Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 65
ELLEFTA umferð á ólympíu- skákmótinu í Tórínó var tefld sl. föstudag. Karlalið Íslands fór ham- förum gegn Argentínumönnum og þegar upp var staðið höfðu Suður- Ameríkumennirnir aðeins náð jafn- tefli á einu borði, gegn Hannesi Hlíf- ari, en Henrik, Stefán og Þröstur unnu sínar skákir. Konurnar áttu ekki eins góðan dag, þótt stöðurnar langt fram í skákirnar væru þeim hagstæðar. Úrvinnslan fór í handaskolum hjá Guðlaugu og Sigurlaugu, en Lenka gerði jafntefli. Karlasveitin er í 25. sæti í opna flokknum og kvennasveitin er í 66. sæti, en nú er aðeins eftir að tefla tvær umferðir. Við Íslendingar höfum komist að því að lyfjaeftirlitið er enn við lýði hjá alþjóðaskáksambandinu, FIDE. Kannski ala forystumenn FIDE enn með sér drauma um að koma skák- inni inn á ólympíuleikana, en þeir draumórar munu hafa verið upphaf- ið að þessu lyfjaeftirliti. Henrik Danielsen stórmeistari var tekinn í lyfjapróf, fyrstur Íslendinga, strax að lokinni sigurskákinni í 10. umferð. Ekki vitum við hvernig þeir velja þá, sem verða þess heiðurs aðnjótandi að fá að kasta af sér vatni í glösin þeirra. Kannski hefur þeim fundist taflmennskan svo kröftug hjá Hen- rik, en hann tefldi mjög vel í um- ræddri skák. Lyfjanefnd FIDE heldur áfram að taka Íslendinga fyr- ir, því að Lenka var tekin í lyfjapróf eftir umferðina í kvöld. Á miðnætti í fyrrakvöld komust konurnar okkar á „brunaæfingu“. Þá glumdi viðvörunarbjallan í blokkinni þeirra svo að ólíft varð í húsinu, eins og vera ber við slíkar aðstæður. Íbú- arnir voru flestir sofnaðir, en þeir drifu sig fljótt út úr húsinu. Þeir flýttu sér mismunandi mikið og var furðulegt að sjá suma fara niður í lyftunni. Þegar út var komið stóðu flestir rólegir og biðu þess að málið yrði kannað af réttum aðilum. Magn- us Carlsen, norska stórmeistara- undrabarnið, lét þetta ekki trufla sig of mikið, hann hafði með sér gylltan fótbolta og lék sér að honum á opnu svæði á meðan hann beið. Lögreglan og öryggisverðir komu strax á stað- inn og fljótt varð ljóst að ekki var neinn eldur í húsinu. Þá vandaðist málið, því að enginn kunni að slökkva á bjöllunni! Kalla varð út mann utan úr bæ og þegar hann loksins mætti, eftir 45 mínútur, ætl- uðu öryggisverðirnir ekki að hleypa honum inn í húsið. Kannski hefur hann ekki haft skilríki, a.m.k. þekktu þeir hann ekki. Það tók sérfræðing- inn 15 mínútur að þagga niður í bjöll- unni. Þetta segir mikið um skipulag- ið hér og líklega megum við þakka fyrir að ekkert alvarlegt hefur gerst, úr því að mótshaldarar eru ekki fljót- ari að bregðast við. Við skulum að lokum sjá skemmti- lega sigurskák Stefáns í viðureign- inni við Argentínumenn. Flores er á höttunum eftir stórmeistaratitli, eins og Stefán, og leggur þess vegna snemma til atlögu og hyggst máta okkar mann í nokkrum leikjum. Hvítt: Diego Flores Svart: Stefán Kristjánsson Enski leikurinn 1.c4 Rf6 2.Rc3 e5 3.Rf3 Rc6 4.e3 Bb4 5.Dc2 0–0 6.Rd5 He8 7.Rg5 – (Með 7.Df5 d6 8.Rxf6+ Dxf6 9.Dxf6 gxf6 hefði hvítur getað tryggt sér þægilegra endatafl.) 7…g6 8.h4 Bf8 9.a3 Bg710.Bd3 Re7 Nýr leikur. Þekkt er10…d6 11.Hb1 a5 12.b3 Bd7 13.Bb2 Rxd5 14.cxd5 Ra7 15.f4 f5 16.g4 (og hvít- ur hefur hættulegt frumkvæði.) 11.h5 Rfxd5 12.cxd5 d6 13.hxg6 hxg6 14.Dc4 Rf5 15.Re4 c6 16.Rc3 cxd5 17.Rxd5? – (Þessi eðlilegi leikur er upphafið að erfiðleikum hvíts. Betra er að leika 17.Dxd5 Hb8 18.Df3 Be6 19.Be4 og staðan er nokkuð jöfn.) 17…Be6! 18.Be4 Re7 19.b4Hc8 20.Db3 Rxd5 21.Bxd5Bxd5 22.Dxd5 e4! 23.Hb1 Dc7 24.0–0 Dc2 25.Hb3 b5 26.f3 – (Skárra hefði verið að leika 26.d4 Dc4 27.Dxc4 bxc4 28.Hc3 d5, þótt hvítur hefði ekki átt miklar vonir um björgun vegna hins geysisterka valdaða frípeðs svarts á c4.) 