Morgunblaðið - 12.08.2006, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÁRÓÐURSSTRÍÐIÐ um Kára-
hnjúkavirkjun heldur áfram og svo
mun verða næstu vikur og mánuði.
Nú fer að líða að því að
vatni verður hleypt á
lónstæðið og mun um-
fjöllunin þá vænt-
anlega ná nýjum hæð-
um.
Hinar ýmsu hliðar
umræðunnar
Helstu þættir í um-
fjöllun sumarsins um
málið eru þessir:
Óbætanlegt land
fer undir lónið og
það mun valda var-
anlegum skaða á
ímynd öræfanna
sem óspilltra víð-
erna. Kringilsárr-
ani er í fronti um-
ræðunnar sem
griðland hreindýra
og heiðargæsa sem
fer undir vatn að
hluta.
Lögreglan brýtur
mannréttindi á
mótmælendum.
Þeir sem sam-
þykktu virkjunina
vissu ekki hvað þeir
voru að gera.
Virkjunarsvæðið er
stórhættulegt sprungusvæði.
Að nú sé rétt að láta staðar num-
ið, fylla ekki lónsstæðið og nota
virkjunarmannvirkin sem sýn-
ingarsali fyrir fræga listamenn
og greiða skaðabætur þeim sem
bíða tjón af þessari ráðstöfun.
Um allt þetta vil ég nefna nokkur at-
riði sem mér finnst skipta máli að
halda til haga.
Samþykkt Alþingis
Í fyrsta lagi var virkjunin sam-
þykkt af miklum meirihluta Alþing-
is. Aðeins níu þingmenn greiddu at-
kvæði á móti henni. Málið fór alls
staðar í gegn um lögmætan und-
irbúningsferil. Rannsóknir hafa
staðið í áratugi á þessu svæði.
Ég var einn af þeim sem sam-
þykktu virkjunina og mér var full-
ljóst að hér var verið að fórna fallega
grónu landsvæði í hálsinum austan
við Jökulsá í Dal auk árfarvegarins
frá Kárahnúkum inn að jökli. Þannig
hygg ég að flestum þingmönnum
sem samþykktu virkjunina hafi verið
farið. Ég sé vissulega eftir þessu
landi, en tel fórnina réttlætanlega.
Ég er þess fullvíss að hreindýrunum
og heiðagæsunum er borgið þó 20%
af Kringilsárrana fari undir vatn, og
það er fjarri því að töfrum hálend-
isins sé fórnað með virkjuninni. Að-
koman að henni opnar Vesturöræfin
sem fáum voru aðgengileg með góðu
móti áður. Þau eru fagurt og gróð-
ursælt land. Svæðinu í kring um
Snæfell á Eyjabökkum er hlíft, og
breyta Hraunaveitur þar engu um
né miðlunarlón neðan við Eyja-
bakkafoss. Enginn talar um virkjun
Jökulsár á fjöllum og náttúruperlur
eins og Fagridalur og Arnardalur
eru á sínum stað. Þannig mætti lengi
telja. Ísland er ekki lítið
land þrátt fyrir þær
upplýsingar í drauma-
landi Andra Snæs að
það sé ekki jafnstórt og
Kentucky í Bandaríkj-
unum. Öræfin eru víð-
áttumikil og fjölbreytt
og svo verður áfram.
Að fara sér að voða,
eður ei
Um mótmæli und-
anfarinna vikna vil ég
segja það eitt að það er
full ástæða til þess að
varna því að mótmæl-
endur stefni sjálfum sér
og öðrum í hættu með
truflunum á vinnusvæði
sem er stórhættulegt.
Það á ekkert skylt við
friðsamleg mótmæli
sem eru engin nýjung
hérlendis.
Um jarðfræðina vil
ég segja að sú umræða
náði hámarki með sjón-
varpsviðtali við unga
konu sem var kynnt
sem jarðfræðingur.
Hún taldi það eitt koma
til bjargar nú að nátt-
úrhamfarir yrðu í Vatnajökli til þess
að sópa stíflunni burt.
Vatnslaus virkjun ?
