Morgunblaðið - 12.08.2006, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HERÞOTURNAR FARNAR
Engin orrustuþota er nú eftir á
Keflavíkurflugvelli, en þrjár þotur af
gerðinni F15 flugu vestur um haf í
gærmorgun. Þotur á vegum varn-
arliðsins hafa verið hér á landi allt
frá árinu 1953. Tvær björgunar-
þyrlur liðsins verða áfram á Íslandi
fram í næsta mánuð.
Ályktun um vopnahlé
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í gærkvöldi ályktun um
tafarlaust vopnahlé í Líbanon. Mun
alþjóðlegt friðargæslulið aðstoða
Líbanonsher við að taka völdin af
Hizbollah í S-Líbanon og Ísraelar
hafa sig á brott.
Búnaður burt af hnjúkunum
Undirbúningur er hafinn hjá
verktakafyrirtækjum vegna brott-
flutnings búnaðar af virkjunarsvæð-
inu við Kárahnjúka, þar sem ýmsum
verkþáttum er lokið eða er að ljúka.
Fyrirséð er að einn risaboranna
ljúki verki sínu í lok ágúst og verður
þá byrjað að taka hann í sundur.
Rannsókn hófst fyrir ári
Yfirvöld í Bretlandi og Pakistan
yfirheyrðu í þær um 30 manns sem
grunaðir eru um aðild að hryðju-
verki sem átti að skipuleggja gegn
bandarískum farþegaflugvélum.
Rannsóknin á meintum hryðju-
verkahóp hefur staðið yfir í um ár.
Hugleikur hjá Penguin
Gengið hefur verið frá sam-
komulagi við Penguin-forlagið um
útgáfu á bók bók Hugleiks Dags-
sonar, Forðist okkur. Bókin verður
gefin út á ensku í Bretlandi í haust,
og síðar í Bandaríkjunum, Suður-
Afríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi,
og mun Penguin sjá um markaðs-
setningu bókarinnar.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Bréf 32
Viðskipti 14 Minningar 35/39
Erlent 20/22 Kirkjustarf 39/40
Minn staður 20 Myndasögur 44
Landið 21 Dagbók 44/47
Suðurnes 22 Víkverji 44
Akureyri 22/23 Velvakandi 45
Árborg 23 Staður og stund 46
Daglegt líf 24/26 Bíó 58/61
Menning 27, 48/53 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Staksteinar 55
Umræðan 30/34 Veður 55
* * *
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
ÖRYRKJABANDALAG Íslands
(ÖBÍ) hefur farið fram á það við
stjórnir lífeyrissjóðanna að fallið
verði frá
ákvörðun um
að skerða eða
fella niður líf-
eyrisgreiðslur
öryrkja í síð-
asta lagi
fimmtudaginn
17. ágúst, eða
að öðrum kosti
verði fram-
kvæmdinni
frestað ótíma-
bundið til að eðlilegur tími gefist til
að skoða álitamál sem upp eru kom-
in.
Sigursteinn Másson, formaður
ÖBÍ, segir að á fundi með forsvars-
mönnum Greiðslustofu lífeyrissjóð-
anna í gær hafi komið fram að
hvorki Greiðslustofan né Lands-
samband lífeyrissjóða hafi umboð til
að semja við ÖBÍ vegna málsins.
Því hafi verið farin sú leið að senda
erindi til stjórna þeirra 14 lífeyr-
issjóða sem málið varði.
Meirihluti með undir
125 þúsund á mánuði
„Þetta á að bresta á eftir tvo og
hálfan mánuð og er – miðað við það
sem við höfum fengið að sjá – allt að
þriðjungs skerðing á heildartekjum
fólks,“ segir Sigursteinn. Hann seg-
ir að einkum sé um að ræða fólk
sem hafði fremur lágar tekjur áður
en það var metið til örorku, gjarnan
verkamenn, fiskvinnslufólk og sjó-
menn.
Greiðslur frá lífeyrissjóðunum til
um 2.300 öryrkja falla niður eða
skerðast frá og með 1. nóvember
nk., verði lífeyrissjóðirnir ekki við
beiðni ÖBÍ um að breyta ákvörðun
sinni, eða fresta framkvæmd henn-
ar. Meirihluti þeirra, samtals 1.761
einstaklingur, var með undir 1,5
milljónir króna í heildartekjur á síð-
asta ári, eða undir 125 þúsund krón-
ur á mánuði. Þá falla að fullu niður
greiðslur til 745 öryrkja sem höfðu
undir 1 milljón króna í heildar-
tekjur á síðasta ári.
„Það er fjöldinn allur af fólki sem
leitar til okkar og hefur samband
við okkur sem er örvæntingarfullt.
