Morgunblaðið - 12.08.2006, Side 26

Morgunblaðið - 12.08.2006, Side 26
Ekki gera eins og húnmamma þín segir þér!hljómaði í höfðinu á mérþar sem ég leið eftir göt- um Bibione á silfurgráum hjólhesti. Þó að raddir Karíusar og Baktusar væru háværar náðu þær ekki að spilla gleðinni yfir því að vera loks komin á hjólið. Ástæðan fyrir þess- um röddum í höfði mínu var einföld. Strax á leið af flugvellinum í Trieste til Bibione lagði fararstjóri Terra Nova, Elísa Sigurðardóttir, áherslu á það við okkur sem vorum að koma að rétt væri að leigja hjól um leið og á hótelið væri komið en hópurinn sem ég var með hundsaði hið góða ráð frá miðvikudegi fram á laug- ardag og Elísa hefði þess vegna get- að verið mamman að gefa barninu sínu góð ráð sem það síðan vildi alls ekki fara eftir. Fyrstu dagar okkar í Bibione fóru þess vegna í hálf- ráðleysislegt ráf um götur bæjarins sem virðast teygja sig endalaust þegar maður er á tveimur jafn- fljótum, en verða afar þægilegar yf- irferðar, allt er á jafnsléttu, þegar sest er upp á hjólhestinn. Hægt er að leigja hjólið á íbúðahótelinu og verði er mjög stillt í hóf, vikan kostar tíu evrur, sem eru tæpar þúsund krón- ur. Planetarium Village heitir hinn nýi gististaður Terra Nova í Bibione. Village er réttnefni á staðnum því að ekki er hægt að kalla þetta neitt ann- að en þorp. Þeir sem ekki vilja hreyfa sig að neinu öðru leyti en því að fara að sundlauginni og að mat- arborðinu, komast upp með það því að sundlaugargarðurinn er afar glæsilegur og veitingastaðurinn í miðju þorpsins fullnægir öllum frumþörfum magans. Á staðnum er skemmtinefnd að störfum frá 10 á morgnana og langt fram á kvöld, þó að hvíldartíminn milli eitt og fjögur sé að sjálfsögðu virtur. Ég hef ekki áður gist á stað þar sem skemmtinefnd heldur uppi fjörinu. Fyrstu dagana fannst Ís- lendingunum þetta kannski hálf- vandræðalegt og neituðu feimnislega að taka þátt í því sem í boði var. Feimnin rann þó fljótt af yngstu ferðalöngunum sem tóku gjarnan þátt í dansi og dilli á sundlaug- arbakkanum, nú eða sundleikfiminni sem boðið var í seinnipart hvers dags. Í skemmtinefndinni eru krakk- ar á aldrinum 18 ára til 25 ára. Þau ganga á milli manna og hvetja til þátttöku í viðburðunum án þess þó að vera aðgangshörð og virða nei-ið sem oft hljómar af vörum þeirra sem vilja bara liggja og sóla sig. Krakkar sem ferðast einir með foreldrum sín- um þurfa þess vegna ekki að óttast leiðindi, öllum er boðið að vera með, svo fremi að foreldrarnir séu tilbúnir að sleppa hendinni af ungunum. Bibione er afar vel í sveit sett ef fólk hefur áhuga á því að keyra um og skoða áhugaverða staði. Elísa far- arstjóri er skjólstæðingum sínum innan handar við að útvega bíla- leigubíl og býr jafnvel til ferðaplan fyrir þá sem vilja til að sem mest verði úr ökuferðinni hverju sinni. Stutt er að fara til Slóveníu, Austur- ríkis og Króatíu og létu þeir sem fóru á þær slóðir afar vel af ferðunum. Draugabær um vetur Það er að vissu leyti furðulegt að dveljast á stað eins og Bibione. 