Morgunblaðið - 09.07.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.07.2006, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 25. júní síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild D1 í Sunnuhlíð fyrir góða umönnun og hlýju. Hjörleifur Guðnason, Margrét Hjörleifsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Elín Hjörleifsdóttir, Sumarliði Aðalsteinsson, Guðni Hjörleifsson, Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Ingólfur Hjörleifsson, Steinunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri ÖRN JÓHANN ÁRNASON, Hólmgarði 29, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudaginn 5. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á F.A.S., sími 898 5819. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Erla Arnardóttir, Reynir Strandberg Arnarson, Selma Margrét Arnardóttir, Gylfi Pétursson, Linda Borg Arnardóttir, Gunnlaugur Gíslason, Þórdís Sigurðardóttir, Ingibjörg Eggertsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR KOLBEINSSON, Miðstræti 22, Neskaupstað, lést miðvikudaginn 5. júlí á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. Hjördís Arnfinnsdóttir, Kristín Steingrímsdóttir, Mikael Hansen, Andrés Kolbeinn Steingrímsson, Hulda Óladóttir, Sigurður Þór Steingrímsson, Rúnar Þröstur Steingrímsson, Arnfinnur Ægir Steingrímsson, Hjørdis Nielsen og barnabörn. Elsku móðir, tendamóðir og amma, SIGRÚN HJÖRDÍS EIRÍKSDÓTTIR, andaðist föstudaginn 7. júlí á hjúkrunarheimilinu Víðinesi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Haraldur Gunnarsson, Lilja Hólm Ólafsdóttir, Eiríkur Haraldsson, Ólafur Aron Haraldsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK HALLDÓR VALGEIRSSON, Suðurgötu 72, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 4. júlí á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 12. júlí kl. 13.00. Hólmfríður Ragnheiður Jónsdóttir, Jón Valgeir Halldórsson, Ingþór Halldórsson, María Dögg Halldórsdóttir, Ævar Örn Magnússon og barnabörn. ✝ Hafþór Guð-mundsson fædd- ist á Hrafnhóli í Hjaltadal 6. janúar 1918. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund við Hring- braut 8. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Benjamíns- son, bóndi í Smiðs- gerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði, f. á Ingveldarstöðum í Hjaltadal í Skagafirði 5. mars 1883, d. 30.desember 1961, og kona hans Anna Jónsdóttir hús- freyja, f. á Syðri-Bægisá í Öxnadal í Eyjafirði 18. júní 1877, d. 6. júlí 1969. Hafþór átti einn bróður, Árna Guðmundsson múrarameist- ara í Reykjavík, f. í Viðvík í Viðvík- Kristín Ragnheiður, f. 15. júlí 1965, búsett erlendis, og 3) Sigurð- ur Kolbeinn, f. 1. nóvember 1969, rekur fyrirtæki í Mosfellsbæ. Dótt- ir Sigurðar er Solveig Rut nemi í Menntaskólanum við Sund, f. 28. júní 1988. Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1941, cand. juris frá Há- skóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnar- farsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946–1947, og síðan til Frakklands, 1947–1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lög- fræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desem- ber 1951, var tímabundið bæjar- fógeti í Neskaupstað og á Siglu- firði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfóg- etaembættisins til starfsloka. Útför Hafþórs var gerð í kyrr- þey, að ósk hins látna. urhreppi í Skaga- firði, 18. júlí 1919, d. 13. febrúar 1991. Hafþór kvæntist Sol- veigu Kolbeinsdótt- ur, magister í ís- lensku og íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands, f. á Skriðu- landi í Kolbeinsdal í Skagafirði 23. mars 1927, d. 5. ágúst 1984. Hún starfaði lengst af sem kennari við Kvennaskólann í Reykjavík, og starf- aði síðar á Handritadeild Lands- bókasafns. Hún var dóttir Kol- beins Kristinssonar fræðimanns og Kristínar Guðmundsdóttur, húsfreyju á Skriðulandi. Hafþór og Solveig eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Anna Benedikta, f. 31. maí 1964, d. 6. janúar 1986, 2) Elsku afi minn, það er sárt að missa þig strax, þó svo að þú hafir verið orð- inn gamall þá bjóst ég alls ekki við því að þú myndir fara strax. Þú varst orð- inn 70 ára gamall þegar ég fæddist. Þú varst fróðasti maður sem ég þekki og kenndir mér mikið, þú talaðir m.a. þýskuna reiprennanndi af því að þú bjóst úti um allan heim. Ég man alltaf eftir því þegar að ég fékk þýska bók um álfa frá þér í jólagjöf og þú last hana fyrir mig á þýsku og breyttir svo í íslensku svo ég skildi nú aðeins bet- ur um hvað sagan var. Alltaf þegar ég heimsótti þig spurðirðu út í hvernig mér gengi í skólanum og sagðir að ef eitthvað gengi illa hjá mér gæti ég alltaf beðið þig um hjálp, en annars vissirðu nú að