Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á toppi skógi vax- innar hæðar lá ég í hengirúmi og naut þess að hlusta á fugla- sönginn í sumar- hitanum. Íkornar þutu upp þykka trjástofnana og vöktu athygli mína sem og hundanna þriggja sem lágu við hlið mér. Að baki mér stóð stórt tveggja hæða timburhús og hengu óróar hreyfingarlausir í logninu. Mér fannst sem ekkert gæti raskað ró minni. En ólíkt mér þekkja þeir 100 íbúar sem búa í Buffalo Creek vel hættuna sem því fylgir að búa á svæðinu. Úrklippur bæjarins Fá ummerki eru um skógar- höggsmenn liðinnar aldar og fjöl- skyldur þeirra. Mislinga- og tauga- veikifaraldrar áttu drjúgan þátt í miklu mannfalli á nítjándu öld og eru flest gömlu húsanna horfin. Járnbrautarlestin hefur ekki sést hér síðan 1933 og teinarnir löngu horfnir. Miðpunktur samfélagsins er verslunin Green (Green’s Gene- ral Store) og stendur hún í grös- ugum dal sem malarvegurinn ligg- ur um. Innan dyra vinnur langafadóttir stofnandans, Dons Greens, og þjónustar heimamenn. Fortíðin virðist ríkjandi þegar gengið er um þetta mikla opna rými og hillurnar eru hlaðnar nið- ursuðudósum, kössum utan af dínamíti, skinnum og öðrum nauð- synjum. Skærir litir stórmarkað- anna sjást þar alls ekki. Ásamt verslun með matvöru og brýnustu nauðsynjar þjónar búðin hlutverki kaffihúss, félagsmiðstöðvar og kjörstaðar ásamt því að vera póst- hús. Síðan 1877 hafa verið haldnar kosningar og dansleikir á efri hæð hússins. Á veggjunum hanga gaml- ar tímaritsgreinar sem segja frá þessu litla samfélagi og baráttu þess. Þrátt fyrir einangrun sína og smæð eru skógareldar helsta ógnin og hafa haft víðtæk áhrif á líf allra sem kjósa að lifa hér. Þegar ég gekk út á malarplanið fyrir utan verslunina gaf að líta víðáttumikla skóga beggja vegna dalsins og var mér ljóst að eldsmatur er nægur. Skógarbirnir og fuglasöngur Þrátt fyrir hættuna á skógareld- um hefur fólk vafalaust margar ástæður fyrir því að vilja búa í Buffalo Creek. Umhverfið í kring virtist mér á þessum ljúfu sum- ardögum út af fyrir sig næg ástæða. Skógarnir eru mikilfeng- legir og dýralíf mikið og áberandi. Fuglasöngur vakti mig á morgnana og ég vissi vel að skógarbirnir ráf- uðu um á nóttunni nær en mig fýsti að vita. Ég gisti hjá Vickie systur vinar míns og sambýliskonu henn- ar Pat í stóru timburhúsi þeirra sem stendur á toppi hæðar í skóg- inum. Þær hafa búið hér saman í tuttugu ár og starfar Vickie sem listmálari og Pat rekur verktaka- fyrirtæki og hefur byggt flest nýju húsanna á svæðinu. Líkt og flestir íbúar svæðisins hafa þær upplifað eyðileggingu skógareldanna, glat- að eigum og tekið þátt í neyðar- hjálp og uppbyggingu. Ég sat í eld- húsinu við sólsetur og hlustaði á frásagnir þeirra af skógareldunum meðan skuggar liðu yfir hæðirnar. Saga af eldi Frá 1995 til 2002 áttu sér stað þrír meiriháttar skógareldar á svæðinu. Eldarnir hljóta nöfn sín af þeirri slökkviliðsstöð sem fyrst fær tilkynninguna. Þó svo að High Meadows- (13.000 ekrur árið 2000) og Hayman-eldarnir (138.000 ekr- ur árið 2002) næðu yfir mun stærri svæði var það Buffalo Creek-eld- urinn (12.000 ekrur árið 1996) sem olli mestri eyðileggingu í sögu bæj- arins. Eldingar eru ein helsta or- sök skógarelda og fjölmargir litlir eldar eru slökktir á hverju sumri án þess að þeir valdi verulegu tjóni. En í útilegu ungmenna frá Denver var það ábyrgðar- og kæruleysi ungmennanna sem og Hætturnar í kyrrðinni Í skógi vöxnum hlíðum Klettafjalla Norður-Ameríku stendur litla bæjarfélagið Buffalo Creek. Þar komst Svavar Jónatansson að því að íbúarnir búa ekki aðeins við nátt- úrufegurð og kyrrð heldur einnig stöðuga hættu á skógar- eldum yfir sumarmánuðina. Verslunin Green er miðpunktur þessa litla samfélags og stendur í kyrrlátum dal. Lífvana landslagið er lengi að taka við sér í kjölfar skógarelda. Séð yfir svæði sem brann í Buffalo Creek-eldinum. Hönnun / bestun Fjármál / stjórnun Þróun / nýsköpun Tölfræði / greining Efni / varmi Orka / umhverfi Stýringar / sjálfvirkni Hagkvæmni / hagnýting www.verk.hi.is Umsóknarfrestur er til 6. júní VÉLA- OG IÐNAÐAR VERKFRÆÐI E N N E M M / S IA / N M 22 10 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.