Morgunblaðið - 09.07.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.07.2006, Qupperneq 26
O rka af öllu tagi er mál málanna í heiminum um þessar mundir, einkum olía og gas, en ekki alveg sama hvernig hún er feng- in, til að mynda hefur þýska vikublað- ið Die Zeit nokkrar áhyggjur af meintum vafasömum seljendum. Landið fátækt af jarðorku og því mjög háð innflutningi, hér einmitt komin ein höfuðorsök seinni heimsstyrjald- arinnar. Þesslags mál einkum reifuð í eintaki frá 27. apríl sem ég var á leið að henda og byrjaði að venju á við- skiptakálfinum, blasti þá við mér stór og áhrifarík mynd af jarðolíuvinnslu í Rússlandi, hvar gaslogar liðuðust glatt um sviðið. Forvitni mín vakin, al- veg á hreinu að það eru hinir tveir ólíku pólar jarðorka og hugarorka sem heimurinn þarfnast mest í dag. Sérhver þjóð auðug af hvorutveggja. Gósenland framtíðarinnar, í öllu falli svo fremi sem hún kann vel með hlunnindin að fara og rétt stefna tekin á hæðina líkt og það er orðað. Olía og gas eru ekki tilbúið vísinda- legt orkuflæði eins og til að mynda kjarnorka og því síður vetni, vinnsla og nýting jarðefna úr iðrum jarðar ýmsum vandkvæðum bundin. Hvoru- tveggja mengar og ógnar lífríkinu við notkun, hið sama gerir og einnig rangt meðfarin hugarorka eins og mannkynssagan er til vitnis um. Innan handar að við ýmis tilvik sem upp koma geti þjóðir ríkar af for- gengilegri orku úr iðrum jarðar farið létt með að gera aðrar háðar sér með óeðlilegri verðstýringu og veldur skiljanlega áhyggjum, hins vegar er hreina orkan nær óþrjótandi og borð- leggjandi verðmætust til lengri tíma litið. Þjóðir heimsins eru stöðugt meðvit- aðri um mikilvægi þessara tveggja skauta, þ.e. jarðorku og hugarorku, einnegin að þau fylgjast að líkt og dagur og nótt og öllu skiptir að vitur- lega sé að málum staðið. Um leið og þær kappkosta að huga að þessu á heimavelli heldur hnattvæðingin óhjá- kvæmilega áfram þótt brösuglega gangi á ýmsum sviðum, hér þarf nefnilega að samræma blæbrigðastig eins og oft gerist í myndverki og þau geta verið býsna mörg og flókin eins og margur veit. Táknrænt um hugarorku, að hún verður stöðugt mikilvægari eftir því sem tæknivísindum fleygir fram og það verða menn helst varir við í mjúk- um verðmætasköpum, ekki síst list- um. Listir eru að fá nýtt og jarð- bundnara inntak sem mikilvæg verðmæti og keppast þjóðir um að vera ekki eftirbátar annarra í þeim leik eins og hvarvetna sér stað, hér komin lífræna hliðin á vélrænni og einsleitri hnattvæðingu. Köld há- tæknin kallar á aukið blóðflæði sem hinn upplýstari fjöldi finnur stað í skapandi athöfnum sem og öðrum mjúkum gildum, um leið eru listaverk að verða gulli verðmætari, jafnframt öruggustu og hörðustu verðbréf á heimsmarkaði. Þetta leiðir hugann að borgara- stéttinni þá hún var að þróast og hinir ríku rufu einkarétt aðalsins á fagur- fræðilegum gildum, vildu ekki vera síðri um að búa í meistaralega hönn- uðum húsum og skreyta þau af fágæt- um munum og listaverkum. Ekki nóg með það heldur fluttust myndverk meistaranna úr höllum í söfn eða voru gerð aðgengilegri á staðnum, í upp- hafi einungis hástéttinni en er fram liðu stundir einnig almúganum, Lo- uvre í París líkast til þekktasta dæm- ið. Um svipað leyti fluttist æðri tónlist úr sölum aðalsins í tónleikahallir og óperuhús sem efri stéttir þyrptust á og er tímar liðu ekki síður almenn- ingur. En leikhús og leikurinn í sjálf- um sér hafði alltaf nokkra sérstöðu, allir háir sem lágir höfðu frá ómunatíð getað notið leikrænna gleðiláta, jafnt á torgum og