Morgunblaðið - 04.06.2006, Page 76
Síðustu mánuðir hafa veriðhörmungatíð fyrir tónleika-haldara – mikið framboð enlítil eftirspurn. Skýring á
þessu er ekki augljós; kannski hafa
menn verið að flytja inn (eða flytja
ekki inn) hljómsveitir sem fólk vill
ekki heyra í, miðaverð hefur verið
of hátt, tónleikastaðirnir ómögu-
legir eða vorið vondur tími til tón-
leikahalds. Það er einnig tilgáta
sem vert er að skoða hvort hér sé
komin ný efnahagsvísitala –
kannski byrjar kreppan einmitt í
tónleikahaldinu. Síðan hrynur
íbúðaverð, verðbólgan æðir af stað
og við erum öll glötuð. Eða þannig.
Hvað sem þunglyndi og þreng-
ingum tónleikahaldara líður er
ljóst að allmargir af þeim tón-
leikum sem haldnir hafa verið á
árinu eru með þeim bestu sem hér
hafa sést. Nefna má til að mynda
tónleika Joanna Newsome í Frí-
kirkjunni sem voru ævintýralegir í
meira lagi (og Smog var líka frá-
bær). Mér segist svo hugur að í
kvöld verði aðrir slíkir, þ.e. æv-
intýralegir og frábærir tónleikar á
dagskrá því bandaríska rokk-
sveitin Sleater-Kinney leikur á
Nasa í kvöld.
Sleater-Kinney er skipuð þrem-
ur stúlkum frá Olympia í Wash-
ington-fylki á norðvesturströnd
Bandaríkjanna. Upphaf sveit-
arinnar má rekja til þess er Carrie
Brownstein, klassískt menntaður
píanóleikari, sá Riot Girrl-sveitina
Heavens to Betsy á tónleikum og
hreifst svo af að hún ákvað að snúa
sér að rokkinu, fékk sér rafmagns-
gítar og stofnaði hljómsveit. Í
framhaldinu kynntist hún einni af
liðskonum Heavens to Betsy, Cor-
in Tucker, og þeim varð svo vel til
vina að þær ákváðu að stofna
hljómsveit saman.
Fyrsti trommuleikarinn
og fyrsta platan
Hljómsveitina kölluðu þær stöll-
ur Sleater-Kinney eftir götu í ná-
grannabæ. Þetta var árið 1994 og
til að byrja með voru þær bara
tvær í sveitinni. Ári síðar var svo
kominn tími til að gera meira úr
samstarfinu og fyrsti trommuleik-
arinn kom til sögunnar, Lora
MacFarlane, og síðan fyrsta breið-
skífan, samnefnd sveitinni. Önnur
plata, Call the Doctor, kom út
1996, nýr trommuleikari, Janet
Weiss, sem enn er í sveitinni, kom
til liðs við hana 1997 og sama árið
kom ný plata, Dig Me Out. The
Hot Rock kom út 1999, All Hands
on the Bad One árið 2000 og One
Beat árið 2002. Seint á síðasta ári
kom svo út platan The Woods,
besta verk sveitarinnar hingað til
finnst mér, mikil gítarplata sem
sýnir að það er fullt af hug-
myndum í gangi hjá þeim stöllum.
Hreyfingin sem kölluð var Riot
Girrls var femínistahreyfing og
fyrsta plata Sleater-Kinney var
mikil femínistaplata, beinskeytt og
kraftmikil. Með tímanum hafa
áherslur breyst hjá sveitinni,
meira undir ef svo má segja. Tón-
listin hefur líka breyst, víst er
þetta enn rokk, og verulega kraft-
mikið á köflum, en þeim lögum
hefur líka fjölgað sem eru meira en
rokk, víðari hljóðaheimur og fjöl-
breyttari tök á tónmálinu.
Á The Woods er mikill gítar eins
og endranær, en nú eru líka gít-
arsóló, hljómborð og ýmisleg
furðulegheit til að krydda allt-
saman. Lögin eru líka snúnari,
ekki sama klassíska rokksmíðin og
forðum, og í endann er svo geggj-
aður rafmagnaður spuni.
Eins og getið er leikur Sleater-
Kinney á Nasa í kvöld. Skakkam-
anage og Jakobínarína hita upp.
Allir á Nasa
Sleater-Kinney heitir tríó þriggja bandarískra
stúlkna sem leikur á Nasa í kvöld. Það verður fjör.
Sleater-Kinney er skipuð þremur konum frá Washington-fylki í Bandaríkjunum.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
76 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
eeee
VJV, Topp5.is
VERÐUR HANN HUND-
HEPPINN EÐA HVAÐ!
eee
S.V. MBL.
eee
VJV - TOPP5.is
Leitið Sannleikans
- Hverju Trúir Þú?
LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI.
NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS
SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS.
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
MAGNAÐUR SUMARSMELLUR
SEM ENGINN MÁ MISSA AF!
NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA „AMERCAN PIE“ & „ABOUT A BOY“
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „BRIDGET JONE’S DIARY“ OG „LOVE ACTUALLY“
eee
L.I.B.Topp5.is
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY"
OG "PERFECT STORM"
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ
SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 5 - 7 - 9 - og 11 B.I. 14 ÁRA
THE DA VINCI CODE kl. 4 - 6 - 8 - og 10 B.I. 14 ÁRA
MI:3 kl. 5 - 8 og 10:30 B.I. 14 ÁRA
SHAGGY DOG kl.6 og 8
SAMBÍÓ KEFLAVÍKSAMBÍÓ AKUREYRI
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ
eee
V.J.V.Topp5.is
eee
S.V. MBL.
eee
V.J.V.Topp5.is
POSEIDON ADV.. kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 14
AMERICAN DRE.. kl. 6 - 8
MI : 3 kl. 10 B.I. 14
SHAGGY DOG kl. 4
POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8 - 10 B.I. 14 ára
X-MEN 3 kl. 3- 5:45 - 8 B.i. 12 á
DA VINCI CODE kl. 10:10 B.i. 14 á
SHAGGY DOG kl. 2 - 4
*ENGAR 4 SÝNINGAR MÁNUDAGINN 6. JÚNÍ
TÍMARNIR GILDA LAUGARDAG , SUNNUDAG OG MÁNUDAG
eee
B.J. BLAÐIÐ
Leikarinn Keanu Reevesákvað á sínum tíma að
það væri tími til kominn að
leita sér sálfræðiaðstoðar eft-
ir að það fór að bera á kvíða-
köstum hjá honum yfir því að
hann væri að verða fertugur.
Reeves áttaði sig á því að
hann einblíndi um of á vinn-
una og hann ákvað að hann
þyrfti að hægja á sér og end-
urmeta líf sitt.
„Ég hóf að sækja meðferð
og ég vann með sjálfum mér.
Það hlaut að koma að þessu,
ég býst við því að það hafi
verið tími til kominn,“ segir
Reeves. „Ég átti þessa sí-
gildu stund þar sem ég var
að verða fertugur og allt það
sem því fylgir. Að auki vann
ég gríðarlega mikið. Það var í
rauninni kominn tími til að
ég stæði kyrr um stund. En
nú er ég tilbúinn að hefja
vinnu á nýjan leik,“ segir
Reeves sem verður hvorki
meira né minna en 42 ára
næsta haust.
Fólk folk@mbl.is
Reuters