26…He5 27.Db7 Hf5 28.Bb2 exf3 29.g4 Dxd2 30.Hxf3 Dd1+ 31.Kg2 Hc2 og hvítur gafst upp, því að hann var óverjandi mát: 32.Kg3 De1+ 33.Kh3 Dh1+ 34.Kg3 Dh2+ mát. Stórsigur karla- liðsins á Argentínu Bragi Kristjánsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 65 HUGVEKJA Kirkjan á afmæli í dag. Hún varð til eftir að„tungur, eins og af eldiværu“ birtust og kvísl-uðust og settust á hvern og einn postulanna, og þeir „fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla“, eins og segir í 2. kafla Postulasögunnar. Og síðan gerðist eftirfarandi: „Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guð- ræknir menn, frá öllum löndum undir himninum. Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns. Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu. Þeir voru frá sér af undrun og sögðu: „Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala? Hvernig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál? Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýr- ene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs.“ Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: „Hvað getur þetta ver- ið?““ Jú, hér var á ferðinni sýnilegt og óumdeilanlegt merki um nálægð Guðs. Alls gengu 3.000 sálir Kristi á hönd þennan dag. Á tveimur öðrum stöðum í Post- ulasögunni er tungutals getið (10: 46 og 19: 6), og í bæði skiptin – eins og í hinu fyrsta – er það tengt starfi heilags anda, þriðju persónu guðdómsins. Og í Fyrra Kor- intubréfi (12. og 14. kafla) sést, að Páll notar það iðulega, kveðst fremri öllum í þessu efni, en hvetur til jafnvægis í brúkun þeirrar náð- argjafar sem hinna. Þær á ekki að misnota. Allt hefur sinn tíma. Hinn gullni meðalvegur skal farinn. Að hefja eitt á kostnað annars getur verið truflandi og skapað ring- ulreið í samkomuhaldinu, af því að við erum ólík, höfum svo mismun- andi þarfir og hlutverk: „Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda. Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu og öðr- um kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal. En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami and- inn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni. Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir lík- amans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur.“ Tungutal er gefið og ætlað til að vegsama Guð og færa honum þakkir. Af því, að „sá, sem talar tungum, talar ekki við menn, heldur við Guð.“ Hann „byggir upp sjálfan sig“. „Því að ef ég biðst fyrir með tungum, þá biður andi minn, en skilningur minn ber engan ávöxt.“ „Þannig er þá tungutalið til tákns, ekki þeim sem trúa, heldur hinum vantrúuðu. En spámannlega gáfan er ekki til tákns fyrir hina vantrúuðu, heldur þá sem trúa.“ Sennilega hafa þessi varnaðar- orð dregið eitthvað úr iðkun tungutals þegar fram í sótti, en það hvarf aldrei með öllu. Sem betur fer. Jústínus píslarvottur kannast t.d. við að það sé notað í tilbeiðsl- unni árið 150 e.Kr., og Írenaeus og Tertúllíanus árið 200, sem og Ambrósíus í kringum árið 350, og Ágústínus frá Hippó um árið 390, að eitthvað sé nefnt. Og Hildegard frá Bingen talaði og söng í ókunnum tungum upp úr 1100. Lög hennar voru af samtíðarfólki kölluð „tónleikar í andanum“. Heimildirnar ná síðan þaðan og yfir til okkar daga. Upp úr 1960 frétti blaðamað- urinn og rithöfundurinn John L. Sherrill af hópi trúaðra í Banda- ríkjunum, sem notuðu tungutal og héldu samkomur í líkingu við þær, sem minnst er á í áðurnefndu bréfi Páls, og hóf að rannsaka málið. Saga hans kom fyrst út á bók árið 1964, undir heitinu „They speak with other tongues“, og oft síðan, hefur m.a. verið þýdd