Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 29
rússneskt valdarán. Það skýrði af
hverju þau neituðu að taka af sér
grímurnar.
Í Finnlandi er enginn Eiffelturn
Umræðan gegn Lordi smitaðist
yfir til Grikklands þar sem Evró-
visjónkeppnin var haldin. Hreyfing
að nafni Hellenes hvatti finnsku rík-
isstjórnina til að segja „nei við þenn-
an illa hóp“, eins og því var lýst.
Samtök grískra veitingahúsa- og
bareigenda lögðu fram bón til bæði
finnsku þjóðarinnar og þeirrar
grísku um að leyfa Lordi ekki að
vera með. Þarna væru djöfladýrk-
endur á ferð.
Herra Lordi sjálfur neitaði allri
djöfladýrkun og sagði að hópur
djöfladýrkenda myndi ekki semja
lög á borð við Hard Rock Hallelujah
og Devil is a Loser. Hann harðneit-
aði því að hljómsveitin stundaði
djöfladýrkun og sagði djöfullegt útlit
hennar eingöngu til skemmtunar.
Hann sagði hræðsluna í Finnlandi
um að Lordi væri vond ímynd lands-
ins hafa svipt hulunni af óöryggi
finnsku þjóðarinnar. Flestir Finnar
myndu frekar vilja vera þekktir fyrir
heimkynni jólasveinsins en mikið
máluð og stökkbreytt skrímsli …
„Í Finnlandi er enginn Eiffelturn,
lítið af frægum listamönnum, þar er
ískalt og við þjáumst af lélegu sjálfs-
trausti,“ fullyrti hann. Eftir að sig-
urinn í Aþenu var í höfn sagði hann
að þetta væri „sigur rokksins, Finn-
lands, Lordi – og víðsýninnar“.
Vertíð hjá förðunarmeisturum
Til að fagna sigrinum í Evróvisjón
hélt Lordi opna útitónleika í Hels-
inki um síðustu helgi. Talið er að um
90.000 manns hafi verið á tónleikun-
um sem er fjölmennasti viðburður
sem haldinn hefur verið í höfuðborg-
inni Helsinki.
Söngvarinn Tomi Putaansuu er
frá finnska hluta Lapplands, frá
bænum Rovaniemi. Auk þess að vera
nokkurs konar fæðingarstaður
Lordi stærir Rovaniemi sig af því að
þar sé upprunalegt heimili jóla-
sveinsins. Þegar Lordi keppti í
finnsku undankeppninni kom helm-
ingur atkvæðanna frá norðurhluta
landsins, frá Lapplandi. Bæjaryfir-
völd í Rovaniemi hafa nú ákveðið að
heiðra Lordi með því að nefna torg í
miðbænum eftir hljómsveitinni.
Herra Lordi mun síðan fá landskika
að gjöf, eins og tíðkast með afreks-
menn í íþróttum á þessum slóðum.
Ekki er öll sagan sögð. Tilkynnt hef-
ur verið að sérstök mynt verði slegin
í Finnlandi Lordi til heiðurs. Hún á
að vera tilbúin áður en Finnland
heldur Evróvisjón að ári.
Fyrir keppnina var talað um að ef
finnska skrímslasveitin ynni myndi
það marka þáttaskil. Þótt Evró-
visjón hafi tekið stökkbreytingum
frá því að íslenska þjóðin grét yfir
Gleðibankanum, var fullyrt að atriði
Lordi væri svo öðruvísi og svo yf-
irgengilegt að engin leið væri aftur
til keppninnar eins og hún áður var.
Hún væri breytt – komin væri ný
Evróvisjón.
Í norska blaðinu Aftenposten var
bent á, og kannski réttilega, að væri
Lordi andlitið á hinni nýju Evró-
visjón ættu förðunarmeistarar
bjarta framtíð fyrir höndum.
afhjúpuð
sigridurv@mbl.is
Sylvía Nótt sagði hr. Lordi ljótasta mann í heimi og margir álíta hann djöfla-
dýrkanda. Hann þvertekur þó fyrir það en er forfallinn aðdáandi Kiss.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 29
51,98%
Evrópusjóður 40,42%
Heimssjóður 35,99%
Norðurlandasjóður 44,38%
Lyfjasjóður 21,42%
Carnegie rekur fjölbreytta flóru verðbréfasjóða með
mismunandi áherslur og fjárfestingarstefnur. Carnegie
sjóðirnir hafa margsinnis hlotið viðurkenningar fyrir
góðan árangur og eftirtektarverða frammistöðu.
Fjölmargir viðskiptavinir VBS fjárfestingarbanka hafa
notið góðrar ávöxtunar Carnegie sjóðanna um árabil.
FJÁRFESTINGARBANKI
Suðurlandsbraut 18
108 Reykjavík
Sími: 570 1200
Fax: 570 1209
www.vbs.is
vbs@vbs.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Austur-Evrópusjóður
Fyrstu fjórir 2006:
*Nafnávöxtun 1. jan – 30. apríl 2006 m.v. gengi 30. apríl 2006.
*
*
Heims-, Norðurlanda-, Evrópu og Austur-Evrópusjóðir Carnegie
eru verðbréfasjóðir (UCITS) samkvæmt lögum nr. 30/2003 um
verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði og staðfestir af fjámálaeftirliti
Lúxemborgar (Commision de Surveillance du Secteur Financier
(www.cssf.lu)). Rekstrarfélag sjóðanna er Carnegie Fund
Management Company S.A. en söluaðili þeirra hér á landi er VBS
fjárfestingarbanki hf. Útboðslýsingu sjóðanna má nálgast hjá VBS
fjárfestingarbanka eða á www.vbs.is.
VBS fjárfestingarbanki vekur athygli á því að ávöxtun í fortíð er
ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.
Stýrifræði
Merkjafræði
Raforkufræði
Fjarskiptaverkfræði
Rafeindatækni
Tölvuverkfræði
Rásafræði
Hátækni
www.verk.hi.is
Umsóknarfrestur er til 6. júní
RAFMAGNS-
OG TÖLVU
VERKFRÆÐI
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
22
10
2