Örvænting er farin að grípa um sig
meðal fólks. Við höfum sagt að
þetta geti ekki orðið niðurstaðan,
vegna þess að þetta er ekki bara
sennilega ólöglegt, heldur líka full-
komlega óréttlátt,“ segir Sigur-
steinn.
ÖBÍ vill að lífeyrissjóðir hætti við skerðingu eða fresti henni
Örvænting farin að grípa
um sig vegna skerðingar
Sigursteinn
Másson
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
ROGER Hodgson, ein helsta driffjöður hljóm-
sveitarinnar Supertramp, hélt tónleika á Broad-
way í gærkvöldi en þar lék hann eigin lög,
bæði af sólóplötum sínum en einnig lögin sem
hann gerði ódauðleg með Supertramp. Tónleik-
arnir voru vel sóttir og góð stemning ríkti með-
al tónleikagesta. Áður en Hodgson steig á
sviðið á Broadway lék tónlistarmaðurinn KK
fyrir gesti.
Morgunblaðið/Eggert
Roger Hodgson heillaði gesti á Broadway
EFTIRSPURN eftir plássum á frí-
stundaheimilum grunnskólabarna í
Reykjavík hefur aukist frá því í fyrra
og nemur aukningin um 300 til 400
plássum. Til þess að bregðast við
aukinni eftirspurn hefur Reykjavík-
urborg að undanförnu auglýst eftir
fólki til hlutastarfa á frístundaheim-
ilunum en illa hefur gengið að ráða í
stöðurnar. Einungis er búið að
manna 80 stöður og þarf Reykjavík-
urborg að manna 142 stöður til við-
bótar ef reka á öll frístundaheimili
borgarinnar með góðu móti.
Björn Ingi Hrafnsson, formaður
borgarráðs, segir að vanda frí-
stundaheimilanna svipi til þess
vanda sem flestar umönnunarstofn-
anir þurfi að glíma við. Atvinnuleysi
sé í algjöru lágmarki og þar sem um
hlutastörf er að ræða, sem aðallega
eru sótt af ungu fólki, sé borgin í
samkeppni við verslanir og þjónustu-
fyrirtæki um starfsfólk. Björn segir
ennfremur að vandamál við mönnun
heimilanna komi upp á hverju hausti
og Reykjavík sé ekki eina sveitarfé-
lagið sem glími við það. „Vandamálið
er árvisst en við vonumst til að skrið-
ur komist á ráðningarnar þegar
mennta- og háskólanemar hafa feng-
ið stundaskrár í hendur og geta ráð-
stafað tíma sínum,“ segir Björn.
Reynt að fá mannskap úr
röðum stúdenta og aldraðra
Björn telur ekki nægilegt að taka
upp kjarasamninga eins og nýlega
hafi verið gert heldur verði jafnframt
að leita nýrra leiða til að manna stöð-
urnar. „Við teljum að það sé mikill
mannauður í röðum stúdenta í borg-
inni og það sama gildir um eldri
borgara,“ segir Björn og kveður
borgaryfirvöld hafa hug á því að
ræða við hagsmunafulltrúa skóla-
fólks og eldri borgara um stöðu-
gildin. „Við erum að reyna að fá
borgarbúa til að ganga til liðs við
okkur þar sem um mikilvæga sam-
félagsþjónustu er að ræða sem fljótt
kemur niður á samfélaginu sé hún
skert,“ segir Björn og bendir á að fái
börn ekki vistun á frístundaheimil-
um geti það haft þær afleiðingar að
fjarvistum foreldra þeirra frá vinnu
fjölgi í kjölfarið.
Vantar fólk á frístundaheimili
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
BIRKIR J. Jónsson tilkynnti í gær
að hann myndi sækjast eftir emb-
ætti ritara Framsóknarflokksins en
kosið verður til stjórnar á flokks-
þingi 18.–19. ágúst næstkomandi.
Birkir Jón var kosinn á þing fyrir
Framsóknarflokkinn í norðaustur-
kjördæmi í kosningum 2003.
Í tilkynningu frá honum segir: „Á
komandi flokksþingi verður kosið
um nýja forystu Framsóknarflokks-
ins. Mikilvægt er að sú forysta hafi
breiða skírskotun til aldurs, búsetu
og kynjasjónarmiða. Á undanförn-
um vikum hafa fjölmargir flokks-
menn hvatt mig til að gefa kost á
mér til embættis ritara Framsókn-
arflokksins og hef ég nú ákveðið að
verða við þeirri áskorun félaga
minna.“
Haukur Logi Karlsson, fyrrver-
andi formaður Sambands ungra
framsóknarmanna, hefur einnig
gefið kost á sér í embætti ritara og
því er ljóst að kosið verður í öll
æðstu embætti Framsóknarflokks-
ins á flokksþinginu.
Í framboði til
ritara Fram-
sóknarflokks