Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 31
UMRÆÐAN
Haðaland - Einbýli í Fossvogi
Vorum að fá í einkasölu eitt glæsilegasta einbýlishúsið í Fossvoginum. Húsið er allt á einni hæð og er sér-
lega vel skipulagt. Fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús og stórar glæsilegar stofur. Arinn er í stofu.
Hús, garður og lóð hafa fengið gott viðhald. Gluggasetning í stofum nær frá gólfi og í loft sem gefur húsinu
mikla og skemmtilega birtu, ásamt því sem flæði hússins er mjög gott. Húsið stendur innst í botnlanga og
ekki langt frá skóla. 5957
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Smiðjustígur.
Einbýli með þremur aukaíbúðum og byggingarrétti
Falleg 290 fm húseign, kj., hæð og ris, í miðborginni með byggingarrétti að
öðru einbýli/þríbýli á lóðinni. Tvær aukaíb. eru í kj. Húsið er mikið endurnýjað á
undanförnum 3-4 árum, m.a. allt járn og tréverk utan á húsinu, gler og gluggar.
Einnig hefur önnur stúdíóíb. í kj.hússins verið nánast öll endurnýjuð. Auðvelt að
breyta húsinu í eina íbúð. Nýleg um 100 fm vönduð verönd með skjólveggjum
við húsið og þaðan gengið á um 150 fm hellulagða lóð. Á lóð hússins er 26 fm
frístandandi gestahús (íbúð) sem er í útleigu í dag.
Smáraflöt-Garðabæ.
Sigvaldahús
Glæsilegt 251 fm einbýlishús auk 37 fm bílskúrs, afar vel staðsett á besta
stað í enda götu við opna svæðið, hraunið og lækinn neðst á Flötunum.
Húsið og innréttingar allar eru teiknaðar af Sigvalda Thordarsyni og skip-
tist í forstofu, eldhús, samliggjandi stofur með arni, 5 svefnherb. og tvö
baðherbergi, annað inn af hjónaherbergi auk sjónvarpsstofu, þvottaherb.,
snyrtingu og geymslna í k. 990 fm lóð, ræktuð og frágengin með verönd.
Hiti í stétt fyrir framan hús og í innkeyrslu að bílskúr.
Stekkjarsel.
Mjög fallegt 249 fm einbýlishús
með 44,0 fm innb. bílskúr. Nýlega
endurnýjað eldhús, björt stofa
með góðri lofthæð, um 30 fm sjón-
varpsstofa, 4 herb. og flísalagt
baðherb. Suðurgarður með miklum
timburveröndum og heitum potti.
Hiti í innkeyrslu og stétt. Hús
málað að utan sl. sumar.
Vönduð eign sem hefur fengið
gott viðhald. Verð 53,5 millj.
Austurgerði
264 fm einbýlishús á tveimur
hæðum með 23 fm innb. bílskúr á
þessum gróna og eftirsótta stað. Á
efri hæð eru forstofa, samliggj.
bjartar stofur með útg á lóð til
suðurs, eldhús með ljósum
harðviðarinnrétt., 1 herb. og rúm-
gott flísalagt baðherb. auk gesta
w.c. Niðri eru stór sjónvarpsstofa,
3 rúmgóð herb. og baðherb. auk
um 70 fm gluggalausu rými. Húsið
er nýlega klætt að utan. Ræktuð
lóð. Verð 57,9 millj.
Hrauntunga-Kópavogi.
Fallegt 263 fm einbýlishús á
tveimur hæðum. Eignin er vel
staðsett í suðurhlíðum Kópavogs
og nýtur mikils útsýnis.
Samliggjandi stofur með arni, eld-
hús með nýjum tækjum, 4 herbergi
og baðherbergi. Bílskúr innréttaður
sem lítil íbúð. Hús nýlega málað og
þak nýlegt. Gróin lóð sem er að
hluta endurnýjuð. Mikil veðursæld.
Verð 53,0 millj.