allt gengi mjög vel. Þegar mig vantaði upplýsingar í sam- bandi við nám spurði ég þig og treysti á það sem þú sagðir. Fyrir mennta- skólann þurfti ég að velja auka tungu- mál til að læra, og þú sagðir mér auð- vitað að velja þýsku. Og þó svo að mér finnist þýskan alveg hræðilega leið- inleg þá mun ég ekki hætta að læra hana af því að þú sagðir mér að velja þýsku og ég treysti því að hún muni koma sér vel einn daginn. Mér hefur alltaf fundist gaman að ferðast og ég held að þú eigir ein- hvern þátt í því, af því að þú hefur ferðast út um allan heim og sagt mér frá nokkrum af þeim ferðum sem mér fannst mjög aðlaðandi. Þegar ég sagði þér að mig langaði að fara eitt- hvað út að læra spænsku þá varðstu mjög ánægður og þér leist alveg voða- lega vel á það. Sagðir að það væri mjög þroskandi að fara ein út í nám og að sjálfsögðu gott að læra nýtt tungumál, og þú sannfærðir foreldra mína um að leyfa mér að fara út, því fyrir þau var erfitt að senda litlu stelpuna sína eina út í heiminn. En ég ákvað að skella mér til Dóminíska lýð- veldisins í eitt ár og þér leist vel á það, þú vissir alveg þónokkuð um það land, en ekki margir þekkja það land hérna á Íslandi. Þú varaðir mig þó líka við, það væri erfitt að vera ein úti í landi þar sem ég skildi ekki neitt, án fjöl- skyldu og vina, en ég þyrfti bara að vera jákvæð og horfa á björtu hlið- arnar, en ef eitthvað kæmi upp á þá ætti ég bara að hringja í þig eða pabba og þið mynduð senda mig heim strax. Ég fór í ágúst 2005 og var mjög spennt, en sagði við mömmu að eina ástæðan fyrir því að ég myndi koma fyrr heim yrði sú að ef eitthvað skyldi koma fyrir þig, elsku afi. Og það gerð- ist, þú fékkst heilablóðfall í endaðan maí og lamaðist að hluta svo ég ákvað samdægurs að ég kæmi heim til að vera hjá þér. Ég kom svo heim um morguninn 2. júní og kom til þín eftir hádegi og sýndi þér myndir að utan. Þó svo að þú hafir ekki getað tjáð þig þá veit ég að þú varst mjög ánægður að sjá mig og þér fannst gaman að sjá myndirnar. Þú starðir á mig allan tímann og þegar pabbi talaði við þig þá horfðirðu samt á mig. Þú varst mjög hress þennan dag og pabbi og mamma voru hissa á því hvað þú hefð- ir hresst mikið á fáum dögum, og við héldum að þér myndi nú batna. En daginn eftir fór þér að hraka aftur og þú lést svo 8. júní, það var gott fyrir þig að þú fékkst að fara, af því að sein- ustu dagarnir þínir voru mjög erfiðir. Nú veit ég að þú ert á betri stað og þér líður vel, með Solveigu ömmu og Önnu Bennu, stelpunni þinni. Þín er sárt saknað, elsku afi, og ég mun aldrei gleyma þér, þú kenndir mér mjög mikið og ég met mikils allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég elska þig, elsku afi, þín Solveig Rut. Elsku besti Hafþór minn, ég kveð þig með söknuði. Við vorum góðir vinir og ég mun alla tíð muna vináttu okkar. Þú kenndir mér margt sem ég mun kenna börnunum mínum og vona að börnin mín þrjú munu kenna sínum börnum. Við áttum sérstaklega góða tíma saman og minnisstæðast er að þegar þú varst orðinn slappur á Skarphéð- insgötunni og ég kom og nuddaði á þér bakið og hendurnar og þér fannst það svo þægilegt. Svo gastu ekki hugsað um þig sjálf- ur og þú samþykktir að fara á dval- arheimilið Fell. Þegar þú varðst fyrir því að detta á Felli og lærbrotnaðir og sendur á Kumbaravog í sjúkraþjálfun héldum við að þú kæmir aftur á Fell, en það var ekki auðvelt að láta flytja þig til baka. Það tók okkur Sigga 2 og ½ ár að berjast fyrir því að fá þig aftur til Reykjavíkur og voru það skelfilega erfiðir tímar fyrir okkur því við gát- um ekki hugsað vel um þig vegna fjar- lægðar. Loksins fékkstu pláss á Grund og þakka ég guði fyrir það. Þú yngdist um mörg ár og varst farinn að sitja og ganga og spila ólsen ólsen við starfsfólkið þar. Þú varst alsæll á Grund og starfs- fólkið þar á heiður skilið því þau voru þér svo góð. Það birti svo alltaf yfir þér í desem- ber þegar þú vissir að þú værir að fara í jólaboð hjá foreldrum mínum á jóladag og þú kallaðir foreldra mína höfðingja, ég gleymi því aldrei hvað þú varst alltaf glaður þegar þú komst til þeirra. Svo varstu hrifinn af Hörpu Karen og Bjarna Marel og þau köll- uðu þig afa. Elsku besti vinur minn, ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þú ert á góðum stað og ert í faðmi Solveigar konu þinnar og Önnu Bennu dóttur þinnar. Koss og knús til þín, þín vinkona, Ásta. HAFÞÓR GUÐMUNDSSON Elsku afi. Afi minn. Mig langar svo að fá þig. Elsku afi minn, viltu vera hjá mér alla dag- ana? Ég elska þig. Kveðja, Harpa Karen. Elsku afi minn, ég vildi að þú værir ennþá hér. Ég man sko alltaf eftir bláa súkku- laðiboxinu þínu með rús- ínusúkkulaðinu. Kveðja, Bjarni Marel. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.