Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK eeee V.J.V, Topp5.is HVERNIG ÁTTU AÐ HALDA Í ÞANN SEM ÞÚ HEFUR ALDREI HITT. FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA KVIKMYNDIR.IS SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁ FRAMLEIÐENDUM „THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON TAKTU AFSTÖÐU. THE BREAK UP kl. 5:45 - 8 - 10:10 THE CLICK kl. 1 - 3:15 - 8 B.I. 10 FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 5:45 - 10:10 B.I. 12 BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 1 - 3:15 THE BREAK UP kl. 6 - 8:15 - 10:30 THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 - 10:30 CARS M/- ENSKU TALI kl. 6 - 8:30 - 10:50 BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 6 - 8:30 KEEPING MUM kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 10:50 B.I. 14.ÁRA. GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER ANISTON OG VINCE VAUGHN FARA HREINLEGA Á KOSTUM. VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER ANISTON OG VINCE VAUGHN FARA HREINLEGA Á KOSTUM. TAKTU AFSTÖÐU. THE BREAK UP kl. 8 - 10:10 BÍLAR M/- ÍSL TALkl. 2 - 5 CARS M/- ENSKU TAL. kl. 2 - 5 LAKEHOUSE kl. 8 - 10.10 TÓNLISTARHÁTÍÐIN Eistnaflug fer fram um næstu helgi í Neskaupstað, nánar til- tekið í Egilsbúð laugardaginn 15. júlí. Hátíð- in var haldin í fyrsta skipti í fyrra og er í fersku minni þeirra sem hana sóttu sökum frábærrar tónlistar og gríðarlegrar stemn- ingar, eins og Stefán Magnússon, primus motor hátíðarinnar kemst að orði. „Þetta gekk rosalega vel í fyrr en það vantaði kannski aðeins upp á að fólk hér fyrir austan kveikti á því hvers konar við- burð var um að ræða.“ Og Stefán segir að Eistnaflugið í ár verð- ur enn veglegra en í fyrra en þó með aðeins öðruvísi áherslum. „Það verður aðeins meira rokk og pönk og svo fær smá rjómi að fljóta með, Dr. Gunni og Fræbbblarnir.“ Eins og í fyrra fara rútur frá Reykjavík en að sögn Stefáns sýnist honum sem enn fleiri ætli að koma á einkabílum. „Allir þeir sem spiluðu í fyrra vilja koma aftur í ár og ég er enn að fá pósta frá hljóm- sveitum að biðja um að fá spila. Hátíðin hefst á hádegi og henni lýkur á miðnætti og svo verður bara klárað úr skápunum. Það er ekkert aldurstakmark þannig að um daginn verður bara pizza og gos en svo á ég von að það færist fjör í leikinn hjá hljómsveitunum um kvöldið.“ Stefán segir að tilgangurinn með þessari hátíð sé einnig að koma austfirskum hljóm- sveitum á framfæri og í ár troði nokkrar unglingahljómsveitir úr sveitinni upp. „Ég hlakka sérstaklega til að sjá þær spila og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta – bæði þeir sem hér búa og aðrir landsmenn.“ Gisting er í tjöldum og tjaldstæðið er frítt. Miðinn kostar 1000 kr, aldurstakmark er ekkert og allir eru velkomnir. Hljómsveitirnar: Hostile, Atrum, Nevolution, Dr. Gunni, Innvortis, Morðingjarnir, Concrete, Denver, Changer, Momentum, Sólstafir, Fræbb- blarnir, Darkness Crows, Þögnin, Severed Crotch, Without the Balls. Tónlist | Metal-hátíðin Eistnaflug verður haldin um næstu helgi í Neskaupstað Klárað úr skápunum www.myspace.com/eistnaflug Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Dr. Gunni er einn þeirra sem koma fram á Metal-hátíðinni Eistnaflugi. FYRSTA breiðskífa Snorra Snorrasonar, sig- urvegara