Nesbali-Seltjarnarnesi
Fallegt og vel skipulagt um 290 fm einbh., á einni hæð með um 80 fm tvöf. bíl-
skúr á sunnanverðu nesinu. Eldhús með hvítri ALNO innréttingu og vönduðum
tækjum, gengið í sólskála úr eldhúsi
sem býður upp á mikla möguleika,
stofa og borðst., m.miklum glugg-
um, 4 svefnherb. auk sjónvarps-
rýmis/ skrifstofu og rúmgott
baðhb.,auk gestasnyrtingar. Stórt
yfirbyggt anddyri og 20 fm herb.
undir bílskúr. Parket og flísar.
Ræktuð lóð með timburverönd til
suðurs. Hellulögð upphituð
innkeyrsla.
Einstök eign á eftirsóttum stað í
grónu og rólegu hverfi.
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali.
Njálsgata 38
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-15
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Sjarmerandi og vel skipu-
lögð 2ja herb. íbúð, sam-
byggt 42 fm sérbýli á einni
hæð með sérinngangi.
Gengið er inn bakatil. Inn-
an íbúðar er eitt rúmgott
svefnherbergi með góðu
skápaplássi. Forstofan er
dúklögð. Rúmgott eldhús
með furuinnréttingu og
borðkrók. Stofan til hliðar
við forstofu. Baðherbergi
með sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél, dúkur á gólfi. Parket á stofu og
herbergi. Klæðning í lofti og einangrun í eldhúsi og svefnherbergi var end-
urnýjuð á þessu ári. Rafmagnstafla er endurnýjuð. Geymsluris yfir hluta
íbúðar og skriðkjallari. Verð 13,8 millj.
Þórunn Gréta tekur á móti ykkur í dag frá kl. 14-15.
arflokksins, Halldór Ásgrímsson,
hafa beinlínis verið holdgervingar
stóriðjustefnunnar. Þau hafa keyrt
hana áfram af miklu offorsi og beitt
til þess af óbilgirni og hörku afli, fjár-
munum og valdi ríkisins. Þar varð
engin breyting á 2003. Það er ein-
hver undarlegasta söguskýring sem
ég hef lengi heyrt að með breyt-
ingum á raforkulögum og innleiðingu
orkutilskipunar Evrópusambandsins
í raforkumálum á Íslandi hafi orðið
grundvallarbreyting hvað varðar af-
stöðu Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins og framgöngu rík-
isstjórnar þeirra í stóriðjumálum.
Þess sér hvergi stað. Ef eitthvað er
hefur stóriðjustefnan verið keyrð
áfram af enn meiri ákefð nú síðustu
misserin en áður. Nokkrar stað-
reyndir þessu til rökstuðnings:
1. Ríkið á og rekur sérstakt fyr-
irtæki, Fjárfestingastofuna, sem hef-
ur gagngert það hlutverk að laða
hingað erlenda aðila, ekki síst til fjár-
festinga í orkufrekum iðnaði.
2. Ríkið var samningsbundinn
þátttakandi í undirbúningi, yf-
irstandandi framkvæmda og er
áfram í undirbúningi verkefna sem
ætlunin er að ráðast í á næstu miss-
erum.
3. Ríkið á helminginn í Lands-
virkjun og fyrirtækið heyrir undir
iðnaðarráðherra og hann tilnefnir
stjórnarmenn í fyrirtækinu. Ríkið
samþykkir ábyrgðir á lánum þegar
Landsvirkjun ræðst í stórfjárfest-
ingar ásamt með sveitarfélögunum
sem eiga fyrirtækið á móti ríkinu.
4. Iðnaðarráðherra, fyrir hönd rík-
isstjórnar, hefur undirritað og verið
aðili að viljayfirlýsingum um und-
irbúning stóriðjuverkefna, eins
þeirra sem fyrirhugaðar eru og
hinna sem eru í gangi. Síðasta og
nærtækasta dæmið er viljayfirlýsing
Alcoa, ríkisstjórnarinnar og Húsa-
víkurbæjar um álver á Húsavík, sbr.
fréttatilkynningu sömu aðila frá 17.
maí sl. Sjá t.d. heimasíðu iðn-
aðarráðuneytisins.