13– 14.000 þúsund manns hafa þar fasta búsetu en íbúum fjölgar í 350– 450.000 manns yfir sumartímann þegar ferðamennirnir hópast að. Þegar ferðamannatímanum lýkur er öllum veitingastöðum lokað, hlerar negldir fyrir glugga og líflegur bær- inn breytist í draugabæ. Að sama skapi er notaleg stemning í bænum því að 99,9% þeirra sem eru á ferð- inni eru ferðamenn, afslappaðir og rólegir, og þess vegna er ekkert stress að sjá á nokkrum manni. Þó að hjólreiðamenn séu víða á ferðinni og kunni litlar sem engar umferðar- reglur og svíni gjarnan í bak og fyrir eru viðbrögðin eingöngu bros og vink og hvergi krepptan hnefa eða fúlan mann að sjá. Oft flaug í gegn- um huga minn að nú hlytum við að verða tekin á teppið fyrir glæfra- legar hjólreiðar en augljóslega var engin hætta á því. Meirihluti ferðamannanna á þessu svæði er Þjóðverjar. Flestir Ítalirnir sem starfa þarna við ferðaþjón- ustuna eru þýskumælandi. Ég þótt- ist ægilega forsjál og sniðug að demba mér á ítölskunámskeið þegar þessi ferð hafði verið áætluð því að mér þykir gaman að geta í það minnsta boðið góðan daginn skamm- laust og spurt til vegar á máli heima- manna. Það vakti lengi vel furðu mína þegar ég tíndi út úr mér þau ör- fáu orð sem ég kann í ítölsku að vera nánast alltaf svarað á þýsku og ég fékk þess vegna óvænta æfingu og upprifjun á skólaþýskunni sem þó auðvitað er bara hið besta mál. Fyrstu dagana okkar í Bibione var mikil hitabylgja að syngja sitt síð- asta. Við vorum vöruð við því að fljót- lega myndi skella á mikið þrumu- veður sem myndi þýða endalok hitabylgjunnar. Óveðrið lét þó bíða eftir sér í nokkra daga en að lokum dró blikur á loft. Veðrið gekk þó fljótt yfir og sólin skein að nýju næsta dag. Fljótlega eftir það fóru þó skýin að tínast upp á himininn að nýju og skyggðu loks alveg á gulu vinkonuna. Ekki vakti það áhyggjur á fyrsta degi og reyndar ekki öðrum heldur. Á þriðja degi sólarleysis fór þó að þyngjast á okkur brúnin og loks þegar himnarnir opnuðust og helltu niður regninu urðum við eig- inlega bara ferlega svekkt. Það rigndi látlaust í eina tvo daga og samferðamenn mínir sátu undrandi við gluggann og horfðu út því ekki var hundi út sigandi og veður- útkíkkið varð á endanum nánast súr- realískt. Rigningin var þó fljót að gleymast þegar næsti sólardagur rann upp og sú gula gladdi okkur hvern dag upp frá því og hver mínúta var nýtt til að steikja líkamann frá hvirfli til ilja. Terra Nova hefur í sumar til um- ráða 13 íbúðir í Planetarium Village en á næsta ári verða þær yfir tutt- ugu. Alls eru 218 íbúðir í þorpinu. Veitingastaðir í Bibione eru af öll- um gerðum en þó virðist verð alls staðar vera svipað. Elísa bendir jafn- an á tvo staði og er á engan hallað þó að tekið sé fram að veitingastaðurinn Apollo slær öllum öðrum við og ljóst að Elísa veit hvað hún syngur í þess- um efnum sem öðrum. Ég nefni líka S. Marco sem hópurinn minn hnaut um kvöld eitt og maturinn þar var af- ar góður og þjónustan til fyrir- myndar. Skemmtinefndin að störfum. Þeir sem vildu dansa með dilluðu sér í sund- lauginni og skemmtu þannig sér og áhorfendum sem lágu í leti.  FERÐALÖG | Bærinn Bibione á Norður-Ítalíu er nýr áfangastaður við Adríahafið Súrrealískt veðurútkíkk á sólarströnd Það rignir víðar en á Íslandi, eins og Sigrún Ásmundar komst að í langþráðri sólarlandaferð til Ítalíu nú nýlega. Pizzeria Apollo, Via Perseo, 56, I – 30020 Bibione (VE). Sími 043 143 587. www.pizzeriaapollo.it. Ristorante Pizzeria S. Marco SAS Viale Aurora, 39 Bibione (VE). Sími 0431 438232. Öll aðstaða í sundlaugargarðinum við gististaðinn Planetarium Village er til mikillar fyrirmyndar. 