Nú stinga upp kollinum skrif um
að réttast væri að hleypa ekki vatni í
lónið, klára mannvirkin og halda þar
listsýningar. Ég verð að viðurkenna
að þetta er hugmyndaflug. Hin um-
talaða bók Draumalandið endar á
þessari kenningu sem er farið að
endurtaka í blaðagreinum. Ég sakn-
aði viðbótarkafla í bókina með lýs-
ingu á hvaða áhrif það hefði á efna-
hag Landsvirkjunar og þjóðarinnar
að leigja 100 milljarða króna fjár-
festingu út undir sýningarsali og
borga að minnsta kosti aðra 100
milljarða í skaðabætur. Ég verð að
segja að ef svona kenningar eru sett-
ar fram í alvöru bendir það til þess
að þeir hinir sömu séu ekki í mjög
góðu jarðsambandi.Ég ber hins veg-
ar fulla virðingu fyrir útrás hug-
myndanna á hvaða sviði sem er
hvort sem það er hönnun, listsköpun
eða framþróun á sviði upplýs-
ingatækni. Ég hafna hins vegar
kenningunni „annaðhvort eða“.
Hvers konar þjónustustarfsemi og
atvinnustarfsemi sem á rætur að
rekja til hugmyndaríks fólks þarf að
vera og verður ein stoðin í atvinnulífi
Íslendinga. Orkufrekur iðnaður er
önnur stoð sem þegar hefur sannað
sig hér á landi áratugum saman.
Umhverfið nær og fjær
Ég ber fulla virðingu fyrir tilfinn-
ingum fólks varðandi umhverfismál
og vissulega verður að fara með gát í
þeim efnum. Mér finnst hins vegar
að umhverfisumræðan mætti stund-
um beinast að fleiri þáttum en Kára-
hnúkavirkjun, þó stærð þess máls sé
mikil. Hér á landi er mikill sóða-
skapur og full ástæða er til þess að
vekja athygli á akstri utan vega með
tilheyrandi spjöllum á gróðri, bílflök
og ryðgað véladrasl út um grænar
grundir, sáning á lúpínu þar sem
engin þörf er fyrir slíka jurt gróð-
ursins vegna, losun á rusli út um bíl-
glugga og þannig mætti lengi telja.
Allt þetta hef ég séð með eigin aug-
um á ferðum mínum um drauma-
landið Ísland á þessu fallega sumri.
Við verðum auðvitað að bera um-
hyggju fyrir hálendinu, en við verð-
um líka að líta okkur nær, á hina
hversdagslegu umgengni ef landið á
að rísa undir nafni sem Draumaland
í framtíðinni
Áróðursstríð í
draumalandinu
Jón Kristjánsson skrifar um
virkjanir og umhverfismál
Jón Kristjánsson
’… það er fjarriþví að töfrum há-
lendisins sé fórn-
að með virkj-
uninni. Aðkoman
að henni opnar
Vesturöræfin
sem fáum voru
aðgengileg með
góðu móti áður.‘
Höfundur er þingmaður.
UNDANFARIÐ hafa margir
látið óvægin og ljót orð falla um
útlendingana sem eru að mótmæla
við Kárahnjúka.
Ég tel ekki sann-
gjarnt að hnjóða ill-
mælum í alla útlend-
inga sem þar eru að
verki.
Ég held að í mörg-
um tilvikum séu þeir
vel gert og gott fólk
sem lent hefur í því
óláni að verða tilætl-
anafífl ósvífinna Ís-
lendinga sem dreifa
ósannindum og rógi
um land sitt og þjóð
til að spila á hjálp-
fýsi fólks og van-
þekkingu á íslenskum veruleika.
Bæklingur
með rógi
Í fréttum sjónvarps fyrir
nokkru sá ég viðtal við ungan
Þjóðverja sem var nýstiginn á
land á Seyðisfirði. Hann var í hópi
ungmenna sem komu til landsins
til að mótmæla virkjun við Kára-
hnjúka.
Aðspurður því hann hefði komið
til Íslands sagðist hann hafa feng-
ið bækling í Þýskalandi þar sem
upplýst væri að Kárahnjúkavirkj-
un væri upphaf þess að amerískur
auðhringur eyðilegði fegurstu árn-
ar og fossana á Íslandi og þeirri
eyðileggingu verði haldið áfram ef
ekki takist að stöðva framkvæmd-
irnar. Hann sagði líka að í bækl-
ingum kæmi fram að íslenska
þjóðin væri á móti þessum fram-
kvæmdum og ef nógu margir
kæmu til að hjálpa
henni við að mótmæla
yrði hægt að stöðva
framkvæmdir við
Kárahnjúka og þar
með alla aðra fyrirhug-
aða eyðileggingu auð-
hringsins á íslenskri
náttúru.
