Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 61
MINNINGAR
Egilssel kúrir und-
ir Rangárhnjúki við
ytri enda Fellaheið-
ar. Nú er enginn
lengur þar sem systkinin Rænka,
Pétur og Sölvi bjuggu í meira en
hálfa öld. Í Egilsseli bjuggu þau í
steinhúsi sem á næsta ári verður
aldar gamalt. Húsið telst varla
stórt en þar var alltaf hlýtt, nota-
legt og rúm fyrir alla. Þar var líka
alltaf tími fyrir alla. Systkinin í
Egilsseli eignuðust ekki börn en
áttu samt stóran barnahóp. Fjöldi
barna skyld og óskyld voru fóstruð
þar um sumur. Þaðan fóru þegar
haustaði ungir vinnumenn og
vinnukonur nestuð af góðum minn-
ingum. Sum komu aftur og aftur.
Í hugum okkar afkomenda Eg-
ilsselssystra var ættaróðalið stað-
ur einhvers óbreytanleika. Þar var
lífið í föstum skorðum áratug eftir
áratug. Þau Rænka, Pétur og Sölvi
höfðu sín föstu hlutverk og alltaf
fannst manni eins og þar breyttist
ekkert. Síst breyttist þó gestrisni
þeirra. Þau tóku á móti gestum á
sinn einstaka hátt. Maður var vart
kominn í hlaðið þegar Sölvi og eða
Pétur voru komnir út á tröppurnar
til móttöku. Gestir voru drifnir í
eldhús og Rænka tók til góðgerðir
á meðan þeir piltar spurðu tíðinda.
Góðgerðir komu á borðið og þær
voru á einhvern hátt sérstakar
enda heimatilbúnar.
Kræsingarnar sem bornar voru
á borð voru bara hluti gestrisni
þeirra í Egilsseli. Aðalhluti hennar
fólst í viðmóti, hlýhug og trygg-
lyndi systkinanna. Margir lögðu
leið sína í Egilssel og þar var oft
glatt á hjalla. Það var ekki bara
frændfólkið sem þangað lagði leið
sína. Vinir og kunningjar komu
líka. Kunningjar þeirra pilta höfðu
oft með sér eina eða tvær flöskur
sem þurfti að klára úr og það var
gengið í það eins og hvert annað
verk! Tíminn stoppaði og enginn
hafði lengur þörf fyrir að flýta sér.
Lífið var stillt á rás eitt útvarpsins
enda ekki hlustað á aðra útvarps-
SÖLVI
EIRÍKSSON
✝ Sölvi Eiríkssonfæddist í Egils-
seli í Fellum hinn
28. janúar 1932.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað hinn
18. maí síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Egilsstaða-
kirkju 24. maí.
stöð í Egilsseli.
Svona var þetta alla
tíð meðan þau þrjú
voru heima. Gestrisni
þeirra systkina frá
Egilsseli var og er
söm. Útibú þar sem
sami hlýhugur ríkti
voru stofnuð þar sem
Egilsselssystur, sem
fluttust að heiman,
settust að. Á Staf-
felli, Stöðulfelli, í
Miðdal, á Freyjugöt-
unni og Eiríksgöt-
unni mætti gestum
sami andi.
Mér fannst Sölvi, ömmubróðir
minn, skemmtilegur karl. Hann,
eins og svo margir af hans kyn-
slóð, skar sig úr fjöldanum með
einhverjum hætti sem erfitt er að
lýsa. Kannski var það orðfærið og
fasið. Hann og Pétur voru með fá-
dæmum orðheppnir og sum tilsvör
þeirra pilta voru mjög fyndin. Lík-
legt er að frændgarðurinn haldi
þeim bestu við! Líkt og með fólk
sem ekki eignast eigin börn fylgd-
ist Sölvi vel með frændgarðinum.
Hann sagði mér að hann væri
ánægður með fólkið sitt og fannst
vel hafa ræst úr hópnum.
Eitt af einkennum Sölva var að
hann kvaddi oft snöggt. Mann
langaði stundum til að spjalla
meira en hann sagði þá gjarnan
snöggt: ,,Vertu blessaður“ og fór
þangað sem hann ætlaði næst.
Þrátt fyrir að maður vissi af veik-
indum hans kvaddi hann snögg-
lega líkt og hann gerði í lifandi lífi.
Eftir stendur í huga mér að karlar
eins og Sölvi í Egilsseli eru því
miður að verða fáir eftir.
Sigfús Guttormsson frá Krossi.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við fráfall og útför
JÓHÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landa-
kotsspítala.
Valgerður Þ. Kristjánsdóttir,
Gunnar J. Kristjánsson,
Erla Kristjánsdóttir,
Sigrún Kristjánsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást-
kæru
INDIÖNU ELÍSABETAR
GUÐVARÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólvangs 2. hæð
fyrir góðvild, virðingu og umhyggjusemi í hennar
garð, einnig fyrir kyrrláta bænastund með
aðstandendum eftir andlát hennar meðan hún enn lá í rúmi sínu.
Það er ógleymanleg stund.
Sigurður Arnar Einarsson, Lísabet Sólhildur Einarsdóttir,
Svana Einey Einarsdóttir, Pétur Hafsteinn Jóhannesson,
Jóna Bríet Guðjónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegt þakklæti fyrir samúð og hlýhug ættingja
og vina vegna andláts og útfarar dóttur minnar,
BERTU BJARGAR FRIÐFINNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og hlýhug
starfsfólks Skógarbæjar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurlaug Albertsdóttir.
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
EIRÍKS HREINS FINNBOGASONAR,
Sléttuvegi 15,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna Pétursdóttir,
Pétur J. Eiríksson, Erla Sveinsdóttir,
Sigrún Ástríður Eiríksdóttir, Bernard Scrudder,
Þórólfur Eiríksson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
ÁSTU G. PJETURSDÓTTUR,
Háaleitisbraut 43,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítala, Landakoti.
Gunnþórunn Jónasdóttir, Einar S. Ingólfsson,
Pétur J. Jónasson,
Örn Jónasson,
Gunnar Jónasson, Guðbjörg Eggertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást-
kæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
ÍVU BJARNADÓTTUR,
Sóltúni 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Sóltúni fyrir
einstaka alúð og umhyggju.
Björn Halldórsson, Kristín Bjarnadóttir,
Edda Magndís Halldórsdóttir, Kristinn Jóhann Sigurðsson,
Viðar Halldórsson, Ragna Bogadóttir,
Gyða Halldórsdóttir, Guðjón Reynir Jóhannesson,
Dóra Kristín Halldórsdóttir, Kristján Þórðarson,
Sigrún Guðnadóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður minn-
ar, ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR,
Eiríksgötu 2,
Reykjavík.
Óskar Pálsson,
Páll Rósinkranz Óskarsson, Sigríður Margrét Ólafsdóttir,
Jóhannes Óskarsson, Valgerður Guðsteinsdóttir,
Sigrún Óskarsdóttir, Hannes S. Sigurðsson,
Erna Elísabet Óskarsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við fráfall okkar elskulega
GUÐMUNDAR HJARTARSONAR,
Sóltúni 43,
Selfossi,
áður bónda á Grænhóli í Ölfusi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Suðurlands fyrir góða umönnun.
Jónína Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, systur, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR SIGURBERGSDÓTTUR,
Rauðarárstíg 9,
Reykjavík.
Ólafur H. Ólafsson,
Hilmar Skúli Ólafsson,
Valur Jóhann Ólafsson, Ingigerður Bjargmundsdóttir,
Haraldur Sigurbergsson, Anna Guðný Sigurbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.