Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 43
gisti á Albergo del Senato, en það
var árið 1992 þegar ég gisti þar með
foreldrum mínum en faðir minn gisti
á hótelinu þegar hann fór á Ólympíu-
leikana í Róm árið 1960. Einnig gisti
Soffía Emilía föðuramma mín á hót-
elinu árið 1957. Þegar við gistum á
hótelinu árið 1992 var það orðið ansi
þreytulegt en stuttu síðar var það
gert upp. Mér fannst mikil breyting
hafa orðið á torginu, miklu meira líf
þar á kvöldin.
Fori imperiali
Því miður var komið að síðasta
degi heimsóknar okkar í Róm. Í dag
var afmælisdagur Lindu dóttur okk-
ar en hún varð 9 ára. Við gengum frá
hótelinu niður að Fori Imperiali þar
sem eru rústir hinnar fornu Róma-
borgar. Ég reyni að ímynda mér líf
þeirra. Í dag heyrir maður leiðsögu-
menn tala á allra ólíkustu tungumál-
um en þegar byggð var í Fori Imper-
iali var töluð latína.
Vittoriano-minnismerkið
Eftir að hafa skoðað Fori Imper-
iali gengum við að Vittoriano-minn-
ismerkinu, sem er til minningar um
Vittorio Emanuele II konung. Hér
er einnig minnismerki um óþekkta
hermanninn og standa tveir her-
menn heiðursvörð við hann. Íbúar
Rómar kalla Vittoriano minnismerk-
ið ritvélina, bæði vegna þess hvernig
byggingin er í laginu og einnig þar
sem hún hefur engan sérstakan
byggingarstíl. Inni í byggingunni er
safn um sameiningu Ítalíu.
Við höfðum ætlað okkur að snæða
afmælishádegisverð með Lindu á
uppáhaldsveitingahúsi okkar Enri-
cos, Le Rampe, við Spænsku tröpp-
urnar. Við vissum að hann var lok-
aður á sunnudögum en hann
reyndist þá líka lokaður á mánudög-
um í hádeginu. Ekki er hægt að
panta borð né borga með kreditkort-
um, en staðurinn minnir á leiksvið.
Það voru mikil vonbrigði að hann var
lokaður.
Innsetning Napolitano forseta
Seinni partinn hinn 15. maí 2006
átti að fara fram innsetning hins nýja
forseta Ítalíu. Á Ítalíu kýs þingið for-
setann. Forsetinn verður að vera að
minnsta kosti fimmtugur en Giorgio
Napolitano verður 82 ára í júní. For-
setinn er kosinn til 7 ára. Það var
gaman að sjá með eigin augum þing-
menn. Hjá Pantheon sáum við
Emmu Bonino og heilsaði hún okkur
og brosti til okkar. Fyrir framan
þinghöllina, Montecitorio, var ítalska
„Spaugstofan“ mætt en hún heitir
„Striscia la notizia“ sem er á Canale
5 og fékk Linda að láta taka mynd af
sér með tvífara Marini þingforseta
og tvífara Bruno Vespa sem er sjón-
varpsmaður hjá ríkissjónvarpinu.
Við stóðum síðan fyrir framan Pal-
azzo Chigi og sáum Oscar Luigi
Scalfaro, sem var forseti frá 1992 til
1999, Romano Prodi forsætisráð-
herra og Antonio Di Pietro sam-
gönguráðherra. Að lokum kom
Napolitano en við sáum hann ekki
þar sem hann kom í skotheldum bíl.
Núna var klukkan orðin 17:15 og
við áttum að taka lestina til Flórens
kl. 18:30 en áttum eftir að ná í far-
angurinn á hótelið. Þegar við ætluð-
um að fara að taka leigubíl reyndist
miðbærinn lokaður fyrir umferð og
átti það einnig við um leigubíla og
strætisvagna. Okkur hafði verið sagt
að það yrði ekkert vandamál að fá
leigubíla en svo reyndist ekki vera.
En sem betur fer náði Enrico að
stöðva leigubíl og við náðum í lestina.
Hvað tekur langan
tíma að skoða Róm?
Komið var að lokum á einni af
ógleymanlegu ferðum okkar til Róm-
ar. Oft kemur upp í huga mér svar
Bertels Thorvaldsen þegar hann var
spurður hvað það tæki langan tíma
að skoða Róm. Thorvaldsen svaraði:
„Ég veit það ekki, ég hef ekki verið
hérna í Róm nema í 40 ár.“
Romano Prodi forsætisráðherra gengur í átt að þinghöllinni, Montecitorie.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins á Ítalíu.
TENGLAR
..............................................
Ítölsku járnbrautirnar: www.trenitali-
a.it
Hótel Villa S. Pio: www.aventinohot-
els.com
Quirinale höllin: www.quirinale.it
Antonio Di Pietro, samgönguráðherra Ítalíu, á leið til þinghallarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 43
R
ey
kj
av
ík
ur
tjö
rn
RÆKTAÐU VINA- OG
FJÖLSKYLDUBÖNDIN
Pantaðu fermingarskeyti
í síma 1446 eða á netfanginu
www.postur.is.
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rimini í júní. Njóttu lífsins í
sumar á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki
aðeins frábær áfangastaður út af
fyrir sig heldur eru ótrúlega spenn-
andi valkostir í næsta nágrenni, vilji
menn kynnast mörgum andlitum
Ítalíu í einni ferð. Bókaðu flugsæti
og 4 dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Rimini
14. eða 21. júní
frá kr. 29.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr.29.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11
ára, í íbúð í viku. Stökktu tilboð 14. eða 21.
júní. Flug, skattar, gisting og íslensk farar-
stjórn. Aukavika kr. 10.000.
Verð kr.39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó-
/íbúð í viku. Stökktu tilboð 14. eða 21. júní.
Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Allra síðustu sætin