Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjuni 2006næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ 2. júní 1996: „Uppsveiflan, sem nú er að verða í íslenzku þjóðfélagi, hefur ekki farið fram hjá neinum. Nú ríkir bjartsýni hvert sem litið er, ólíkt því sem var á sjó- mannadeginum í fyrra, þegar fiskiskip lágu bundin við bryggju vegna kjaradeilu sjó- manna. Nýleg úttekt á ástandi þorskstofnsins, hefur leitt til þess að óhætt er talið að afl- inn, veiðiárið sem hefst í sept- ember næstkomandi, verði 186 þúsund tonn, og er það fimmtungshækkun frá því í fyrra. Þessi ákvörðun er tekin á grundvelli þeirrar reglu, sem stjórnvöld settu á síðast- liðnu vori að veiða mætti 25% af stærð veiðistofns þorsks, en þó ekki minna en 155 þús- und tonn. Þessi aflaregla tók gildi 1. september 1995 og samkvæmt henni og aflahorf- um í veiðum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir að aflinn 1996 verði um 170 þúsund tonn. Sjávarauðlindin er und- irstaða afkomu þessarar þjóð- ar, enda voru sjávarafurðir um 72% af útflutnings- verðmæti þjóðarbúsins á síð- asta ári og samkvæmt tölum Seðlabanka fyrir fyrstu tvo mánuði þessa árs er útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða hvorki meira né minna en 78% af heildarverðmæti út- flutnings.“ . . . . . . . . . . 1. júní 1986: „Listahátíð í Reykjavík hófst í gær. Í fyrradag, þegar forsvars- menn hennar voru að búa sig undir að kynna blaðamönnum hina merkilegu sýningu á listaverkum Picasso á Kjar- valsstöðum, bárust þeim boð um það frá þýskum umboðs- manni rússneska bassasöngv- arans Paata Burchuladze, að þessi sovéski ríkisborgari fengi ekki leyfi til að taka þátt í hátíðinni. Hún var því sett í gær í skugga sovésks ofríkis; enn einu sinni hafa Kreml- verjar lagt stein í götu lista- manns án þess að gefa nokkr- ar viðhlítandi skýringar á hátterni sínu. Hrafn Gunnlaugsson, for- maður framkvæmdanefndar Listahátíðar, sagði í Morg- unblaðssamtali í gær, að Sov- étríkin hefðu alla tíð látið eins og Listahátíð í Reykjavík væri ekki til og engin skýring hefði verið gefin á því, hvers vegna söngvaranum var bannað að koma hingað. Síð- an sagði Hrafn orðrétt: „En manni dettur ósjálfrátt í hug að hennar (skýringarinnar) kunni að vera að leita í þeirri staðreynd að Vladimir Ashkenazy er heiðursforseti hátíðarinnar og að Tarkovski- kvikmyndahátíðin var haldin á vegum Listahátíðar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að hafa mikil umbrot verið í Framsóknarflokknum að undanförnu. Skoðanakann- anir höfðu um langt skeið bent til þess að flokkurinn mundi ekki ná viðunandi ár- angri í sveitarstjórnarkosn- ingunum sem fram fóru fyrir viku og jafnvel ekki fá mann kjörinn í borgar- stjórn Reykjavíkur. Framsóknarmönnum tókst að forðast það með miklu átaki, að þeir ættu engan fulltrúa í borg- arstjórninni í fyrsta skipti í meira en hálfa öld. Framganga oddvita listans, Björns Inga Hrafns- sonar, átti mestan þátt í því. En að öðru leyti voru úrslit kosninganna erfið fyrir Framsókn- arflokkinn og vísbending um enn erfiðari útkomu í þingkosningum að ári, þótt aldrei sé hægt að spá fyrir um slíkt. Það getur margt átt eftir að gerast í haust og næsta vetur í stjórnmálum. Raunar