Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 45 MENNING                                                          !"  #$!%&''                       !  "#$$ %                             GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ Sýningu lýkur 28. júní MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur árlega vortónleika sína á morgun, annan í hvítasunnu. Á efn- isskránni er tónlist sem er sprottin upp úr tónmáli austur-evrópsku rétttrúnaðarkirkjunar og verða meðal annars flutt verk eftir tón- skáld frá Rússlandi, Póllandi og Serbíu. Kórtónlist án undirleiks Hörður Áskelsson kórstjóri segir kórinn vera að færa sig inn á áður óþekktar brautir í efnisvali sínu. Hann segir það lengi hafa verið löngun sína að kynnast tónlistar- hefð austurkirkjunnar sem sé mjög rík af kórtónlist. Það sem gerir kór- tónlist rétttrúnaðarkirkjunnar svo sérstaka er að innan kirkjunnar eru engin hljóðfæri leyfð. Því er kór- tónlistin öll án undirleiks. „Það er einungis sungið og það hefur sprott- ið uppúr því stíll sem byggist á frek- ar einföldu hljómaferli en þar sem fjölröddun kórsins er nýtt til hins ýtrasta,“ segir Hörður. „Tónsviðið er mjög breytt og það eru miklar andstæður sem einkenna tónlistina, bæði djúpir bassar og háir sópran- ar.“ Hörður nefnir sem dæmi að í verkum Rachmaninoffs, sem hafi notið vaxandi vinsælda hjá unn- endum kórtónlistar undanfarin ár, eru útsetningarnar fyrir átta raddir í stað fjögurra eins og algengast er. „Í raun notar Rachmaninoff fjög- urra radda karlakór og fjögurra radda kvennakór sem bæði syngjast á og syngja saman.“ Annað sem gerir kórtónlist rétt- trúnaðarkirkjunnar einstaka er að farið er nokkuð frjálslega með takt. Hörður segir að þetta veiti mikið svigrúm fyrir túlkun og auki á helgiblæ tónlistarinnar. „Tónlistin er seiðandi. Hún vekur upp sterkar tilfinningar fyrir tilbeiðslu, upp- hafningu og íhugun. Mér liggur við að líkja hljómfallinu við hafið, hæg- fara en kraftmikið.“ Meginuppistaða efnisskráarinnar eru fimm mótettur úr Páskavöku eftir Rachmaninoff. Þá verða flutt tvö verk eftir pólska samtímatón- skáldið Gorecki sem samin eru und- ir áhrifum frá kórstíl austurkirkj- unnar auk verka eftir Stevan Hristic og Grikkjann St. Nektario af Aegina. Einnig verða flutt valin verk eftir hinn serbneska og róman- tíska Mokranjac. „Einn kórfélaga Mótettukórsins er Serbi, Nebosja Kolic, sem hefur alist upp í þessum heimi og hefur verið mér til ráð- gjafar og aðstoðað mig við efnisval. Hann hefur einnig hjálpað okkur með allan framburð á rússneskunni, kirkjuslavneskunni og meira að segja grískunni.“ Nebosja hefur einnig haft hönd í bagga með að flytja inn sýningu á íkonum frá Balkanskaga sem haldin er í Hall- grímskirkju í tengslum við tón- leikana og stendur til 24. júní. „Ég hafði það á orði við Nebosja að skemmtilegast væri nú að flytja þessi tónverk í réttu umhverfi, um- kringd íkonum. Hann greip þetta á lofti og setti sig í samband við að- standendur sýningar sem ferðast hefur um Skandinavíu en kemur til okkar beint frá London. Og nú er Hallgrímskirkja og hliðarsalir hennar fullir af íkonum.“ Sem fyrr segir verða tónleikarnir á annan dag hvítasunnu, og hefjast þeir klukkan 17. Miðasala er þegar farin af stað í Hallgrímskirkju. Tónlist | Vortónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju annan í hvítasunnu Seiðandi kórtónlist frá Austur-Evrópu Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórsins í Hallgrímskirkju. ELÍN Ósk Óskars- dóttir, óperusöng- kona og kórstjórn- andi, var útnefnd bæjarlistamaður Hafnarfjarðar við setningu lista- og menningarhátíðar- innar Bjartra daga á afmælisdegi Hafn- arfjarðar síðastlið- inn fimmtudag. Við sama tilefni voru veittir tveir hvatn- ingastyrkir, til Auð- ar Vésteinsdóttur myndlistarmanns og Eyrúnar Óskar Jónsdóttur, leikstjóra og leik- skálds. Elín Ósk, sem fagnar um þessar mundir 20 ára söng- afmæli sínu, hefur sungið fjölda- mörg óperuhlut- verk innan sem utan landsteinanna. Hún hefur einnig tekist á við ýmis önnur verkefni, svo sem óratoríur og messur, sungið inn á hljómdiska og haldið fjölda ein- leikstónleika. Þá hefur hún starfað sem kórstjóri í mörg ár og er stofn- andi og aðalstjórn- andi Óperukórs Hafnarfjarðar. Bjartir dagar standa til 10. júní og er í ár sér- stök áhersla lögð á þátttöku barna og unglinga og fjölmenn- ingu. Elín Ósk útnefnd bæjar- listamaður Hafnarfjarðar Elín Ósk Óskarsdóttir Á MORGUN kl. 17 halda Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari tónleika í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri. Á efnisskránni eru m.a. Svíta eft- ir franska tónskáldið Couperin og íslensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar. Gunnar og Selma starfa bæði sem kennarar við Listaháskóla Ís- lands og Tónlistarskólann í Reykja- vík. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en Klausturreglufélagar fá frítt inn. Gunnar Kvaran og Selma Guð- mundsdóttir. Tónleikar á Skriðuklaustri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.