Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 51

Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 51
séu í tengslum við síonista og styðji stefnu þeirra. Bahá’í trúin bannar fylgjendum sínum afskipti af stjórn- málum og pólitískum deilumálum. Bahá’u’lláh, höfundur hennar, var gerður útlægur frá Íran á síðari hluta 19. aldar og var fangi í Palest- ínu í nærfellt tvo áratugi. Höf- uðstöðvar bahá’í trúarinnar eru því af sögulegum ástæðum í Ísrael, nán- ar tiltekið á Karmel-fjalli í Haifa. Þáttur Hodjatíeh-samtakanna í þessum ofsóknum vekur sérstaka athygli. Íranskur klerkur, Mahmúd Halabi, stofnaði þessi samtök árið 1953 til höfuðs bahá’í trúnni. Þau áttu þátt í ofsóknum og eyðilegg- ingu bahá’í helgistaða um miðbik sjötta áratugarins. Vegna ágrein- ings við íslömsku byltingarstjórnina voru samtökin bönnuð 1984 en þau hafa komist aftur til áhrifa með harðlínumönnum í Íran, ekki síst forseta íranska lýðveldisins, Mah- múd Ahmadinejad. Samtökin telja að ekki verði hægt að stofna raun- verulegt islamskt lýðveldi fyrr en 12. ímaminn, Mahdi, snýr aftur, en hann hvarf árið 879 e. Kr. End- urkoma Mahdis hefur svipaða þýð- ingu fyrir shíah múslima og end- urkoma Krists fyrir marga kristna menn. Ahmadinedjad lýsti því yfir í ræðu sem hann hélt á samkundu ír- anskra klerka í nóvember á síðasta ári að meginmarkið írönsku bylting- arinnar væri að ryðja endurkom- unni braut og stefna landsins í efna- hagsmálum, menningu og stjórnmálum yrði að miðast við hana. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun íslamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pynd- aðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hef- ur verið neitað um inngöngu í há- skóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svipt eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagsins í Íran með lang- tímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Þá er lagt til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menning- arlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran. Ástæða er til að ætla að hér sé m.a. verið að vísa til höf- uðstöðva trúarinnar í Ísrael. Mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna komst yfir þetta skjal og birti það 1993. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svipta bahá’ía stjórnarskrárbundnum rétt- indum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Allt bendir nú til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu. Al- þjóðlegt samfélag bahá’ía beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórn- valda að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórn- arinnar í löndum sínum. ’ Á þeim aldarfjórðungisem liðinn er frá stofnun íslamska lýðveldisins Ír- ans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni.‘ Höfundur er bahá’í. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 51 UMRÆÐAN Kristinn Pétursson: „Endur- vinna gagnagrunn ICES og Hafró“ Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Melabraut - Seltjarnarnesi Vorum að fá í sölu fallega og mikið standsetta 111 fm efri hæð og ris við Melabraut. Sérinn- gangur. Um er að ræða fjórbýlishús. Íbúðin skiptist þannig að á hæðinni er stór stofa, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og hol. Í risi er eitt herbergi og þvottahús. V. 27,7 m. 5867 Veghús - með bílskúr Mjög falleg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð ásamt bílskúr. Íbúðin skiptist þannig: stofa, herbergi, eldhús, baðherbergi og forstofa. Sérgeymsla er innan íbúðar. Bílskúrinn er góður með hita og rafmagni. V. 17,5 m. 5869 Rauðalækur - rúmgóð Vorum að fá í sölu mjög fallega og mikið standsetta 81,4 fm 3ja herb. íbúð í kjallara í fjórbýlishúsi við Rauðalæk. Sérinngangur. Íbúðin skiptist m.a. í stóra stofu, eldhús, bað- herbergi og tvö rúmgóð herbergi. Miklir skápar. Húsið var málað að utan fyrir um ári síðan. Falleg gróin lóð. V. 18,5 m. 5872 Eskihlíð - nýuppgerð Neðstaleiti - rúmgóð Vorum að fá í sölu mjög fallega 135 fm íbúð á 3. hæð (efstu hæð) í litlu fjölbýlishúsi við Neðstaleiti. Einungis ein íbúð er á hæðinni. Íbúðin skiptist m.a. í rúmgóða stofu og fjögur her- bergi. Eitt herbergjanna er forstofuherbergi með sérinngangi af stigapalli (einnig innangengt í það úr íbúð). Falleg hvítsprautuð innrétting í eldhúsi. Pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Góður borðkrókur. Þvottahús í íbúð. Stórar svalir til suðurs út af stofu. Fallegt útsýni. V. 35,0 m. 5847 Herjólfsgata Hf. - 60 ára og eldri Ný og glæsileg 73 fm íbúð á 3. hæð fyrir 60 ára og eldri í fjögurra hæða lyftuhúsi. Íbúðin er ný, full- frágengin og tilbúin til afhendingar. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, þvottaherbergi, aukageymslu í íbúð, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Á jarðhæð er geymsla og bílastæði í bílageymslu (innan- gengt). Eikarparket á gólfum og flísar á baðherb. og þvottaherb. Innréttingar eru með eikarspóni og eru tæki frá AEG. Sérstök einangrun er í gólfi til aukinnar hljóðvistar. Mynddyrasími o.fl. Glæsilegt útsýni. V. 22,1 m. 5664 Ránargata - glæsileg Vorum að fá í einkasölu glæsilega 6 herbergja 128 fm íbúð ásamt tveimur herbergjum í kjall- ara. Íbúðin er á tveimur hæðum. Sérinngangur. Á neðri hæðinni er forstofa, gangur, eldhús, baðherbergi og stór stofa. Á efri hæðinni eru fjögur stór herbergi. Íbúðin er mjög glæsileg og hefur verið standsett á vandaðan hátt. Gegnheilt eikarparket og flísar á gólfum. Lóðin er ný- standsett, með nýrri grasflöt og hellulögn. V. 39,5 m. 5784 Tjarnarból - efri sérh. + aukaíbúð Falleg 125 fm efri sérhæð auk stúdíóíbúðar í kjallara og nýjum 51,5 fm bílskúr á Seltjarnar- nesi. Samtals er stærð eignarinnar 232 fm. Eignin skiptist m.a. í forstofu, gang, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi og fjögur herbergi. Í kjallara er góð stúdíóíbúð. Tvíbýlishús. Sérlega fallegur garður. V. 46,9 m. 5870 Ljósvallagata - íbúð og útleigu herb. Góð 3ja herbergja íbúð ásamt aukaherbergjum í risi í fallegu steinhúsi. Íbúðin skiptist í tvær samliggjandi stofur, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Gengið frá holi utan íbúðar upp á hol í risi. Þar fylgja þrjú lítil herbergi, sem eru undir súð og með þakglugga og aðgangur að sameiginlegri snyrtingu. Sérgeymsla og sam- eiginleg geymsla eru í risi. Hol hússins (stiga- gangurinn) er einstaklega stórt, bjart og vand- að. Þar er stór stigapallur, veglegt handrið úr hnotu og arinn. Sameiginlegar svalir eru út af sameign. Herbergi í risi hafa verið í útleigu og gefið góðar tekjur. V. 22,9 m. 5830 Dalsel - með stæði í bílageymslu Björt og falleg fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð. Frábært útsýni er úr íbúðinni. Íbúðin skiptist í hol, stóra stofu, eldhús, bað- herbergi og tvö svefnherbergi. Á jarðhæð fylgir sérgeymsla auk sam. þurrkherb., hjóla- geymslu o.fl. Gott stæði í nýlega uppgeðri bílageymslu fylgir. V. 17,9 m. 5866 Bogahlíð Góð 3-4ra herbergja 80 fm íbúð á 2. hæð á eft- irsóttum stað í Hlíðunum. Íbúðin skiptist m.a. í stofu og þrjú herbergi (eitt herbergjanna er inn af stofu). V. 17,4 m. 5763 Laugateigur - neðri sérhæð Falleg 110 fm neðri sérhæð við Laugateig í Reykjavík, ásamt 32 fm bílskúr. Eignin skiptist í for- stofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. Sérinngangur. Rúmgóður og góður bílskúr. Húsið virðist líta vel út að utan. Snyrtileg sameign. V. 29,9 m. 5862 Bollagata - mikið uppgerð Mjög falleg, mikið uppgerð fjögurra herbergja íbúð á neðri hæð á þessum frábæra stað við Bollagötu í Reykjavík. Eignin skiptist í rúmgott hol, baðherbergi, tvö góð herbergi, tvær bjartar og fallegar stofur og eldhús. Tvennar svalir eru á íbúðinni, aðrar til austurs og hinar til suðurs. V. 28,0 m. 5856 OPIÐ HÚS - Bólstaðarhlíð 37 Vorum að fá í sölu fallega 86 fm 3ja herb. íbúð í kjallara í mjög fallegu fjórbýlishúsi í Bólstað- arhlíð. Húsið er staðsett nálægt Ísaksskóla. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi og hol. Svefnherbergin eru bæði sérstaklega rúmgóð. Snyrtileg aðkoma að hús- inu. Íbúðin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl 14-17. V. 18,5 m. 5807 Mosarimi Vorum að fá í sölu fallega 2ja herb. um 60 fm íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Sérinngangur er í íbúðina. Rúmgóðar svalir útaf stofu. Verið er að mála blokkina og greiðir seljandi kostnað vegna þess. V. 14,5 m. 5829 Mjög góð og mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á 4. hæð ásamt aukaherbergi í risi í nývið- gerðu fjölbýlishúsi við Eskihlíðina. Íbúðin skiptist þannig: stofa, tvö herbergi, eldhús, baðher- bergi og hol. Auka herbergi í risi og við hlið þess er sérgeymsla. Sameiginlegt þvottahús er í risi. V. 19,1 m. 5857

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.