Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „HVERS vegna voru risastórar sovézkar sprengiflugvélar stöðugt á ferð í kringum Ísland, nánast í hverri viku? Hvers vegna voru sov- ézkir kafbátar allt í kringum landið? Hvers vegna fundust sovézk njósnadufl hér og þar í fjörum á Ís- landi?“ Þessum þremur spurningum er varpað fram í athyglisverðum leiðara Morgunblaðs- ins þriðjudaginn 22. maí sl. Svarið liggur í augum uppi að mati leiðarahöfundar. Spurningunum er í raun ætlað að birta í hnotskurn ógnina sem Íslendingum stafaði á sínum tíma af Sovétríkjunum. Öllum á að vera ljóst að vegna þessarar ógnar var nauðsynlegt að hafa hér bandarískt varnarlið í hartnær hálfa öld. Og vegna hennar var það rétt- lætanlegt að hlera síma þeirra „sem vildu að Ísland yrði skilið eftir varn- arlaust í þeim hörðu átökum“ sem áttu sér stað á tímum kalda stríðsins. Það eru auðvitað staðreyndir að sovéskar herflugvélar áttu árum saman reglulega leið hjá, eða jafnvel um íslenska lofthelgi. Sovéskir kaf- bátar fóru um sundin milli Græn- lands og Íslands og Skotlands til að komast út á Atlantshaf. Og það er al- kunna að þessir kafbátar drógu oft langa kapla með hlustunarduflum til að reyna að hlera ferðir bandarískra kafbáta. En stundum er hægt að setja staðreyndir fram með þeim hætti að úr verður afskræm- ing á sannleikanum. Og það gerir leiðarahöf- undur Morgunblaðsins hér, hvort sem hann gerir það af vanþekk- ingu eða vitandi vits. Þegar grannt er skoðað er engin þessara um- ræddu staðreynda vís- bending um ógnun sem sérstaklega er beint að Íslandi. Herflugvélarnar sem um ræðir voru vissulega þess konar vélar sem kallaðar voru á Vesturlöndum „Björninn“, þ.e. í grunninn sams konar vélar og langdrægar sprengi- flugvélar Sovétmanna. Langflestar vélarnar, sem orustuþotur varn- arliðsins í Keflavík flugu í veg fyrir, voru hins vegar svokallaðar „Björn- inn D“, könnunar- og kafbátaleit- arvélar, á leið til eða frá Kúbu og reyndar afar berskjölduð skotmörk. Þetta voru með öðrum orðum ekki sprengiflugvélar sem beint var að Ís- landi. Kafbátar þeir sem einkum áttu leið hjá Íslandi voru svokallaðir árásarkafbátar, þ.e. kafbátar sem ætlað var svipað hlutverk og þýskum kafbátum í síðari heimsstyrjöld. Þetta voru skip hönnuð til átaka við bandaríska kafbáta, flugmóð- urskipaflota og flutningaskipalestir á stríðstímum. Þessir kafbátar voru sannarlega hluti af þeirri ógn sem mannkyninu stafaði af átökum risa- veldanna í kalda stríðinu en þessir bátar báru engan þann vígbúnað sem stefnt var sérstaklega að Ís- landi. Síst af öllu eru kafbátar til þess fallnir að flytja landgöngulið til að gera innrás í landið (ef það er það sem leiðarahöfundur Mbl. ætlar les- endum sínum að trúa). Njósnaduflin sem fundust „hér og þar í fjörum á Íslandi“ (fundust ekki jafnvel einhver við Kleifarvatn?) voru jafnvel enn minni „ógn“ við ís- lenskt þjóðaröryggi en þeir Ragnar Arnalds og Kjartan Ólafsson eftir að þau hafði rekið á fjörur hér við land. Þessi dufl höfðu eingöngu það hlutverk að hlera ferðir kafbáta og það má jafnvel draga í efa gagnsemi þeirra á því sviði, ef haft er í huga að bandarískir kafbátaforingjar hældu sér iðulega af því að hafa siglt bátum sínum undir sovéskum kafbátum inn á hafnir á Kolaskaga án þess að þeirra yrði vart. Það er dálítið kaldhæðnislegt að þessar sovésku „sprengiflugvélar“, kafbátar og „njósnadufl“ afhjúpa fyrst og fremst veikleika sovésku hernaðarvélarinnar í samanburði við þá bandarísku á dögum kalda stríðs- ins. Það hefði verið meiri ástæða til að óttast ef stjórn-, eftirlits- og njósnabúnaður Bandaríkjahers hefði ekki nær öllum stundum vitað hvar þessi stríðstól Sovétríkjanna voru hverju sinni. Mikilvægasta staðreynd þessa máls er sú að Bandaríkjaher taldi Ís- landi ekki stafa meiri ógn af Sov- étríkjunum en svo að hann hafði aldrei nokkurn tíma neinn viðbúnað hér á landi til að verjast hugsanlegri innrás þeirra. Báðum aðilum var fullkomlega ljóst að Sovétríkin höfðu aldrei hern- aðarlegar forsendur til að hernema Ísland og halda landinu. Hvers vegna? Vigfús Geirdal fjallar um kalda stríðið og varnir Íslands ’Það hefði verið meiriástæða til að óttast ef stjórn-, eftirlits- og njósnabúnaður Banda- ríkjahers hefði ekki nær öllum stundum vitað hvar þessi stríðstól Sovétríkj- anna voru hverju sinni.