Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 54

Morgunblaðið - 04.06.2006, Side 54
54 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG ÞÓTTIST maður með mönnum þegar ég fékk á unglingsaldri nafn- skírteini gefið út af sýslumanninum á Patreksfirði. Með mynd og nafn- númeri. Þetta nafnskírteini hefur hingað til verið eina skilríkið, útgefið af yfirvöldum sem beinlínis var ætl- að sem persónuskilríki. Með tím- anum gekk „teinið“ úr sér. Handhafi eltist og þekkist varla á ferming- armyndinni sem sett var í skírteinið. Ekkert þessu líkt hefur komið í stað þessa nafnskírteinis. Við notumst við ökuskírteini, bankakort eða vega- bréf til að sanna hver við erum. Ökuskírteinið gefur til kynna vissa kunnáttu til að stjórna öku- tækjum. Bankakortið okkar notum við til þeirra viðskipta sem við stofn- um til. Báðir þessi möguleikar eru notaðir þegar spurt eru um persónu- skilríki. Hinsvegar er ekkert sem segir að þetta séu lögleg persónu- skilríki. Vegabréfið inniheldur ágæt- ar persónuupplýsingar um okkur. Einn er leiður galli á þessu annars fallega vegbréfi. Það er fremur óþjált í meðförum og notast ekki nema við hátíðleg tækifæri og reisur til útlandsins. Ég fór að hugsa um þetta atriði og dró fram þau kort sem veskið hafði að geyma. Öll eru þau til rafrænnar notkunar og vel sniðin til geymslu í nettu veski. Væri ekki snjallt að fara þess á leit við stjórnvöld að gera okkur rafræn persónuskilríki. Persónuskilríki sem eru eins að stærð og bankakortið. Kortið væri með segulrönd sem geymdi neyð- arupplýsingar um okkur. Upplýs- ingar á borð við í hvaða blóðflokki við værum, þekkt fæðu-, lyfja-, eða annarskonar ofnæmi, notkun lyfja, sykursýki, flogaveiki o.s.frv. Síma- númer nánustu ættingja/vanda- manna, svo fátt eitt sé nefnt. Seg- ulröndin væri aðeins lesanleg á sérstökum lesara og veitti aðgang að lokuðu tölvukerfi sem aðeins lög- regla, sjúkraflutningsmenn, læknar og starfsfólk heilbrigðisgeirans hefði aðgang að. Þarna eru á ferðinni við- kvæmar upplýsingar og þess gætt að persónuöryggi handhafa sé tryggt. Sé komið að slysi er mikilvægt að bregðast rétt við og hverskonar upp- lýsingar um hinn slasaða eru dýr- mætar. Sé persónukortið tiltækt og verið sé að hringja eftir aðstoð, mætti gefa upp auðkenni hins slas- aða sem opnaði bráðaliðum mik- ilvægar upplýsingar til undirbún- ings aðhlynningar. Möguleikar yrðu á að samræma notkun milli Norðurlandanna, Evr- ópusambandsríkjanna, Englands, Kanada og Bandaríkjanna eftir því sem samvinna yrði á þessu sviði. Möguleikar á notkun persónu- kortsins eru miklir hér á Íslandi. Við erum fá hér á Íslandi og búum við framúrskarandi tölvutækni og mikla þekkingu á tölvubúnaði. Þetta kort losaði okkur við alls- kyns keðjur, armbönd, hálsmen eða önnur auðkenni sem gefa til kynna ofnæmi, sykursýki, flogaveiki o.s.frv. nema í sérstökum tilvikum. Einnig ýmis sjúkrasamlags-, trygginga- og afsláttarskírteini vegna lyfjakostnaðar osfrv. Með upptöku þessa persónukorts værum við fremst meðal þjóða í því að tryggja einstaklingum örugga læknis- og/eða bráðameðferð og að öllu jöfnu örugg og gild persónuskil- ríki. Skírteinið væri uppfært eftir þörf viðkomandi einstaklings, t.d. með ár- legri heimsókn til heimilislæknisins. ÞRYMUR SVEINSSON, Heiðargerði 51, Reykjavík. Persónu- skilríki Frá Þrymi Sveinssyni: Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 16.00 Höfum fengið í einkasölu sérlega fallegt og vel staðsett einb. á tveimur hæðum auk bílskúrs, samtals 201 fm. Húsið hefur verið talsvert endurnýjað á vandaðan máta m.a. eldhús, baðherb. o.fl. Fallegur ræktaður garður með verönd í bakgarði. Topp eign, frábær staðsetning. Eddi og Heiða bjóða ykkur velkomin. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hátún 16 - Reykjanesbæ Opið hús Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Sunnuvegur - Hafnarf. Laus fljótlega Falleg og vel skipulögð 116 fm efri hæð í þrí- býlishúsi ásamt 62 fm bílskúr. Húsið er vel staðsett, rétt fyrir ofan Lækinn og stutt er í skóla og alla þjónustu. Manngengt geymsluris yfir íbúðinni og er auðvelt að breyta því í íbúðarrými. Húsið er nýlega málað og lítur vel út. V. 28,8 m. 5860 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhús - Álfahraun - Sölusýning Hraunhamar kynnir: Glæsileg, ný sumar- hús á kjarrivöxnu eignarlandi í Gríms- nesinu. Húsin eru fjögur, nr 1, 3, 5, og 7 við Álfahraun í landi Miðengis, afleggjari til vinstri rétt fyrir ofan Kerið. Húsin eru 60 fm og auk þess eru 25 fm gestahús, samtals 85 fm, og 150 fm afgirt verönd með potti. Húsunum verður skilað algjör- lega fullbúnum að utan sem innan með öllum tækjum, parketi á gólfum en án húsgagna. Allur frágangur til mikillar fyr- irmyndar. Frábær staðsetning, ca 50 mín frá Rvk. Verð 24,5 millj. Gunnar byggingaraðili verður á staðnum. SÖLUSÝNING Í DAG frá kl. 13.00 til 17.00 Glæsileg 134,3 fm efri hæð í tvíbýli m. sérinngangi ásamt stæði í bílageymslu. Mikið útsýni. Anddyri, gesta- snyrting og eldhús. Góð stofa og borðstofa. Einnig rúmgott hjónaherbergi, 2 barnaherbergi, baðherbergi, geymsla og þvottahús. Glæsilegar eikarinnréttingar, vönduð tæki parket og flísar. Laus strax. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is ASPARHVARF - KÓP. LAUS STRAX Magnús Emilsson löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög gott raðhús á tveimur hæðum, 161,5 fm, þar af er bílskúr 22,4 fm, vel staðsett við Vesturtún á Álftanesi. Húsið er á rólegum stað við grænt svæði þar sem er út- sýni til suðurs og vestur. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, hjónaherb., baðherb., þvottahús, geymslu og bílskúr. Á efri hæð eru tvö góð herbergi undir súð, sjónvarpshol, snyrting og góðar geymslur. Gólfefni eru parket og flísar. Glæsilegur garður til suðurs. Gott út- sýni. Góður bílskúr með rafmagni og hita. Hellulagt bílaplan. Verð 37,3 millj. Myndir af eigninni á mbl.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Vesturtún - Bessastaðahr. Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.