síðustu Idol-stjörnuleitar, er ný- komin út og heitir hún Allt sem ég á. Athygli vekur að Snorri stýrði sjálfur upptökum á skífunni ásamt Vigni Snæ Vigfússyni og samdi hann einnig þrjú lög á henni, þar á meðal lagið „Farinn burt“ sem nýlega var sent í spilun á útvarpsstöðvar landsins en Snorri samdi einnig textann við lagið. „Þetta er ástartexti. Lagið fjallar um strák sem er ástfanginn af stelpu en hann fær hana ekki,“ segir Snorri og tekur það fram að textinn sé ekki byggður á persónulegri reynslu. Innblásturinn kemur bara Snorri segist einnig hafa samið nokkra texta á ensku sem Stefán Hilmarsson hafi síð- ar þýtt yfir á íslensku, en fleiri komu að textasmíðum á plötunni, þ.á m. Andrea Gylfa- dóttir. „Ég hef nú verið minnst í því að semja texta, það er kannski veikasta hliðin hjá mér,“ segir Snorri sem samið hefur fjölda laga í gegnum tíðina. „Það má segja að lögin sem ég hef samið hafi aðallega verið í poppstílnum, en það er reyndar svolítið erfitt að segja í hvernig stíl lag er fyrr en búið er að útsetja það.“ En hvaðan fær hann innblásturinn? „Hann kemur í raun bara hvenær sem er, maður finnur það svolítið hvort maður er skapandi eða ekki. Það kemur bara eitthvað inn í haus- inn á manni og maður fer þá bara og pikkar það upp.“ Varðandi upptökur á plötunni segir Snorri að hann hafi verið mjög virkur í öllu ferlinu en hann kom að útsetningum og stjórnaði þessu öllu ásamt Vigni Snæ Vigfús- syni gítarleikara „frá a til ö“ eins og hann orðar það. Snorri hefur mikla reynslu af plötuupptökum en hann sá m.a. um upptökur á nýjustu Jet Black Joe plötunni sem kom út fyrr á árinu. Á plötunni eru hvort tveggja frumsamin lög og tökulög. Snorri segist hafa fengið að ráða mjög miklu varðandi lagavalið. „Ég fíla flest af þessum lögum. Það er til dæmis lag þarna með Abba, „Chiquita“ en því er breytt tölu- vert svo það passi betur fyrir mig. Það er núna í svona popp/rokk fíling eins og platan í heild er. Þetta er til dæmis bara flott lag, þannig að þetta er einfaldlega spurning um útsetningar,“ segir Snorri. Eftir á að skipu- leggja útgáfutónleika fyrir plötuna en þeir verða að öllum líkindum í ágúst. Að sögn Snorra er ekki komið á hreint hvar þeir verða en hann segir að þetta verði stórir tónleikar. Idol-stimpillinn „Það er auðvitað alltaf einhver stimpill á þeim sem fara í Idol, að þeir séu karókí- söngvarar, séu bara frægir í skamma stund eða eitthvað slíkt. Ég held að þetta sé ein- faldlega bara spurning um það hvað menn geta. Það á bara eftir að koma í ljós hvað gerist í framtíðinni,“ segir Snorri sem greinilega hefur velt framtíðarferlinum eitt- hvað fyrir sér. „Ég er ekki karókí-söngvari. Maður er að semja tónlist, búa til tónlist og útsetja fyrir aðra. Maður spilar á hljóðfæri og svona. Það er bara vonandi að það rætist úr þessu. Ég geri örugglega öðruvísi plötu næst, sem verður með meira af frumsömdu efni í öðruvísi fíling. Ég hef alltaf verið hrif- inn af einfaldleika, þar sem ekki er mikið um flóknar og miklar útsetningar.“ Tónlist | Snorri Snorrason, sigurvegari Idol-stjörnuleitar, gefur út sína fyrstu plötu „Ég er ekki karókí-söngvari“ Snorri stýrði sjálfur upptökum á plötunni ásamt Vigni Snæ Vigfússyni og samdi einn- ig þrjú lög sem finna má á henni. Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.