hringleikahúsum sem í konungshöllum. Hið ritaða mál var aftur á móti háð læsi og með út- breiðslu þess og uppfinningu prent- listarinnar óx vegur og fjölbreytni bókmennta. Í þá veru þróaðist þetta um aldirog í góðu samræmi við framfarirí mannheimi, en sértæk mynd-verk og í það heila sjónmenntir höfðu þá sérstöðu að eiga einna erf- iðast uppdráttar meðal fjöldans, nið- urrif fyrri gilda jafnframt sýnilegri. Einhvern veginn urðu myndverk áfram og framar öðrum listgeirum stöðutákn efri stétta sem fólk al- mennt var lítið í beinu sambandi við að kirkjulist undanskilinni. Almenna menntakerfið þróaðist burt frá grunnhugmyndum Platóns hvað mik- ilvægi skapandi atriða snerti, sem víða urðu að afgangsstærð og til hlið- ar við bóknám, þá einkum sjónlistir. Myndlistarmenn lengstum mis- skildir og áttu erfitt uppdráttar, vinna þeirra ekki metin til margra fiska og í ófáum tilvikum var einhver ímynd- aður heiður helsta umbunin. Til við- bótar þurftu þeir að reiða sig á örlæti hinna efnaðri, tilfallandi styrki og op- inber framlög, stéttin víða utan garðs, niðurlægð og vanmetin. Og þetta gerist enn þótt mikil við- horfsbreyting og hvörf hafi orðið á fá- einum áratugum, bæði um áhuga al- mennings og afkomu listamanna þótt enn sé víða pottur brotinn. Svo komið stíma háir sem lágir á listasöfn og stórsýningar og þar má sjá allra þjóða kvikindi rýna á listaverk hlið við hlið, hér ekkert kynslóðabil og enginn kyn- þáttamismunun. Fólk hefur einfald- lega uppgötvað töfra sjónarheimsins ásamt því að tækniundur nútímans hafa sem aldrei fyrr opnað dyr og glugga til fortíðar, um leið marg- faldað áhuga hins breiða fjölda á fyr- irbærum liðinna alda og árþúsunda. Virðist sem hin yfirþyrmandi mynd- væðing sem á nútímamanninn dynur, einkum af grunnfærðari tegundinni, hafi gert margan vandlátari. Og með því að lifa sig inn í skynheim innra augans hafa þeir fundið sér nýja lífs- nautn, því ber hið gífurlega aðstreymi á mikilsverða listviðburði svo og söfn heimslista vísinda og náttúrusögu vitni. Upp úr standa Louvre í París og Metropolitan í New York, en svip- aða sögu er að segja af fjölda þjóð- listasafna sem leggja áherslu á að rækta sinn garð á heimsvísu. Eft- irtektarvert að Metropolitansafnið er rekið með hagnaði sem var þó aldrei markmiðið né í fjarlægustu draumum stofnenda þess 1880. Öllu öðru fram- ar ris bandarísku þjóðarinnar og jarðtenging hennar við menning- arsögu heimsins. Undanfarin ár hafa miklir hlutir gerst utan hinnar svokölluðu miðju heimslistarinnar beggja vegna Atl- antsála, segir af miklum uppgangi í fjarlægustu kimum jarðar sem vert er að beina sjónum að. Naumast er flett í listtímariti að ekki sé hermt af nýjum söfnum, viðbyggingum við önnur og við bætist að samræðan hef- ur aldrei verið meiri í almennum fjöl- miðlum. Allt samanlagt hefur gert að verkum að verðgildi listaverka hefur margfaldast á nokkrum áratugum og hér sitja listamenn Vesturlanda ekki lengur einir við borðið, metverð fæst á uppboðum fyrir verk listamanna frá fjarlægustu löndum og sífellt fleiri bætast í milljón dollara hópinn. Við tiltektir heimafyrir á dögunum rakst skrifari á fáeinna áratuga gamla úrklippu. Þar segir að málverk eftir van Gogh hafi rofið milljón doll- ara múrinn og á sama uppboði náði málverk eftir Edvard Munch hálfri milljón. Svo komið fæst varla riss eft- ir þessa menn fyrir þá upphæð, graf- íkverk eftir þann síðarnefnda í mörg- um útgáfum og eintökum náði sömu upphæð nýverið, og líkt og fróðir vita nálgast málverk van Goghs nú 100 milljón dollara múrinn. Sem fyrr hafa engir verið jafn lús- iðnir við að styrkja menningarlega ímynd sína og Bandaríkjamenn. Mun mörgum Evrópubúanum koma spánskt fyrir sjónir að málverkið „Homecoming Marine“ eftir Norman Rockwell (1894–1973), málað 1945, var slegið á 9,2 milljónir dollara á uppboði hjá Sotheby’s 24.