hafa lengi verið uppi þau sjónarmið meðal áhugamanna um stjórnmál, að hlutverki Framsóknarflokksins í íslenzkum stjórnmálum væri lokið. Flokkurinn, sem svo lengi var mál- svari samvinnuhreyfingar og bænda, hefði ekki fundið sér nýtt hlutverk. Halldór Ásgrímsson er fyrsti formaður Fram- sóknarflokksins sem hefur markvisst unnið að því að breyta flokknum úr dreifbýlisflokki í þétt- býlisflokk. Það hefur gengið misjafnlega, senni- lega fyrst og fremst vegna þess, að hann ætlaði að nota hugsanlega aðild að Evrópusambandinu til þess að afla flokknum aukins fylgis í þéttbýl- inu á suðvesturhorninu. ESB-málið hefur ekki reynzt vera mál sem hentaði til þess. Kannski af þeim ástæðum að það hefur ekki farið vel í kjós- endur Framsóknarflokksins á landsbyggðinni. Ástæðan getur líka verið önnur: þetta sama unga fólk, sem Framsóknarflokkurinn vildi ná til með ESB-málinu, var algerlega andvígt áherzlu flokksins í stórvirkjana- og stóriðjumálum. Þegar stjórnmálaflokkur á undir högg að sækja meðal kjósenda er eðlilegt að formaðurinn hugsi sinn gang. Nú liggur fyrir að Halldór Ás- grímsson íhugar að hætta afskiptum af stjórn- málum og láta verða af því nú á næstunni. Um- mæli hans í ríkissjónvarpinu að kvöldi kjördags verða skiljanlegri í ljósi þeirra upplýsinga, sem nú liggja fyrir, þótt Halldór hafi ekki staðfest eitt eða neitt. Hins vegar fer ekki á milli mála, að hann hefur rætt þennan möguleika við allnokkra samstarfsmenn sína. Reynslan nú orðið er sú, að um leið og farið er út fyrir örfámennan hóp manna leka slíkar upplýsingar út. Sennilega er ekki lengur hægt að fara út í svona pólitíska að- gerð nema hefja hana að morgni og tilkynna að kvöldi. Í ríkissjónvarpinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann tæki ábyrgð á slæmri útkomu Fram- sóknarflokksins í kosningunum. Hann gaf enga frekari skýringu á því, þótt gengið væri á hann. Hins vegar fór ekki á milli mála, að hann var sallarólegur og afslappaður. Eftir á að hyggja var fas hans með þeim hætti, að þar fór maður, sem var orðinn frjáls, hann hafði tekið ákvörðun. Þeir sem standa utan við stjórnmálin telja gjarn- an að þær vegsemdir, sem fylgja stjórnmálunum, séu eftirsóknarverðar. Þeir sem hafa kynnzt þeim og því sem fylgir vegsemdunum komast gjarnan á aðra skoðun. Þess vegna er oft sem þungu fargi sé létt af þeim sem lengi hafa staðið í stjórnmálabaráttunni þegar þeir sjá fram á að geta lagt þá bagga frá sér sem óhjákvæmilega fylgja. Með þessu er ekki sagt að Halldór Ásgrímsson sé búinn að taka hina endanlegu ákvörðun. En hann hefur þetta kvöld verið búinn að taka þá ákvörðun að tala við sitt fólk á þessum nótum. Í slíkum samtölum geta mál komið upp sem breyta því sem að var stefnt en í þessu tilviki verður það að teljast ólíklegt. