Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 69

Morgunblaðið - 04.06.2006, Síða 69
sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda, Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóðminja- safnið svona var það – þegar sýning þess var í risinu, síðasta sýningarhelgi. Fyrir- heitna landið – vesturfarar. Þjóðminjasafn Íslands | Nú stendur yfir sýning á níu fornleifarannsóknum Kristnihá- tíðarsjóðs í Rannsóknarýminu á 2. hæð. Hér gefst tækifæri til að skoða úrval gripa sem komið hafa úr jörð á síðustu árum en mikil gróska hefur verið í fornleifarannsóknum. Vafalaust munu niðurstöður þeirra með tím- anum breyta Íslandssögunni. Boðið er upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga kl. 10–17. Leiklist Árbæjarsafn | Forsýning Brúðubílsins „Duddurnar hans Lilla“ annan í hvítasunnu kl. 14 í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Frumsýning í Árbæjarsafni þriðjudaginn 6. júní kl. 14. Bækur Listasafn ASÍ | ASÍ – FRAKTAL – GRILL Huginn Þór Arason og Unnar Örn J. Auðar- son unnu sýninguna í sameiningu með safn- ið í huga. Listamennirnir reyna að fletta of- an af illsýnilegum, óskráðum en kannski augljósum hliðum þess samfélags /um- hverfis sem þeir starfa innan. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 26. júní. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlfarnir leikur fyrir dansi í kvöld, húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Mannfagnaður Eden, Hveragerði | Úrval af alls kyns sumarbústaðadóti fyrir börn og grill og grill- vörur með 15% afslætti alla helgina. Kanín- ur, páfagaukar, fiskar og risarækjur Orku- veitunnar og trúðurinn Eddi. Opið kl. 10–22. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Ferðaklúbbur eldri borgara verður með ferð á Vestfirði 30. júní til 6. júlí. Nokkur sæti laus, allir eldri borgarar velkomnir. Upplýsingar í síma 892 3011. GA-fundir | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur? Fáðu hjálp! Hringdu í síma: 698 3888 Útivist og íþróttir Úlfarsfell | Hjólreiðafélag Reykjavíkur í samstarfi við Markið heldur fyrsta bikar- mótið í bruni á keppnistímabilinu 7. júní kl. 20, í Úlfarsfelli. Keppendur eru beðnir um að skrá sig sem fyrst til keppni. Verðlauna- afhending fer fram í Úlfarsfelli. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 69 DAGBÓK Hér á landi var staddur fyrir skemmstuhönnuðurinn og ráðgjafinn MichaelThomson. Hann var hér á vegumHönnunarvettvangs í stefnumótun og ráðgjöf. Michael er aðstoðarforseti alþjóðlegu hönn- unarsamtakanna Bureau of European Design Associations (BEDA). „Nýsköpun leikur lykilhlutverk í hönnun, en til að hún eigi sér stað þarf að vera til staðar sam- ræðuvettvangur eða annars konar fókuspunktur fyrir hlutaðeigandi. Ég sé Hönnunarvettvang sem grundvöll að slíkri stofnun, sem örvandi hönn- unarvettvangur sem teygir anga sína bæði inn á við og út fyrir landsteinana,“ segir Thomson. Thomson leggur áherslu á að hönnun í víðasta skilningi, allt frá einföldustu umbúðum til mann- virkja, geti skipt sköpum fyrir samkeppnishæfni, og veitt mikið forskot ef rétt er að verki staðið: „Á Íslandi hef ég orðið var við einbeittan og skapandi frumkvöðlaanda,“ segir hann. „Með áframhald- andi stuðningi stjórnvalda og góðu aðgengi að hæfu fólki, sem og góðum samskiptum milli fyr- irtækja á sviði viðskipta- og iðnaðar, hönnunar og ríkisstjórnar, væri hægt að nýta hönnun sem verkfæri á öllum stigum og um leið styrkja hönn- unariðnaðinn sem framleiðsluiðnað. Ef hönnun er vel nýtt í viðskiptum og iðnaði getur hún reynst mjög verðmæt auðlind, bæði á áþreifanlegan og óáþreifanlegan hátt.