Þessi þýski piltur og
mótmælandi við Kára-
hnjúka er fagurt dæmi
um þá göfgi sem oft
finnst í mannssálinni.
Hann fórnar fé sínu og
tíma og siglir höf til
þess eins að leggja lít-
ilmagnanum og málstað hans lið.
Mér varð hugsað til samlanda
hans, mótmælandans mikla, sem
sagði, „hér stend ég og get ekki
annað“.
Upplýstir
og óvitlausir
Þessi þýski piltur vissi ekki það
sem allir sæmilega upplýstir og
óvitlausir Íslendingar vita að eng-
in áform eru uppi um frekari stór-
virkjanir fallvatna á Íslandi.
Hann vissi ekki það sem allir
sæmilega upplýstir og óvitlausir
Íslendingar vita að virkjun við
Kárahnjúka var samþykkt af Al-
þingi Íslendinga af margföldum
meirihluta þingmanna. Fulltrúar
meir en 80% kjósenda samþykktu
virkjun við Kárahnjúka.
Sáttin um virkjunina var svo
mikil að til að sanna þverpólitíska
samstöðu um hana gaf formaður
þingflokks Samfylkingarinnar sér-
staka yfirlýsingu á Alþingi um að
allur þingflokkurinn, nema tvær
þingkonur, styddi virkjun við
Kárahnjúka.
Samfylkingin vildi þannig eyða
formlega öllum grun um að hún
styddi ekki það framfara- og þjóð-
þrifamál sem Kárahnjúkavirkjun
er.
Þessi þýski piltur vissi ekki að
hann væri misnotaður sakleysingi
og tilætlanafífl sem óprúttið fólk
hefði att á forað með ýkjusögum
og fölsunum.
Honum og félögum hans gekk
því gott eitt til með komu sinni
hingað.
Við eigum því að taka mildilega
á gjörðum þeirra og fyrirgefa
þeim eins og öllum sem vita ekki
hvað þeir gjöra.
Tilætlanafífl
Birgir Dýrfjörð skrifar
um útlendinga sem mótmæla
við Kárahnjúka
’Þessi þýski piltur vissiekki að hann væri
misnotaður sakleysingi
og tilætlanafífl sem
óprúttið fólk
hefur att á forað með
ýkjusögum og
fölsunum. ‘
Birgir
Dýrfjörð
Höfundur er rafvirki.
SKATTALÖGGJÖFIN: Í barna-
lögum (nr 76/2003) er kveðið á um
framfærsluskyldu for-
eldra. Þar segir í 53.
gr. „Skylt er for-
eldrum, báðum saman
og hvoru um sig, að
framfæra barn sitt.
Framfærslu barns
skal haga af hliðsjón
af högum foreldra og
þörfum barns.“
Þegar foreldrar búa
ekki saman sinna báð-
ir foreldrar daglegri
framfærslu þann tíma
sem barnið er hjá
þeim. Barnið hefur
lögheimili hjá öðru foreldrinu.
Meðlag er millifært til lögheim-
ilisforeldrisins frá því foreldri sem
barn hefur ekki lögheimili hjá.
Lögheimilisforeldrið getur krafið
hitt foreldrið um greiðslu vegna
ýmissa stærri útgjalda. Lögheim-
ilisforeldrið getur einnig sótt auk-
ið meðlag, séu tekjur hins foreldr-
isins yfir viðmiðunartöflu sem
búin var til í dómsmálaráðuneyt-
inu árið 1992 og hefur verið upp-
færð síðan.
Báðir foreldrar hafa því ávallt
nákvæmlega sömu framfærslu-
skyldu gagnvart
barni sínu.
Ef hvorugt foreldri
er í sambúð með nýj-
um maka, flokkast
lögheimilisforeldrið
skattalega sem ein-
stætt foreldri en hitt
foreldrið sem barn-
laus einstaklingur.
Einnig í sameig-
inlegri forsjá hefur
lögheimilisforeldrið
ávallt skattalega og
að flestu leyti stöðu
einstæðs foreldris.
Lögheimilisforeldrið nýtur barna-
bóta, vaxtabóta eða húsaleigubóta
ásamt því að fá mæðra/feðralaun
sem einstætt foreldri. Hitt for-
eldrið skattleggst aftur á móti
eins og barnlaus einstaklingur.
