Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 33
veikilyf og fullyrt við okkur Guð- mund að „hún kæmist nú út úr þessu“.“ Hrafnhildur svaraði hins vegar meðferð mjög illa og fékk köst á öllum tímum sólarhringsins. „Hegðun hennar var líka mjög erf- ið, miklar skap- og tilfinningasveifl- ur,“ segir Kristín Björk og lýsir tímanum sem fór í hönd sem enda- lausri leit og að þau hafi alltaf verið að prófa eitthvað nýtt. „Á þessum tíma var þetta orðið þannig að hún átti enga vini og við gátum ekki farið neitt með hana. Við gátum nefnilega átt von á að hún fengi krampakast hvenær sem væri.“ Neikvæð niðurstaða Í desember árið 2000 fór Hrafn- hildur loks í greiningu á Greining- arstöð. „Og þá kom fram mælanleg afturför í greind. Þá var okkur sagt að hugsanlega væri hún með hrörn- unarsjúkdóm af því að það er auð- vitað ekki eðlilegt að greindinni hraki.“ Í framhaldi af því var farið að leita að ýmsum sjúkdómum, m.a. hrörnunarsjúkdómnum sem hún var greind með löngu síðar. „Það voru framkvæmdar húðsýnatökur og slíkt, en það skrítna var að það kom neikvætt út. Þá vorum við send til Ameríku, á Mayo Clinic í Rochester, af því að þar eru gerðar aðgerðir á flogaveikum sem eru með staðbundna flogaveiki í heila. Grunur hafði nefnilega vaknað um það eftir einhverjar rannsóknir hér heima að líklega væri hún með staðbundna flogaveiki, greiningin hafði sem sé breyst úr því að vera barnaflogaveiki í það að vera stað- bundin,“ segir Kristín Björk og bætir við að fljótlega hafi þó komið í ljós að flogin voru út um allt og ekkert var hægt að gera. „Lækn- irinn þar sá það líka að einhver þriðja orsök hlyti að vera fyrir þessu, sem orsakaði flogin og jafn- framt afturförina.“ Árið 2001 var fjölskyldunni erfitt og þá voru veikindi Hrafnhildar farin að trufla daglegt líf talsvert. „Það ár eignaðist ég líka þriðja barnið, stúlku númer tvö, Ragn- heiði Björk,“ segir Kristín Björk. Ragnheiður Björk, sem var sjö mánaða á þessum tíma varð eftir á Íslandi, hjá móðurömmu sinni á Selfossi þegar foreldrarnir héldu til Ameríku. Verð ég svona? Þau voru þung sporin þegar snú- ið var heim frá Ameríku. Kristín Björk og Guðmundur höfðu bundið miklar vonir við ferðina og úrræðin sem þar voru í boði. „Þar átti nátt- úrlega að bjarga veröldinni,“ segir Kristín Björk. „Við vorum þess vegna alveg í molum þegar við komum heim.“ Árið sem fylgdi í kjölfarið var árið sem Kristín Björk og Guðmundur horfðust í augu við raunveruleikann. „Þá var hún kom- in með þroskaþjálfa með sér í 100% starfi í skólanum, henni leið illa, og við urðum bara að horfast í augu við staðreyndirnar. Flogaveiki á ekki að valda þroskahömlun, en við vorum samt sem áður komin í þá stöðu og farin að átta okkur á því að þetta var eitthvað annað,“ segir Kristín Björk með áherslu. Þar sem Kristín Björk er þroska- þjálfi, lauk námi 1993, má segja að hún hafi í raun setið beggja vegna borðs í göngunni með Hrafnhildi. „Ég þekki heim fatlaðra svo vel,“ segir hún. „Í raun var erfiðast að svara þeirri spurningu hvort hún ætti heima í honum eða ekki. Eftir að ég lauk námi vann ég á mjög mörgum þeirra staða sem Hrafn- hildur dvelur stundum á núna. Þeg- ar hún var lítil vann ég t.d. á vist- heimili fyrir fjölfötluð börn. Hún vissi líka alveg hvað ég vann við. Í eitt skiptið þegar við vorum að keyra í bæinn, ég man að við vor- um stödd við Litlu kaffistofuna, sagði Hrafnhildur við mig: mamma, verð ég svona eins og börnin sem þú ert að hugsa um? Ég svaraði neineinei, vissi auðvitað ekki að sú yrði staðan. Hún virtist ekkert hlusta á þetta svar mitt heldur sagði bara: kemurðu ekki örugg- lega að heimsækja mig?“ Deildarstjóri sérdeildarinnar Um haustið 2002 sneri Kristín Björk aftur til vinnu í Vallaskóla eftir fæðingarorlof. „Þá var verið að gera breytingar hér og ég var beðin að taka forstöðu deildarinnar að mér,“ segir Kristín Björk. „Stað- an var auglýst en mér fannst ég ekki geta sótt um af því að ég átti fatlað barn,“ bætir hún við og kím- ir. „Mig langaði samt voðalega mik- ið í stöðuna og var fegin þegar ég var beðin og ákvað síðan að þiggja þetta starf. Það reyndist svo vera ósköp gott, fyrir sálina, af því að stundum getur verið gott að ein- beita sér að öðru, hvíla sig á barátt- unni, leyfa öðrum að taka þátt í henni og fá hjálp.