“ Á meðan á heimsókn hans stóð tók Thomson þátt í vinnufundum með aðstandendum Hönn- unarvettvangs, hitti ráðherra iðnaðar og við- skipta, auk þess að halda kynningar fyrir hönnuði og aðila úr viðskiptalífinu. „Hönnunarbransinn á Íslandi, rétt eins og ann- ars staðar í Evrópu, er hlutfallslega smár og sundraður miðað við önnur svið atvinnulífsins. Starfsemi hönnunarbransans er að mörgu leyti svipuð hátækniiðnaði að því leyti að starfsemin er oft ekki stór um sig, en áhrifin mjög mikil,“ segir Thomson. „Gerð var rannsókn í Bretlandi þar sem kom í ljós að hönnunarmiðuð fyrirtæki stóðu sig að jafnaði betur en FTSE-100 fyrirtæki, og var mælanlegur munur 10%, eins og sjá má nánar á slóðinni www.designcouncil.org.uk.“ Með réttu starfi segir Thomson möguleika Ís- lands mikla: „Huga þarf sérstaklega að áhrifum hönnunar á smá og meðalstór fyrirtæki, og taka tillit til sérstöðu Íslands í menningarlegum og sögulegum skilningi. Stefna stjórnvalda sýnir skilning á tengslum skipulegar nýtingar hönn- unar, þróunar þjónustu, framleiðslu og nýsköp- unar við auknar tekjur og fjölgun starfa.“ Hönnunarvettvangur var stofnaður árið 2005 af iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Útflutningsráð, Impru- nýsköpunarmiðstöð, Reykjavíkurborg, og Form Ísland –félag hönnuða. Hönnunarvettvangur hef- ur það að markmiði að efla og kynna íslenska hönnun. Hönnun | Michael Thomson kynnti sér efnahagsleg áhrif og undirstöður hönnunar á Íslandi Mikilvægi og möguleikar hönnunar  Michael Thomson fæddist í Belfast árið 1957. Hann nam þrí- víddarhönnun við Ulsterháskólka, Bel- fast, og stundaði fram- haldsnám við Fach- hochschuele für Gest- altung, Schwabisch Gmünd, Þýskalandi. Thomson fékkst við kennslustörf, var með- limur British Design Council í sjö ár, og setti á laggirnar Design Connect 1995. Hann sat í framkvæmdastjórin ICSID frá 2001 til 2004 og var kosinn varaforseti BEDA 2004. Michael Thomson er meðlimur Konunglega listafélagsins. allt í matinn á einum stað www.netto.is • Verð birt með fyrirvara um prentvillur Akranes • Akureyri • Grindavík • Mjódd Reykjavík • Salahverfi Kópavogi bylting í þrifum heimilisins sjálfvirkamoppan komin í nettó Robomop er tæki sem hreinsar gólf, parket, marmara, flísar, granít, línoliumdúk og eiginlega alla slétta fleti. Tækið samanstendur af lítilli rafhlöðu drifinni kúlu sem dregur hringlaga plast- hlemmmeð sér en undir honum er sérstakt filt sem tekur ryk, ló, dýrahár ofl. Hægt er að tímastilla tækið á einn og hálfan tíma, heilan tíma eða hálftíma. Þegar tækið verður rafmagnslaust þá er það endurhlaðið, hleðslutæki fylgir. Þegar filtið er fullt er nýtt sett í staðinn, eitt handtak, 25 stk. í pakka, 500 kr. pakkinn. Þegar tækið rekst í eitthvað breytir það um stefnu. Tækið þrífur 60m2 á 1 klst. 98%. Tækið fer undir rúm, sófa ofl. sem er yfir 8,5 cm. Þeir sem hafa eignast Robomop eru sérlega ánægðir með það. Það vinnur ámeðan þú ert í vinnu eða úti í garði! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Á framandi slóðir Frábærar haustferðir Heimsferða Munið Mastercard ferðaávísunina Takmarkaður sætafjöldi Bókaðu núna! Nú er rétti tíminn til að heimsækja Kína, þetta gífurlega stóra og fjöl- menna land með margra alda sögu, einstakri menningu, stórbrotnu landslagi og litríkri þjóðarsál, á sama tíma og ótrúleg og hröð upp- bygging á sér stað. Í þessari ferð er boðið upp á þverskurð af öllu því merkasta. Fararstjóri: Héðinn Björnsson. Argentína með sinn töfraljóma og tangótakt og Brasilía, land regn- skóga, kaffis og karnivals eru lönd- in sem heimsótt verða í þessari frábæru ferð. Buenos Aires, sem stundum er nefnd París Suður- Ameríku, Iguacu fossar, eitt mesta náttúruundur álfunnar, Salvador de Bahia, fyrrum höfuðborg Brasilíu og hin eina sanna Rio de Janeiro með Sykurtoppinn, strendurnar og sambataktinn. Fararstjóri: Þóra Katrín Gunnarsdóttir. Peking – Kínamúrinn – Xian Terra Cotta herinn – Shanghai Souzhou – Hong Kong Guilin o.fl., o.fl. Perlur Kína 17. okt. – 3. nóv. Nokkur sæti laus Argentína – Buenos Aires Brasilía – Iguacu fossarnir Salvador de Bahia Rio de Janeiro o.fl., o.fl. Suður-Ameríka 1. – 19. nóv. Nokkur sæti laus Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Austfirðir 4 dagar 1. júlí. Síðustu skráningardagar í þessa frábæru ferð. Þórsmerkurferð 20. júní. Ekið er til Hvolsvallar og að Seljalandsfossi. Stoppað er hjá Jökullóninu undir Gíg- jökli og litið inn í Stakkholtsgjá. Kaffi- hlaðborð í Hestheimum. Uppl og skráning í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Þann 14. júní verður farið í dagsferð á vegum FEBG og FAG. Keyrt verður um Árnessýslu og kvöldverður snæddur á Hótel Eddu, Laugarvatni. Miðasala nk. miðvikud., fimmtud. og föstudag eftir hádegi í Garðabergi og miðaverð er einungis kr. 3.500. Vesturgata 7 | Vorferðalag Félags- miðstöðva Þjónustumiðstöðva Mið- borgar og Hlíða fimmtudaginn 8. maí kl. 12.30. Ekið um Hvalfjörð. Sr. Krist- inn Jens Sigurþórsson tekur á móti okkur í Saurbæjarkirkju. Kaffiveit- ingar í Skessubrunni í Svínadal. Sig- ríður Norkvist leikur á harmonikku. Leiðsögumenn. Skráning í síma 535 2740. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Vímulaus æska kl. 20 mánudag. Stuðningshópur for- eldra. Kvenfélag Langholtssóknar | Sumarferð Kvenfélags Langholts- sóknar verður farin fimmtudaginn 8. júní. Að þessu sinni verður farið út í bláinn og endað með þriggja rétta málsverði í fallegu umhverfi. Skrán- ing og greiðsla sem fyrst. Símar: 520 1300, 553 0856 og 568 4620. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. Rf3 d6 5. Be3 Rf6 6. Dd2 0-0 7. Bh6 b5 8. Bd3 a6 9. Bxg7 Kxg7 10. 0-0-0 Dc7 11. e5 Rd5 12. h4 h5 13. Hde1 Rxc3 14. Dxc3 d5 15. Rg5 a5 16. Bxb5 a4 17. Bd3 Ha5 18. f4 c5 19. f5 Rc6 20. f6+ exf6 21. exf6+ Kg8 22. Hhf1 a3 23. b3 cxd4 24. Dd2 Rd8 Staðan kom upp í opnum flokki á Ól- ympíuskákmótinu í Tórínó á Ítalíu sem lýkur í dag. Tyrkneski alþjóðlegi meist- arinn Kivanc Haznedaroglu (2.455) hafði hvítt gegn Llambi Qendro (2.395) frá Albaníu. 25. Rh7! Kxh7 26. He7 Dc3 27. Bxg6+! Kg8 28. Dg5! Da1+ 29. Kd2 Dc3+ 30. Ke2 Bg4+ 31. Kf2 hvítur er nú sloppinn frá skákum svarts og til að forða máti fórnar svartur drottning- unni. 31. … De3+ 32. Hxe3 dxe3+ 33. Ke1 Re6 34. Dh6 fxg6 35. Dxg6+ og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 35. … Kh8 36. f7. 13. og síðasta umferð mótsins fer fram í dag og hægt er að fylgjast með skákum íslensku lið- anna í beinni útsendingu á heimasíðu mótshaldara en mögulegt er að nálgast vefslóð hennar á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjórn@mbl.is Hvítur á leik. Fréttir í tölvupósti Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.