á íslensku („Þau tala tungum“; 1981). Þar segir hann m.a.: „Sá leyndardómsfulli hæfileiki að geta talað mál, sem viðkomandi kann ekki, skaut aftur upp kollinum, í skráðum heimildum frá fjórtándu og sextándu öld í lífi þeirra sánkti Vincent Ferrer og sánkti Francis Xavier. Tungutal kemur fram í upphafi margra stórra trúarvakninga. Hinir fyrstu Waldensíanar töluðu óþekkt tungumál. Það gerðu líka Jansenistar og Kvekarar og Shakerar og Meþódistar. „Meðan beðið var til Drottins,“ skrifar W.C. Braithwaite í frásögn af Kvekarasam- komum á fyrstu árum hreyfingarinnar, „meðtókum við oft úthellingu Andans, og … töluðum nýjum tungum.““ Og þetta er ekki bara eitthvað sem einu sinni var. Þetta er núna, og er eitt aðaleinkenni hvítasunnu- hreyfingarinnar og þeirra annarra, sem nefndar hafa verið kar- ismatískar, er að finna út um allan heim og sem mestu grósku og vöxt allra kristinna trúfélaga hafa á jörð um þessar mundir. Skyldi það vera tilviljun? O, ætli það. Hér er góður staður fyrir loka- orð Jesú Krists úr Markúsarguð- spjalli, en þar segir hann við læri- sveinana: „Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða. En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.“ Gleðilega hátíð! Tungutal sigurdur.aegisson@kirkjan.is „Þegar þér komið sam- an, þá hefur hver sitt fram að færa: Sálm, kenningu, opinberun, tungutal, útlistun“, ritar Páll í Fyrra bréfi sínu til Korintumanna. Sigurður Ægisson fjallar í þessum pistli sínum um atburði fyrsta hvítasunnudags. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Barcelona í júní frá kr. 19.990 Munið Mastercard- ferðaávísunina Gisting frá kr. 3.990 Netverð á mann á nótt, m.v. gist- ingu í tvíbýli á Hotel NH Sant Boi *** Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ást- fóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta sumarsins í þessari einstöku borg á frábærum kjörum. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Takmarkaður sætafjöldi í boði. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir einn tilboð, 15., 22. og 29. júní. Takmarkaður sæta- fjöldi í boði á öllum dagsetningum. Verð kr. 19.990 50 sæti 2 fyrir 1 Fyrstur kemur – fyrstur fær! FRÉTTIR LANDSSAMBANDSFUNDUR Soroptimista var haldinn nýlega í Stapa í Reykjanesbæ. Yfirskrift fundarins var: Konur vinna að friði. Soroptimistar eru alþjóðasamtök kvenna og hefur verkefni þeirra síð- ustu 3 ár einkum beinst að friðar- verkefnum. Íslenskir Soroptimistar hafa m.a. tekið þátt í alþjóðaverkefn- inu Konur í kjölfar stríðs, „Project Independence, Womer Suvivors of War“. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á stöðu kvenna í stríði og að styðja konur, sem lent hafa í stríðs- átökum, til sjálfsbjargar. Stuðningur felst í þjálfun og fræðslu, framfærslu- styrk og láni til að stofna fyrirtæki eftir að þjálfun lýkur og tilfinninga- legum stuðningi í gegnum bréfa- skriftir. Nítján konur í 10 klúbbum hafa í eitt ár skrifast á við 19 konur í Afganistan og sent styrki sem nema samtals 875.000 kr. til verkefnisins. Nýr forseti kjörinn Nýr landssambandsforseti var kjörinn á fundinum og er það Ágerð- ur Kjartansdóttir, bókasafns- og upp- lýsingafræðingur, sem tekur við 1. október nk. af Sigríði Þórarinsdóttur sjúkraþjálfara. Soroptim- istar vinna að friðar- verkefnum FORSTÖÐUMAÐUR Fornleifaverndar ríkisins, dr. Kristín Huld Sigurð- ardóttir, var kosinn í stjórn EAC/Europae Archaeologiae Consilium, samtaka evrópskra stjórnsýslustofnana á sviði minjaverndar, á ársfundi samtakanna í Strassborg í mars sl. Formaður EAC er dr. Katalin Wollak frá Ung- verjalandi. Kosin í stjórn stofnunar á sviði minjaverndar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.