–25. maí (matið 3,5). Rockwell var um áratuga- skeið ástsæll teiknari (illustrator) í Saturday Evening Post, trúlega mun staðbundin frægðin og minning- argildið hafa haft nokkuð að segja því nafn hans er ekki finnanlegt í alþjóð- legum uppsláttarbókum myndlistar í minni eigu. Einnig komu nær óþekkt- ir rússar hér við sögu eins og Ivan Aivazovsky (1817–1900), en málverk hans „Málaliðar við Dnjepr“ var sleg- ið á þreföldu matsverði eða 3,3 millj- ónir dollara. Nær okkur er Boris Is- railovitch Anisfeld (1879–1973), málverk hans „Alder Grove-Tver“ var slegið á 1,3 milljónir dollara eða nær fimmfalt yfir matsverði (!), nafn lista- mannsins fann ég sömuleiðis hvergi í uppsláttarbókum. Þá var málverk eft- ir Fridu Kahlo slegið á 5,6 milljónir dollara sem er metverð á verki suður- amerísks myndlistarmanns, seljand- inn galt fyrir það 60.000 dollara 1982 sem þótti mikið í „den tid“. Vextirnir hér óneitanlega nokkrir og við þetta má bæta að um var að ræða eitt af fáum málverkum listakonunnar sem á löglegan hátt hafa farið út fyrir landa- mæri Mexíkó, þar halda menn nefni- lega með járngreipum utan um þau. Enginn skyldi samt draga þá ályktun að hér sé einungis um liðna myndlist- armenn að ræða því verk nokkurra ofar foldu, jafnvel á miðjum aldri, hafa náð vel yfir tug milljóna dollara á uppboðum. Þá ætti það trúlega að snerta einhverja hérlenda að örfá riss hins rússneskfædda Ilya Kabakov, seld á 16.000 pund 1988, voru slegin á nær hálfa milljón dollara á fyrrnefndu uppboði, meira en tíföldu matsverði! Loks má geta þess að vatnslitamynd eftir Turner var slegin á 5,8 milljónir punda á uppboði hjá Christie’s í fyrstu viku júnímánaðar eða 10,98 milljónir dollara. Ósjálfrátt kemur upp í hugann hvers virði frábærustu vatnslitamyndir Ásgríms Jónssonar skyldu vera ef hann hefði fæðst ann- ars staðar en á þessu útskeri. Vel að merkja er nú síður á ferð afmarkaður og uppskrúfaður markaður ungra spákaupmanna, mun frekar við- gangur á heimsvísu. Í ljósi þess að sitthvað virðist hafafarið úrskeiðis í ákafa íslenskuþjóðarinnar við að draga dám afútlandinu, þótti skrifara ástæða til að árétta þessa þróun á listamark- aði. Virðist sem einkum skuli áherslur skara ytra byrði og sýndarmennsku sem er lítið uppörvandi og afar tak- markað bakland hvað miðlun skap- andi athafna snertir. Og þótt uppboð og listamarkaðir feli ekki í sér neina ótvíræða löggildingu á listgildi lista- verka, á stundum fjarri því, ber upp- gangurinn í sér mikilsverða við- urkenningu á gildi og verðmæti andlegra athafna. Afsprengi hins sér- tæka flæðis hugarorkunnar. Meira af áherslum Norman Rockwell (1894-1978): Homecoming Marines, 1945, slegin á 9,2 millj- ónir dollara á uppboði Sotheby’s, New York 24.