Morgunblaðið - 04.06.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 53
UMRÆÐAN
KONUM í sveitarstjórnum hefur
fjölgað mjög hægt síðast liðin ár en
mjakast þó aðeins upp á við. Í kosn-
ingunum í ár var kos-
ið um 529 sveit-
arstjórnarsæti og
náðu 339 karlar sæti í
sveitarstjórnum og
190 konur. Hlutur
kvenna í sveit-
arstjórnum er sam-
kvæmt niðurstöðum
kosninganna 35,9% og
hefur aukist um tæp-
lega 4% frá því í síð-
ustu kosningum. Nið-
urstöðurnar koma
ekki á óvart því það
var ljóst í hvað stefndi
þegar framboðslistar
voru gerðir opinberir.
Þrátt fyrir tiltölulega
jafnt hlutfall kvenna
og karla á framboðs-
listum voru færri kon-
ur en karlar í þeim
sætum sem líklegt
þótti að næðu kjöri.
Með sömu þróun má
búast við að hlutfall
kvenna og karla verði
orðið jafnt árið 2022.
Eigum við bara ekki
að bíða róleg þangað
til og hætta þessu
veseni?
Aldeilis ekki. Það þarf lítið út af
að bregða til þess að hlutföllin verði
konum enn meira í óhag og þarf
ekki að fara lengra en til alþing-
iskosninga 2003. Þá lækkaði hluta-
fall kvenna á alþingi úr 35% í 30%.
Jafnréttisvaktin er eilífðarverkefni
sem hver stjórnmálaflokkur verður
að taka alvarlega, því það er í gegn-
um þá sem konur og karlar komast
í pólitískar fulltrúastöður. Flokk-
arnir þurfa því fyrst og fremst að
viðurkenna að það hallar á hlut
kvenna og það þarf að leiðrétta með
sértækum aðgerðum. Þannig væru
flokkarnir ekki aðeins að uppfylla
markmið jafnréttislaga þ.e. að
,,vinna að jöfnum áhrifum kvenna
og karla við ákvarðanatöku og
stefnumótun í sam-
félaginu“ heldur einnig
að stuðla að virku lýð-
ræði í landinu. Konur
eru helmingur þjóð-
arinnar sem þýðir að ef
við ætlum að hafa virkt
lýðræði í landinu, verða
konur að hafa jafnmikil
völd og karlar og koma
að ákvarðanatöku í
sama mæli og þeir.
Reyndar ætti ekki að
þurfa að útskýra leng-
ur né færa rök fyrir því
af hverju konur eigi
jafnmikið erindi í
stjórnmál og karlar.
Það liggur í augum
uppi.
Enn er von
Um þessar mundir
eru flokkarnir í óða
önn að skipa fólk í ráð
og nefndir á vegum
sveitarfélaganna. Að
hluta til raðast þar
kjörnir fulltrúar en
einnig aðrir frambjóð-
endur af listum flokk-
anna. Það er því ennþá
tækifæri stjórn-
málaflokka til að jafna hlut karla og
kvenna þegar skipað er í ráð og
nefndir sveitarfélaganna. Það er
skylda okkar allra og þó sér-
staklega flokksstofnana, að við tök-
um höndum saman og einbeitum
okkur að því að jafna hlut kvenna
og karla í stjórnmálum. Við bíðum
ekki til ársins 2022.
Jafnrétti
árið 2022?
Ragnhildur Helgadóttir
fjallar um hlut kvenna í
sveitarstjórnum
Ragnhildur Helgadóttir
’Þrátt fyrir til-tölulega jafnt
hlutfall kvenna
og karla á fram-
boðslistum voru
færri konur en
karlar í þeim
sætum sem lík-
legt þótti að
næðu kjöri.‘
Höfundur er formaður kvenna-
hreyfingar Samfylkingarinnar.
HESTHÁLS 14 - TIL SÖLU
Höfum fengið í sölu alla eignina nr. 14 við Hestháls í Reykjavík. Um er að ræða vel stað-
setta eign á 32.000 fm lóð í Reykjavík í nánd við Vesturlandsveginn. Hið selda skiptist m.a.
í u.þ.b. 3.300 fm skrifstofu og iðnaðarhúsnæði. Eignin skiptist m.a. í skrifstofuálmu með
15-20 herbergjum, opin vinnurými og vinnslusali, lagerpláss, vörugeymslur, búningsklefa,
snyrtingar, kaffistofur og fundarsali. Búið er að endurnýja skrifstofuhluta eignarinnar ný-
lega. Fimm innkeyrsludyr eru inn í húsið og er lofthæð í vinnslusölum allt að 12 metrar.
Húsið er byggt úr límtré. Lóðin er 31.872 fm og er almennt nýtingarhlutfall á svæðinu 0,7.
Því er ljóst að hugsanlega má byggja allt 19.010 fm til viðbótar núverandi húsbyggingu.
Eignin býður upp á mikla möguleika fyrir framsækin fyrirtæki sem þurfa að tryggja sér höf-
uðstöðvar eða hafa þörf fyrir mikið athafnarými á lóð. 5863
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar.
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Vantar þig atvinnuhúsnæði?
Veldu húsnæði sem hentar þínum rekstri
Mörg fyrirtæki hafa gert sér grein fyrir kostum þess að leigja frekar en að eiga
fasteignir. Leiga gerir fyrirtækjum kleift að stækka eða minnka við sig eftir
þörfum og þar með lágmarka áhættu í rekstri.
Fasteignafélagið Kirkjuhvoll á fjölda eigna á höfuðborgarsvæðinu til leigu hvort
sem það er til lengri eða skemmri tíma.
Hafðu samband við okkur í síma 892-0160 Karl // 861-3889 Aron
Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf.// www.kirkjuhvoll.com
// aron@kirkjuhvoll.com // karl@kirkjuhvoll.com
Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf. sérhæfir sig í útleigu á skrifstofu- þjónustu- lager og
iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.