undirtektirnar voru gríðarlegar. Að sögn Helsingen Sanomat höfðu 180.000 manns skrif- að undir strax kvöldið eftir. Raunar er ekki hægt að skoða lista með nöfn- unum og því vel mögulegt að sama nafn hafi verið skráð oftar en einu sinni. Þó hefur verið gefið upp að undirskriftirnar komu úr 100.000 mismunandi IP númerum en hver tölva hefur slíkt númer. Samkvæmt norska Aftenposten voru undir- skriftirnar orðnar rúmlega 230.000 í lok vikunnar. Slúðurblaðið baðst afsökunar og lofaði að birta ekki aðrar myndir af hljómsveitinni án búninga en rit- stjórinn réttlætti myndbirtinguna með því að ljósmyndin hefði áður birst í öðru finnsku blaði. Það var ár- ið 1999 með grein þar sem söngv- arinn sýndi Kiss-húðflúr sín. Fimm- tánda mars síðastliðinn prentaði finnska götublaðið Ilta-Sanomat auk þess mynd af söngvaranum í venju- legum fötum, þar sem andlit hans sást að hluta til. Hljómsveitin sagði myndbirtinguna þá vera móðgun og tilraun til að eyðileggja skrímsla- ímynd Lordi. Ýmis dagblöð, götublöð og vef- miðlar í Evrópu birtu ljósmyndir af hljómsveitinni án búninga þegar þau fjölluðu um afhjúpunina eftir sigur- inn. Hið finnska Hämeen Sanomat uppskar mikla reiði þegar það birti með umfjöllun sinni ljósmyndir af vefsíðum þar sem sjá mátti andlit hljómsveitarmeðlima. Á vefsíðu blaðsins rigndi inn kvörtunum, þannig að loka þurfti síðunni tíma- bundið. Meðan á þessu stóð gengu á net- inu ljósmyndir af hljómsveitinni. Á íslenskum tenglasíðum mátti finna fyrirsagnir á borð við „Lordi grímu- lausir“ og „Lordi-gellan í bandinu án grímu“. Hinn skrímslalegi hljóm- borðsleikari Awa reyndist í raun vera ljóshærð, ung stúlka. Latex á eldhúsborðinu En af hverju þessi ofuráhersla á að ekki megi sjást í raunveruleg and- lit hljómsveitarinnar? Potturinn og pannan á bak við Lordi er söngvarinn Tomi Put- aansuu eða herra Lordi eins og hann er kallaður. Í byrjun níunda áratug- arins var hann í lítilli hljómsveit sem hann síðan yfirgaf þegar hugmyndir hans fengu ekki hljómgrunn: Metn- aðarfullir búningar og rokk í anda Kiss. Putansuu hóf í framhaldinu að semja tónlist undir nafninu Lordi og var eini meðlimurinn í fjögur ár, þangað til árið 1996. Á blaðamanna- fundi fyrir Evróvisjón sagði hann að ef hann tæki af sér grímuna myndi það eyðileggja sjónhverfinguna. „Þetta eru persónurnar og við skiljum þær eftir uppi á sviði. Það eykur á ævintýrið, þetta er Lordi,“ sagði hann og benti á að enginn vildi að jólasveinninn birtist fólki án gervis. Sjálfur býr hann til alla bún- ingana og notar eldhúsborðið heima hjá sér til að sauma og vinna með la- tex. Að fara í búningana tekur tímann sinn. Það tekur hljómsveitina raunar þrjár klukkustundir að gera sig klára. Þar af er herra Lordi heila tvo tíma einungis í því að „setja andlitið upp“. Neglurnar taka síðan vafa- laust tímann sinn enda 15 cm langar og svartmálaðar. „Mér finnst að fólk eigi alltaf að hafa eitthvað að horfa á. Ég þoli ekki að borga fyrir að hlusta á rokkhljóm- sveit og sjá hana síðan á sviðinu í stuttermabolum og gallabuxum,“ sagði hann á blaðamannafundi. Hafnað af plötufyrirtækjum Ófrýnilegir búningar Lordi ásamt leyndinni sem hvílir yfir hljómsveit- inni varð til þess að hljómplötufyr- irtæki höfnuðu henni lengi vel. Sum- ir sögðu að ef hljómsveitin ætlaði