“ Þó að ákvörð- unin um að þiggja þjónustu hafi ekki verið þeim Kristínu Björk og Guðmundi auðveld, reyndist það rétta skrefið. „Hrafnhildur var svo ánægð, henni fannst þetta frábært. Allt svo auðvelt hjá henni, miklu auðveldara en það er núna.“ Krist- ínu Björk fannst í upphafi erfitt að Hrafnhildur dveldist á þeim stöðum sem hún hafði unnið á og dró það í lengstu lög. „Það flækir stöðuna að hafa unnið á þessum stöðum,“ segir hún. „Lambhagi hér á Selfossi er skammtímavistun og við setjum okkur einhvern veginn mörk og drögum þau við að þiggja þjónustu á skammtímavistun. Það er betra að hún sé þar af því að þá er ekki eins og hún sé að flytja að heiman. Það er bara of erfitt skref.“ Loksins fékkst greiningin Kristín Björk hefur unnið við sérdeildina í Vallaskóla síðan árið 1995. Í gegnum starf sitt þar kynntist hún m.a. Guðrúnu Sigríði Þórarinsdóttur sem einmitt vann með henni að þróun geisladisksins sem sagt er frá í texta hér á fyrri síðunni. „Gunna Sigga er að takast á við augnsjúkdóm,“ segir Kristín Björk. „Ég hef þess vegna kynnst sjónskerðingu í gegnum samstarf mitt við hana,“ heldur hún áfram. „Ég talaði einmitt oft um það við hana; hvað það væri skrítið hvernig Hrafnhildur sæi. Ég var búin að finna það að litirnir voru eitthvað skrítnir hjá henni og velti því m.a. fyrir mér hvort hún myndi þá ekki, botnaði hvorki upp né niður í þessu. Hún ruglaði saman svörtu og rauðu, gulu og grænu. Ég próf- aði líka stundum, þegar ég sá hana á göngunum í skólanum, að labba bara á móti henni, segja ekki neitt, og það var ekki fyrr en við vorum komnar hlið við hlið sem hún áttaði sig á að þetta var ég. Ég ræddi þetta við lækni sem upplýsti mig um að þetta væru aukaverkanir af flogaveikilyfjunum,“ segir Kristín Björk undrandi röddu, hlær síðan snöggt, útskýrir að ástæðan fyrir því að Hrafnhildur hafi ekki séð hana fyrr en þær voru komnar hlið við hlið sé að miðjusjónin fari fyrst en hliðarsjónin haldist lengur. „Það er eiginlega Gunnu Siggu að þakka að Hrafnhildur fékk á endanum rétta greiningu. Gunna Sigga sagði nefnilega að við yrðum að fara með Hrafnhildi á Sjónstöðina og láta smátt og smátt Fjölskyldan öll samankomin heima á Selfossi. Kristín Björk með Viktoríu Kristínu í fanginu, Jóhann Gylfi, Guðmundur Björgvin með Ragnheiði Björk í fanginu og Hrafnhildur sitjandi. ’Ég var búin aðfinna það að litirnir voru eitthvað skrítn- ir hjá henni og velti því m.a. fyrir mér hvort hún myndi þá ekki, botnaði hvorki upp né niður í þessu. Hún ruglaði saman svörtu og rauðu, gulu og grænu.‘Kristín Björk Jóhannsdóttir segir sögu Hrafnhildar af æðruleysi. Á heimleið eftir skóladaginn, Hrafnhildur og Guðmundur. ’Heilbrigð sál er aðfást við það að sjá allt í einu ekki, verða veikari og veikari. Nú þarf hún að berjast við að lifa af og halda sínu og not- ar allar mögulegar leiðir.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 33 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður mjög fjölbreytt nám: bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám. Bóknám leiðir til stúdentsprófs og er undirbúningur fyrir háskólanám. Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr og annað framhaldsnám. Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð starfsréttindi og/eða undirbúning fyrir frekara nám. Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Upplýsinga- og tæknibraut Þriggja ára náttúrufræðibraut Listnámsbrautir Myndlistarkjörsvið Textíl- og hönnunarkjörsvið Löggilt iðnnám Húsasmíðabraut Rafvirkjabraut Snyrtibraut Löggilt starfsnám Sjúkraliðabraut Sjúkraliðabrúin Eins til tveggja ára starfsnám Grunnnám rafiðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Handíðabraut Íþróttabraut Viðskiptabraut Almenn námsbraut Starfsbraut Með viðbótarnámi er hægt að ljúka stúdentsprófi af öllum brautum. Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti er á netinu eða á skrifstofu skólans frá 09:00 til 15:00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.