-25. maí (áður metin á 3,5 m.). SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson 26 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einhvers staðar í hugskotinu hefur lif-að endurskin af grænum görðum íNorðurmýrinni, þar sem heill her-skari af stelpum í ljósum sum-arkjólum og hálfsokkum réð ríkjum. Þarna voru engir strákar fyrir utan tvo eða þrjá sem skiptu engu máli en fengu að vera með í saltabrauðsleik þar sem við lögðum allt hverfið undir okkur eða kýló sem ævinlega var leikið fyrir framan litlu trésmiðjuna hans Jó- hanns á Auðarstræti 17. Og upp úr þessum jarðvegi spratt félagsskap- urinn Kátar vinkonur fyrir rúmlega hálfri öld, án stofn- skrár og formlegs félagatals en þó var Jóhanna með öll nöfnin á hreinu nú í vor þegar hún kallaði okkur saman, 11 talsins, til endurfunda í gamla hverfinu okkar. Í raun réttri finnst mér furðulegt að ég skuli hafa verið innvígð í þetta félag því ég var yngst af stelpunum og annálaður fýlupúki. En for- ingjarnir, þær Anna prests og Magný, hafa sjálfsagt ekki viljað skilja neinn útundan enda kristin trú í hávegum höfð á heimilum beggja. Stofnfundurinn fór fram á litla túninu fyrir neðan Þorfinnsgötuna, þar sem tilvonandi meðlimum var raðað á bekk og okkur lesinn pistillinn. Úr honum er mér minnisstæðust sú fyrirskipun að við mættum alls ekki reykja eða drekka. „Mamma mín reykir og segir að það sé allt í lagi,“ sagði ein dálítið kokhraust. „Og mamma hennar Guðrúnar reykir líka og spilar meira að segja bridds,“ sagði önnur meinfýsin og nú munaði minnstu að ég færi í fýlu. En for- ingjarnir gerðu gott úr þessum orðaskiptum, eins og þeim var lagið, og ekki man ég til þess að reglurnar hafi verið þverbrotnar á blóma- tímum félagsins, hvað sem síðar varð. Starfsemin fór nánast öll fram utandyra enda húsakynni þröng og ekki til siðs að leyfa einhverjum að vera inni hjá sér eins og það var kallað. En í guðshús voru að sjálfsögðu allir velkomnir og þangað skeiðuðum við eftir að hafa innbyrt sunnudagslærið, fengum bibl- íumyndir og fallegan boðskap sem við skildum mismikið í, enda börn ekki komin í tísku. Eftir messu hélt svo hópurinn gegnum braggahverf- ið á Skólavörðuholtinu niður í KFUK, þar sem sálmar séra Friðriks Friðrikssonar voru sungnir í bland við leikþætti, upplestur og happdrætti. Stöku utanfélagskona slæddist stundum með og minn kristilegi kærleikur snerist upp í gallharða öfund þegar Bára dró þar forláta seðlaveski þennan eina sunnudag vetrarins sem hún setti Guð í öndvegi. Eftirminnilegasti þáttur í starfi félagsins var hjólreiðaferð eftir reykvískum mal- argötum upp í óbyggðir. Þar stóð gamli Árbær í eyði og beið eftir glæstri framtíð sem byggðarsafn en skammt þaðan var sumarbú- staður foreldra Ástu þar sem við köstuðum mæðinni, snæddum nestið og lékum okkur svo í guðsgrænni náttúrunni þar til heim var haldið. Þetta afrek var lengi í minnum haft. Þegar við hittumst hjá henni Jóhönnu um daginn mundi engin hversu lengi félagið hefði starfað eða hvort það hefði nokkru sinni verið formlega lagt niður. En við vorum allar sammála um að ræt- urnar frá þessum árum stæðu djúpt og stöku minningabrot vöktu skellihlátur. Samt var það samkennd þessara ólíku ein- staklinga á viðkvæmu bernsku- skeiði sem risti dýpst. Við vissum allar að á heimilum sumra var talsvert áfengi haft um hönd, ann- ars staðar bjó fólk við sárafátækt og frá ónefndum heimilum barst hávaði og rifrildi. Þetta ræddum við aldrei og ekki man ég eftir að Kátar vinkonur hafi skipað sér í goggunarröð. Það var heldur ekki ónýtt að eiga von á öflugum stuðningi á lóðinni framan við Austurbæjarskólann – löngu áður en menn uppgötvuðu fyrirbærið einelti. Kátar vinkonur eru nú komnar mislangt á sjötugsaldurinn en bera árin vel. ,,Engin okkar er orðin að kerlingu, “ sagði Sigga glaðlega og fyrir því skáluðum við í hvítvíni en sumar í vatni. Reglur félagsins hafa greinilega reynst lífseigar. Lífseigar leikreglur HUGSAÐ UPPHÁTT eftir Guðrúnu Egilson Barn að leik í Norðurmýrinni. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.