að koma fram með grímur ætti hún að spila svokallað black-metal en ekki jafnmelódískt þungarokk og hún gerir. Lordi gekk illa að vekja á sér athygli en fékk loks samning og fyrsta albúmið Get Heavy kom út ár- ið 2002. Tveimur árum síðar var síð- an gefin út platan Monsterican Dream og í ár platan The Arocka- lypse. Í dag stefnir allt upp á við og samningar hafa verið undirritaðir um útgáfu í 18 löndum. Finnar hafa fagnað árangrinum í Evróvisjón en voru sumir hverjir með nokkrar áhyggjur af því hvaða áhrif flutningurinn hefði á ímynd landsins. Sér einhver samsömun við umræðuna í kringum Sylvíu Nótt?! Þegar ljóst var að Lordi yrði fram- lag Finnlands í ár steig hópur trúar- leiðtoga fram og gagnrýndi valið. Fullyrt var að Lordi gæti ýtt undir djöfladýrkun. Gagnrýnendur báðu forsetann Törju Halonen um að nota vald sitt til að neita hljómsveitinni um að fara og tilnefna heldur hefð- bundinn finnskan þjóðlagasöngvara sem framlag Finna í ár. Samkvæmt International Herald Tribune gengu sögusagnir um að skrímslin í Lordi væru útsendarar KGB, send af Vladimir Pútin til að skekja stoðir finnska samfélagsins og undirbúa þannig jarðveginn fyrir Evróvisjónskrímslin Skrímslarokkhljómsveitin Lordi tryggði Finnum á dögunum sögulegan sigur í Evróvisjón. Lordi var stofn- uð árið 1992 og kemur aldrei fram öðruvísi en í ófrýnilegum búningum. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig tónlistarfólkið lítur raunverulega út og ósk Lordi verið einföld: Ekki af- hjúpa okkur. Stuttu eftir sigurinn í Evróvisjón birtu fjölmiðlar þó umdeildar ljósmyndir og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sigríður Víðis Jónsdóttir var í Finnlandi. Reuters Finnsku rokkararnir í Lordi unnu Evróvisjón með yfirburðum en vildu að enginn vissi hvað væri undir skrímslabúningunum. Herra Lordi Söngvarinn í Lordi gengur undir nafninu herra Lordi en heitir í raun og veru Tomi Petteri Putaansuu. Hann er fæddur árið 1974, hefur haft áhuga á þungarokki síðan hann var lítill drengur og er mikill aðdáandi Kiss. Sagan segir að hann hafi ungur að ár- um farið að mála sig í framan og byrjað 10 ára gamall að búa til hryllingsmyndir með mynd- bandstökuvél foreldra sinna. Putaansuu útskrifaðist síðar úr kvikmyndaskóla. Hann stofn- aði Lordi árið 1992. Awa Hljómborðsleikarinn Awa heit- ir í raun Leena Peisa og er fædd árið 1979. Peisa fór í sinn fyrsta píanótíma þegar hún var fimm ára og leggur í dag stund á klassíska tónlist. Amen Jussi Sydänmaa er gítarleik- arinn í Lordi og er fæddur árið 1973. Sviðsnafn hans er Amen. Ox Rétta nafn bassaleikarans Ox er Samer el Nahhal. Hann er fæddur árið 1976 og gekk til liðs við hljómsveitina í fyrra. Kita Trommuleikarinn Sampsa Ast- ala er fæddur árið 1974. Þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efn- is að Lordi séu djöfladýrkend- ur er Astala, sem ber sviðs- nafnið Kita, afar trúrækinn. Einn af þeim sem voru á lista yfir þá sem hann þakkaði á fyrstu plötu hljómsveitarinnar, var raunar Guð almáttugur. Hvað er undir latexinu? ’Gagnrýnendurbáðu forsetann, Törju Halonen, um að nota vald sitt til að neita hljóm- sveitinni um að fara og tilnefna heldur hefðbundinn finnskan þjóðlaga- söngvara sem fram- lag Finna í ár.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.