Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það er logn og fádæma blíðaí Miðfirði. Benedikt Ragn-arsson kaupmaður, kunn-ur meðal veiðimanna semBenni í Útivist og veiði, kemur fram í morgunmat í veiðihús- inu við Miðfjarðará, hellir kaffi í boll- ann, sýpur á, dæsir og segir: „Svo segja menn að veiði sé frí!“ Veiði- félagarnir samsinna hlæjandi; fjórða vaktin í þessu þriðja holli sumarsins er að hefjast og fólk hefur lagt hart að sér við að finna og reyna að setja í fyrstu fiskana sem gengnir eru í ána. Nokkrir eru komnir á land og flestir úr Vesturá, einni af ánum þremur sem mynda Miðfjarðará, víðfeðm- asta vatnasvæði laxveiðiár á Íslandi. Þennan bjarta morgun eiga Benni og Helga kona hans Vesturána; þar er fiskana að finna. Þau byrjuðu í Vesturá fyrstu vaktina og drógu þá hvort sinn silfurgljáandi laxinn úr Kistunum, rómuðum veiðistað neð- arlega í ánni þegar lax er í göngu. Stundum gerir laxinn mistök Þau leggja bílnum á stæðinu fyrir ofan Hlíðarfoss, einn margra kunnra veiðistaða vatnasvæðisins; þar er mikill dammur fyrir neðan foss sem sprengdur var niður fyrir hálfri öld til að opna laxinum leið upp dalinn. Helga tekur stangir af bílnum; tvær flugustangir og aðra með kasthjóli fyrir maðkarennsli. Við göngum nið- ur á stórklettótta gilbrúnina fyrir of- an hylinn, en Benni segist yfirleitt kíkja gætilega í strenginn efst, til að sjá hvort laxinn sé þar, en þoka sér síðan niður að útfallinu. „Ég er búinn að setja í þá marga hérna,“ segir Benni þar sem hann rýnir ofan í vatnið sem þrýstist niður í hylinn í hörðum streng. „Þetta er samt veiði- staður sem mönnum hættir til að hanga endalaust á. Það er vegna þess að þeir sjá laxinn og það heldur þeim við efnið. En það er vitleysa að staldra of lengi við. Þegar þú stendur svona yfir fiski er ólíklegt að þú náir árangri. En stundum gerir einn lax- inn þau mistök að hlaupa á ágnið þegar búið er að berja á honum í þrjá tíma,“ segir hann og hlær. Benni og Helga færa sig niður með hylnum og þegar gægst er fram af klettunum blasir við ánægjuleg sjón; í rennunni út úr hylnum liggja þrír laxar, allir stórir og einn þó sýnu stærstur. Og aðrir þrír eða fjórir liggja sínir hvorum megin við stút- inn. Þau setjast niður og gera stang- irnar klárar og Benni ákveður að prófa hitsið. Hann þokar sér niður á klett sem slútir yfir hylinn, nokkrum metrum neðar, og kastar langt út yf- ir hylinn. Gárutúpan skárar hylinn fagurlega, fer nær löxunum með hverju kasti og loks er hún beint yfir þeim, án þess að þeir sýni nokkur viðbrögð. Við Helga fylgjumst með, og þegar hún er spurð hvort hún sé með veiðidellu er svarað með hlátri. „Nei, en ég hef mjög gaman af að fara með Benna í veiði. Ég fer alltaf í eina eða tvær ferðir á sumri hingað í Miðfjörðinn. Stór þáttur í þessu er að vera úti í náttúrunni í allri sinni dýrð, sitja og hlusta á fuglasönginn, það er stórkostlegt. En það er rosalega gaman að veiða lax. Við fengum sinn laxinn hvort á fyrsta klukkutímanum í túrnum, það var gaman að byrja svona vel.“ Benni hættir með hitsið, kemur til okkar og tekur fram hina flugustöng- ina. Fyrst fer hann eina yfirferð með Munroe Killer flugu, svo fer hálfs tommu Francestúpa undir. „Mér finnst alltaf skemmtilegra að veiða á flugur en túpur,“ segir hann. „En stundum virka túpurnar vel og þá er ekki um annað að ræða.“ Hann tekur að kasta aftur einbeittur á svip, línan leggst mjúklega á hylinn og sístækk- andi hringir berast frá staðnum þar sem túpan lendir og leggur upp í ferðina um hylinn. „Maður er svolítið lofthræddur hérna uppi,“ segir Helga og kíkir framaf klettunum. Þau Benni eru svo sannarlega á heimaslóðum við þessa á í Miðfirðinum, hann er uppalinn á Barkarstöðum, bæ sem á land að Austurá, og þau voru þar með bú- skap til skamms tíma, eða þar til þau hófu verslunarrekstur í Reykjavík. „Benni gjörþekkir ána,“ segir Helga, „hann var byrjaður að „gæda“ hérna þegar hann var 17 ára.