‘ Vigfús Geirdal Höfundur er sagnfræðingur. Íbúðir Tilboð óskast Í tilefni af fyrirhugaðri uppbyggingu í nýja miðbænum á Selfossi er óskað eftir tilboðum í 60 fm húseign á Kirkju- vegi 7, Selfossi, sem selst til brottflutn- ings. Húsið skiptist í tvö herbergi, eld- hús, baðherbergi og rúmgóða stofu. Nýtt parket er á gólfum, ný eldhúsinn- rétting og nýjar hurðir. Húsið er tilvalið sem sumarhús. Margrét gsm 693 4490 og Þórey gsm 699 1988 taka vel á móti þér og fjölskyldu þinni í opnu húsi í dag. Til sýnis í dag, sunnudaginn 4. júní, kl. 14-16 Samstarfsaðili um fjármögnun: Selt til brottflutnings Kirkjuvegur 7, Selfossi Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sérlega fallegt einbýli á þessum friðsæla stað í Garðabæ. Húsið er 226,6 fm með bílskúr sem er skráð- ur 54,8 fm. Skipting eignarinnar: 4 svefnherbergi, hol, stofa, borðstofa, eldhús með borðkróki, þvottahús, baðherbergi, gestasnyrting, for- stofa, herbergi með sturtu og bílskúr. Búið er að útbúa aukaíbúð sem er um 50 fm. Þetta eign sem vert er að skoða. V. 53,5 millj. Holtsbúð - einb. Gbæ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Tjarnargata - stórglæsileg endurnýjuð íbúð með útsýni yfir Tjörnina Stórglæsileg 92 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð auk 18 fm herbergis í kjallara. Íbúð- in er algjörlega endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt m.a. öll gólfefni, innrétting í eldhúsi og tæki, baðherbergi, innihurðar, lýsing og raflagnir. Rúm- góðar samliggjandi stofur og 2 herbergi. Frábær staðsetning. Verð 35,0 millj. Digranesvegur - Kópavogi 226 fm tvílyft einbýlishús með glæsi- legu óhindruðu útsýni í Suðurhlíðum Kópavogs. Stór stofa með miklum gluggum, eldhús með góðum borð- krók, sjónvarpshol, 4 herbergi og ný- lega endurnýjað baðherbergi auk gesta w.c. Stór og skjólmikil lóð með sólpalli. Suðursvalir. Göngufæri við skóla og leikskóla. Verð 43,9 millj. Fornaströnd - Seltjarnarnesi Vel staðsett 210 fm einbýlishús á einni hæð auk 39 fm tvöfalds bílskúrs. Eign- in skiptist m.a. í rúmgott hol, samliggj. borð- og setustofu með útsýni til sjáv- ar, stórt eldhús, sjónvarpsstofu, 4 herb. auk húsbóndaherb. og flísalagt baðherb. auk gestasalernis. Úr sjón- varpsstofu er gengið í hellulagðan sólskála og á verönd. Falleg ræktuð lóð. Verð 69,0 millj. Snorrabraut - eldri borgarar 3ja herb. með bílskúr. Glæsileg 90 fm íbúð á 7. hæð í lyftu- húsi auk 30 fm bílskúrs. Íbúðin skiptist í forstofu, geymslu við forstofu, hol, eldhús, bjarta stofu með útsýni til vesturs, 2 herbergi og baðherbergi með sturtuklefa. Parket á gólfum. Suðvestursvalir út af stofu. Húsvörður. Verð 30,5 millj. Ásendi - glæsilegt einbýlishús við opið svæði Glæsilegt og mikið endurnýjað um 416 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 27 fm innb. bílskúr. Eignin skiptist m.a. í samliggjandi bjartar og stórar stofur með fallegum arni og útsýni að Elliðaárdalnum, rúmgott eldhús með nýlegum ljósum innréttingum og nýj- um vönduðum tækjum, um 60 fm fjöl- skyldurými, 6 herbergi og glæsilega endurnýjað baðherb. auk tveggja snyrtinga. 40 fm garðskáli með heitum potti. Eignin er vel staðsett við opið svæði. Falleg ræktuð lóð. Eign sem vert er að skoða. Hringbraut - hæð og ris ásamt bílskúr Falleg 151 fm 6 herb. hæð og ris í þrí- býli ásamt 20 fm bílskúr. Hæðin skipt- ist m.a. í rúmgóðar samliggj. stofur með útgengi á vestursvalir, eldhús, 4 herb. og flísal. baðherb. Nýtanl. gólf- flötur í risi er um 80 fm og hefur verið allt nýlega einangrað, miklir möguleik- ar. Bílskúr upphitaður og raflýstur. Af- girtur og fallegur suðurgarður. Verðtilboð. Laus strax ! Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.