Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 36

Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 36
36 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á toppi skógi vax- innar hæðar lá ég í hengirúmi og naut þess að hlusta á fugla- sönginn í sumar- hitanum. Íkornar þutu upp þykka trjástofnana og vöktu athygli mína sem og hundanna þriggja sem lágu við hlið mér. Að baki mér stóð stórt tveggja hæða timburhús og hengu óróar hreyfingarlausir í logninu. Mér fannst sem ekkert gæti raskað ró minni. En ólíkt mér þekkja þeir 100 íbúar sem búa í Buffalo Creek vel hættuna sem því fylgir að búa á svæðinu. Úrklippur bæjarins Fá ummerki eru um skógar- höggsmenn liðinnar aldar og fjöl- skyldur þeirra. Mislinga- og tauga- veikifaraldrar áttu drjúgan þátt í miklu mannfalli á nítjándu öld og eru flest gömlu húsanna horfin. Járnbrautarlestin hefur ekki sést hér síðan 1933 og teinarnir löngu horfnir. Miðpunktur samfélagsins er verslunin Green (Green’s Gene- ral Store) og stendur hún í grös- ugum dal sem malarvegurinn ligg- ur um. Innan dyra vinnur langafadóttir stofnandans, Dons Greens, og þjónustar heimamenn. Fortíðin virðist ríkjandi þegar gengið er um þetta mikla opna rými og hillurnar eru hlaðnar nið- ursuðudósum, kössum utan af dínamíti, skinnum og öðrum nauð- synjum. Skærir litir stórmarkað- anna sjást þar alls ekki. Ásamt verslun með matvöru og brýnustu nauðsynjar þjónar búðin hlutverki kaffihúss, félagsmiðstöðvar og kjörstaðar ásamt því að vera póst- hús. Síðan 1877 hafa verið haldnar kosningar og dansleikir á efri hæð hússins. Á veggjunum hanga gaml- ar tímaritsgreinar sem segja frá þessu litla samfélagi og baráttu þess. Þrátt fyrir einangrun sína og smæð eru skógareldar helsta ógnin og hafa haft víðtæk áhrif á líf allra sem kjósa að lifa hér. Þegar ég gekk út á malarplanið fyrir utan verslunina gaf að líta víðáttumikla skóga beggja vegna dalsins og var mér ljóst að eldsmatur er nægur. Skógarbirnir og fuglasöngur Þrátt fyrir hættuna á skógareld- um hefur fólk vafalaust margar ástæður fyrir því að vilja búa í Buffalo Creek. Umhverfið í kring virtist mér á þessum ljúfu sum- ardögum út af fyrir sig næg ástæða. Skógarnir eru mikilfeng- legir og dýralíf mikið og áberandi. Fuglasöngur vakti mig á morgnana og ég vissi vel að skógarbirnir ráf- uðu um á nóttunni nær en mig fýsti að vita. Ég gisti hjá Vickie systur vinar míns og sambýliskonu henn- ar Pat í stóru timburhúsi þeirra sem stendur á toppi hæðar í skóg- inum. Þær hafa búið hér saman í tuttugu ár og starfar Vickie sem listmálari og Pat rekur verktaka- fyrirtæki og hefur byggt flest nýju húsanna á svæðinu. Líkt og flestir íbúar svæðisins hafa þær upplifað eyðileggingu skógareldanna, glat- að eigum og tekið þátt í neyðar- hjálp og uppbyggingu. Ég sat í eld- húsinu við sólsetur og hlustaði á frásagnir þeirra af skógareldunum meðan skuggar liðu yfir hæðirnar. Saga af eldi Frá 1995 til 2002 áttu sér stað þrír meiriháttar skógareldar á svæðinu. Eldarnir hljóta nöfn sín af þeirri slökkviliðsstöð sem fyrst fær tilkynninguna. Þó svo að High Meadows- (13.000 ekrur árið 2000) og Hayman-eldarnir (138.000 ekr- ur árið 2002) næðu yfir mun stærri svæði var það Buffalo Creek-eld- urinn (12.000 ekrur árið 1996) sem olli mestri eyðileggingu í sögu bæj- arins. Eldingar eru ein helsta or- sök skógarelda og fjölmargir litlir eldar eru slökktir á hverju sumri án þess að þeir valdi verulegu tjóni. En í útilegu ungmenna frá Denver var það ábyrgðar- og kæruleysi ungmennanna sem og Hætturnar í kyrrðinni Í skógi vöxnum hlíðum Klettafjalla Norður-Ameríku stendur litla bæjarfélagið Buffalo Creek. Þar komst Svavar Jónatansson að því að íbúarnir búa ekki aðeins við nátt- úrufegurð og kyrrð heldur einnig stöðuga hættu á skógar- eldum yfir sumarmánuðina. Verslunin Green er miðpunktur þessa litla samfélags og stendur í kyrrlátum dal. Lífvana landslagið er lengi að taka við sér í kjölfar skógarelda. Séð yfir svæði sem brann í Buffalo Creek-eldinum. Hönnun / bestun Fjármál / stjórnun Þróun / nýsköpun Tölfræði / greining Efni / varmi Orka / umhverfi Stýringar / sjálfvirkni Hagkvæmni / hagnýting www.verk.hi.is Umsóknarfrestur er til 6. júní VÉLA- OG IÐNAÐAR VERKFRÆÐI E N N E M M / S IA / N M 22 10 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.