Þrátt fyrir að báðir foreldrar beri
alltaf sömu framfærsluskyldu er
skattaleg staða þeirra mjög ólík
eftir því hvar barnið hefur lög-
heimili.
Í 65. gr stjórnarskrárinnar, er
kveðið á um að allir skulu jafnir
vera fyrir lögum. Skattaleg mis-
munun á milli lögheimilis og ekki
lögheimilis foreldra, þar sem báðir
foreldrar hafa ávallt sömu fram-
færsluskyldu, hlýtur að vera brot
á 65. gr stjórnarskrárinnar.
Staða forsárlausra (=ekki lög-
heimilis) foreldra væri betri, bæði
félagslega og fjárhagslega ef þeir
nytu réttlætis í skattalegu tilliti
og ef núverandi meðlagskerfi væri
í einhverju takti við nútímann.
Bæði löggjafinn og fram-
kvæmdavaldið þurfa að taka til í
eigin ranni.
„Barnlausir“
foreldrar
Gísli Gíslason skrifar um
skattalega mismunun á milli
forsjárlausraforeldra og for-
eldra með forsjá
’Skattaleg mismunun ámilli lögheimilis og ekki
lögheimilis foreldra, þar
sem báðir foreldrar hafa
ávallt sömu framfærslu-
skyldu, hlýtur að vera
brot á 65. gr stjórn-
arskrárinnar.‘
Gísli Gíslason
Höfundur er formaður Félags
ábyrgra feðra og barnlaus faðir
tveggja barna skv. íslenskum
skattalögum.
REGLULEGA
blossar upp umræða
um skólagjöld við rík-
isrekna háskóla. Það er
brýnt að hafa í huga að
umræðan um auknar
heimildir til gjaldtöku
stafar fyrst og fremst
af því að háskólarnir
hafa alltof lengi búið
við mjög erfið starfs-
skilyrði. Mér finnst þetta því ekki
vera spurning um það hvort leyfa
eigi slíka gjaldtöku, heldur hvort við
ætlum að svelta háskólana svo mjög
að þeir biðji um heimild til gjald-
töku.
Sú aukning á fjár-
framlögum til Háskóla
Íslands sem hefur orð-
ið undanfarin misseri
mætir ekki einu sinni
þeirri nemendafjölgun
sem hefur átt sér stað á
sama tíma. Svipaða
sögu er að segja frá
framhaldsskólunum en
í þá verjum við einnig
talsvert minna fjár-
magni en nágranna-
þjóðir okkar.
Mun lægra hlutfall sérhvers ár-
gangs hér á landi lýkur framhalds-
og háskólaprófi en hjá öðrum Norð-
urlandaþjóðum. Menntunarstig ís-
lensku þjóðarinnar er því lægra en
margur heldur og er talsvert lægra
en hjá flestum öðrum Vestur-
Evrópuþjóðum. Þetta er árangur
stefnu Sjálfstæðisflokksins í
menntamálum. Þetta mun koma
okkur í koll þar sem menntun er lyk-
ilatriði framtíðar innan alþjóða-
samfélagsins.
Vísað frá vegna fjárskorts
Í fyrsta skipti í sögunni neyðast
framhaldsskólar og háskólar til að
vísa fólki frá vegna fjárskorts. Nú í
sumar var 2.500 umsóknum í há-
skólana vísað frá vegna fjársvelt-
isstefnu ríkisstjórnarinnar og
hundruð framhaldsskólanemenda fá
ekki pláss í þeim skólum sem þeir
sóttust eftir.
Þessi ríkisstjórn hefur lítinn
metnað í menntamálum enda eru
helstu baráttumál hennar í þessum
málaflokki skólagjöld í háskólum,
samræmd stúdentspróf og skerðing
á stúdentsprófi sem sýnir miðstýr-
ingu og hugsunarleysi.
Menntun almennings kemur öll-
um til góða og því ber hinu opinbera
að reka háskóla með myndarlegum
hætti. Við eigum að draga úr fórn-
arkostnaði menntunar í stað þess að
auka hann eins og ríkisstjórnin
stefnir að. Það er stefna Samfylking-
arinnar. Samfylkingin mun for-
gangsraða í þágu menntunar.
Röng stefna í menntamálum
Ágúst Ólafur
Ágústsson skrifar
um menntamál
’Menntunarstig íslenskuþjóðarinnar er því lægra
en margur heldur.‘
Ágúst Ólafur Ágústsson
Höfundur er varaformaður Samfylk-
ingarinnar.