Morgunblaðið - 04.06.2006, Qupperneq 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
FYRIR 14 árum fæddist þeim Kristínu
Björk Jóhannsdóttur og Guðmundi Björg-
vini Gylfasyni fyrsta barnið, Hrafnhildur.
Gleðin var ríkjandi á heimilinu og einu og
hálfu ári seinna fæddist annað barnið, Jó-
hann Gylfi. Þegar Hrafnhildur komst á
skólaaldur fóru að gera vart við sig erf-
iðleikar sem jukust frekar en hitt og eftir
langa þrautagöngu kom í ljós að Hrafnhild-
ur er með hrörnunarsjúkdóm sem þekktur
er undir enska heitinu Batten Disease, á
Norðurlöndunum Spielmayer Vogt.
Kristín Björk og Guðmundur bera bæði í
sér gen sem getur orðið þess valdandi að
börnin sem þau eignast saman fæðist með
þennan sjúkdóm.
Kristín Björk er þroskaþjálfi, starfar við
sérdeild Vallaskóla á Selfossi, og Guð-
mundur kennir við unglingadeildina í sama
skóla.
„Hún lá við hliðina á mér og ég fann bara
einhvern hristing. Við það vaknaði ég. Ég
skildi ekkert í því hvað var að gerast. Sú til-
finning að vakna við þetta er ólýsanleg.“ Á
þennan hátt lýsir Kristín Björk fyrsta floga-
kasti Hrafnhildar, en fyrstu einkenni þeirra
sem hafa sjúkdóminn lýsa sér einmitt í því
að viðkomandi fær flogaköst. Í upphafi var
Hrafnhildur greind með góðkynja barna-
flogaveiki en greiningin breyttist fljótlega
úr því í að vera staðbundin flogaveiki. Þá
voru þau send til Bandaríkjanna með barn-
ið, á Mayo Clinic í Rochester, þar sem gerð-
ar eru aðgerðir á þeim sem eru að kljást við
staðbundna flogaveiki í heila. Kristín Björk
og Guðmundur höfðu þá nýverið eignast
þriðja barnið sem var sjö mánaða þegar þau
héldu til Bandaríkjanna og ungbarnið varð
eftir í umsjá móðurömmu sinnar á Selfossi.
Úti í Bandaríkjunum kom fljótlega í ljós
að eitthvað annað en flogaveiki amaði að
Hrafnhildi og er heim var komið tóku við
erfiðir tímar. „Þar átti náttúrlega að bjarga
veröldinni,“ segir Kristín Björk, „við vorum
þess vegna alveg í molum þegar við komum
heim.“
Þetta var árið 2001 og árin sem fram-
undan voru reyndust fjölskyldunni erfið.
„Við tökum alltaf einn dag í einu þó að það
vilji vefjast fyrir okkur,“ segir Kristín.
Hrafnhildur var orðin ellefu ára loks þeg-
ar rétt greining fékkst þó að yfirleitt gerist
það fyrr, eða um sex ára aldur.
„Tökum einn dag í einu“
Morgunblaðið/Jim Smart
Mæðgurnar Kristín Björk Jóhannsdóttir og Hrafnhildur
Guðmundsdóttir leiðast á leiðinni út í bíl eftir skóladaginn.
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
Missir alla sína færni… | 32
Camp. Að sögn Atla Sigurjónssonar þjálfara
voru um hundrað manns á æfingunni og voru all-
ar mögulegar æfingar gerðar á grasflötinni við
ENGU líkara var en fjöldi fólks væri við stífar
heræfingar við ströndina í Rauðarárvík í gær-
morgun en þar fór fram útiæfing á vegum Boot
sjóinn. Boot Camp-þjálfun vísar til grunnþjálf-
unar hermanna og er reynt á þolmörk líkamans
til að komast í góða æfingu.
Morgunblaðið/Kristinn
Stífar heræfingar við Sæbraut
FINNUR Ingólfsson íhugar nú tilmæli um að
hann komi aftur til þátttöku í stjórnmálum. Í sam-
tali hans við Morgunblaðið kemur fram, að eftir
sveitarstjórnarkosningarnar á dögunum hafi
fjölgað mjög í þeim hópi, sem hvetur hann til að
gefa kost á sér í pólitík á nýjan leik og spurningu
um hvort hann íhugi málið vegna þessa svarar
hann játandi, hann taki mark á því sem þessir
menn tali við hann um.