“ Benni heyrir til okkar, kemur og bætir við að hann hafi verið enn yngri þegar hann fór að fara með veiðimönnum að ánni, eða 14 ára. „Ég fór þá að vísa þeim veginn, í hvaða hylji þeir ættu að fara. Sama sumar og ég varð 17 ára og fékk bíl- prófið byrjaði ég að vinna sem leið- sögumaður við ána. Síðan hef ég ver- ið hér viðloðandi flest sumur. Þegar ég fór út í búskapinn tók ég að mér að vera staðarhaldari í veiðihúsinu og annast yfirleiðsögn, með bú- skapnum. Það getur verið að búskap- urinn hafi verið eins og hobbí um tíma, en það var skemmtilegur tími. Núna vil ég koma sem hver annar gestur í veiðina. Ég gef ekki lengur færi á mér í leiðsögn, það er svo gam- an að vera hér með Helgu í fríi. Bak- við búðarborðið er maður alltaf í hlutverki leiðsögumannsins. Menn hringja og segja, það eru hérna þrír steinar í þessum hyl, bakvið hvern liggur laxinn? Ég þarf að finna út vatnshæð í ánum, athuga veðurspána og hvaða hyljir eru að gefa og velja flugur í samræmi við það í box fyrir kúnnana. Stundum er gott að fá smá frí, geta verið sjálfur úti í náttúrunni og leyft adrenalíninu að flæða um æðarnar á meðan maður kastar fyrir laxinn.“ Hlaupin í uppáhaldi Miðfjörðurinn er heimavöllur Benedikts og hann segir sérkenni veiðisvæðisins vera fjölbreytileik- ann. „Í neðri hluta Austuráar eru gil og klöngur en fyrir ofan laxastigann er síðan fallegt fluguveiðisvæði. Vesturá hefur fallega djúpa pytti sem erfitt er að veiða en í efri hluta hennar eru síðan ákjósanlegri flugu- veiðistaðir. Núpsáin er á milli þeirra, hún er dularfull, rennur stundum og stundum ekki, þar eru pyttir sem geta haldið tíu, tólf löxum á einum fermetra. Niðuráin, sjálf Miðfjarð- ará, rennur milli grænna bakka og um malareyrar og í fallegum strengj- um. Það þarf að ráða yfir margskon- ar tækni til að veiða Miðfjarðará.“ En á Benni sér eftirlætis veiði- svæði í ánni, sem hann kallar fram í hugann þegar hann ekur yfir Holta- vörðuheiði á leið í veiðina? „Já já. Það er sérstaklega einn staður, Hlaupin í Austurá, þau er rosalega gaman að veiða. Stundum skríð ég fram á klappirnar með hits- túpu, þar sem ég veit af löxum fyrir neðan, og er að leika mér. Kasta, sé þá koma eftir flugunni og þegar þeir eru að ná henni lyfti ég upp. Þá bíð ég smá stund og endurtek leikinn. Loks kasta ég aftur og dreg þá frekar hratt að mér, þá koma þeir á ofsa- spani og taka. Það er stórkostlegt. Laxinn étur ekkert eftir að hann kemur í ána og veiðimaðurinn þarf að ná að stríða honum til að fá hann til að taka. Ef þú nærð að stríða honum tekur hann kannski beituna þína en ef hann er gáfaðri en svo þá sleppur hann, eins og þessir skrattakollar þarna,“ segir hann og bendir niður í klaufina við enda hylsins. „Það eru þrír eða fjórir laxastofnar í Miðfjarð- ará. Vesturárlaxinn er langur, svo- lítil sleggja, straumlínulagaður og með mjög langan haus. Núpsárlax- inn er líka langur en með styttri haus. Austurárlaxinn er ótrúlega þykkur; til að komast upp Hlaupin hefur náttúran séð til þess að þeir eru svona kraftalegir og þykkir, kjammastórir með háan haus og breiðan sporð. Ef þú setur í stóran Austurárlax geturðu þurft að hlaupa langt á eftir honum. Aflið í þeim er geigvænlegt. “ Benni er ekki bara óbreyttur veiði- maður í Miðfjarðará, hann er líka landeigandi og í stjórn veiðifélagsins. Hann segir aðstandendur árinnar mjög ánægða með seiðabúskapinn og veiðina í ánni. „Ástandið breyttist til batnaðar eftir að hætt var að skipta sér jafn mikið af lífríkinu og gert var um tíma. Við ætluðum okkur þá að breyta náttúrunni en nú vinnum við með henni. Hér áður fyrr töldu fræðingarnir til dæmis að það væri nóg að hafa eitt par eftir í hverri á til að viðhalda stofninum. Það er ótrúleg hugmynd,“ segir hann og hristir höfuðið. Ekki feiminn við maðkinn Benni reynir fleiri flugur á laxinn neðst í Hlíðarfossi en einu viðbrögðin eru að nokkrir þeirra renna sér fram hylinn og hverfa undir strenginn. Þá kemur Benni aftur upp og tekur maðkastöngina, hann hyggst renna maðki á þá sem eftir eru. „Ég er ekki