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, kemur fram að líklega muni Guðni Ágústsson einnig draga sig í hlé sem varaformaður flokksins. Væntan- lega er hugsunin sú, að skapa þurfi Framsókn- arflokknum alveg nýja ásýnd og fara enga milli- leið í þeim efnum. Hins vegar hlýtur það að hafa legið þungt á Halldóri Ásgrímssyni hver gæti orðið eftirmaður hans. Í eina tíð var litið svo á að það mundi verða Finnur Ingólfsson. Hann tók óvænta ákvörðun um að hætta afskiptum af stjórnmálum. Fljótlega beindist athyglin að Árna Magnússyni. Hann tók líka óvænta ákvörð- un um að hætta afskiptum af stjórnmálum. Hall- dór Ásgrímsson tók þeirri ákvörðun Árna ekki vel, sennilega vegna þess að hann hafi þá ekki eygt möguleika á að komast út úr pólitíkinni sjálfur. Það er erfitt að missa nána samstarfs- menn og standa nánast einn eftir í því stríði sem stjórnmálin eru. Það skilja þeir einir sem reynt hafa. Ný forysta Rökin fyrir því að Finnur Ingólfsson yrði kallaður aftur til starfa fyrir Fram- sóknarflokkinn hafa alltaf verið sterk. Hann hef- ur öðlast mikla reynslu af stjórnmálastarfi og hefur í starfi sínu utan stjórnmálanna alltaf hald- ið þeim tengslum sem hann hafði innan Fram- sóknarflokksins. Reynsla skiptir gríðarlegu máli í stjórnmálabaráttunni, ekki sízt nú á dögum. Sennilega er Finnur ekki að sækjast eftir því að taka að sér forystu Framsóknarflokksins. Lík- legra er að eftir því sé leitað og hann tilbúinn til að verða við þeim óskum ef svo ber undir. Það má því gera ráð fyrir að Finnur Ingólfsson sé frjáls af sjálfum sér í þessu máli og í því er mikið frelsi fólgið fyrir mann, sem hugsanlega verður orðinn formaður Framsóknarflokksins innan skamms. Á stjórnmálaferli sínum gekk Finnur í gegn- um marga elda sem hafa augljóslega hert hann. Það er ekki heiglum hent að vera í forystu fyrir stjórnmálaflokki á Íslandi í dag. Finnur bjó við margvíslegt mótlæti í stjórnmálabaráttunni á sínum tíma, m.a. af hálfu Morgunblaðsins, sem hann taldi sýna sér litla sanngirni. Innan Framsóknarflokksins og í þingflokki hans er ekki auðvelt að finna formannsefni eftir brottför Árna Magnússonar. Þess vegna eru þau öfl í Framsóknarflokknum, sem nú vilja kalla Finn Ingólfsson aftur til starfa fyrir flokkinn – og í þeim hópi hlýtur Halldór Ásgrímsson að vera – örugglega að velja bezta kostinn. Hugmyndir um að fá Siv Friðleifsdóttur heil- brigðisráðherra til starfa sem varaformann Framsóknarflokksins eru til marks um að flokk- urinn vilji sýna alveg nýtt andlit. Siv er ung kona sem hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í stjórn- málabaráttunni, alveg sérstaklega þegar á móti hefur blásið. Það er ekki auðvelt fyrir þingmann, sem kominn er í ríkisstjórn, að fara út úr rík- isstjórn. Það gerði Siv hins vegar með þeim hætti að eftir var tekið og uppskar eins og til var sáð, þegar hún var kölluð til ráðherrastarfa á ný við brottför Árna Magnússonar. Sameiginlega höfða þau Finnur og Siv áreið- VERKAN GUÐS ANDA Á hvítasunnu er þess minnst aðheilagur andi kom yfir læri-sveina Jesú Krists í Jerúsal- em forðum. Lærisveinahópurinn, sem hafði haldið sig til hlés frá páskum, íklæddist krafti frá hæð- um. Pétur postuli, sem hafði afneit- að Kristi þrisvar, hélt nú slíka þrumuræðu að þrjú þúsund sálir létu sannfærast og skírðust. Þann dag varð kristin kirkja til. Kraftur og innblástur andans hefur æ síðan knúið karla og konur til að breiða út kærleiksboðskap Jesú Krists. Í ár er þess minnst að 950 ár eru liðin frá stofnun biskupsstóls í Skál- holti og 900 ár frá upphafi bisk- upsstóls á Hólum í Hjaltadal. Kirkja var byggð í Skálholti skömmu eftir kristnitöku. Ísleifur