Finnur Ingólfsson var varaformaður Fram-
sóknarflokksins þegar hann tók þá ákvörðun að
hætta í stjórnmálum um aldamótin. Margir
töldu hann þá vera krónprins flokksins og
arftaka Halldórs Ásgrímssonar á for-
mannsstóli.
Finnur settist á þing fyrir Reykvíkinga
1991, en hafði áður verið formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna og aðstoð-
armaður Halldórs Ásgrímssonar í sjávar-
útvegsráðuneytinu og Guðmundar
Bjarnasonar í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu. Hann var iðnaðar- og
viðskiptaráðherra í tæp fimm ár. Þegar
Finnur lét af ráðherradómi fór hann í
Seðlabankann, en hafði þar stuttan
stanz því í árslok 2002 tók hann við starfi
forstjóra Vátryggingafélags Íslands. Nú
þegar Exista hefur keypt VÍS eignar-
haldsfélag, þar sem Finnur var forstjóri,
verður hann starfandi stjórnarformaður
Vátryggingafélags Íslands.
Íhugar endurkomu í pólitík
Finnur Ingólfsson Ef mér bjóðast | 10–11
MYNDLISTASKÓLINN í Reykja-
vík hefur sent bréf til menntamála-
ráðuneytisins þar sem kynnt var
hugmynd að
stofnun þriggja
listiðnaðardeilda.
Um er að ræða
tveggja ára
starfsnáms-
brautir við ker-
amik, textíl og
teikningu með
möguleika á
áframhaldandi
námi í samvinnu
við erlenda skóla og stofnanir. Nám-
ið yrði fjármagnað með þjónustu-
samningi við menntamálaráðuneyti,
auk skólagjalda. Skólastjórinn, Ingi-
björg Jóhannsdóttir, segir að tíðar-
andinn kalli á ríkara og sérhæfðara
listnám í ljósi þess hversu sjónlistir
eru orðnar ráðandi í umhverfi okkar.
Því sé mikilvægt að bregðast við
skorti á listiðnaðargreinum í skóla-
kerfinu. | 44
Þörf á sér-
hæfðara og
ríkara listnámi
Ingibjörg
Jóhannsdóttir
CHELSEA, enska meistaraliðið í
knattspyrnu, vill fá 15 milljón evr-
ur, tæplega 1.400 milljónir króna,
fyrir íslenska landsliðsfyrirliðann
Eið Smára Guðjohnsen.
Frá þessu var skýrt í spænska
íþróttadagblaðinu Marca í gær.
Þar kemur ennfremur fram að
Barcelona sé ekki tilbúið til að
greiða þá upphæð fyrir Eið Smára
en samkvæmt El Mundo Deportivo,
íþróttadagblaði sem gefið er út í
Barcelona, kemur til greina hjá fé-
laginu að kaupa hann af Chelsea
fyrir 8–10 milljónir evra, sem er á
bilinu 740–920 milljónir króna.
Í grein Marca kemur einnig
fram að forráðamenn Real Madrid
hafi líka spurst fyrir um Eið en
fyrr í vikunni var fullyrt í enskum
fjölmiðlum að til greina kæmi að
hann færi þangað í skiptum fyrir
brasilíska bakvörðinn Roberto
Carlos, sem Chelsea hefur auga-
stað á.
Vilja fá 1.400
milljónir fyrir Eið
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út þriðjudaginn 6. júní.
Fréttaþjónusta verður alla
helgina á mbl.is og hægt er að
koma ábendingum á framfæri á
netfrett@mbl.is.
Skiptiborð Morgunblaðsins
er lokað í dag, hvítasunnudag,
en opið frá kl. 13 til 20 annan
dag hvítasunnu. Áskriftardeild-
in er opin á hvítasunnudag frá
kl. 8 til 15 en lokuð annan í
hvítasunnu. Auglýsingadeild
blaðsins er lokuð báða dagana.
LÖGREGLAN á Selfossi sótti tvo er-
lenda ferðamenn á Bláfellsháls í
gærmorgun en þá höfðu þeir verið á
gangi í um tólf klukkustundir. Ekk-
ert amaði að fólkinu utan að nokk-
urrar þreytu gætti eftir gönguna.
Höfðu þau ekið bifreið sinni suður
Kjalveg, sem opinn er að norð-
anverðu að Hveravöllum, og festu
bílinn þar. Ætluðu þau að ganga
suður en eftir um tólf tíma gáfust
þau upp og hringdu eftir aðstoð.
Gáfust upp eftir
tólf tíma göngu