feiminn við að ná fiski á maðk, þótt sumum þyki það lélegt sport. Þegar ég sé fiskinn finnst mér mjög gaman að ná honum á maðk. Einu sinni var ég með félaga mínum að veiða Krumma í Austurá og sá fisk á miklu dýpi. Ég renndi á hann og var búinn að reyna við hann í þrjú korter og félaganum var farið að finnast biðin löng. Ég var alltaf að bæta við sökkum eða fækka og vinna í rennslinu en loks sagði hann að nú væri kominn tími til að hann veiddi. Ég lagði þá til að ég lyki verkinu og næði þessum fiski, eftir það mætti hann veiða einn það sem eftir lifði dags. Eftir klukkutíma náði ég loks- ins laxinum og þá rétti ég félaganum stöngina og sagði, nú er ég ánægður. Ég þarf ekki meira en þennan fisk. Ég hafði unnið góðan sigur og það var rosalega góð tilfinning.“ Benni þokar sér með maðkastöng- ina niður að brotinu og veður þar varlega á grjótum upp í hylinn, þar til hann getur rétt stöngina út og lát- ið maðkinn leka að löxunum. Það tekst með hægðinni en í stað þess að taka agnið styggjast þeir og synda burtu. Það sama gerist þegar veiði- maðurinn veður yfir ána og rennir hinumegin. Benni hristir bara höfuðið. „Þeir taka ekki hér í dag,“ segir hann. Hann kastar flugu á Hlíðarfossbreið- una, köstin eru löng og örugg, hlaðin reynslu og hann veiðir vandlega þá staði þar sem lax kann að liggja, án þess að fá viðbrögð. Tilhlökkun í loftinu Þegar við göngum aftur upp að bílnum, laxlaus en létt í skapi í blíð- unni, berst talið að rekstri verslunar- innar Útivist og veiði sem Benni og Helga keyptu árið 2003 og hafa rekið síðan, þar til snemma í sumar er Olís keypti verslunina og hyggst sameina hana versluninni Ellingsen. Benni starfar þó áfram í búðinni og sér um veiðideildina. „Þetta hefur verið stanslaust fjör, ofsalega gaman. Það er gaman að vera að sinna fólki sem er á leið í frí. Þá er tilhlökkun í loftinu og það finnst mér skemmtilegt,“ segir Benni. „Það skiptir líka höfuðmáli að við erum að selja góðar græjur sem gera veiðina bara ánægjulegri. Og fólk veit oft svo vel hvað það vill og sækir í gæðin. Oft þarf ekkert nema betri flugulínu til að kastið gangi bet- ur. Ég er ekkert að troða inn á fólk hlutum sem það hefur ekki efni á. Við seljum veiðivörur, eins og stangir, í ólíkum verðflokkum en það má veiða með þeim öllum. Það er bara auð- veldara að kasta með dýru græjun- um, þær vinna betur fyrir þig, þú þarft að vinna meira með ódýru græjunum.“ Benni og Helga aka niður með Vesturá, að Kistufossi, þar eru nokkrir laxar sem komu inn um nótt- ina. Og þar gengur allt upp, skömmu síðar liggja tveir silfurgljáandi laxar á Bakkanum. Þeir voru að ganga heim í ána sína; rétt eins og Benni og Helga eru komin heim í Miðfjörð. STANGVEIÐI | VEITT MEÐ BENEDIKT RAGNARSSYNI OG JÓHÖNNU HELGU ÞORSTEINSDÓTTUR Í MIÐFJARÐARÁ Aflið er geigvænlegt Morgunblaðið/Einar Falur Glóandi flugulína. Benedikt kastar fagmannlega á Hlíðafossinn í Vesturá. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Að þessu sinni er veitt með hjón- unum Benedikt Ragnarssyni og Jó- hönnu Helgu Þorsteinsdóttur í Mið- fjarðará. Þau eru hagvön við þetta tilkomumikla vatnakerfi; Austurá, Núpsá og Vesturá sem saman mynda Miðfjarðará. Benedikt er uppalinn á Barkarstöðum við ána og þar voru þau hjón með búskap til skamms tíma. Síðustu árin hafa þau átt og rekið verslunina Útivist og veiði, þar sem Benedikt hefur þjónustað veiði- menn. Helga er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar við heilsu- gæslustöðina í Hafnarfirði. Þau hjón veiða í Miðfjarðará á hverju vori og í kjölfarið planta þau trjám, ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum, heima á Barkarstöðum. „Í vorveiðinni er frábært að veiða einn lax á dag,“ segir Benedikt. „Maður fer ekki fram á meira. Þetta er ekki magnveiði – þetta er ekki vinna. Þetta er frí og hér njótum við lífsins.“ Hér njótum við lífsins Morgunblaðið/Einar Falur Jóhanna Helga Þorsteinsdóttir og Bene- dikt Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.