5. Ríkisstjórnin hefur endurtekið
beitt sér fyrir eða a.m.k. reynt að
beita sér fyrir lagabreytingum sem
haft hafa þann yfirlýsta tilgang að
greiða götu stóriðjustefnunnar.
6. Í riti sem finna má á heimasíðu
iðnaðarráðuneytisins og kallast Meg-
inverkefni og
áherslur á sviði iðn-
aðar- og viðskipta-
mála 2003–2005 seg-
ir m.a. á bls. 11 undir
fyrirsögninni Stór-
iðja: „Undir forystu
iðnarðar- og við-
skiptaráðherra hef-
ur verið unnið öt-
ullega að því að
breyta ónýttum
verðmætum sem
fólgin eru í óbeisl-
aðri orku fallvatna
og jarðvarma í raun-
veruleg verðmæti.“ Síðan eru helstu
afrek á sviði stóriðjuframkvæmda og
fyrirhugaðra stóriðjuverkefna talin
upp. Sjá aftur heimasíðu ráðuneytis
Jóns Sigurðssonar.
Með öðrum orðum; stór-
iðjustefnan er virk, hún er miðlæg í
áherslum ríkisstjórnarinnar í at-
vinnumálum og ráðherrar hæla sér
af henni, eða gerðu a.m.k. til skamms
tíma. Ómældum opinberum fjár-
munum ríkisins og fyrirtækja í op-
inberri eigu hefur verið, og er, varið
til áróðurs fyrir stóriðjustefnunni.
Þeir sem staðið hafa í lappirnar í
þágu íslenskrar náttúru og andæft
eyðileggingu hennar á altari stór-
iðjustefnunnar undanfarin ár sættu,
allavega lengi framan af, miklu
ámæli einkum og sér í lagi frá áköf-
ustu boðendum stóriðjufagnaðar-
erindisins. Um það vitum við Vinstri
græn allt sem vitað verður.
Annað dæmi mjög skylt um æv-
intýraleg öfugmæli iðnaðarráðherra,
Jóns Sigurðssonar, sem á
stuttum ferli hefur náð að
koma á óvart fyrir hug-
kvæmni í þeim efnum, eru
ummæli hans um hina var-
færnu nálgun stjórn-
arinnar, hinn vandaða um-
hverfisundirbúning
Kárahnjúkavirkjunar og
hvernig ríkisstjórnin hafi
umgengist landið af full-
kominni virðingu. Sjá Mbl.
12. júní sl. Ekkert er fjær
sanni. Kárahnjúkavirkjun
er einmitt ljótasta dæmið
hingað til um misbeitingu
pólitísks valds þar sem hin faglegu
sjónarmið í umhverfismálum voru að
engu höfð. Það er ekki seinna vænna
en að iðnaðarráðherra, Jón Sigurðs-
son, og einn af kandidötum til for-
mennsku í Framsóknarflokknum átti
sig á því að Kárahnjúkavirkjun fékk
falleinkunn hjá hinum faglegu um-
hverfismatsaðilum. Skipulags-
stofnun lagðist gegn framkvæmdinni
með þeim rökum að henni fylgdu um-
fangsmikil, óafturkræf og neikvæð
umhverfisáhrif. Það var hins vegar
umhverfisráðherra úr röðum fram-
sóknarmanna sem með pólitísku
handafli sneri þeim úrskurði við og
heimilaði framkvæmdina. Þessu er
ekki hægt að lýsa á þann hátt sem
Jón Sigurðsson gerir tilraun til á
fyrstu dögum sínum í embætti nema
fyrir liggi og viðurkennt sé að við-
komandi tali jafnan í öfugmælum.
’… stóriðjustefnan ervirk, hún er miðlæg í
áherslum ríkisstjórn-
arinnar í atvinnumálum
og ráðherrar hæla sér af
henni, eða gerðu a.m.k. til
skamms tíma. ‘
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.