Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 37
og rúgbrauði með smjöri. Svo á eftir settist hún niður með mig og teiknaði fyrir mig mynd af konu í rosaflottum kjól, ég man eftir honum sérstaklega ásamt hárinu og augunum. Kjóllinn var síður og þröngur um mjaðmirnar en útvíður niður á við. Hárið var eins og hárið á gamalli kvikmyndastjörnu. Frekar stutt og með rúllu-krullum í endana (eins og ég man eftir að amma var alltaf með í hárinu, og hún fór aldrei út án slæðu yfir krullurnar). Toppurinn kom í stóran sveip yfir annað augað en rétt svo til að konan „sæi“ eitthvað. Augun voru stór með löng augnhár og hún var með þannig svip í augunum og munninum að hún minnti óendanlega mikið á Marilyn Monroe. Þetta er það sem er minn- isstæðast í mínum huga. Ég man ekki mikið meira eftir henni þegar ég var yngri nema þegar við mamma fórum til Reykjavíkur og gistum í litlu íbúð- inni hennar og ég sat í sófanum og skoðaði allar myndirnar hennar af frænkum og frændum mínum. En þegar amma varð eldri og ég fór að heimsækja hana á Skjól þá mundi hún alltaf að ég var að æfa fimleika og spurði mig hvort ég væri ekki dugleg að hoppa. Þannig man ég eftir henni og blessuð sé minning ömmu minnar. Elísabet Erlendsdóttir. Í dag er til moldar borin Ásthildur Teitsdóttir frá Eyvindartungu í Laugardal, fyrrum húsfreyja á Hjarðarfelli i Miklaholtshreppi. Ást- hildur ólst upp í Laugardalnum, gekk í Héraðsskólann á Laugarvatni þar sem hún kynntist manni sínum, Gunnari Guðbjartssyni frá Hjarðar- felli. Þau gengu í hjónaband árið 1942 og hófu búrekstur á föðurleifð Gunn- ars, Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi, sama ár, fyrst með foreldrum Gunn- ars og systkinum en síðar með börn- um sínum. Mikið orð fór af búskap þeirra hjóna fyrir framfarahug og var búið á Hjarðarfelli talið í fremstu röð fjárræktarbúa og er svo raunar enn í höndum sona þeirra, Guðbjarts og Högna. Snemma hlóðust trúnaðarstörf á Gunnar fyrir sveit sína og stétt og ár- ið 1963 var hann kjörinn formaður Stéttarsambands bænda og gegndi hann því starfi í 18 ár. Formennska í Stéttarsambandinu var á þessum tíma af mörgum talin ígildi ráðherra- dóms og tvímælalaust er Gunnar einn mikilhæfasti leiðtogi bændastéttar- innar á síðari hluta 20. aldar. Það liggur í augum uppi að félagsmála- störf Gunnars kölluðu á mikla fjar- veru frá búi og heimili. Það kom því í hlut Ástu að sjá um heimili og bú með börnum sínum, einkum sonunum Guðbjarti og Högna, og var hvergi slegið af í faglegum metnaði og myndarskap. Þegar ég kom til starfa hjá Stétt- arsambandi bænda árið 1977 var eitt mitt fyrsta verk að aðstoða Ástu við kaup á húsgögnum og öðru innbúi í íbúð sem Stéttarsambandið hafði þá fest kaup á til afnota fyrir formann sinn. Þessi samskipti eru mér afar minnisstæð því að fáum hefi ég kynnst jafn elskulegum og hógvær- um í öllu viðmóti og með jafn fágaðan smekk og Ásta, án þess nokkurn tíma að missa sjónar á því sem hóflegt var. Íbúðin á Kaplaskjólsveginum var síð- an annað heimili þeirra hjóna á með- an Gunnar gegndi formennsku í Stéttarsambandinu og síðar er hann réðst sem framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Það liggur í augum uppi að í lífi jafn stórbrotins manns og Gunnars á Hjarðarfelli voru ekki allar stundir sigurstundir. Bakvið einbeitnina bjó viðkvæmni. Á slíkum stundum var Ásta honum ómetanleg stoð sem og í öllu hans starfi og ánægjulegt er að minnast þess hversu samrýnd þau voru og glöð í góðra vina hópi og þeg- ar tóm gafst til ferðalaga. Ég vil fyrir hönd okkar, sem störf- uðum með þeim hjónum í Bændahöll- inni á Stéttarsambandsárunum og síðar eftir að Gunnar tók við Fram- leiðsluráðinu, færa Ástu þakkir. Sam- skiptin við hana eru okkur afar minn- isstæð fyrir þá hógværu hlýju og velvilja sem einkenndi alla hennar framkomu. Fjölskyldunni votta ég samúð mína. Hákon Sigurgrímsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 37 MINNINGAR Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ELÍNAR GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR, Sóltúni 2, áður til heimilis á Sundlaugavegi 28, Reykjavík. Vilborg Þórðardóttir, Sigurjón Torfason, Kári Þórðarson, Rósa V. Guðmundsdóttir, Gísli Þórmar Þórðarson, Ulla Juul Jörgensen, Elmar Þórðarson, Ólafía Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN STEFÁN SVEINBJÖRNSSON, Vitastíg 14, Bolungarvík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. ágúst. Jarðarförin fer fram í Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 19. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða Slysavarnafélag Bolungar- víkur. Stella Finnbogadóttir, Sesselja Sveinbjörnsdóttir, Joao Pombeiro, Hálfdán Sveinbjörnsson, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Carlos Torcato, Ragnheiður Ásta Sveinbjörnsdóttir, Finnbogi Sveinbjörnsson, Linda Jónsdóttir, Linda Sveinbjörnsdóttir, Einar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN KRISTJÓNSDÓTTIR, sem lést á Vífilsstöðum mánudaginn 7. ágúst verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 15. ágúst klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Gerður Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Jón G. Zoëga, Björn Zoëga, Harpa Árnadóttir, Birna Hallsdóttir, Sveinn Zoëga, Hildur Björk Hilmarsdóttir, Gunnar Zoëga, Valdís Guðlaugsdóttir og langömmubörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, BJÖRN GUÐMUNDUR BERGSSON, Austurhlíð 17, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 30. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Hlíð. Jóhanna Guðmundsdóttir, Örn Viðar Birgisson, Guðmundur Arnarson, Hákon Arnarson, Torfi Arnarson, Anna Kristín Arnardóttir, Tómas Örn Arnarson. Eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR ELÍASSON, andaðist mánudaginn 7. ágúst. Að ósk hins látna hefur hinsta kveðja farið fram í kyrrþey. Þórdís Árnadóttir, Gylfi, Aldís Bára, Sigrún, Jóna Kristjana og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, MARGRÉT JÓNA SIGURÐARDÓTTIR, Suðurgötu 26, Akranesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudag- inn 10. ágúst. F.h. fjölskyldunnar, Hallgrímur G. Kvaran. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓSEP BIRGIR KRISTINSSON, Daggarvöllum 4A, Hafnarfirði, áður til heimilis á Hagamel 6 í Skilmannahreppi, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Kristín Þórhallsdóttir, Þórhallur B. Jósepsson, Herdís Ólafsdóttir, Karólína K. Jósepsdóttir, Gunnar Jónsson, Skarphéðinn Jósepsson, Stefanía Björnsdóttir, Ævar Örn Jósepsson, Sigrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN GUNNAR ÍVARSSON fyrrverandi verslunarstjóri og fulltrúi skattstjóra, Skarphéðinsgötu 4, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst. Guðrún Guðlaug Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir A. Jónsson, Þóra Hafsteinsdóttir, Sonja B. Jónsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Ívar Jónsson, Lilja Mósesdóttir, Fannar Jónsson, Elísabet S. Auðunsdóttir, Jón Þór Sigurgeirsson, Guðrún Iðunn Sigurgeirsdóttir, Einar Bjarni Sigurðsson, Birkir Kristján Guðmundsson, Jón Reginbaldur Ívarsson, Hrafnhildur Fannarsdóttir, Fannar Gunnsteinsson og Óskar Þór Einarsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BRAGI SALÓMONSSON verkstjóri, Reynihvammi 35, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt föstu- dagsins 11. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 16. ágúst kl. 11.00. Pálína Pálsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Sigurður Friðriksson, Árni Bragason, Anna V. Einarsdóttir, Guðbjörg Bragadóttir, Kristján Guðmundsson, Þorvaldur Bragason, Narelle J. Bragason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR menntaskólakennari, andaðist á kvennadeild Landspítalans föstudag- inn 11. ágúst. Jarðarför verður auglýst síðar. Bryndís Björnsdóttir, Jónas Páll Björnsson, Soumia Islami, Sofia Sóley Jónasdóttir, Elías Andri Jónasson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Páll Ásmundsson, Svanhildur Ása Sigurðardóttir, Björn Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.