26 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST EKKI er um langan veg að fara frá Bibione til að komast með ferju til Feneyja. Einn dagur var þess vegna nýttur til að heimsækja þessar merku eyjar undir öruggri fararstjórn Elísu. Hún leiddi hópinn sinn um rangalana og vissi nákvæmlega hvert hún var að fara og hvernig best væri að nýta hinn stutta tíma. Sigling í gondóla var skemmtileg viðbót við skoðunarferðina og ómissandi hluti. Afar heitt var daginn þann sem við eyddum í Feneyjum og að lok- inni dvölinni voru menn orðnir ansi sljóir og þung- lamalegir. Í Feneyjum eru eðli málsins samkvæmt óteljandi brýr. Víða í tröppum slíkra brúa sátu menn sem voru að selja alls kyns varning, m.a. einhvers konar leir- gúmmídúkku-höfuð með hárbrúsk sem litlar hendur geta leikið sér að að móta eftir eigin hugmyndum. Ein íslenska hnátan vildi kaupa slíkt höfuð og rétti tvær evrur að manni sem sat með opinn plastpoka sér við hlið. Þar sem ég gekk í þvílíkum sljóleika eftir einni brúnni brá mér nokkuð við þegar skuggalegur náungi snaraðist fram úr mér með skrjáfandi plast- poka í höndunum. „Ha, þjófur,“ hugsaði ég. Þá gerist það að fram úr mér sviptist ein konan úr hópnum og nær í hnakkadrambið á náunganum sem þaut fram úr mér andartaki áður. Þar var þá komin móðir stúlk- unnar með evrurnar tvær. Sölumaðurinn hafði nefni- lega hirt evrurnar af stúlkunni og hlaupið af stað án þess að afhenda það sem keypt hafði verið. Móðirin var ekki á því að láta snuða dótturina og reif í skyrtu- brjóst mannsins og sagði á kjarnyrtri íslensku: „Dótt- ir mín var að kaupa þetta, þarna …!“ og hellti sér yfir manninn, á íslensku, sem varð svo hræddur að hann rétti henni pokann með öllum höfðunum í og lét sig svo hverfa með hraði. Þarna var sko alvöru íslenskur kjarnakvenmaður á ferðinni og ekki laust við að þjóð- ernisstoltið fyllti sljóan huga minn um stund. Dóttir mín var að kaupa þetta …! Í Feneyjum er eins gott að hafa góða leiðsögn til að villast ekki í hinum miklu rangölum. Þvottinn þarf að þurrka þó að enginn sé garðurinn og víða mátti sjá þvott hangandi milli gluggasyllna. STUTT er að fara með strætó frá Bibione til að heimsækja hinn skemmtilega dýragarð í Lignano, sem er næsti bær við Bibione, Parco Zoo Punta Verde. Garðurinn er frægur fyrir hve vel er hugsað um dýrin og þó að ætíð fari um mig heit samúðarbylgja þegar ég sé dýr í búri er því ekki að neita að vel fer um öll dýrin sem þar er að sjá. Það er vel þess virði að fórna einum degi í að heimsækja dýragarðinn og þar er að finna nánast öll dýr sem nöfnum tjáir að nefna. Meðal fjölda annarra dýra eru þar ljón, gíraffar, skógarbirnir, geitur og fuglar af ótrúlega margvíslegum teg- undum. Hinn dýrlegi dýragarður sia@mbl.is Morgunblaðið/Sigrún Ásmundar Parco Zoo Punta Verde, Via G. Scerbaneco, 19/1 – 33054 Lignano Sabbiadoro (UD). Sími 0431 428775 (r.a.) www.parcozoopuntaverde.it

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.