Gissurarson settist að í Skálholti, hóf þar skóla- hald og var vígður til biskups 1056, fyrstur Íslendinga. Einn af hátind- um merkrar sögu Skálholts er þeg- ar Oddur Gottskálksson sat þar í fjósinu og þýddi Nýja testamentið. Það kom út 1540, fyrst prentaðra bóka á íslensku. Jón helgi Ögmundsson settist á biskupsstól á Hólum árið 1106 og stofnsetti þar skóla. Á Hólum var vagga prentlistarinnar á Íslandi en Jón Arason biskup flutti fyrstu prentsmiðjuna til landsins um 1530. Blómleg bókaútgáfa var á Hólum í um 250 ár. Þar ber hæst mikil bóka- útgáfa Guðbrands Þorlákssonar biskups og þykir Guðbrandsbiblía frá 1584 eitt mesta afrek í sögu prentlistarinnar, auk þess að vera ómetanleg fyrir varðveislu íslenskr- ar tungu. Guðbrandur biskup notaði þýðing- ar Odds í Biblíuútgáfu sinni. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup ritaði formála að endurútgáfu Nýja testa- mentisþýðingar Odds árið 1988. Þar segir m.a. um Odd: „Hann hefur öðrum mönnum framar mótað það biblíumál, sem Íslendingar hafa öld- um saman vanist og numið og hefur m.a. auðgað tunguna að fjölmörgum orðtökum. Í þeim texta Nýja testa- mentis, sem nú er almennt notaður hér á landi, á Oddur meira en nokk- ur einn maður annar.“ Miklu skemmri en saga biskups- stólanna er saga hvítasunnuhreyf- ingarinnar. Hún minnist þess nú að öld er liðin frá því að þessi kristna hreyfing, sem kennd er við Heil- agan anda, fékk byr undir vængi í litlu samkomuhúsi við Azusa-stræti í Los Angeles. Greint var frá vakn- ingunni í tímaritinu Trú, útgefnu í Reykjavík í febrúar 1907. „Hvíta- sunnuhátíðin er vissulega hingað komin með öllum opinberunum Guðs kraftar, sem fram komu á hinni fyrstu hvítasunnuhátíð á dög- um postulanna.“ Útbreiðsla þessar- ar hreyfingar á 20. öld varð undra- verð, ekki síst í löndum Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Samfellt starf hvítasunnumanna hófst hér á landi fyrir 85 árum með starfi trúboðans Eriks Aasbö. „Hvítasunnuhreyfingin er nú ein stærsta kirkjudeild kristinna manna í heiminum, aðeins rómversk kaþ- ólska kirkjan er fjölmennari,“ skrif- ar dr. Pétur Pétursson í bók sinni Kallari orðsins. Heilagur andi hefur veitt þjónum Krists þrek og kraft til að standa stöðugir í baráttunni fyrir hinu góða. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í hvítasunnupredikun 2003: „Heilagur andi á sér ótal vini í veröldinni, vini og verkfæri, sam- verkafólk í þjónustu góðvildar, ör- lætis, kærleika. Hin ósýnilega kirkja er víða að verki og áhrifa- máttur mildi, náðar og friðar. Guð, skaparinn, lausnarinn, heilagur andi er að verki í lífi fólks, þótt það geri sér ef til vill ekki grein fyrir því að það sé að þjóna honum og þó svo að hann setji ekki merkimiða sína á það. Andinn helgi er að ryðja veg hinu góða og fagra í heiminum okk- ar, þrátt fyrir allt. Guði sé lof. Góð- vildin, fegurðin, mildin og náðin í lífi fólks er verkan Guðs anda. Sem mun um síðir lækna meinin manns og heims, vekja sönginn og gleðina og endurnýja ásjónu jarðar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 151. tölublað (04.06.2006)
https://timarit.is/issue/284500

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

151. tölublað (04.06.2006)

Gongd: