Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALLA daga ársins verða einhver slys og óhöpp í umferðinni. Í Evr- ópu farast árlega tugir þúsunda ökumanna, farþegar og vegfar- endur. Þessi mikli tollur, sem um- ferðin á vegum tekur, er óviðunandi. Stærsti orsakavaldurinn er of mikill hraði – líka á Íslandi. En hvað er til ráða? Hér á Íslandi er um þessar mundir mjög hertur róðurinn í um- ferðaröryggismálum. Stöðugt er verið að bæta vegina. Eftirlit með hraðakstri, ölv- unarakstri og bílbelt- anotkun hefur verið stóraukið. Næsta sér- staka verkefnið er að auka þjálfun ungra ökumanna í ökugerði. Stefnt er að því að reglur um ökugerði og skyldur ökumanna til þjálfunar verði skilgreindar í reglugerð sem gefin verður út á þessu ári. Ofsaakstur á götum borgarinnar og á vegum úti hefur verið mjög til umræðu. Öllum ætti að vera ljós hættan sem stafar frá ökutækjum sem ekið er með ofsahraða um göt- urnar. Það vakti því athygli mína þegar nýr bíll var kynntur fyrir stuttu með heilsíðuauglýsingu. Í auglýsingunni var sérstaklega tekið fram hann kæmist á 210 km hraða á klst. Og hann gæti náð 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Hvað geng- ur mönnum til með slíkri auglýsingu? Hvaða þörf er á slíku vélarafli á götum borgar og bæja? Má ekki flokka það undir ábyrgðarleysi að aug- lýsa sérstaklega vél- arstærð og möguleika á ólöglegum hraða slíkra ökutækja og setja jafnvel í hendur óþjálfaðra 17 ára öku- manna? Flutningabílstjóri, sem jafnframt er menntaður bifvéla- virki, vakti athygli mína á því fyrir stuttu, sem ég raunar vissi, að flestir flutningabílar eru þannig út- búnir að vélbúnaður er innsiglaður svo að hámarksökuhraði er 90 km/ klst. Hann vakti athygli á því að koma mætti í veg fyrir ofsaakstur með því að setja samskonar innsigli á alla bíla. Hámark ökuhraða, sem leyfður er á þjóðvegum, er 90 km/ klst. Getur verið að stjórnvöld neyðist til þess að lögleiða að slíkur búnaður verði settur í alla bíla svo takmarka megi ökuhraða? Ég tel rétt að hefja umræðu um það. Ástæðan er augljós. Haldi ofsa- akstur áfram mun hann valda fjölda slysa á hverju ári í framtíð- inni. Árlega munu að minnsta kosti tveir tugir manna látast í umferð- inni hér á Íslandi ef ekki tekst að ná betri árangri og hemja öku- menn. Árin 2004–2005 lést að með- altali 21 einstaklingur í 18 umferð- arslysum. Talið er að undanfarin tvö ár hafi 9 manns farist í slysum þar sem hraðakstur var meg- inorsök. Í nokkrum tilvikum var hraðakstur orsök nr. 2 og ekki of- sagt að hraðakstur hafi komið við sögu í 30% banaslysa í umferðinni síðast liðin tvö ár. Við verðum öll að draga úr ökuhraða Sturla Böðvarsson skrifar um hraðakstur ’Stefnt er að því að regl-ur um ökugerði og skyld- ur ökumanna til þjálfunar verði skilgreindar í reglu- gerð sem gefin verður út á þessu ári. ‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. „ÞETTA er víst danskt,“ sögðu kerlingarnar og karlarnir með lotningu í gamla daga um hvaðeina sem útlenskt var, hvort sem hlutirnir voru danskir eða ekki. Mig hefur lengi furðað sú árátta ís- lenskra heilbrigð- isembættismanna að miða allt íslenska heilbrigðiskerfið við hið danska. Skipulag lækninga og sjúkra- húsa ber samkvæmt þeirra kokkabókum að bera saman við danska tilhögun. Lyfjanotkun landsmanna ber einn- ig að skoða undir danska ljósinu. Nú vill Landlæknir senda sjúk- linga til Danmerkur í flugi að sækja lyfin sín nokkrum sinnum á ári af því að allt er svo ljómandi gott og ódýrt í Danaveldi. Menn skyldu því ætla að danska heil- brigðiskerfið sé til mikillar fyr- irmyndar. Svo er reyndar alls ekki. Lýðheilsa Dana er fremur döpur á Evrópumælikvarðanum og margar rannsóknir hafa verið gerðar þar í landi sem sýna fram á slælegan árangur þeirra á flestum meðferðarsviðum í samanburði við þjóðir þar sem metnaður og framsýni er meiri á þessu sviði. Nýverið hefur flogið fyrir að hérlend sjúkrahúsyfirvöld taki í sama streng og út- vegi sér hjúkr- unarfræðinga frá herraþjóðinni gömlu á forstjóralaunum í stað þess að borga hjúkr- unarfræðingunum sín- um viðunandi laun og minnka flóttann úr stéttinni. Hvers vegna að reka íslenskt heilbrigðiskerfi yfirleitt? Hvers vegna gerumst við ekki bara dönsk og sækjum allt okkar til Köben eins og í den? Þá var allt svo miklu betra. Sumir heilbrigðisembættismann- anna eru samt ekki alveg svona róttækir en þeirra fortíðarþrá felst í því að horfa til hinnar dásamlegu stofnunar, Lyfjaverslunar ríkisins. Þá var allt svo miklu betra. Þeir sem muna eftir þeirri stofnun eru þó ekki endilega sammála. Allt þetta gerist meðan fram- sæknir athafnamenn okkar valda usla meðal Dana sem helst halda að Íslendingar séu að kaupa Dan- mörku eins og hún leggur sig. Sá brandari gengur meðal Íslendinga í Danmörku að við séum að kaupa Tívolí enda hefur ekki gengið of vel að reka það fyrirbrigði. Ef maður hins imprar á þessum brandara við Dani trúa þeir hon- um eins og nýju neti enda hafa þeir séð árangur íslensku frjáls- hyggjunnar í verki undanfarna mánuði. Hins vegar er engu líkara en að íslensku landlæknarnir þrái að verða danskir embættismenn í þjónustu Margrétar Þórhildar. „Det skulle da lyde fint: konge- lig landphysiscus i Island, Sigurd Gudmundsen.“ Danmerkurþrá landlækna Davíð Ingason fjallar um heilbrigðisyfirvöld og Dani ’Sumir heilbrigðisemb-ættismannanna eru samt ekki alveg svona róttækir en þeirra fortíðarþrá felst í því að horfa til hinnar dásamlegu stofnunar, Lyfjaverslunar ríkisins.‘ Davíð Ingason Höfundur er markaðsstjóri og lyfjafræðingur.Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Fljótasel - endaraðh. Reykjavík MEÐ AUKAÍBÚÐ OG BÍLSKÚR. Nýkomið í einkasölu í þessu vinsæla hverfi mjög gott enda- raðhús með bílskúr, samt. 260 fm. Eignin er talsvert endurnýj- uð, m.a. glæsilegt nýtt eldhús, frábært skipulag og arinn í stofu. Mjög góð aukaíbúð með sérinngangi (í útleigu). Falleg- ur garður með verönd. Verð 44,5 millj. 11593. Magnea Sverrirsdóttir, löggiltur fasteignasali VIÐARÁS - FALLEGT HÚS Á 2 HÆÐUM Vandað og fallegt raðhús við Viðarás, Seláshverfi. Eignin skiptist í tvær hæðir og innbyggðan bílskúr. Fjögur svefnherbergi, stofa, borðstofa, gott hol og sjónvarpsherbergi. Fallegar innréttingar, eikarparket og mikil loft- hæð í stofu. Planið er fallegt og upphitað. Góður sólpallur með skjól- veggjum sunnan við húsið og annar norðanmegin. Húsið er verulega vel staðsett. Stutt er í skóla og alla þjónustu. Verð 42 millj. Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Til leigu mjög gott 165 fm skrifstofuhúsnæði í góðu lyftuhúsi í 101 Reykjavík. Hagstæð leiga. Nánari upplýsingar gefur Bjarni í síma 896 3875 og 594 5000 Magnea Sverrirsdóttir, löggiltur fasteignasali GVENDARGEISLI - MEÐ STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU Frábær nýleg fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngangi í 18 íbúða fjöl- eignarhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Fataskápar, hurðir og eldhúsinnétting er vönduð og spónlögð, maghony. Á gólfum er eikarparket nema á baðherbergi, forstofu og þvottahúsi en þar eru flísar. Húsið er fallegt með viðarklæðningu að hluta. Stórar suðursvalir og fallegt útsýni. Um er að ræða góða og vel skipulagða íbúð í nýju þriggja hæða húsi sem er með einni íbúð á hverri hæð í hverjum stigagangi. Verð 28,9 millj. Hraunhamar hefur fengið í einka- sölu vel skipulagt einbýli á einni hæð, samtals um 193 fm, þar af er bílskúr 50 fm. Eignin er vel staðsett á barnvænum stað við Túngötu, Álftanesi. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, eldhús, gang, 4 svefnherbergi, bað- herbergi, þvottahús, gestasnyrt- ingu (er á teikningu) og bílskúr. Stutt í skóla og leikskóla og fallegar gönguleiðir. Frábær staðsetning. Verð 37,5 millj. Myndir af eigninni á mbl.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Túngata - einb. Álftanesbæ Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.